Morgunblaðið - 04.02.1990, Qupperneq 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990
Ástandið í Iitháen mjög
alvarlegt en skríðdrekar
leysa engan vanda
- segirJEGOR
LIGATSJOY,
einn valdamesti
maður Sovétríkj-
anna, í viðtali og
sakar aðskilnaðar-
sinna um að vilja
kljúfa flokkinn
„SÚ ÁKVÖRÐUN flokksins í Litháen að kljúfa sig úr sovézka komm-
únistaflokknum hefur valdið mjög alvarlegu ástandi," sagði Jegor
Ligatsjov stjórnmálaráðsfulltrúi og miðstjórnarritari nýlega í viðtali
við Svenska Dagbladet.
„Við getum ekki horft lram hjá þeirri staðreynd að þetta er skref í
þá átt að kljúfa kommúnistaflokk Sovétríkjanna," sagði Ligatjsov
ennfremur. Hann varaði við því að klofhingurinn gæti orðið upphaf-
ið að endalokum sovézka kommúnistaflokksins, ef ekki fyndist lausn
á ástandinu í Litháen.
Ligatsjov hefur verið talinn einn helzti andstæðingur umbótaste&iu
Míkhaíls Gorbatsjovs. Hann talaði af hreinskilni um starf sitt í stjórn-
málaráðinu og ásakanir um að hann sé einn af Ieiðtogum íhaldsafi-
anna í flokknum og hafi verið viðriðinn spillingu, sem verið er að
rannsaka.
Morgunhlaðið tryggði sér einkarétt á þessu viðtali við Ligatsjov og
það fer hér á eftir, að mestu óstytt
Bæði Sovétríkin og komm-
únistaflokkurinn geta
haldið velli án einhvers
lítils lýðveldis," sagði
Ligatsjov, „ en við get
um ekki gert okkur í hugarlund
hvaða ógæfa kunni að dynja yfir litla
þjóð, ef leiðtogar hennar reyna að
segja hana úr lögum við Sovétríkin."
Svenska Dagbladet: Sovétríkin
fagna hinni hraðstígu þróun í átt til
aukins lýðræðis og frelsis í Austur-
Evrópu. Margir telja hina sovézku
perestrojku forsendu þessarar „iýð-
ræðisbyltingar". Menn velta því líka
fyrir sér að hve miklu leyti Sovétrík-
in hafi beinlínis ýtt undir þessa þró-
un og stuðlað að falli gömlu stjórn-
anna í Berlín, Prag, Sofia og Búkar-
est. Getið þér varpað einhveiju ljósi
'á þetta áthyglisverða mál?
Ligatsjov: Til eru þeir sem gerðu
ráð fyrir að Rússar stæðu á bak við
allt, sem hefur gerzt í Austur-Evr-
ópu, en þeirri stefnu er ekki fylgt
lengur. Við stöndum fast við þá
grundvallarreglu, sem var ákveðin á
27. flokksþinginu og 19. flokksþing-
inu að öll sósíalistaríki — sem og öll
önnur ríki — eigi sjálf að fá að
ákveða framtíðarþróun sína. Því mið-
ur benda atburðimir í Panama til
þess að það gerist ekki alls staðar.
Það sem er að gerast í Austur-
Evrópu og annars staðar í heiminum
staðfestir engu að síður að við lifum
í heimi, þar sem allar þjóðir eru háð-
ar hver annarri. Sennilega hefur þró-
unin hjá okkur haft áhrif á ástandið
í alþjóðamálum yfirleitt.
Atburðirnir í Austur-Evrópu eru
að mínu áliti afleiðing jafnt innri
þróunar sem ytri áhrifa.
Við fögnum öllu, sem stuðlar að
endurnýun sósíalismans. En um leið
vil ég taka fram að (í Austur-Evr-
ópu) á sér einnig stað þróun, sem
' stefnir í átt til endurvakningar kapit-
alismans, afnáms sósíalismans og
upplausnar þeirra stjórnmálaflokka,
sem hafa grundvallazt á kommún-
isma og sósíalisma. Eigi að kveða
upp dóma verður að meta hvert land
fyrir sig — Rúmenía er sérstakt
mál, Tékkóslóvakía og Ungverjaland
allt önnur.
