Morgunblaðið - 11.01.1990, Page 34

Morgunblaðið - 11.01.1990, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ' FIMMTUDAGUR 11. JANUAR 1990 NEYTENDAMAL Nauðsynlegt að kartöfl- uniar verði rannsakaðar í eina öld og gott betur hafa kartöflur verið ein af undirstöðu fæðutegundum okkar Islendinga eins og reyndar fleiri Norður- Evrópuþjóða. Þó undarlegt megi virðast tók talsverðan tíma að kenna landanum að meta ágætið. Kartöflur eru lremur auðræktað- ar hér, þær eru næringarríkar og hafa löngum reynst góð búbót. Saga kartöfluræktunar Kartöflur koma upphaflega frá Perú. Kartöfluræktun var orðin vel þróuð bæði í Perú og í Equa- tor þegar Spánveijar komu fyrst til Ameríku, en þeir f luttu kartöfl- ur til Evrópu á árunum 1580- 1585. Talið er að það hafi Sir Francis Drake einnig gert nokkr- um árum síðar. Kartöflur urðu þó ekki mikil- vægar í mataræði Evrópubúa fyrr en eftir árið 1750, nema á írlandi þar sem þær urðu ein aðal fæðu- tegund landsmanna. Talið er að kartaflan hafi átt ríkan þátt í mikilli fólksfjölgun á írlandi, en hún átti einnig þátt í geysilegri fækkun þjóðarinnar. Á árinu 1740 eru írar taldir vera um 2.000.000 og árið 1841 eru þeir orðnir rúm- ar 8.000.000. Á því tímabili kemur upp sýking í kartöflum á írlandi sem veldur mikilli hungursneyð í landinu og á næstu áttatíu árum fækkar Irum um rheira en 4.000.000. Orsakirnar voru hung- urdauði og mikill fólksf lótti, aðal- lega til Bandaríkjanna. Kartöfluræktun á íslandi Hér á landi er fyrst getið um kartöfluræktun er þýsk-sænskur barón, Hastfer að nafni, flutti ,jarðepli“ til landsins og „tekst dável ræktun þeirra á Bessastöð- um“, eins og segir í „Öldinni okk- ar“. Hluti af uppskerunni var sendur merkum ræktunarmanni, séra Bimi í Sauðlauksdal, til rækt- unar. Hastfer þessi var einnig nefndur „hrútbaróninn" vegna kynbótahrútanna sem hann flutti til landsins til að auka gæði og verðmæti íslensku ullarinnar, en með hrútum þessum kom fjárpest sem olli ómældum skaða bæði á fé og mönnum. Jarðeplin, eins og kartöflurnar voru kallaðar, benda til þess að Hastfer hafi flutt þær hingað frá Þýskalandi, en þar í landi var kart- öflurækt mjög algeng eftir 1750 og nefndu bændur þar í landi kart- öflurnar „Erdapfel“ eða jarðepli. Annars hafa kartöflur fengið mörg nöfn og sum fyrir misskiln- ing, að sagt er. í Perú kallast kartöflurnar papas, það var fyrir rugling að þeim var blandað sam- an við sætar kartöflur sem þar í landi nefnast batatas. í enskumæl- andi löndum kallast kartöf lur pot- atoes, á Spáni patatas, á ítölsku heita þær taratoufli, á þýsku kart- offeln og þaðan mun kartöfluhei- tið vera komið. Kartöflur hafa verið nokkuð til umræðu hér í fjölmiðlum að und- anförnu og þá sérstaklega vegna tiabendazols, efnis sem úðað er á kartöflurnar eftir upptöku, en ís- land virðist vera eitt fárra landa sem leyfa notkun á þessu efni á sína kartöfluframleiðslu. Þar sem margt er ójjóst um efni þetta og önnur efni sem er að finna í kart- öflum hér á landi, leituðum við til prófessors Þorkels Jóhannessonar forstöðumanns Rannsóknastofu í lyfjafræði. Þorkell er helsti sér- fræðingur íslendinga í eiturefna- fræðum. Hann var fyrst spurður hverskonar