Morgunblaðið - 11.01.1990, Síða 50

Morgunblaðið - 11.01.1990, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROI I IHi'ÍMifJ^bÁGUR 11. JANÚAR 1990 v 50 HANDKNATTLEIKUR Breytt lid hjá Svíum ÁTTA breytingar hafa verið gerðar á sænska landsliðinu í handknattleik frá því á Ólympíuleikunum íSeoul. IMokkrir leikmenn hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið fyrir HM i'Tékkóslóvakíu. Síðast þeir Sten Sjögren og Per-Ola Wislander. Það hefur orðið til þess að Bengt Johans- son, þjálfari landsliðsins, hefur kallað á Per Carlsson frá Red- bergslid. IttíMR FOLK ■ LOU Macari, framkvæmda- stjóri West Ham, hefur verið ákærður fyrir ólögleg veðmál er áttu sér stað er hann var fram- kvæmdastjóri Swin- don. Macari veðjaði fúlgu á leik Swin- don og Newcastle og það merkilega var að hann veðjaði á sigur New- castle! Hann hagnaðist vel á veð- málinu því Newcastle sigraði 5:0. Framkvæmdastjórum í Englandi er bannað að taka þátt í veðmálum og þess er skemmst að minnast að bandaríska goðsögnin í hafnabolt- anum, Pete Rose, var dæmdur í langt bann fyrir að hafa veðjað, þrátt fyrir að hann hafi veðjað á j. sigur sinna manna. ■ ASA Harford, sem lék lengi með Everton og Manchester City, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Shrewsbury í 3. deild. FráBob . Hennessy í Engtandi Sænska landsliðinu hefur geng- ið vel í fjögurra landa móti, sigrað Alsíringa og Tékka. Sigurinn gegn Tékkum var athygliverður. Svíar komust í 7:0 og 12:4 en í leikhléi var staðan 12:11. Svíar gátu svo þakkað dönskum heima- dómurum fyrir sigurinn, 22:20. Danir unnu Tékka 23:17 og mæta Svíum í úrslitaleik í kvöld. Sænski landsliðshópurinn sem tekur þátt í undirbúningnum fyrir HM, er þannig skipaður: Markverðir: Mats Olsen, Teka, Mats Franson, Irsta og Tomas Svensson, Guif. Aðrir leikmenn: Jonas Persson, Lugi, Magnus Wislander, Red- bergslid, Johan Eklund, Red- bergslid, Ola Lindgren, Drott, Per Carlén, Atletico Madrid, Erik Haj- as, Maritim Puerto Cruz, Magnus Cato, Redbergslid, Björn Jilsen, Basel, Pierre Thorsson, Saab, Ro- bert Heldin, Ystad, Staffan Olsson, Húttenberg, Magnus Anderson, Drott og Per Carlsson, Redbergslid. KAPPAKSTUR Senna meinuð þátttakaíHM? FYRRUM heimsmeistara, Brasilíumanninum Ayrton Senna, verður ekki leyft að taka þátt í heimsmeistara- keppninni í kappakstri á Formula 1 bflum á þessu ári, nema hann dragi til baka ummæli sem hann lét falla á síðasta ári. Eftir að Frakkinn Alain Prost varð heimsmeist- ari hélt Senna þvífram að forystumenn í alþjóðasam- bandi akstursíþrótta (FISA) hafi viljað að úrslitin yrðu á þann veg og unnið að því. Jean-Marie Balestre, forseti FISA sagði í gær að Senna yrði ekki á meðal keppenda þetta árið nema hann bæðist opinber- lega afsökunar á ummælum sem fréttamenn höfðu eftir honum. Þess má geta að Senna hefur stað- fest að rétt var eftir honum haft. Senna var dæmdur úr leik í japanska kappakstrinum og sagði eftir það að forystumenn FISA, þar á meðal Frakkinn Balestre, hefðu haldið með Prost í