Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRUAR 1990 ið fyrir risastórum myndum af meistaranum ásamt tilvitnunum í safaríkt málfar hans, en maðurinn var kjarnyrtur og heilmikið skáld og átti auðvelt með að lifa sig inn í dauða hluti og þá ekki síst steina og grjót. — „En ég segi þér satt, steinar eru spakir í landslagi. En það fer auðvitað eftir því hver gengur fram- hjá. Ég sé þá alltaf brosandi jafn- vel í rigningu: Nú er komið bros á steininn, síðan sá hann manninn, Land og loft, olía á striga, 1965. öllum þeim, sem hafa hæfileikann til að lifa sig inn í myndir og sjá þær í hvert skipti í nýju ljósi. Þetta er ekki sýning fyrir fólk, sem er svo heilaþvegið af fjölmiðla- mötun og kröfunni um eitthvað nýtt, að það afgreiðir hlutina með setningunni „ég hef séð þetta áður“. En vissulega gerir stöð gervibirt- an í salnum það að verkum, að þessi staðhæfing á meiri rétt á sér en ella. Frammi í gangi hefur verið kom- Heimahagar, olía á striga, 1948. Vtifín' :■ V ^ • : vV ’ : I' - , i 'v *<£ Kjarval og landið Myndlist Bragi Asgeirsson A IKjarvalssal á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir og fram til 4. febrúar sýning á landslagsmyndum Jóhannesar Kjarval. Að sjálfsögðu er það árviss við- burður, að myndir meistarans séu hengdar upp í salnum, sem kenndur er við hann, jafnframt því sem myndir hans eru af og til hengdar upp á veggi kaffistofunnar og víðar í salarkynnunum. Svo mun og verða, þar til sérstakt hús verður reist yfir myndir hans og rannsókn- ir á þeim í nágrenninu, en það verð- ur vonandi ekki í formi neðanjarðar- byrgis eins og áætlað mun vera. Kjarval unni síhvikulum birtu- skilum náttúrunnar eins og fram kemur í myndum hans, og það væri að mínu mati og margra ann- arra hið versta verk að setja á þau staðbundið gerviljós, hversu gott og eðlilegt sem það kann að vera. Kjarval var náttúrubarn og það ber að rækta list hans sem slíka og veita sem mestu af birtuflæði skaparans á myndir hans, því að þannig munu þær helst taka við sér og birtast skoðandanum hreinar og ómengaðar. Myndir, sem bera í sér lífsmögn, eins og myndir Kjarvals gera vissu- lega, lifa og anda með þeirri náttú- rubirtu, sem fellur á þær hveiju sinni. — Þessu úi’vali landslagsmynda listamannsins hefur verið vel fyrir komið og valið hefur einnig tekist vel, þannig að það er hátíð að hverri heimsókn á staðinn, a.m.k. Ung norsk list Hið græna myrkur" nefnist ali óvenjuleg sýning, sem um þessar mundir og fram til 4. febrú- ar gistir Hafnarborg í Hafnarfirði. Ovenjuleg fyrir það, að á ferðinni er kynning á fimm ungum norskum málurum, þeim Anne Katrine Dolv- en, Erik Annar Evensen, Olav Christopher Jenssen, Jon Arne Mogstad og Björn Sigurd Tufta, en allir hafa.þeir vakið athygli í heima- landi sínu með list sinni, og slík kynning norskrar myndhugsunar ratar sjaldan til okkar. í aðfararorðum sýningarskrár, sem eru eftir listsögufræðinginn Maarettu Jaukkuri starfsmanns norrænu listmiðstöðvárinnar í Svía- virki segir m.a. „Það sem er athygl- isverðast og mikilvægast í norrænni list á síðustu árum er endurvakning hinnar rómantískku stefnu innan landslagsmálverksins. Þetta hefur átt sér stað á öilum Norðurlöndun- um en virðist mest áberandi hjá ungum norskum málurum. Norskir málarar sameina í verkum sínum áhrif frá eigin umhverfi og erlend- um straumum. Þetta er að sjálfsögðu sérálit listsagnfræðingsins, en um rétt- mæti þess skal ekkert fullyrt, þar sem ekki eru settar upp viðamiklar hlutlægar sýningar á ungri norr- ænni list innan Norðurlandanna, þar sem maður getur borið saman ólík og/eða skyid viðhorf. Treysti ég mér alls ekki að taka svo stórt upp í mig, né hins vegar að draga það í efa, en hitt veit ég að sóst er eftir ákveðnum viðhorfum meðal ungs fólks til kynningar innan sem utan Norðurlanda, er telja má í viðunandi samræmi við erlenda strauma. Einnig hef ég tilhneigingu til þess sem málari að trúa á það, að eitthvað fleira sé að gerast á vinnu- stofum ungra myndlistarmanna innan Norðurlandanna, en það sem hér kemur fram og helst er ýtt að fólki, en hafi ég rangt fyrir mér bæri það vott um ósjálfstæði meðal ungra myndlistarmanna og þeir séu full hallir undir