efni tiabendazol væri, um skaðleg áhrif þess á neytendur og hvaða ákvæði væru um notkun efnisins. Tíabenazol er sveppalyf „Tiabendazol," sagði Þorkell, „er efni eða lyf úr vel þekktum flokki efnasambanda, benzimidaz- ol-sambanda. Þessi efni eru notuð til lækninga, þau hafa áhrif á innyflaorma hjá mönnum og dýr- um og virka einnig á ýmsa sveppi. í landbúnaði og í garðyrkju er efnið notað til að halda niðri svepp- um. Skyld lyf hafa verið aðal or- malyf in sem notuð hafa verið fram Þorkell Jóhannesson til þessa í sauðfé og eins fyrir hesta.“ -- Hver er ástæðan fyrir því að ekki leyft að nota þetta efni á kartöflur erlendis? „Danir hafa aðeins leyft notkun þess efnis á útsæðiskartöflur," sagði Þorkell. „Við fengum loðin svör hjá Dönum þegar þeir voru spurðir hversvegna þeir leyfðu aðeins notkun efnisins á útsæðis- kartöflur. í Noregi er notkun þess alfarið bönnuð, en þar í landi hafa verið veittar undanþágur. Hér var það ósk kartöflubænda að fá að nota þetta efni til að veija kartöfl- ur skemmdum í geymslum. Okkur sýndist að það væri innan skyn- samlegra marka að leyfa notkun þess, með tiltölulega ströngum fyrirmælum um eftirlit." Þorkell sagðist þó óttast að eftirlitið hafi verið í lágmarki. „Samkvæmt reglugerð mega víst vera allt að 5 míkrógrömm af efninu í grammi af kartöflum og er magnið miðað við heilar og óflysjaðar markaðskartöflur að undangengnum þvotti eða skolun með vatni. Markgildi þetta tekur einnig til innf luttra kartaf lna sem ætlaðar eru til manneldis." — Hverskonar skaða geta of stórir skammtar af tiabendazoli valdið neytendum? Þorkell sagði þetta efni hafa litla skaðlega verkun, það væri eitt af elstu efnum íþessum f lokki, en því væri ekki að neita, að þetta sérstaka efni væri fremur lítið rannsakað. — Er tiabendazol notað til að koma í veg fyrir spírun kartaf lna? „Nei,“ sagði Þorkell, „tía- bendazol hefur engin áhrif á spírun, til þess er notað ákveðið spírunarstýriefni. “ — Eru notuð stýriefni á kart- öflur? Hverskonar efni eru það? Þorkell sagði að samkvæmt list- anum, yfir efni sem nota má hér við ræktun, væru skráð 5 stýri- efni, þar á meðal eru Alar og spírunarstýriefni F. Alar 85 inni- heldur virkt efni sem nefnist di- metas. Hann sagðist þvi miður ekki hafa hér tiltækar upplýsingar um þetta efni. Hvað varðar spírunarstýriefni F þá nefnist það klórprófan og er úr flokki karbamata. Það eru vel þekkt efni, meðal þeirra efna eru m.a. sveppalyf. Hann sagði að klórprófan hefði alltaf verið talið lítt eitrað efni og það hefði aldrei sannast að efnið ylli frumu- skemmdum í dýratilraunum, sem gæti verið undanfari illkynja frumubreytinga. „Heildarupplýs- ingar um klórprófan eru nokkuð í brotum,“ sagði Þorkell, „en stýri- efni þetta var þó skráð hér á landi með tilliti til þessa tvenns, að það er virkt og hefur ekki verið tengt krabbameinsmyndun.