keppn- inni um heimsmeistaratitilinn. Þeir Senna og Prost óku báðir fyrir McLaren í fyrra, en voru engir perluvinir þrátt fyrir það; töluðust ekki við á árinu frá því í maí og háðu hatrammt einvígi á ökubrautunum. Eftir keppn- istímabilið gekk Prost svo til liðs við Ferrari. Balestre sagði í gær að Senna hefði frest til 15. febrúar til að sækja um keppnisleyfi í HM, en óskir hans þar um yrðu að engu hafðar fyrr en hann hann hefði dregið ummæli sín til baka. BANDARIKIN Sagt... Bandaríska íþróttablaðið Sports Illustrated hélt nýlega upp á 35 ára afmæli sitt. í blað- inu sem gefið var út af þessu til- efni eru rifjuð upp athygliverðustu ummæli síðustu 35 ára og hér á eftir fara nokkur gullkorn. „Þetta verður ekki löng töf. Við þurfum aðeins að skipta um eitt kerti og 42 skyrtur." Don Drysdale, leikmaður hafna- boltaliðsins Dodgers eftir að flug- vél með liðið hafði nauðlent. 1960. „Þegar þú sigrar þá sefúr þú vel, borðar vel og bjórinn þinn verður betri. Og konan þín lítur út eins og Gina Lollo- brigida." Johnny Pesky, þjálfari Boston Red Sox, 1963. „Hér er maður, 2,20 á hæð, í íþróttaskóm og konan spyr um atvinnu." Jack McMahon, þjálfari Cincinn- ati, eftir að hafa farið með Nate Bowman á spítala með snúinn ökkla. 1968. „Ég vildi ekki skemma allan daginn ef það hefði ekki geng- ið upp.“ Paul Hornung, leikmaður Packer, spurður af hverju hann hafi gift sig kl. 11. 1969. „í Los Angeles búa um 800.000 Kanadamenn og nú veit ég af hverju þeir fluttu frá Kanada. Þeir þola ekki íshokký." Jack Kent Cooke, þjálfari íshok- kýliðsins Los Angeles Kings, um slæma aðsókn að leikjum liðsins. „Nítíu prósent ætla ég að nota í vín, dans og konur. Ætli afgangurinn fari ekki bara í vitleysu." Tug McGraw, hafnaboltamaður með Philadelphiu, spurður hvern- ig hann ætli að eyða 75.000 doll- ara árslaunum sínum árið 1975. „Kansas hefúr ekki unnið tit- Manute Bol. il í 40 ár og ef liðið gerir það ekki næstu 40 ár þá hætti ég.“ Jim Dickey, þjálfari Kansas Wild- cats í fótbolta árið 1978. „Að svara viðtölum blaða- manna. Efltir leiki er gott að hvíla hugann.“ Bobby Knight, þjálfari Indiana í körfuknattleik 1983, um hvaða hluta þjálfunarinnar hann kynni best að meta. „Það er eins og hann hafi farið í blóðbanka og gleymt að segja til.“ Pat Williams, körfuknattleiks- maður með Philadelphia, um Man- ute Bol, stærsta leikmann deildar- innar. „Við fengum mörg viður- nefiii: Tannlaus, Ljótur og Svarti. Og það voru bara nöfti- in á klappstýrunum." Frank Layden, þjálfari Utah Jazz, um skólalið sitt í Brooklyn. „Það var gott að Brian var þriðja barn. Annars hefði hann orðið einkabarn." Kathy Bosworth, móðir Brian Bosworth, fótboltamanns með Seahawks. BADMINTON / UNGLINGAMOTTBR Þijú unnu þrefalt Unglingameistaramót TBR 1990 fór fram um helgina í húsi TBR við Gnoðavog. Keppendur í þessu móti eru 18 ára og yngri og var yngsti keppandinn 10 ára. Þátttaka var góð og fjöldi keppenda var 85. Þeir voru frá TBR, KR, Víkingi og TBA. Oft hefur þetta verið eitt af fjölmennustu