Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ MANIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990
FASTEIGN Á SPÁNI
Verð frá ísl. kr. 1.450.000,-
Aðeins 30% útborgun - Einstök afborgunarkjör.
Ódýrar ferðir fyrir húseigendur 9 mánuði ársins.
Sérstakur kynningarfundur
með myndbandasýningu á Laugavegi 18
í dag, sunnudag 4. febrúar frá kl. 14.00-17.00,
sími91-617045.
Komið í kaffisopa og kynnið ykkur málin.
ORLOFSHÚS SF.
AMSTRAD PC512 erfullkomlega PC samhæfð tölva með
8086 örgjörva með möguleika fyrir 8087 örgjörva.
Vinnsluhraði er 8 mhz vinnsluminni er 512k stækkan-
legt í 640k. Rauntímaklukka, mús, hliðartengi, raðtengi
og tvisvar sinnum 5 1 /4 drif. Tengi fyrir stýripinna og
hátalari með hljóðstilli. CGA litaskjár með stillanlegum
veltifæti. 3 lausartengiraufar. Stýrikerfi MSDOS 3.2
og DOS PLUS fylgir.
Fylgihlutir:
GEM stýriforrit ásamt teikniforriti og basic 2 stjórnað
með mús.
ABILiTY forritin samanstanda af ritvinnslu, reikni-
vangi, súlu og kökuriti, gagnasafni og samskiptaforriti.
4 leikir fylgja með í kaupbæti.
Einnig fylgir bókhaldskerfið Heimiliskorn.
Fjárhags- heimiliskorn er viðskiptamannabókhald, bæði
fyrir heimilið og atvinnureksturinn.
Allt þetfa færðu fyrir adeins kr. 96.000,-
Verð miðast við staðgr. og gengi 1. janúar 1990.
Góð greiðslukjör
TÖUfULAND -
LAUGAVEG 116 105 REYKJAVÍK SIMI 621122
LFEKNISTIXÆÐI/Kemur ekki bóluefni brábum?
MÝRAKALDA
MALARÍ A SEM á okkar tungu heitir mýrakalda er einn algeng-
asti og mannskæðasti smitsjúkdómur sem fólk í heitum og rökum
heimshlutum á yfir höfði sér.
Sóttkveikjan er hvorki baktería
né veira heldur sníkill úr þeirri
fylkingu lífvera sem nefnd er
frumdýr og berst hann milli manna
með ákveðinni mýflugnategund.
Flugan sýgur blóð
sér til matar og
ef manneskjan
sem hún stingur
er sýkt af mýra-
köldu sest sníkill-
inn að í maga
flugunnar og
fjölgar sér þar.
Þegar hann hefur
þroska til flyst hann upp í munn-
vatnskirtla hennar og kemst þaðan
inn í líkama þess sem næst verður
fyrir flugubiti.
Nú hreiðra sníklarnir um sig í
nokkra daga í lifur fórnarlambsins
en leggja svo af stað út í blóðrás-
ina og bora sér inn í rauð blóð-
korn. Þar fjölgar þeim ótæpilega
og eftir einn eða fleiri daga
sprengja þeir utan af sér hýði blóð-
kornsins, dengja sér í strenginn
og hver og einn velur sér blóðkorn
til búsetu og þannig koll af kolli,
eins og sést á mynd A.
Einkenni mýraköldusjúklings
fyrstu dagana eftir smitun láta
venjulega ekki mikið yfir sér: Hita-
slæðingur, höfuðverkur, slen og
ógleði. En þegar á þessu hefur
gengið í viku eða svo verður
skyndileg breyting; hann fær
kuldahroll, jafnvel skjálftakast
sem varir í nokkrar mínútur eða
allt upp í tvo tíma; hann kastar
upp, hefur óþolandi höfuðverk og
líkamshitinn rýkur upp úr öliu
valdi. Að nokkurri stundu liðinni
fer hitinn að lækka, líðan sjúkl-
ingsins skánar og svitinn bogar
af honum. Síðan ber fátt til tíðinda
í einn eða tvo eða þijá daga en
þá kemur skjálftakast að nýju og
sagan endurtekur sig (sjá mynd
B). Hvað margir dagar líða milli
kasta fer eftir því hvaða sníkilsaf-
brigði er á ferðinni en þau eru þó
nokkur til.
Spánverjar fluttu forðum daga
börk kínatrés frá Perú heim með
sér því að vel hafði gefist í hita-
sóttum að naga hann. Úr berkin-
MYNDB
HAGFRÆÐI/7Vœgja patentlausnir?
Enti tímamótasamningar
ÍSLENSK efiiahagsstjórn einkennist af patentlausnum. Gripið er til
aðgerða með reglulegum fresti, en látið reka á reiðanum þess á milli.
Gott dæmi um þetta eru aðgerðirnar í maí 1983, sem óneitanlega
hefðu fært varanlegan árangur með traustari sljórn. Það eru jafht
stjórnmálamenn sem „aðilar“ vinnumarkaðarins, sem haldnir eru ofsa-
trú á patentlausnunum og er þar skemmst að minnast niðurfærsluhug-
myndarinnar sem rætt var um haustið 1988.
