Morgunblaðið - 04.02.1990, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990
C 7
Varla þarf að spyija að því hvort
skriðdrekar verða síðasta úrræðið.
Litháar telja sjálfir að það væri
óraunhæf leið eins og nú er ástatt.
Við höfum nokkur fordæmi og
gerum okkur grein fyrir að menn
leysa ekki svona vandamál með
skriðdrekum. Það getur stundum
borið árangur, en síðan koma í ljós
miklir ókostir, sem ekki er unnt að
bæta á nokkurn hátt. Um þetta eru
mörg dæmi í sögunni og hafi menn
ekki dregið lærdóm af því ættu þeir
ekki að fást við stjórnmál.
Sovétríkin eru nú eina aðildarland
Varsjárbandalagsins, sem vill við-
halda forystuhlutverki flokksins eins
og kveðið er á um í lögum. Að því
er mér skilst eruð þér persónulega
enginn stuðningsmaður þess að
valdaeinokun f lokksins verði afnum-
in. En hve lengi getur flokkurinn
staðið gegn þrýstingnum án þess að
bijóta gegn hinum nýju, lýðræðislegu
meginreglum?
Eins og nú er ástatt er það bjarg-
föst sannfæring mín að við verðum
að varðveita einsflokkskerfið. Við
eigum við svo mörg f lókin vandamál
að stríða, sérstaklega vegna ágrein-
ings þjóðarbrotanna, að fjölflokka
kerfi mundi aðeins splundra þjóð
okkar.
Eruð þér sammála því að árið
1989 hafi greinilega leitt í ljós
árekstrana í sovézkum stjórnmálum
milli tveggja andstæðra póla — hinna
róttæku og íhaldsmanna — í f lokkn-
um.?
Eg veit ekki í hreinskilni sagt
hvað þetta allt þýðir — vinstri rót-
tæklingar, hægri róttæklingar,
íhaldsmenn og vinstri íhaldsmenn.
Höfuðvandinn er að styrkja hug-
sjónagrundvöllinn og liðskjarna
flokksins. Það er engin tilviljun að
Míkhaíl Gorbatsjov sagði í skýrslu
sinni að „örlög perestrojkunnar\ægju
í einingu flokksins“. Yfirgnæfandi
meirihluti er hlynntur perestrojku.
Hins vegar eru nokkrir í flokknum,
sem bæði taka þátt í og stjórna
starfi hópa, sem eru þjóðernissinnað-
ir, aðhyllast aðskilnaðarstefnu og eru
andsovézkir. Menn geta ekki bæði
verið kommúnistar og aðskilnaðar-
sinnar. í því efni verður að taka
ákvörðun.
Þér hafið sjálfir mörgum sinnum
gefið í skyn að umræður geti farið
fram um einstök mál í stjórnmálaráð-
inu og að menn geti orðið ósammála
um þau. Getið þér sagt nokkuð um
það hvaða mál það eru sem geta
orðið tilefni slíkra umræðna?
Athyglisvert að þið blaðamenn frá
Vesturlöndum skulið hafa svona mik-
inn áhuga á því um hvaða mál ríki
ágreiningur. Hvers vegna hafið þið
ekki áhuga á því sem eining er um?
í herfræðilegum málum erum við
sammála, annars ættum við ekkert
erindi í þessa stofnun.
Ólík sjónarmið koma öðru hveiju
fram í einstökum málum. Það kom
til dæmis fyrir þegar við fjölluðum
um samvinnuhreyfinguna og síðan
endurskoðuðu fulltrúarnir í Æðsta
ráðinu starfsemina með því að láta
hana taka til einstakra félaga. Þetta
gerðist einnig í umræðum um hvort
fyrstu ritarar samtaka flokksins í
einstökum héruðum og lýðveldum
skyldu stjórna ráðstjómum hver á
sínum stað. Forystan á ekki aðeins
að sýna vizku sína með því að taka
ákvarðanir, hún verður einnig að
gera sér grein fyrir því hvaða af leið-
ingar ákvarðanirnar geta haft.
Stundum eru lausnirnar frábærar,
en einstaka sinnum hafa ákvarðan-
irnar ekki áhrif.
Er það rétt að stjómmálaráðið
komi miklu sjaldnar saman en áður,
jafnvel ekki einu sinni í viku?
Við hittumst næstum því í hverri
viku, eins oft og nauðsynlegt er.
Stundum kemur fyrir að við birtum
engar tilkynningar um fundi. Okkur
ber ekki skylda til að halda ákveðinn
fjölda funda í stjórnmálaráðinu.
i/í herfræóilegum
málum rikir enginn
ágreiningur i stjórn-
málaráóinu."
NEMENDAMÓTSNEFND VERZLVNARSKÓLANS
KYNNIR Á HÓTEL ÍSLANDI:
Hótel Örk
SPARTOAGAR
í MIÐRIVIKU
Sérstakt kynningarverð Hótel Arkar
í miðri viku frá 1. febrúar til 30. apríl 1990.
DYOLIEINN TIL FJORA DAGA
Innifalin er:
Gisting, morgunverður og kvöldverður.
1 nótt kr. 2.500,- per. mann
2 nætUr kr. 4.500,- per. mann
3 nætur kr. 6.500,- per. mann
(2ja m. herbergi)
DAGSKRA
Hótel Örk býður um leið upp á þá nýbreytni
að hafa öðru hverju dagskrá fyrir dvalargesti
sína í miðri viku og er hún þá innif alin í kynn-
ingarverðinu.
HERMANN RAGNAR STEFANSSON
HOTEI. tglAND-
Miðasala við
innganginn.
pluriwP
2 Blaðið sem þú vaknar við!
HOTEL OO ára
Kaffihladbord, rjúkandi pönnukökur
ogsúkkulaði með rjóma.
Nýr matseðill frá kl. 18.00.
Sænsk list
Ulla Hosford í andyrinu
áHótel Borg.
Hefurðu reynt
„Fondu“?
Boröapantanir
í síma 11440.
Húsið opnað kl. 21.00
Vertu með, láttu einn góðan fjúka
ogfáðu dómnefnd til að brosa.
verður fyrsti gestgjafi hótelsins í miðri viku,
dagana 19. til 22. febrúar með fjölbreytta dag-
skrá, meðal annars með smáferðir, bingó og
spilað á daginn, skemmtun og dans að kvöldi.
■ ~“sssusr- "rsssussr
Barbour
Klæðstu Barbour
í baráttunni við veðrið.
Hentugur fatnaður
innanbæjar sem utan.
5 Símar: 16760 og 14800