mótunum en að þessu sinni sendu Akurnes- ingar ekki lið og var þetta því fá- mennara mót en ella. 4T Ieinliðaleik, piltaflokki (16-18 ára), sigraði Konráð Þorsteins- son TBA Andra Stefánsson Víkingi 15-11 og 18-17. Þeir spiluðu svo saman í tvíliðaleik á móti Siguijóni Þórhallssyni TBR og Ragnari Jóns- syni TBR. TBR-ingar unnu 15-5 og 15-3. Ekki var keppt í flokki stúlkna (16-18 ára) og þ.aJ- ekki spilaður tvenndarleikur. í einliðaleik, drengjaflokki (14-16 ára), sigraði Gunnar Petersen TBR, en hann sigraði þrefalt, Kristján Daníelsson TBR 15-9 og 15-0. Þeir spiluðu svo saman í tvíliðaleik á móti Einari Sigurðssyni TBR og Skúla Sigurðssyni TBR. Þeir fyrr- nefndu sigruðu 15-2 og 15-2. Keppni í telpnaflokki (14-16 ára) var gífurlega jöfn og spennandi. Þar sigraði í einliðaleik Elsa Níels- sen TBR Önnu Steinsen TBR. Anna vann fyrstu lotuna 12-10 en Elsa næstu 12-9. í úrslitalotunni var Anna komin yfir 11-9 en Elsa sigr- aði að lokum 12-11. Anna bætti þetta upp og vann bæði tvíliðaleik og tvenndarleik. í tvíliðaleik spilaði hún með Áslaugu Jónsdóttur TBR og sigruðu þær Elsu Níelsen TBR og Aðalheiði Pálsdóttur TBR 15-12 og 15-10. í tvenndarleik sigruðu Gunnar Petersen TBR og Anna Steinssen TBR þau Kristján Daní- elsson TBR og Elsu Níelsen TBR. í einliðaleik, sveinaflokki (12-14 Haraldur Guðmundsson og Brynja Steinsen sigruðu í tvenndarleik. Verðlaunahafar í tvíliðaleik í telpnaflokki. Frá vinstri: sigurvegararnir Anna Steinsen og Áslaug Jónsdóttir, sem Aðalheiði Pálsdóttur. sigruðu Elsu Níelsen og ára), sigraði Haraldur Guðmunds- son TBR Orra Árnason TBR 11-0 og 11-5. í tvíliðaleik sigruðu Grímur Axelsson Víking og Orri Árnason TBR þá Sigurð Hjaltalín TBR og Ingva Jóhannesson TBR 15-8 og 15-6. í einliðaleik, meyjaflokki (12-14 ára), sigraði Brynja Steinsen TBR Valdísi Jónsdóttur Víkingi 11-7 og 11-2. Brynja sigraði þrefalt í þessu móti og í tvíliðaleik með Haraldi Guðmundssyni TBR á móti Grími Axelssyni Víkingi og Valdísi Jóns- dóttur Víkingi 15-11 og 15-11. Þær spiluðu svo saman í tvíliðaleik og sigruðu þær Elísabetu Júlíusdóttur og_ Ester Ottesen 15-2 og 15-2. í einliðaleik, hnokkaflokki (undir 12 ára), sigraði Sveinn Sölvason TBR Hans Hjartarson TBR 11-4 og 11-2. Þeir spiluðu svo samán í tvíliðaleik og sigruðu þá Björn Hrafnkelsson TBR og Jón Gunnar Margeirsson TBR 15-5 og 15-8. í einliðaleik, tátuflokkijundir 12 ára), sigraði Ágústa Árnadóttir TBR Guðrúnu Ónnu Pálsdóttur Víkingi 11-2 og 11-6. Ágústa vann þrefalt. í tvíliðaleik með Hildi Otte- sen TBR á móti Ingibjörgu Þor- valdsdóttur TBR og Guðrúnu Páls- dóttur Víkingi 12-15, 15-9 og 15-11. í tvenndarleik sigruðu Ágústa Árnadóttir og Hans Hjart- arson TBR þau Björn Hrafnkelsson TBR og Ingibjörgu Þorvaldsdóttur TBR 15-6 og 15-8. Mótsstjórn var í höndum ungl- ingaráðs TBR og tókst vel. Gunnar Petersen (t.v.) sigraði þrefalt. Hann sigraði Kristján Daníelsson (t.h.) í einliðaleik en í tvíliðaleik sneru þeir saman bökum og sigruðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.