Samskipti ríkisvaldsins og „aðila"
vinnumarkaðarins hafa verið
óvenju skrautleg á íslandi um ára-
tugaskeið. Annars vegar háfa ríkis-
stjórnir ósjaldan gripið inn í gildandi
kjarasamninga,
einkum meðan
vísitölubinding var
við lýði. Hins vegar
hafa „aðilarnir“
oftsinnis gert kröf-
ur til ríkisvaldsins
um ýmsar aðgerðir
til að liðka fyrir
gerð kjarasamn-
inga. Þessi samskipti hafa einkennst
af tortryggni, eins og komið hefur
í ljós á síðustu mánuðum er stjórn-
völd og „aðilar" deildu um hvort ríkið
hefði staðið við þau loforð sem gefin
voru við gerð kjarasamninga á sl.
vori.
„Aðilar“ vinnumarkaðarins (hefur
nokkur heyrt talað um aðila vöru-
markaðarins?) hafa puttana víða og
ætti í raun að setja ákvæði um þá
í stjórnarskrá. Um þverbak keyrði
þegar „aðilarnir" eru skipaðir í dóm-
nefnd um bókmenntaverk. Það er
ekkert lýðræðislegt nema „aðilarnir"
eigi aðild að.
Með reglulegu millibili hafa „aðil-
ar“ vinnumarkaðarins tekið ríkis-
stjórnir í gíslingu og lagt fram háa
reikninga til að greiða fyrir hófsöm-
um kjarasamningum. Þessir kjara-
samningar eru auðvitað allir tíma-
mótasamningar, samningar sem
munu kveða verðbólguna niður í eitt
skipti fyrir öll. Lausnargjaldið fyrir
ríkisstjórnina er verðbólgan sjálf,
segja „aðilarnir“, og gíslinn verður
að greiða. Þessi leikur hefur verið
leikinn ótrúlega oft og auðvitað er
svo komið að mikillar tortryggni
gætir milli „aðilanna" og ríkisstjórn-
arinnar. Ríkisstjórnir segja, að
samningar eigi að vera á ábyrgð
„aðilanna“ og þessi ríkisstjórn ætl-
aði að vera upp í stúku. Fjármálaráð-
herrar segja þegar þeir leggja fram
fjárlögin: „Þetta er ramminn, veskú,
þetta er til skiptanna.“ En fjárlaga-
valdið er ekki lengur hjá fl'ármála-
ráðherra og ekki heldur hjá fjárveit-
ingavaldinu, heldur hjá „aðilunum".
Alþingi afgreiddi fjárlög með 3-4
milljarða halla. Viðbótin vegna þess-
ara tímamótasamninga er á bilinu
1-1,5 milljarðar króna, þannig að
verði ekkert að gert eykst halli ríkis-
sjóðs um nálægt 50%. Þessi halli og
íjármögnun hans hefur áhrif á allar
lykilstærðir hagkerfisins, einkum á
vexti og viðskiptajöfnuð. Þenslan
sem af þessu hlýst, gæti þannig leitt
til aukinnar spennu á vinnumarkaði
sem að sínu leyti gæti spennt upp
verðbólguna. Það var þetta m.m.
sem gerði tímamótasamningana í
desember 1986 að engu. Þeim samn-
ingi var ætlað kveða niður verð-
bólguna og bæta kjör hinna lægst-
launuðu. Þegar upp var staðið voru
áhrifn til verðbólguhjöðnunar lítil.
Upphafs góðærisins fræga 1987 var
ekki síst að leita til verulegs við-
skiptakjarabata. Þensluna (því þjóð-
arútgjöld hækkuðu langt umfram
tekjur) mátti m.a. rekja til upp-
sveiflu í sjávarútvegi, tilslakana í
skattamálum og fastgengis án ann-
ars aðhalds. Sporin frá 1987 hræða.
Þá eins og nú var kosningaár, en
þau bjóða einatt heim hættu á slakri
efnahagsstjórn (m.ö.o. kosninga-
víxlar).
Skilyrði til að ná árangri nú eru
um margt betri en verið hefur um
langt skeið. Jafnvægi í efnahagslíf-
inu er þannig betra en verið hefur
í nokkurn tíma. Hæst ber, að vinnu-
markaður er nær eðlilegu jafnvægi
nú, með atvinnuleysi í kringum
1,5-2%. Útgjöld þjóðarinnar eru nær
tekjum en oft áður. Þetta jafnvægi
hefur skapast vegna kaupmáttar-
rýrnunar og ekki síður vegna hárra
raunvaxta. Hins vegar er rétt að
minna á að þessar aðstæður geta
auðveldlega breyst, ekki síst ef gefið
verður eftir með vexti. Margt bendir
til að hagvöxtur muni glæðast á
þessu ári, fiskverð fer hækkandi og
staða útfíutningsframleiðslunnar er
þokkaleg. Jafnvægið getur því auð-
veldlega raskast.
En um hvert er þá inntakið í þeim
kjarasamningum sem gerðir voru? í
fyrsta lagi kveða þeir á um 5% launa-
eftir Siguró
Snævorr