Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRUAR 1990
BLÓMABARNIÐ
HORFÐIST
ÍAUGUVH)
VERULEIKANN
j TRVtiRÐl/KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR
eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur
FYRIR FÁEINUM vikum tilnefndi
Kvennalistinn sína konu í bankaráð
Landsbankans. Það þótti nokkrum tíðindum
sæta að Kvennaiistinn hygðist taka þátt í
starfi bankaráða því fram að þessu höfðu
konurnar verið því andsnúnar. Þær
rökstuddu mál sitt meðal annars með því að
þær vildu taka þátt í mótun peninga- og
stjórnunarstefnu bankanna. Það vartekið
gott og gilt. Uns einhver hnaut um að hin
tilnefnda bankaráðskona, Kristin
Sigurðardóttir væri starf smaður Kaupþings.
Það var staðhæft að þetta leiddi til
hagsmunaárekstra. Var Kristín hæf eða
vanhæf? Að vísu var aldrei að henni dróttað
að málið snerist um hana persónulega en
hinir ýmsustu aðilar komust í hið mesta
uppnám. Það upplýstist samtímis að
allmargir karlkynsbankaráðsmenn hefðu þá
fallið undir þessa skilgreiningu en einhverra
hluta vegna hafði það ekki valdið umróti. Ég
læt liggja milli hluta að velta fyrir mér hvers
vegna. Og allt í einu voru allir að tala um
hana. Kristín og Kvennalistinn ákváðu að hún
hætti hjá Kaupþingi og tæki sitt sæti eins
og til hafði staðið. Við hittumst
síðdegisstund og spjölluðum um þetta mál
og fleira. Hún hefur fallegt bros og hlýtt
viðmót, ojg virðist taka sjálfa sig mátulega
hátíðlega. Eg spurði: hvernig hefur allt þetta
umrót komið við þig?
Fólk gefur sig á tal
við mig eftir að
niðurstaða varð í
málinu og segir
það gott að við skyldum ekki
gefa eftir. Ég veit auðvitað
ekki hver er almenn skoðun
á þessu því þeir sem'tala við
migeru allirjákvæðir. Þetta
er mér óneitanlega ný
reynsla en ég er góð á taug-
um svo að ég hef ekki kom-
ist í neitt uppnám. Eg er
ekki gefin fyrir æsing í orð-
um eða athöfnum. Það á
betur við mig og mér þykir
skynsamlegra að leysa mál
með öðru en gífuryrðum og
ég missi sjaldan stjórn á mér
í þeim skilningi að ganga af
göflunum."
Kristín er fædd í
Reykjavík en fluttist barn í
Kópavog og ólst þar upp.
Hún segist hafa hugsað sér
að leggja fyrir sig myndlist
og fór í Handíða og mynd-
listaskólann en stundaði
jafnframt flugnám.
Athyglisverður samsetn-
ingur, segi ég.
„ Já í sjálfu sér hefur það
sennilega verið það þó mér
fyndist þetta ósköp sjálfsagt.
Að öðru leyti en því að flug-
námið er mjög dýrt eins og
allir vita. Ég vann á bílaverk-
stæði með námi. Þá var
maður enn með þennan
gamla misskilning í sér, að
konur yrðu að fara í öll störf
til að sýna að þær væru jafn-
ingjar karla. Ég er ekki viss
um hvort ég stefndi að því
að bijóta í blað og verða
fyrsta kona sem yrði at-
vinnuflugmaður. Það getur
vel verið. En þó áttaði ég
mig á því fljótlega að á því
voru hugsanlega nokkrir
meinbugir því ég varð fyrir
slysi barn og missti heyrn á
öðru eyra. Ég óttaðist að ég
kæmist ekki í gegnum það
stranga eftirlit sem er með
þessari starfsstétt. En allt
um það lét ég duga að taka
einkaflugmannspróf, Það
var líka vegna peninganna.
Flugið heillaði mig. Að fljúga
einn uppi i háloftunum fyllir
mann tilfinningu sem er erf-
itt að lýsa. Maður er eins og
fuglinn frjáls - ef ekki væri
þessi voðalegi hávaði!
Kannski ég snúi mér að flug-
inu aftur á efri árum. Ég
man eftir konu á áttræðis-
aldri, erlendri sem oft kom
hér við á ferðum yfir hafið
og ég var hrifin af því hvað
hún var hress. En sem ég
segi þetta fæ ég að vísu ekki
séð hvernig ellilífeyrisþegi á
íslandi ætti að hafa efni á
því að stunda flug. En við
sjáum til. Það er gott að
eiga drauma. Annars væri
lífið dauflegt."
Hvað varð um myndlist-
ina?
