Morgunblaðið - 11.01.1990, Side 36

Morgunblaðið - 11.01.1990, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990 36 Minning: Grímur M. Helga son deildarsljóri Mig langar í örfáum orðum að kveðjá hann Grím. Grímur lést að kvöldi annars dags jóla eftir stutta sjúkralegu. Síminn hringdi að kvöldi annars dags jóla. Fríða vin- kona mín var í símanum. „Hann Grímur minn er dáinn,“ sagði hún. Ég þagnaði, gat það verið. Tíminn stóð í stað á þessari stundu. Ég I " þakkaði Fríðu minni að láta mig vita. Mynd Gríms kom í hugann og það var bros hans, svo hlýlegt. Já, svona er lífið, við erum svo lítils megnug. Fyrr en varir er einn far- inn. Genginn á vit feðra sinna. Far- inn þangað sem við förum öll. Sorg- in sest að hjá eftirlifandi ástvinum. Þeir syrgja horfinn ástvin. Grímur var maðurinn hennar Fríðu vinkonu minnar og samkenn- ara. í mínum huga var Grímur lýs- andi mynd góðvildar, elsku og hlýju. Hann vann m.a. að ritstörfum en vann þau í hljóði, það var hans háttur. Hann var hógvær maður, hann Grímur. Ég veit að Grímur _ Fríða voru samrýnd hjón og stóðu ætíð saman. Þau voru sterkar stoðir fjölskyldunnar. Börn þeirra komu oft heim á Kambsveginn, þó þau væru flutt að heiman. Oft var það svo að húsið var fullt af fólki, þar var mikið líf. Nú er hluti af þessu lífi horfinn en samt verður lífið sem slíkt að halda áfram. Með Grími er góður maður farinn. Góður eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi. Það tómarúm sem Grímur skil- ur eftir sig verður ekki fyllt. Þetta er það sem fyrir okkur öllum ligg- ~Tr, að deyja, við ráðum hvorki stað né stund. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, þvi alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Svo kvað Tómas Guðmundsson. Lífið heldur áfram og við verðum að lifa því. Minningin um góðan og elskulegan mann lifir. Með þessum fáu og fátæklegu orðum kveð ég Grím og votta móð- ur hans, elsku Fríðu, börnum, tengdabörnum og bamabörnum mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja þau í sorginni. -s-» Björk Jónsdóttir Vinur minn Grímur M. Helgason lést að kvöldi annars jóladags. Orð- fátt verður manni er slíkt gerist enda var aðdragandinn skammur. í hugann koma upp liðnar stund- ir með góðum dreng, _ göfugum manni og hjartahlýjum. Ég minnist samverustunda er við röbbuðum saman í horninu hans á Lands- bókasafninu eða á kaffihúsi í mið- bænum þar sem við ræddum um lífið og tilveruna. Ávallt hafði . Grímur eitthvað gott til málanna að leggja og lagði sig fram um að leita hins jákvæða í flestum málum eg gjörðum. En nú er hann horfinn yfir móðuna miklu, þá leið sem lífið leiðir okkur öll að lokum. Þar sé ég hann fyrir mér með töskuna sína sem hann skildi aldrei við sig og geymdi ýmislegt honum kært. En minningin um góðan vin dofnar aldrei, heldur vex í hvert skipti sem hugurinn reikar til liðinna sam- verustunda.