En almennt séð fögnum við öllu,
sem sajneinar sósíalisma og lýðræði.
Til eru þeir sem segja að þjóðfélags-
þróunin stefni í átt til svokallaðs lýð-
ræðislegs kapitalisma, en ég skil
ekki það hugtak. „Lýðræðislegur
sósíalismi" lætur betur í eyrum —
meiri skyldleiki er með sósíalisma
og lýðræði en öllu öðru, það er mín
skoðun.
Ef þér eruð sammála þeirri skoðun
að þróunin til lýðræðis hafi verið
hraðstígari í Austur-Evrópu en í
Sovétríkjunum að undanförnu — er
þá hægt að ímynda sér að eitthvert
þessara landa geti orðið Sovétríkjun-
um fyrirmynd hvað lýðræði varðar í
framtíðinni?
Hingað til hefur engin fyrirmynd
kristallazt. Fyrirmynd er lengi að
þróast og endurskipulagningin í
Austur-Evrópu hefur aðeins staðið í
tvo tii þijá mánuði. Ég les blöð frá
Vesturlöndum og furða mig á því að
menn þar telja að þróunin í Austur-
Evrópu sé örari. Þetta ræðst af því
hvort menn telja perestrojku frávik
frá sósíalismanum í átt til kapital-
isma; þá er þróunin býsna hröð að
ýmsu leyti. En ef perestrojka, eins
og við skiljum hana, felur það í sér
að bæta sósíalismann og hagnýta
gífurlega möguleika hans, þá verður
að setja stórt spurningarmerki við
túlkun vestrænu blaðanna. Allir eru
hlynntir perestrojku, bæði í austri
og vestri, en vissir stjórnmálamenn
vilja að hún veiki Sovétríkin og að
þau glati áhrifum sínum í alþjóða-
málum.
Stjórnin í Moskvu virðist sýna
svipaðri þróun, sem fer fram í lýð-
veldum Sovétríkjanna, minna um-
burðarlyndi. En er hægt að líta þann-
ig á að þróunin til dæmis í Eystrasalt-
slöndunum sé aðskilin frá þróuninni
í Mið- Evrópu? Með öðrum orðum —
leiðir þróunin ekki óhjákvæmilega til
þess að Eystrasaltslýðveldin þijú
verði aftur fullvalda ríki, óháð Sov-
étríkjunum?
Ég tel óviðeigandi að líkja þessu
saman. Það er ekki rétt að eitthvað
sé líkt með þróuninni, sem á sér stað
í lýðveldum okkar, og í Austur-Evr-
ópu. Auðvitað má finna vissa þætti,
sem eru sameiginlegir, en þetta eru
ólík mál. Sú þróun, sem stendur yfir
í landi okkar, er flókin. Samskipti
hinna ólíku þjóða eru ef til vill það
sem hefur valdið mestum erfiðleikum
á öllum peresíro/ku-tímanum og
segja má að sú harka, sem hefur
hlaupið í málið, hafi komið okkur á
óvart.
Hvað Eystrasaltslöndin varðar er
afstaða okkar sú að við getum veitt
hvaða þjóð sem er rétt til óháðrar
og sjálfstæðrar þróunar — jafnt efna-
hagslegrar sem menningarlegrar og
pólitískrar — innan ramma sovézka
ríkjasambandsins. Benda má á mörg
tímabil sögu okkar, sem hafa verið
óræk sönnun þess að þrátt fyrir alla
erfiðleika höfum við getað staðið
saman sem ríki og eflt sjálfstæði
okkar með einingu og tillitssemi við
ólíka hagsmuni í margþjóða ríki okk-
ar.
Við teljum ekki að allt sé fullkom-
ið, hvorki í ríkjasambandinu né i
innra starfi flokksins. En hag allra
sambandslýðveldanna er bezt borgið
innan ramma Sovétríkjanna, í end-
urnýjuðu ríkjasambandi. Að þessu
vinnum við um þessar mundir af
miklum krafti.