„Hún trénaði upp einhvers
staðar á leiðinni. Én ég hef
ekki gefið hana alveg frá
mér. Ég hef á tilfinningunni
nú að ég hefði aldrei orðið
neinn stórlistamaður. En ég
er sæmilegur teiknari og um
tíma gaf ég mig töluvert að
vinnu í höggmyndadeild. Það
var ekki beinlínis uppörvandi
en kannski ekki fjarri lagi
sem Kurt Zier skólastjóri
sagði við nemendurna að
mestu listamenn gætu ekki
lifað af listinni fyrr en þeir
væru dauðir! Fullseint og
ekki sériega arðbært. Þó
maður væri blómabarn varð
að horfast í augu við ákveð-
inn veruleika. “
Þegar Kristín vann við
Þórisós kynntist hún manni
sínum, Ólafi Jónssyni ogþau
fóru að búa 19 71 og eiga
tvær dætur sem eru 17 og
16 ára. Fyrst eftir að stelp-
urnar fæddust vann Kristín
ekki úti. Hún fór út á vinnu-
markað á ný þegar sú yngri
var tveggja ára og vann við
vörubílaakstur í tæpt ár.
Ég segi: Ja, þú hefur nú
ekki farið hefðbundnar leiðir.
„Nei, en þú verður að at-
huga að þetta var á blóma-
bamatímanum. Við gerðum
allt sem okkur datt í hug og
héldum að við gætum allt.
Konurtrúðu aðjafnréttið
fengist með því að ganga inn
í karlastörf. Mér er auðvitað
orðið ljóst fyrir löngu að þær
hugmyndir gengu ekki upp.
Þar með urðum við líka að
gera það hundrað prósent á
þeirra forsendum."
Nú er ekkert nýtt að bar-
ist sé fyrir jafnrétti og jafn-
ræði. Við höfum kvartað
undan misrétti svo skiptir
áratugum.
„Já og lengur. Við hjá
Kvennalistanum viljum
knýja fram hugarfarsbreyt-
ingu, nýtt gildismat því fram
til þessa höfum við gengið
inn í gildi karlmanna. Við
sjáum einatt að ekki miðar
nema hænufetl einu og
stundum fyllumst við kátínu
og sigurgleði yfir því sem er
bara smámál. En samt sjáum
við árangur og það gefur
okkur þrótt til að halda
áfram. Jú, víst er oft sagt
að þetta sé okkar kvenna
sök. Hvað eigum við konur
mikinn þátt í félagsmótun
og hversu mikil er ábyrgð
okkar sem uppalendur? Sam-
félagsmótun fer ekki fram
með uppeldi barna. Það kem-
ur til dæmis í ljós við athug-
un á pólitískri félagsmótun
að hún fer fram þegar fólk
er komið á fullorðnisaldur
eða eftir tvítugt. Það er ekki
fyrr en fólk fer að fóta sig
sjálft í tilverunni og er kom-
ið til starfa að það fer raun-
verulega að gera upp hug
sinn um það hvernig hlutirn-
ir eiga að vera. Þá sér það
lífið í nýju ljósi og varpar frá
sér ýmsum viðhorfum og
skoðunum æskunnar. Þó það
sé í raun að ganga inn í
gömul viðhorf samfélagsins.
Því breytist samfélagsgerðin
mjög hægt. Jafnrétti er líka
mjög teygjanlegt hug-
tak.Það er ógerningur að
alhæfa og jafnrétti fyrir tvo
einstaklinga er ekki það
sama. Við getum heldurekki
afgreitt þetta með því að
tala um jafna möguleika. Við
verðum einnig að hugsa um
aðstæður til að nýta sér
þessa ,jöfnu möguleika." En
kannski er jafnræði að eng-
inn sé fyrirfram dæmdur úr
leik. Að fólk fái að standa á
eigin forsendum og þurfi
ekki að ganga inn í önnur
hlutverk. Fólk er mishæft og
það getur verið dugandi í
einu starfí þó það gangi síður
í öðru.“
ú hafa konur
jafnan rétttil
menntunar.
Samt veit mað-
ur til að konur með háskóla-
próf fá lægri laun en karlar
á sama vinnustað. Er þetta
þá ekki kvenna sök.
„Ég veit ekki hvort málið
er svo einfalt að finna alltaf
sökudólg. Hins vegar veit ég
að þetta launamisrétti við-
gengst, bæði meðal fólks
með framhaldsmenntun og
ófaglærðs fólks. Það hefur
orðið svo að konur raðast
neðar á vinnustaðnum. Kon-
an segir oft þessu til skýring-
ar: Já, ég er nú með börn..
Því er hún kannski ekki til-
búin að gera kröfurnar sem
karlmenn gera. Hún vill ekki
fórna því sem þeir fórna- að
vísu án þess að taka eftir
því. Þá er ég að tala um
ábyrgð og afskipti af börn-
um. Því það er sjaldnar sem
karlar finna að þeir fórni.
Þeir sjá sig i hinu stælta
fyrirvinnuhlutverki ef þeir
hafa hærri laun en konan og
það gefur þeim - að þeirra
Hafðu samband við
rðaskrifstofuna þína
S4S
Laugavegi 3, sími 62 22 11