- Fríðu minni sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur svo og börnum Gríms og barnabörnum. Mig langar að kveðja vin minn með orðum úr Bókinni um veginn. Sá, sem þekkir Alvaldið, er fáorður um það; sá sem er margorður um það, þekkir það ekki. Að loka vörunum og láta aftur hlið hljóma og sýna, að má brúnirnar, greiða flækjur, slá móðu á það sem glitrar, og vera rykið - það er hin dásamlega aðlögun. Slíkur maður lætur ekki vinarhót né fjandskap á sig fá og er hafinn yfir tjón og hagnað, heiður og vanheiður. Hann er allra manna göfugastur. Filip Franksson Orð mín um afa minn eru einföld og kannski líka fátæk. Samt segja þau næstum alveg það sem ég hugsa: — Hann afi var besti maður sem ég hef nokkurn tíma umgeng- ist. Hann var líka sá heiðarlegasti og réttsýnasti. Ég á margar minningar um hann og þær hafa sótt að mér undan- farna daga. Það er einsog ég geti ekki gleymt neinu. Ég mun til dæm- is aldrei gleyma orðunum sem hann flutti ntér á fermingardaginn minn. Ég get ekki lýst því sem streymir fram í huga minn þegar ég hugsa um hann þar sem hann stóð og mælti orðin og röddin hans skalf og ég fann allur hvað mér þótti vænt um hann og orðin. Ég mun heldur aldrei gleyma þegar ég fór með afa og ömmu til Raufarhafn- ar. Við áttum þar yndislegar stund- ir öll þtjú. Við afi fórum stundum tveir í göngutúra í fjörunni og töluð- um mikið um lífið og náttúruna. Hann var mikill fjörumaður og vitur og fræddi mig um margt. Við geng- um lfka saman þegar ég heimsótti hann á Kambsveginn. Og ég man mjög vel eftir okkar síðustu göngu- ferð niður á Kleppsveg. Hann sýndi mér húsið sem hann og amma bjuggu í. Og sagði mér sögur af mömmu og hinum krökkunum. Allt sem hann sagði mér fannst mér merkilegt og lifandi einsog saga. Það lifir alltaf þótt hann sé farinn. Ég vildi óska þess að hann væri lifandi. Allt vildi ég gefa. Mér þyk- ir svo sárt að hann skuli vera farinn í þetta ferðalag en ég vona að ferð- in verði falleg og björt. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað dauðinn sé eiginlega. Kannski er hann einhvers konar fæðing einsog Helgi frændi sagði mér. Samt finnst mér hann sár og grimmur að minnsta kosti fyrir þá sem sitja heima og bíða og gráta af því að þeir geta ekki leitt þá sem þeim þykir vænt um. En svona er víst lífið. Stundum verð ég bæði sár og reiður af því að ég veit að hann afi átti eftir að gera svo margt af því sem hann langaði til. Hann var alltaf að gera eitthvað fyrir aðra. Og mér finnst svo ósanngjarnt og skrítið að hann skyldi ekki fá tíma til að gera meira af því sem hann hlakkaði til. Mér finnst það líka ósanngjarnt ömmu minnar vegna. Þau voru góð saman. En afí fékk þó að fara í síðustu ferðina á sínum uppáhalds tíma. Hann var mikill jólamaður. Og ég vona að hann gangi í gegnum und- ursamlega náttúru á leið sinni því að þá veit ég að hann er glaður. Og ég vil að hann sé glaður. Hann á það skilið. Ég votta ömmu minni samúð mína og svo líka öllum hinum sem þekktu hann og sakna hans núna. Hólmar Þór Heita mátti að í sama mund og til varð hin eiginlega handritadeild Landsbókasafns, að við Helga flutt- um okkur þangað úr lestrarsalnum. Ekki var leiðum að kynnast við fyrstu kveðju, þar sem var Grímur M. Helgason. Hjá honum vorum við hjónakornin í nokkur ár til húsa í hinni nýju deild og nutum þar frá- bærrar fyrirgreiðslu hans og ann- arra safnvarða. Eftir að lög leyfðu lán á milli safna nutum við Helga þess að fá margan pinkilinn suður á safnið í Hafnarfirði. Engum duld- ist, er eitthvað