Morgunblaðið - 11.01.1990, Side 48

Morgunblaðið - 11.01.1990, Side 48
MORGÚNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990 „Það er kominn nýr kokkur — notaðu bara mikið af tómatsósu.“ á f * Ast er... . . .vín og rósir. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1990 Los Angeles Times Syndicate Með morgnnkaffinu þér í vinnuna bara ein- hvern þeirra? Tossar í skóla lífsins Lifi Lenín Qg hinn rauði her. Lifi Stalín og hinn rauði her. Til Velvakanda. Nú eru hljóðnaðar þær raddir er sungu kommúnismanum lof og dýrð. Textar á borð við Sortavala eru horfnir úr vasasöngbókum. Það tókst ekki að láta þjóðfélög endast í öld, grundvölluð á lygi og hryðjuverkum. Islenzkir nazist- ar er góð bók og eiga þeir heiður skilinn er gáfu hana út. Hvernig embættismannalyddur komu fram við gyðingaflóttamenn mun varð- veitast í sögunni á meðan menn byggja þetta land. Illa kom það við mig og fleiri að íslenskur ráðherra skyldi heiðra sérstaka vini Ceausescu, alræmd- an hrotta og landræningja, á með- an Rúmenar voru að losa sig við ógnarstjórnina og vopnlaust fólk skýldi börnum fyrir vélbyssukúlum með líkama sínum. Eigi er þetta fyrsta sinni er ég roðna af skömm yfir framkomu einstakra stjórnmálamanna. Mun Týndur köttur Kötturinn okkar, sem heitir Jó- hann, er 9 ára gamall fressköttur í Hvassaleitinu og hvarf að heiman 8. janúar. Það er, eins og gefur að skiljá, mikil sorg á heimilinu, því eftir 9 ár er kötturinn orðinn einn af fjölskyldunni. Jói er orðinn gamall og þreyttur og fer yfirleitt aldrei út. Við erum líka nýlega flutt í þetta hverfi svo hann ratar ekkert. Hann er stór og mikill, svartur og hvítur, algerlega meinlaus. Ef einhver hefur séð til hans yrðum við þakklát fyrir að heyra frá viðkomandi. Síminn hjá okkur er 678441. Ásborg Arnþórsdóttir ekki Pol Pot njóta enn óbeinnar viðurkenningar íslenskra stjórn- valda? Það dregur óðum að því að heimurinn minnist „fundar“ Ameríku og „endurfundar“ nokkr- um öldum síðar. Ritningarígildi: La Casas biskup á eynni Hispaniolu og síðar á Espana de nueva, Guð einn veit hve mörg indíánalíf auður þessi hefur kostað — en einhvern tímann kemur dagur reikningsskilanna. Skógareyðing, uppblástur jarð- vegs, útrýming dýrategunda og einstakra þjóða var hafin í „gamla heiminum" árið eitt. Borgir Róma- veldis höfðu öll grundvallarein- kenni nútíma borga, kauplausir þrælar komu í véla stað. Á ár- þúsundum ótal endurfæðinga lærði hvítur Evrópumaður eða þeir er stældu hann ekki nokkurn skapaðan hlut í skóla lífsins, sem skiptir máli, er upp verður staðið. Hann kynnti sig sem sjúkdóm á blárri plánetu Móður Jörð, þá er hann „fann“ Ameríku og Eyja- álfu, eins og hann hafði áður gjört heima fyrir. Hann tók ekki hið minnsta mark á gildis- og verð- mætamati Jesú Krists og því er hann sagði að úmgangast skyldi náunga sinn. í stað þess bjuggu menn til nýjan Jesúm ólíkan þeim er Guðspjöllin segja frá og hlóðu hann skrumi og smjaðri. Þegar skóli lífsins (jörðin) leggst af við hrun lífríkja er næsta ólíklegt að „eilífðarstúdentum og Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvað- eina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. , Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Nikolai