Morgunblaðið - 04.02.1990, Side 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990
Grafarvogur*
Nýtt hverfís-
blað í burðar-
liðnum
NÝLEGA VAR auglýst í Morgun-
blaðinu eftir ritstjóra að nýju
hverfisblaði í Grafarvogi. Að blað-
inu standa öll félagasamtök í
hverfínu, að hinum pólitisku und-
anskildum. Blaðið mun bera heitið
Grafarvogúr og lítur fyrsta tölu-
blað þess dagsins ljós seinna í vet-
ur.
élagasamtökin sem hér um ræðir
eru íbúasamtök Grafarvogs,
Foreldra og kennarafélag Folda-
skóla, Ungmennafélagið Fjölnir,
Skátafélagið Vogabúar, félagsmið-
stöðin Fjörgyn og sóknamefnd Graf-
arvogssóknar.
Guðmundur Kristinsson er einn
þeirra íbúa í Grafarvogi sem unnið
hafa að undirbúningi þessa blaðs.
Hann segir markmiðið með blaðinu
m.a. vera að koma á framfæri frétt-
um og upplýsingum um það sem á
döfínni er í hverfínu, þróa áfram hið
öfluga æskulýðsstarf sem til staðar
er, ná upp hverfisstemmningu, og
hafa eitt málgagn fyrir þau samtök
sem að blaðinu starfa svo dæmi séu
tekin.
Guðmundur segir að ætlunin sé
að byija smátt en auka síðan útgáf-
una þegar fram í sækir. Hann telur
blað sem þetta eiga fyllilega rétt á
sér en íbúar Grafarvogs eru nú
4-5.000 talsins.
í fjölmiðlum
■ ÞETTAer
líflegt og
skemmtilegt og
ég kann vel við
mig hér,“ segir
Katrín Baldurs-
dóttir, sem hefur
verið ráðin að
dægurmáladeild Katrín.
Rásar 2 hjá Ríkisútvarpinu. Katrín
hefur starfað við blaðamennsku um
árabil og var síðast í föstu starfi sem
blaðamaður hjá Frjálsu framtaki.
„Ég fór svo í barneignafrí og síðan
var ég með þáttagerð fyrir Aðalstöð-
ina í lausamennsku. I framhaldi af
því var mér svo boðið starf við dæg-
urmáladeild Rásar 2,“ segir Katrín
um aðdragandann að því að hún
hefur nú hafið störf hjá Ríkisútvarp-
inu...
■ Búskapurinn á
Stöð2ereins og
annarbúskapurá
íslandi — fram-
leiðslan er ágæt
en hún stendur
bara engan veginn
undir sér
STOÐ2
Kraftaverkamenn Hugmynd varð að veruleika fyrir augum heillar þjóðar og 5 milljónir urðu mínus
1.200 milljónir.
Stöðin hefur
staðið fyrir sínu
HÉR skal það fullyrt að flest allt gekk upp hjá gömlu eigendum
Stöðvar 2 nema bókhaldið. Þeim tókst að skapa ágæta sjón-
varpsstöð sem stendur ríkissjónvarpsstöð með yfir tuttugu ára
reynslu að baki, fyllilega á sporði. Stöðin er ekki eins — hún
er öðruvísi og varla er með neinum haldgóðum rökum hægt
að segja að hún sé verri en það sem „best þekkist hér á landi“.
Hitt er svo annað mál að þessi árangur kostaði sitt enda er nú
svo komið að fyrri eigendur eru hafðir í uppvaski á þessum
resturanti viðskipta vegna þess að þeir gátu ekki gert upp
reikninga í veislulok.
Að hafa náð 48 þúsund áskrif-
endum á þremur árum svar-
ar í raun því hvort tilraunin Stöð
2, sem stóð í rúm þrjú ár og var
undir stjóm dr. Jóns Óttars
Ragnarssonar, hafí tekist. Ekk-
ert annað áskriftarsjónvarp í
veröldinni nær
til yfír 70%
þeirrar þjóðar
sem það reynir
að höfða til.