stöldruðu í deildinni hjá Grími, hversu ljúft honum var að leiðbeina og ráða fram úr torlæsri skrift, þá er til hans var leitað. Honum var léð mikil þolin- mæði og þess vegna oftast náð á leiðarenda, þótt vandratað væri. Grímur var ekki einungis við lát- inn til þess að greiða úr vand- kvæðum gesta sinna, því að hann var jafnframt að búa í haginn fyrir þá, er síðar kynnu að ganga á vit stofnunar hans í leit að svörum við ótal spurningum. Honum var metn- aðarmál, að þegar að því kæmi að farið væri að fletta upp í ritauka-- skránni, sem hann sýslaði við, þá kæmi í ljós, að hún gæti orðið þeim, er á þyrftu að halda, sem gleggstur vegvísir. Oft sá þess deili, hve þarfur maður Grímur var stofnun sinni,. og verður skarð hans ekki auðfyllt, því að kostir hans sem safnvarðar og manns voru margir og miklir. Sjaldan er haft hátt á torgum um hljóðlátu störfin, en gagn þeirra mikilsvert engu að síður. Þótt Helga sé gengin vil ég í nafni okkar beggja þakka Grími M. Helgasyni við leiðarlok innilega fyrir kærkomna liðveiðslu við okkur árin, sem við vorum í námunda við hann, um leið og ástvinum hans og venslafólki er vottuð-samúð. Lúðvík Kristjánsson Grímur Margeir Helgason, for- stöðumaður handritadeildar Lands- bókasafns, andaðist á Landspítal- anum á annan í jólum eftir skamma sjúkdómslegu. Grímur fæddist á Leifsstöðum í Selárdal í Vopnafirði 2. september 1927. Foreldrar hans voru Helgi Kristinn Einarsson, bóndi þar, og kona hans, Vigdís Magnea Gríms- dóttir, sem lifir son sinn háöldruð. Með foreldrum sínum fluttist Grímur að Breiðumýri í Vopnafirði og síðar til Seyðisfjarðar þar sem faðir hans var símaeftirlitsmaður. Grímur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1948 og cand. mag.-prófi frá Háskóla íslands 1955. Hann var kennari við Barna- og miðskóla Seyðisfjarðar 1948-49, stundakennari við Verzl- unarskóla íslands 1955-57 og 1962-67 en fastráðinn kennari þar 1957-62. Vann í ígripum á Lands- bókasafni íslands 1957-62 en var fastur starfsmaður handritadeildar safnsins 1962-66 og forstöðumaður hennar frá 1966. 21. febrúar 1953 gekk Grímur að eiga eftirlifandi konu sfna, Hólm- fríði Sigurðardóttur, fædda 2. nóv- ember 1930, dóttur hjónanna Sig- urðar Árnasonar, starfsmanns KNÞ á Raufarhöfn, og Arnþrúðar Stef- ánsdóttur. Hólmfríður er stúdent frá MA 1951 og cand. phil. frá Háskóla Islands 1952, en barnaupp- eldi og heimilisstörf hindruðu frek- ara nám þar til yngstu börnin fóru að komast á legg. Sótti hún nám- skeið í myndvefnaði við Myndlista- og handíðaskólann 1975 og 1976 og lauk B.Ed.-prófi frá Kennarahá- skóla íslands 1983. Hún starfaði nokkur ár sem aðstoðarmaður iðju- þjálfa og síðar handmenntaþjálfi á Kleppsspítala en hefur verið kenn- ari við Safamýrarskóla í Reykjavík frá 1983. Börn þeirra Hólmfríðar og Gríms eru: Vigdís, f. 1953, kennari og rit- höfundur. Sigurður, f. 1955, rafmagns- tæknifræðingur, kvæntur Birnu Þórunni Pálsdóttur, fatahönnuði. Anna Þrúður, f. 1956, liemandi við Kennaraháskóla íslands, unn- usti Sigurþór Hallbjörnsson, offset- ljósmyndari. Helgi Kristinn, f. 1958, íslensku- kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, hefur lokið námi til cand. mag.