Ég vil einnig segja í fullri hrein-
skilni að við getum í raun og veru
ekki gert okkur í hugarlund hvaða
ógæfa getur dunið yfir hvaða smá-
þjóð sem er, ef leiðtogar hennar
reyna að segja hana úr lögum við
Sovétríkin vegna þröngra, þjóðernis-
legra sjónarmiða. Þegar við ræddum
málið í stjórnmálaráðinu spurði ég
leiðtoga Litháens hvernig og í hvaða
málum þeim fyndist að brotið væri
gegn þeim. Enginn þeirra gat svarð
því, ekki einn einasti.
Þá spyr maður sig: Hvers vegna
á að segja þessa þjóð úr lögum við
ríkjasambandið, þjóð sem er tengd
sambandslýðveldinu á þúsund vegu
— efnahagslega, stjórnmálalega,
menningarlega og siðferðilega. Af
hveiju að ijúfa þessi bönd og kalla
þar með yfir sig gífurlega erfiðleika?
Auk þess verða hin lýðveldin að fá
að leggja orð í belg, þar sem þau
hafa tekið þátt í því í sameiningu
að byggja upp sovétríkið og sam-
bandslýðveldið.
Gagnrýnin afstaða miðstjórnar-
innar í garð f lokksins í Litháen vegna
þeirrar ákvörðunar hans að lýsa yfir
sjálfstæði er vel kunn. Teljið þér að
þetta sé alvarlegasta kreppan í sögu
kommúnistaflokks Sovétríkjanna?
Já, vissulega er þetta mjög alvar-
legt ástand. Þetta er í fyrsta skipti
síðan flokkur okkar tók völdin sem
eitthvað þessu líkt hefur gerzt. En
ég vil segja þetta: Kommúnistaflokk-
ur Sovétríkjanna mun að sjálfsögðu
lifa af, á sama hátt og Sovétríkin,
án einhvers lítils lýðveldis. Ég segi
þetta ekki til að lítilsvirða þetta land
eða þjóðina, en þetta er í raun og
veru hægt.
Aftur á móti er þetta hvorki
flokknum, þjóðinni, ríkjasambandinu
né þeim fjölmennu og fámennu þjóð-
um, sem búa hér í landinu, til fram-
dráttar. Aðskilnaður hluta litháenska
kommúnistaflokksins styrkir okkur
ekki og erfitt er að skilja yður þegar
þér segið að þeir yfirgefi flokkinn á
löglegan hátt, þar sem þeir verði
áfram í kommúnistaflokki Sovétríkj-
anna.
Við getum ekki ltið fram hjá því
að þessi ráðstöfun (aðskilnaður Lit-
háa) miðar að því að kljúfa kommúni-
staflokk Sovétríkjanna. Þessa hættu
má ekki vanmeta. Að sjálfsögðu
táknar hún ekki endalok flokksins,
en auðvitað mætti segja sem svo að
í þessu felist upphafið að endalokun-
um.
Hvaða möguleika hefur stjórnin í
Moskvu til að grípa til gagnráðstaf-
ana, ef Litháar sitja við sinn keip
og láta ekki undan?
Við skulum bíða og sjá hvað set-
ur. Miðstjórnin vinnur að því að leysa
þetta mál ásamt litháenska flokkn-
um. Hver einstakur kommúnisti í
Litháen verður að gera upp við sig
í hvorum flokknum hann vill vera.
„Hvers vegna aó
segja þjóó Lithóens
úr lögum vió ríkja-
sambandió?"
„Vió fögnum öllu,
sem stuólar aó end-
urnýjun sósialis-
mans."
„Vissir st jórnmála-
menn vilja aó per-
estrojkan veiki Sov-
étrikin."
„Þaó sem er aó ger-
ast i Eystrasalt-
slöndunum er ann-
ars eólis en þaó sem
er aó gerast i
Austur-Evrópu."
„Ég er sannfæróur
um aó vió veróum
aó varóveita eins-
flokkskerfió."