Morgunblaðið - 04.02.1990, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990
C 11
Var leigjand-
inn ekki all-
ur sem hann
HJÓN nokkur í Kaliforníu hafa
höfðað mál á hendur starfsmanni
japanska Nissan-bílaframleið-
andans og halda því fram, að
hann hafi leigt hjá þeim herbergi
í þeim tilgangi einum að njósna
um þau.
Stephen French og Maritza kona
hans, sem búa í Costa Meso,
segja, að Takashi Morimoto hafi
leigt af þeim herbergi um sex vikna
skeið til að safna saman upplýsing-
um um bandaríska iifnaðarhætti og
alveg sérstaklega um afstöðu hinna
dæmigerðu, bandarísku hjóna til
bílsins. Saka þau hann um svik og
pretti, um að háfa ekki virt einka-
líf þeirra og um óheiðarlega við-
skiptahætti.
„Þau era fjúkandi vond og vilja
vita hvað hann hefur skrifað um
þau í Nissan-skjölin,“ sagði Nancy
Kaufman, lögfræðingur þeirra
hjóna, sem segja, að Morimoto hafi
elt þau á röndum og stöðugt verið
að skrifa eitthvað hjá sér. Það gerði
hann undir því yfirskini, að hann
vildi vera einn af fjölskyldunni og
bauðst meðal annars til að fara út
með hundinn og þvo bílinn.
Forráðamenn Nissans hafa vísað
ásökununum á bug sem „fáránleg-
um“ og sagði Don Spettner, tals-
maður fyrirtækisins, að Morimoto
hefði aldrei dregið dul á, að hann
ynni fyrir Nissan og vildi kynna sér
bandaríska lifnaðarhætti.
French-hjónin komust í samband
við Morimoto í gegnum auglýsingu
frá japansk-bandarísku menningar-
félagi en segja nú, að þau hafi ekki
áttað sig á honum fyrr en þau lásu
grein í blaðinu Los Angeles Times
um ýmsar rannsóknarvenjur Jap-
ana. Vilja þau með málshöfðuninni
einnig koma í veg fyrir, að japönsk
stórfyrirtæki haldi áfram að koma
fyrir njósnurum á bandarískum
heimilum.
Sérfræðingar innan bflaiðnaðar-
ins segja, að algengt sé að japönsk
bílafyrirtæki stundi rannsóknir af
þessu tagi. Þegar Toyota-fyrirtækið
var að hanna Luxus-gerðina sína
leigði það hús á Laguna-strönd í
Kaliforníu undir heilan verkfræð-
ingahóp, sem hafði það verkefni
eitt að kynna sér siði og venjur
Bandaríkjamanna og líklegra kaup-
enda.
-ROBERT SHRIMSLEY
Það er ekki tryggt
að verkfæri iðnaðarmanna
séu notuð á löglegan hátt!
En meö nýju IÐNAÐARMANNATRYGGINGUNNI
frá SJÓVÁ-ALMENNUM geta iðnaöarmenn
tryggt sig eins og best verður á kosiö.
IÐNAÐARMANNATRYGGINGUNNI eru allar
\w
helstu tryggingar sem iönaöarmenn þurfa
settar saman á eitt skírteini.
Allir góöir fagmenn ættu aö kynna sér
þessa langþráðu nýjung strax.
SJOVAuíoALMENNAR
HEIMSMEISTARA-HAPPDRÆTTI
HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS
SkíikIiiiii sanian um landslióid nkkar
ÍL
m
Mestu möguleikar í
einu happdrætti að
vinna bíl
jÆ
m<-
LOKASPRETTURIiMIM FYRIR HEIMSMEISTARAKEPPNIIMA
ÁFRAM ÍSLAND!
t'ó i;to »;
i..*