“ Sólanin varasamt efiii í kartöflum í kartöflum getur myndast efni sem nefnist sólanin bæði í ræktun og ef þær eru ekki meðhöndlaðar rétt. Efni þetta getur myndast í kartöflunum m.a. fyrir tilverkun sólar, við hnjask eða af skemmd- um í meðferð eins ogt.d. í flokkun- ai-vél eða við upptöku. Þorkell sagði að aðalorsök sólanins í kart- öf lun væri sólarljósið og þá senni- lega helst útfjólubláir geislar. — Hverskonar efni er sólanin? „Sólanin er efni sem er fjar- skylt ýmsum hjartalyfjum (eins og digitalis). Efnið getur valdið niðurgangi í mönnum, en í miklu magni getur það valdið einkennum frá miðtaugakerfinu. Erfitt hefur reynst að staðfesta hversu mikið magn þarf til að menn fái í mag- ann. Mörkin sem gefin hafa verið eiga að koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað.“ Meðhöndlun kartaflna hefur oft verið ábótavant á seinni árum. Það hefur ekki verið óalgengt að sjá í hér verslunum „grænar" kartöfl- ur. Bökunarkartöflur eru látnar liggja í borði óvarðar fyrir ljósi dögum saman enda breyta þær lit og verða grænar. Venjulegar mat- arkartöflur í pokum eru oft komn- ar með grænan lit og bragðbreyt- ingu þegar þær eru komnar í hend- ur neytandans. Beiska bragðið, sem oft er af þessum kartöflum, bendir til að í þeim sé óeðlilega mikið sólanin. „Menn telja sig hafa komist að því,“ sagði Þorkell, „að lítið magn af sólanini þarf til að gefa kartöfl- um rétt bragð", sagði Þokell í spaugi, en bætir við. „Sólanin gef- ur bragð, en magnið á ekki að fara yfir 100 milligömm í kíló og það er ekki mikið magn.“ Fjölmennur fundur um at- vinnumál og fólksflótta Flateyri: Flateyri. ALMENNUR fundur um atvinnumál og íbúaþróun var haldinn í félagsheimilinu á Flateyri 7. janúar síðastliðinn. Mikill fjöldi fólks mætti á fiindinn og höfðu menn orð á að ekki hefði verið svo mikil fundarsókn í áraraðir. Greinilegt er því að fólk hefur veruleg- ar áhyggjur af þróuninni. Fundurinn samþykkti tillögu sem er svohljóðandi: _Almennur fundur um íbúaþróun og atvinnu- mál haldin þann 7. janúar 1990 á Flateyri samþykkir að óska eftir því við hreppsnefnd Flateyrar- hrepps að hún tilnefni fjóra full- trúa og verkalýðsfélagið Skjöldur tilnefni tvo fulltrúa í nefnd sem vinni að ef lingu atvinnulífs á Flat- eyri. Hlutverk nefndarinnar verði meðal annars að vinna að stofnun hlutafélags til eflingar atvinnulífs á Flateyri. Þá kanni nefndin einn- ig möguleika á fjármögnun og stofnun hlutafjár. Að þessu loknu boði nefndin til almenns atvinnu- málafundar. Nefndin hraði störf- um eins og kostur er. Fundurinn stóð í um þijár klukkustundir. Margir tóku til máls og var fólk sammála um að kvótakerfið á stóran þátt í ástand- inu. Þegar laun og vinna minnka verulega fer fólk að hugsa sér til hreyfings. Togarinn Gyllir hefur legið við bryggju frá því um miðjan október kvótalaus og það eitt kemur illa við ekki stærra sveitarfélag. Fram komu á fundinum ýmsar tillögur í atvinnumálum en flestir voru sammála því að á Flateyri verður sjávarútvegur aðalatvinnugreinin og kaup á annaðhvort frystiskipi eða öðrum sambærilegum togara og Gyllir er, væri það sem gæti aukið atvinnu og um leið myndi fólki fjölga. Á Flateyri er ekki atvinnuleysi og hefur ekki verið síðan 1984 en full ástæða er til að auka atvinnu- tækifæri sem leitt gætu til fólks- fjölgunar. Fram kom á fundinum að níu íbúðir innan félagslega kerfisins við Hjallaveg eru óseldar og auðar þannig að ekki er um húsnæðis- vandamál að stríða. - Magnea

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.