Stærsti sigur
fyrrum stjóm-
endum fyrirtækisins verður þó
að teljast sá að hafa náð slíkum
árangri við áskriftasöfnun án
þess að slá af kröfum um gæði,
þar sem því má ekki gleyma að
Stöðin átti og á enn kost á að
verða þriðja flokks myndbanda-
BAKSVID
eftir Ásgeir Fribgeirsson
leiga með heimsendingarþjón-
ustu.
Fréttastofa Stöðvarinnar, sem
tvímælalaust hefur verið flagg-
skip hennar, hóf samkeppni við
fréttastofu Sjónvarps á sömu
forsendum og keppinauturinn.
________________ Hún gerir
svipaðar kröf-
ur til áreiðan-
leika og notar
sömu viðmið
við val frétta
en er þó tals-
vert áræðnari en ríkisfréttastof-
an. Vart er hægt að gera upp á
milli fréttastofanna og víst er
að samkeppni ríkir á milli þeirra
um leið og starfsmennirnir bera
virðingu hver fyrir öðrum, með
eðlilegum undantekningum þó
eins og gerist og gengur. Sam-
keppnin, sem hefur haft ólík
áhrif á íslenskt sjónvarp, hefur
því miður nær einvörðungu
tengst fréttaöflun og áherslum
en ekki úrvinnslu, hvort hvað
varðar texta né myndir — en á
þeim sviðum eru íslensku frétta-
stofumar helst eftirbátar er-
lendra stöðva.
Önnur innlend framleiðsla
hefur verið brösótt. Megin ein-
kenni hennar er að farið hefur
verið af stað með ýmislegt sem
síðan aldrei náði þroska. Spurn-
inga- og gamanþættir, hringiður
og annað í þeim dúr hefur ekki
náð að skjóta rótum þó svo for-
múlurnar hafí gengið í áraraðir
erlendis. Þó svo Stöðin hafí fram-
leitt vandaða þætti, eins og
Áfanga og þáttinn um Halldór
Laxness, þá virðist nú svo að
samkeppni stöðvanna sé því mið-
ur bundin við magn fremur en
gæði.
Dýpstu sporin sem Stöðin hef-
ur markað eru þau að með til-
komu hennar tvöfaldaðist ekki
fjöldi útsendingarstunda hér á
landi heldur margfaldaðist. Stöð-
in bauð mun lengri dagskrá en
ríkissjónvarpið, sem varð til þess
að það lengdi sína dagskrá. Sjón-
varpslausir fímmtudagar, sem
útlendingum þóttu lygilegri en
miðnætursólin, hurfu í djúp for-
tíðar. Stór hluti dagskrár Stöðv-
arinnar er kvikmyndir, barnaefni
og íþróttir og víst er að vegna
tilkomu hennar hefur ríkissjón-
varpið bætt þjónustu sína við
áhugafólk um þessa hluti. Það
fer ekkert á milli mála að það
er samkeppni stöðvanna á þess-
um sviðum sem sett hefur mest-
an svip á þróun sjónvarpsmála á
íslandi á síðustu þremur árum.
Hann er ekki kominn í forskóla
sá krakki sem fæddist þegar
Stundin okkar var allt það barna-
efni sem í boði var, íþróttir voru
hálftími á mánudagskvöldum og
eitthvað á laugardögum og þegar
á dagskrá voru tvær kvikmyndir
á viku.
Urskurðurinn yfír þeirri stöð
sem þremenniugamir skópu
hlýtur því að verða sá að hún
leiddi til aukinnar fjölbreytni án
þess að það kæmi almennt niður
á gæðum þess sem fólki var
boðið upp á. Þeir sem fengu full-
nægju af því sem í boði var vor-
ið ’86 hljóta að fá hana áfram,
en líklegt verður að teljast að
þeim hafi eitthvað fjölgað sem
telja að íslenskt sjónvarp sé full-
nægjandi. Afstaða fólks til
Stöðvar 2 og starfa þremenning-
anna mun hins vegar alltaf ráð-
ast af hvort því fínnist afþreying-
ar- og menningarsjónvarp af
hinu góða eða illa.