Ceausescu fallkandidötum“ verði boðinn ann- ar til frekara náms. Næstum án undntekninga mun maður evrópsks verðmætamats og samskipta hljóta sín laun við „skólaslit". Útslokknun einstaklingsvitund- ar fyrir fullt og allt. Bjarni Valdimarsson Heiðu aftur Til Velvakanda. Ég er sjö ára stelpa í Vesturbæn- um. Ég vil skora á sjónvapið að hefja sýningar á Heiðu aftur. Mér finnst hún vera svo skemmtileg. Sem sagt: Heiðu aftur í sjónvarpið! Helga Þóra Jónasdóttir HÖGNI HREKKVtSI Víkveiji skrifar Landsliðið í handkriattleik hefur undanfamar vikur undirbúið sig fyrir heimsmeistarakeppnina í hand- knattleik, sem haldin verður í Tékkó- slóvakíu í næsta mánuði. Víst er að miklar vonir eru bundnar við árangur íslendinganna i þessari keppni og lið- ið hefur alla burði til að ná góðum árangri. Leikreynsla þessa íslenzka liðs er gífurleg og hefur ísland aldrei áður teflt fram eins reyndu liði og fer til Tékkóslóvakíu. í Morgunblaðinu á þriðjúdag var greint frá landsleikjum við Tékkó- slóvakíu sem fram fóru um helgina og þar sagði meðal annars: „Júlíus Jónasson og Guðmundur Hrafnkels- son, tveir af lítt reyndan landsliðs- mönnunum, tiyggðu Islendingum sigur á Tékkum." Það sem vekur athygli f þessari klausu er að þessir tveir „af lítt reyndari landsliðsmönn- unum" hafa leikið um 100 landsleiki hvor, en í landsliði Bogdans teljast þeir vera meðal þeirra lítt reyndari. Nokkrir af fastamönnunum í lands- liðinu hafa leikið yfir 200 landsleiki og enginn f leiri en fyrirliðinn Þorgils Óttar Mathiesen, sem leikið hefur 230 landsleiki. Einhvers virði hlýtur allur þessi leikjafjöldi að vera. xxx Bogdan þjálfari sagði eftir leikina gegn Tékkum að árangur án æfinga væri íslenzk hugmynd, sem margir virtust trúa en ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Vel orðað hjá Bogdan, sem benti á í þessu sam- tali að handknattleikur hefði verið æfður hér á landi í 60 ár, en aðeins síðastliðin sjö ár hefði íslenzka lands- liðið verið á heimsmælikvarða. Það er ekki nýtt að Bogdan, sem tók við landsliðinu fyrir tæpum sjö árum, sé kröfuharður og vilji hafa sína menn vikum og helst mánuðum saman fyr- ir stór verkefni og árangurinn talar fyrir pólska þjálfarann. Eðlilega á hann líka að fá góðan tíma með landsliðið, en það má þó ekki verða til þess að eyðileggja með-öllu deilda- keppnina hér á landi, því án hennar yrði varla nokkuit landslið. XXX Athyglisvert er að sjá hvað Þor- bergur Aðalsteinsson, ein af hetjum Víkings og landsiiðsins til margra ára, segir í DV á þriðjudag. Þar kemur fram að Þorbergur telur fá lið fái meiri tækifæri til að undir- búa sig fyrir keppnina í Tékkóslóv- akíu heldur en það íslenzka. Þorbergur leikur nú í Svíþjóð, jafn- framt því sem hann stundar háskóla- nám, og lið hans, SAAB, vann fræk- inn sigur í sænsku bikarkeppninni um helgina og það vantar ekki orð þegar fjallað er um íþróttir. Þannig vitnar Morgunblaðið á þriðjudag í forystugrein blaðs í Gautaborg og þar segir m.a. að Þorbergur sé einn af vitringunum þremur sem hafi komið Saab á efsta stall og í viðtali við Morgunblaðið segir Þorbergur „maður er nánast í guðatölu“. Nema hvað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.