-prófs í bókmenntafræði nema lokaritgerð. Grímur,_f. 1961, lögreglumaður, kvæntur Ásu Magnúsdóttur, við- skiptafræðingi. Hólmfríður, f. 1965, nemandi í stjórnmálafræði við Háskóla ís- lands, unnusti Birgir Hákonarson, vélaverkfræðingur. Kristján, f. 1969, nernandi í sál- arfræði við Háskóla íslands, unn- usta Lára Helen Óladóttir, nemandi við Iþróttakennaraskólann á Laug- arvalmi. „Ó, hann má ekki deyja, hann er svo góður!“ Þessi einlægu, ósjálf- ráðu viðbrögð yngstu dóttur minnar, kominnar til fullorðinsára, við fregninni um að heimilisvini okkar, Grími M. Helgasyni, væri ekki hugað líf, bera því glöggt vitni hvern hug samferðamennirnir báru til hans, jafnt þótt kynslóðabil að- skildi. Ég minnist Gríms fyrst úr Menntaskólanum á Akureyri þar sem hann var einum bekk á undan mér í námi. Ég kynntist honum þó ekkert persónulega á þeim árum, man hann aðeins sem háan, grann- an og bjartleitan pilt sem ég veitti athygli á göngum skólans. Og ein- hveiju sinni leitaði hann til mín um efni, er hann var ritstjóri skóla- blaðsins Munins. Þá munum við fyrst hafa ræðst við. Leiðir okkar Gríms lágu saman í Háskóla íslands, þar sem við lögð- um báðir stund á íslensk fræði, svo og á Nýja Garði. Með okkur tókust fljótt kynni og góð vinátta sem hélst æ síðan, kom þar hvort tveggja til, sameiginlegur áhugi okkar á íslenzkum bókmenntum og áþekk viðhorf til manna og mál- efna. Skipuðum við okkur báðir snemma á háskólaárum okkar í flokk róttækra stúdenta. En það kom fleira til. Er mænu- veikifaraldurinn hetjaði á Akureyri veturinn 1948-49 var MA lokað um nokkurt skeið í nóvember/desem- ber. Þá hófum við fjórir bekkjarfé- lagar, sem vorum svo lánsamir að veikjast ekki, að spila bridge. Við tókum upp þann þráð að nýju vetur- inn eftir, þá komnir í háskóla og á Nýja Garð. Kölluðum við spilafélag- ið Fjarkann. Er einn okkar félag- anna dró sig í hlé á öðru ári kom það eins og af sjálfu sér að Grímur var tekinn inn í félagsskapinn og varð hann fljótt „makker“ minn. Margt góðra bridgespilara var þá í Háskólanum, s.s. Stefán Guðjohn- sen, Ásmundur Pálsson, Indriði Pálsson o.fl. og var bæði efnt til sveita- og tvímenningskeppni innan + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGÞÓR GUÐJÓNSSON frá Enni, Hólavegi 19, Siglufirði, sem andaðist þann 5. janúar, verður jarðsunginn frá Siglufjarðar- kirkju laugardaginn 13. janúar kl. 14.00. Sigurlaug Guðbrandsdóttir, Guðbrandur Sigþórsson, Svava Ingimundardóttir, Guðbjörg Sigþórsdóttir, Páll M. Sigþórsson, barnabörn og barnabarnabarn. skólans veturinn 1953-54 með mik- illi þátttöku. Hafnaði Fjarkinn að mig minnir í 3. sæti í sveitakeppn- inni. Við Grímur urðum einnig í 3. sæti í tvímenningnum og sveitarfé- lagar okkar, Björn Hermannsson og Geir Jónsson í 4. sæti. Mátti þetta teljast sæmilegur árangur. En þar með var líka keppnisferli okkar lokið og alvara lokaprófa og lífsbaráttu tók við. Garðsvist Gríms varð ekki löng. Hann hafði þá þegar kynnst konu- efni sínu, Hólmfríði Sigurðardóttur, og gengu þau í hjónaband 1953. Var það mikið gæfuspor beggja. í upphafi hjúskapar þeirra, er Fríða gekk með fyrsta barnið og allt virt- ist leika í lyndi, dró þó skyndilega bliku á loft. Grímur