handleiðslu kenn- ingasmiða og erlenda fjarstýringu. Þetta er í góðu samræmi við nútíma norrænan kotungshátt, en í minna samræmi við víkingseðli forfeðra okkar, en slíkir höfðu margt fram að færa sem ekki sást annars staðar og komu færandi hendi með hugvit sitt hvar sem þeir gerðu strandhögg. En rétt og satt er, að það er ekki lengur af hinu illa að viður- kenna áhrif frá náttúrunni og hlut- veruleikanum í óhlutlægu málverki og enginn er lengur settur út af sakramentinu fyrir að játa slíkt. Hinu má svo ekki gleyma, að það hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig og það voru einmitt kenninga- smiðir sem lengst þráuðust við að viðurkenna slík tengsl hér áður fyrr sbr. „Informelistana" sem sögðu „óraunveruleiki hins „informela" tjáir alls ekkert“. En því andmæltu einstakir frumkvöðlar, eins og t.d. Jean Fautrier, sem sagði „Engin listgrein er fær um að miðla, ef hún er ekki hluti þess raunveruleika sem hún hrærist í.“ Sem málari hef ég og alltaf haft tilhneigingu til þess að t.aka meira mark á slíkri sjálfsprottinni rök- fræði málaranna en yfirveguðum samkór fræðinganna. Alllangan formála skrifar svo Ásmund Thorkildsen, og er hann mjög í anda þess sem kemur frá Norrænu listamiðstöðinni í Svía- virki og hlýtur að fara fyrir ofan garð og neðan hjá öllum fjöldanum. Um sumt minnir hann mig á for- mála sýningar Arvids Pettersens á Kjarvalsstöðum fyrir skömmu, en í báðum tilvikum er líkast sem um sjálfstæðan skáldskap sé að ræða, sem kemur myndverkunum sem verið er að sýna iðulega lítið við í sjálfu sér. Það fara ekki allir í sporin hans Attilo Bonita Oliva og annarra nafnkenndra alþjóðlegra fræðinga og kannski Iíka alveg óþarfi að reyna það, en snúa sér frekar að máli málanna sem er bein og ómenguð miðlun hughrifa frá mál- verkunum á máli og framsetningu sem venjulegt fólk skilur. Það myndi gera listinni og lista- mönnunum meiri greiða en flest annað. Slík skrif eiga vissulega heima í fræðiritum sem og doktors- ritgerðum og eru iðulega hin áhuga- verðustu, en eiga naumast heima í sýningarskrám eða t.d. á síðum dagblaða — það fælir einungis hinn upplýsta almenna lesanda frá og á örtölvuöld er svo mikilvægt að ná til þessa hóps. Ekki er nóg að vera stöðugt að slá sér upp með tilvísun til alþýðunnar, en láta svo sem hún sé -ekki til er til framkvæmda kemur. Verður að teljast með öllu úrelt eftir fall Berlínarmúrsins og með honum hljóta einnig kaldir múrar miðstýringaráráttu og for- sjárhyggju að falla í vestrinu. Mér skilst að sýningin eigi m.a. að kynna áhrif bandarískrar listar á unga norska myndlistarmenn enda er þráfaldlega vitnað í verk bandarískra núlistamanna í formál- anum, það er líkast því á seinni tímum sem norræn núlist geti hvorki lifað né dregið andann án þess að hún sé tengd erlendum listhræringum í samtímanum eða núliðinni tíð og að það sé helst talið henni til ávinnings. Og leitað er logandi ljósi að slíku til kynning- ar erlendis. Ég skil illa tilganginn í slíku í stað þess að halda einmitt stíft fram norrænum einkennum, en hins vegar er alþjóðleg hugsun fyrir hendi meðal norrænna myndlistar- manna ekki síður en annarra mynd- listarmanna heimsins og hefur lengi verið. Tími er til að listsagnfræðing- ar átti sig á því og séu ekki alltaf að reyna að slá sér upp á því, að það hafi verið þeir en engir aðrir sem fundu upp heita vatnið! Ella kann svo að fara að það verði ein- ungis kalda vatnið sem kennt verði við þá í framtíðinni. Hefur ekki einmitt verið sagt: „Góðir myndlistarmenn stela en miðlungarnir líkja eftir?“ Menn verða að skilja broddinn í þessum framslætti, því öll mikil list byggist á beinni víxlverkun að við- bættum eigin persónuleika og þeim sterkari sem hann er því augljósari listamaður er á ferðinni. Það sem öllu skiptir er að hér er áhugaverð sýning á ferð sem kemur okkur Islendingum við, lista- mönnum jafnt og þeim mörgu hér- lendu sem fylgjast vilja með hrær- ingum í samtímalist. Málararnir fimm eiga ekki ýkja margt sameiginlegt fyrir utan það að túlka vettvang nútímahugsunar í myndlistinni. Myndir Anne Katrine Dolven eru mjög í anda samtímalistar, — hún -t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.