Morgunblaðið - 04.02.1990, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990
C 9
b
um var síðar unnið kínín sem lengi
var eina lyfið sem dugði við mýra-
köldu; síðar komu fleiri skyld lyf
til sögunnar, t.d. klórókín sem
mikið er notað nú. Með þessum
kínín-skyldu lyfjum og fleiri nýjum
læknisdómum tekst mönnum að
halda flestum mýraköldusjúkling-
um við bærilega heilsu og koma
í veg fyrir hitaköst, svo framarlega
sem sjúklingarnir taka lyfin reglu-
lega og veijast endurteknum
ágangi bitvargsins eftir mætti með
flugnanetum og öðrum varúðar-
ráðstöfunum. Sumir fá fullan bata
en reynslan hefur þó sýnt að sjúk-
dómurinn er einatt eins og falinn
eldur og getur blossað upp eftir
langt hlé.
A árunum 1956-68 lánaðist með
sameiginlegu átaki margra þjóða
að útrýma mýraköldu víða þar,
sem hún hafði áður verið landlæg,
m.a. í Suður-Evrópu og sunnar-
lega í Norður-Ameríku. Mýrar
voru ræstar fram og stöðutjarnir,
kjörlendi mýflugunnar og útung-
unarparadís, voru fylltar upp, en
skordýraeitrinu DDT var líka
óspart beitt í þessari herferð. Slíkt
fékk misjafnar undirtektir og það
var meira að segja orðað svo að
raddir vorsins myndu þagna sök-
um margvíslegrar truflunar á
lífríki jarðarinnar.
Eitt með öðru sem gerir barátt-
una torvelda er sú stökkbreyting
sem stundum verður í mýraköldu-
sníklum og gerir þá ónæma gegn
kínínskyldum meðulum og raunar
fleiri iyfjum sem hafa haldið veik-
inni í skefjum. Á sama hátt hefur
sumum bakteríum, eins og kunn-
ugt er, tekist að draga úr lækn-
ingamætti penisillins og fleiri
fúkalyfja.
Víðtækar rannsóknir og tilraun-
ir til framleiðslu bóluefnis gegn
mýraköldu kveikja vonir um nýjar
og betri baráttuaðferðir gegn
þessu skaðræði. Er ekki von til
þess að gamla öldin rétti börnum
sínum og þeirri nýju sem tekur
við af henni slíka gjöf í kveðju-
skyni?
SALARFRÆDI///vers vegna rœtast draumamir ekki?
Sterk bein - góðir dagar
SAGT ER að sterk bein þurfí til
að þola góða daga. Þá er venju-
lega höfðað til þess að mikil vel-
gengni spilli mönnum eða eitt-
hvað í þá átt. Satt er það að
margur verður af aurum api.
Hóglífið, hégómaskapurinn,
íburður og innihaldslaus eyðsla
er ekki alltaf langt undan. Meðal-
hófið, það sem leiðir til raun-
verulegrar farsældar, er jaftian
vandratað.
En keppikeflið er það hjá flestum
að láta sér líða vel andlega og
líkamlega. Menn telja góða heilsu,
jafnvægi hugans, farsæld í einkalífi
og opinberu lífi, efnahagslegt ör-
yggi til hinna
mestu gæða og
meðvituð viðleitni
flestra er að þessir
draumar rætist.
Því miður rætast
þeir ekki ætíð,
fjarri fer því. Þijár
meginástæður
virðast mér vera
þar að verki.
Hin fyrsta varðar ytri aðstæður
og er það raunar sú sem oftast er
sett á oddinn, þegar þessi. mál eru
rædd. Heilsa, efnahagur, ánægju-
legt starf, — höfum við það á valdi
okkar? Fásinna væri að halda því
fram að svo væri að öllu leyti, en
engu að síður ráðum við kannski
meiru þar um en okkur grunar.
Onnur ástæðan er sú sem minnst
var á hér á undan: Menn kunna sér
ekki hóf, velgengnin spillir þeim og
gerir að lokum að engu þann ávinn-
ing sem fengist hefur. í þeim efnum
er naumast hægt að skella skuld-
inni á aðra, þó að vissulega sé
mönnum ekki alltaf sjálfrátt.
Þá kemur að þriðju ástæðunni,
sem einkennilegust kann að þykja.