veiktist hastar- lega af botnlangabólgu og var botn- langinn sprunginn er hann var skor- inn upp. Afleiðingin varð sú að hann fékk svæsna lífhimnubólgu svo honum var um skeið ekki hugað líf. Við félagar hans og skólabræður á Garði fylgdumst milli vonar og ótta með framvindu sjúkdómsins og skipulögðum m.a. blóðgjöf, en þá var blóðbankinn ekki tekinn til starfa. Ég man alltaf daginn sem sköpum skipti. Við sátum í símaher- berginu á Nýja Garði nokkrir sam- an, þögulir og hnípnii' og biðum frétta af sjúkrahúsinu. Læknarnir höfðu lagt Grím aftur á skurðar- borðið upp á líf og dauða. Loks kom fréttin. Þeir höfðu opnað skurðinn á ný, hleypt út greftri og hreinsað kviðarholið. Við það létti sjúklingn- um og nú þótti loks sýnt að hann væri kominn yfir það versta. Ég man enn léttinn og feginleikann. Kraftaverkið hafði gerst. Mér varð hugsað til þessa atburðar er Grímur gekkst undir uppskurð vegna krabbameins í ristli rétt fyrir jólin og Fríða sagði mér að ekki hefði tekist að komast fyrir alla mein- semdina, hún hefði verið orðin of útbreidd. Ég vonaði að enn myndi kraftaverk gerast. Sú von brást. Þrátt fyrir ianga veikindalegu lauk Grímur cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum á tilsettum tíma vorið 1955 með I. einkunn. Fyrir lokaritgerðina hlaut hann I. ágætis- einkunn, en því höfðu aðeins tveir aðrir náð á undan honum. Fjallaði ritgerðin um Pontusar rímur Magn- úsar prúða og sá Grímur síðar um útgáfu rímnanna á vegum Rímnafé- lagsins. Þarna kom glöggt fram að Grímur var búinn öllum bestu kost- um fræðimannsins: Nákvæmni, vandvirkni, glöggskyggni, þolin- mæði og eljusemi, enda átti megin- starfsvettvangur hans eftir að verða á sviði fræðimennsku og útgáfu- starfsemi. Að háskólaprófi loknu réðist Grímur til starfa við Verzlunarslcól- ann og kenndi þar íslensku í 12 ár. Hafa gamlir nemendur hans sagt mér að' hann hafi verið afbragðs kennari og minnast þeir hans með þakklæti og virðingu bæði sem kennara og manns. En hugur Gríms stóð til annars en kennslu og 1958 hóf hann ígripa- störf við Landsbókasafn Islands. Starfsmaður handritadeildar gerð- ist hann 1962 og varð forstöðumað- ur hennar 1966. Samfara starfinu stundaði Grímur ritstörf og fræði- mennsku og liggja m.a.eftir hann ýmsar greinar í Árbókum Lands- bókasafns, en auk þess fékkst hann mikið við útgáfustarfsemi. Tvö stærstu verk hans á því sviði eru Islenskar fornsögur. Islendingasög- ur I-IX, sem hann sá um útgáfu á ásamt Vésteini Ólasyni, og Þjóðsög- ur Sigfúsar Sigfússonar I-XI, er hann bjó til útgáfu ásamt Óskari Halldórssyni og Helga Grímssyni, syni sínum. Þau Hólmfríður og Grímur eign- uðust sem áður segir sjö börn er lifðu og öll eru uppkomin, en eina dóttur, tvíbura á móti Önnu Þrúði, misstu þau rétt eftir fæðingu. Varð þeim það mikil lífsreynsla. Engu að síður hafa þau átt miklu barna- láni að fagna því öll eru börn þeirra hið mannvænlegasta fólk eins og ætt og uppeldi stendur til. Það er ekki létt verk að fram- fleyta 9 manna fjölskyldu, búa henni gott heimili og koma sjö börn- urn til manns, en þau Fríða og Grímur voru bæði dugleg og ein- staklega samhent og reyndust því

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.