Það er eins og sumir þoli ekki vel-
gengni til lengdar. Þó að ekki skorti
eftir Sigurjón
Bjömsson
Frá upphafi samningaviðræðna.
hækkun á þessu ári, en hækkun
orlofs-, desember- og láglaunaupp-
bótargætu bætt 0,5%-l% við. Samn-
ingarnir gilda til miðs september
1991, og kveða á um 4,5% launa-
hækkun á því ári. í öðru lagi eru
ákvæði um frystingu búvöruverðs
fram til desember og 0,3% niður-
færsla verðlags, auk fastgengis fram
að árslokum. Launa- og verðlags-
ákvæðin gætu þýtt að kaupmáttar-
minnkunin verði því sem næst stöðv-
uð. Rauð (eða græn) strik eru í
samningnum, sem kveða á um end-
urskoðun ef forsendur samninga
breytast. í þriðja lagi eru svo merk
ákvæði um frítekjumark elli- og ör-
orkulífeyris. Ákveðnar bætur al-
mannatrygginga eru tengdar tekjum
lífeyrisþega, þannig að ef aðrar tekj-
ur eru hærri en frítekjumarkið
skerðast bætur um ákveðið hlutfall
- (45%) af mismuni tekna og frítekju-
marks, Með samningunum er kveðið
á um að lífeyrir frá lífeyrissjóðum
skerði ekki tekjutryggingu, nema
hann fari yfir ákveðið mark, sem
er hærra en hið almenna frítekju-
mark. Þá er að síðustu að nefna
ákvæði um ríkisábyrgð á laun.
Þessir samningar eru um margt
skynsamlegir og ljóst er að menn
hafa lært af reynslunni. Þetta eru
mjög víðtækir samningar þar sem
tekið er á fjölda mála utan þröngs
kjarasviðs. Gangi það eftir að verð-
bólgan verði 6-7% til frambúðar er
það verð, sem ríkissjóður greiðir
fyrir gerð samningsins, tombólu-
verð. Auk hættunnar á þenslu er enn
eftir að samþykkja samninginn í
félögum ASÍ og semja við ýmsa
hópa launþega. Mikilvægast er að
ekki hefur enn verið samið um fisk-
verð, en það ræður (ásamt afla-
brögðum og verði erlendis) tekjum
sjómanna. Samningur BHMR við
fjármálaráðherra kveður á um end-
urskoðun um mitt ár með refsi-
ákvæðum ef endurskoðun er ekki
lokið þá.
áhyggjur og víl þegar erfiðlega
gengur, vill svo undarlega til að
þegar erfiðleikar eru yfirstaðnir og
allt er farið að ganga í haginn,
verður alltaf eitthvað til að stöðva
þróunina. Aftur sígur á ógæfuhlið
og sama sagan endurtekur sig: erf-
iðleikar, áhyggjur og víl. Þeim sem
þannig er farið og komnir eru nokk-
uð til aldurs geta oft greint að þetta
tvíþætta mynstur hefur endurtekið
sig hvað eftir annað, þegar litið er
til baka. Einstaklingurinn hefur í
raun sjálfur alla tíð spillt velgengni
sinni. Hvað er hér á ferðinni? Svör-
in liggja ekki alveg á lausu. Sumir
hafa haldið því fram að hér sé að
verki sektarkennd, sem viðkomandi
gerir sér ekki grein fyrir. Þegar vel
fer að ganga er eins og einhver
innri ókyrrð taki að grípa um sig,
eins og eitthvað banni honum að
láta sér líða vel. Nokkuð sannfær-
andi virðist mér þessi tilgáta vera
Veggurinn — Það
ereins og sumir
þoli ekki velgengni
til lengdar. Þó að
ekki skorti áhyggjur
og víl þegar erfíð-
lega gengur, vill svo
undarlega til að þeg-
ar erfiðleikar eru
yfirstaðnir og allt er
farið að ganga í
haginn, verður alltaf
eitthvað til að
stöðva þróunina.
í ýmsum tilvikum. Rætur slíkrar
sektarkenndar geta þó verið margs
konar og margslungnar og ekki
alltaf auðvelt að rekja þær sundur.
Fyrsta skrefið er þó að reyna að
átta sig á því hvort mynstur sem
þessi endurtaka sig og sannfærast
um sína eigin aðild að þeim. Þá er
í vissum tilvikum hægt að hamla
gegn því að menn spilli velgengni
sinni og vellíðan, sem þeir þó þrá
í rauninni meira en flest annað.
KENWOOD
Mini hrærivél
Vérð kr. 4.470.-
KENWOOD CHEF
VERÐ KR. 19.383,- stgr.
... það heppnast
með Kenwood
Viðgerða- og varahlutaþjónusta
HEIMIUS- OG RAFTÆKJADEILD
0HEKLAHF
Laugavegi 170 -174 Simi 695500
Handþeytari
Verð kr. 3.490.
Matvinnsluvél
Verð kr. 9.360,-