Sullukollamir meðal vor
fjölmiðlaúttektinni hér í
opnunni um daginn, sem
meðal annars forsætis-
ráðherra vor var svo vænn
að taka þátt í, furðaði hann
sig á því hve sumir þeirra
fréttamanna sem þættust
eiga við hann erindi væru
slælega undirbúnir. Orðrétt
sagði forsætisráðherra vor:
„Stundum fínnst mér frétta-
maðurinn ekki hafa minnstu
hugmynd um það sem hann
er spyija um ...“
Maður kann að vísu slatta
af dæmum úr fyrndinni um
miður heppilegar spurningar
kolleganna að ekki sé meira
sagt, svosem einsog þegar
nýbakaðan stúdentinn fýsti
allt í einu að vita uppúr eins
manns hljóði hver sjálfur
þremillinn þessi hrogn væru
eiginlega sem menn væru að
tala um. En þóað sú dúndr-
andi þögn sem þá sló á við-
stadda hafí fylgt manni æ
síðan, þá ætla ég að það
hafi verið með fjölmiðiabylt-
ingunni sem svo er kölluð
sem snillingar af þessari
stærðargráðu byrjuðu að
láta að sér kveða í alvöru.
Ég reyndi þetta enda á
sjálfum mér snemma í vetur.
Onefndur garpur á „fijálsri"
útvaipsstöð einsog það skal
stundum heita, sem gerði
mér boð um að slá á þráðinn
til sín, gat í fyrstu hvorki
komið fyrir sig manninum
né tiiefninu þegar ég varð
við bón hans. Að lokum
kvik.naði samt á perunni, og
kom þá á daginn að hann
vildi ólmur fá mig í rabb-
þáttinn sem hann var með
og hvar hann hugðist eiga
við mig dálítið spjall um
greinarkorn nokkurt sem ég
hafði þá nýverið skrifað.
Aftur á móti heyrðist mér
hinn snjalli útvarpsmaður
verða hálf svona hvumsa
þegar ég gerðist svo djarfur
að hryggbijóta hann. Lái
mér hver sem vill, en mér
fannst maðurinn ekki
beinlínis traustvekjandi.
Samt voru það ekki hremm-
ingarnar einar saman sem
þegar hefur verið lýst sem
riðu baggamuninn þannig
séð. Mér fannst mælirinn
gerast ískyggilega fullur og
fór jafnvel að efast um geð-
heilsu mannskrattans þegar
það rann upp fyrir mér að
hann hafði raunar ekki enn
haft fyrir því að lesa þetta
skrif mitt sem þó átti að
heita kveikjan að öllu saman.
Það hann vissi um innihaldið,
einsog hann upplýsti án þess
að blikna eða blána, hafði
hann frá starfsbróður sínum
ef ég skildi hann rétt.
Maður á ekki að alhæfa,
satt er það, en síbyljugarp-
arnir sem nú ganga ljósum
logum í fjölmiðlaheiminum
sýnast á stundum öllu klár-
ari í talandanum en í kollin-
um. Það er allavega stórum
meiri völlur á þeim en í þá
góðu gömlu daga þegar
Helgi Hjörvar var hálf dag-
skráin og Jón Eyþórsson veð-
urfræðingur með Daginn
sinn og veginn hinn helming-
urinn. En um okkur blaða-
og útvarpsmenn gildir
eflaust sama lögmálið og
sendibílastjóra til dæmis;
nefnilega að því fjölmennari
sem stéttin verði því fleiri
labbakútar hafni við lítinn
orðstrír ýmist inni í húsa-
görðum eða utanum ljósa-
straura.
Málfarslegar hundakúnst-
ir af þessu tagi sem eru fjöl-
miðlafólki til lítils sóma voru
tilefni fundamefnu þar sem
ég var mættur fyrir
skemmstu til þess að beija
mér stundarkorn í návist
nokkurra starfssystkina útaf
óhæfuverkum stéttarinnar.
Ég hafði hripað hjá mér fá-
ein dæmi sem ýmist mátti
tekja til kæruleysis og/eða
tómlætis eða þá einfaldlega
vanþekkingar. í einu þessara
dæma — og sem hafði þar
að auki séð dagsins ljós sem
stóreflis fyrirsögn — var vitni
ekki vefengt heldur „dregið
í efa“. í öðru höfðu strák-
pjakkar verið staðnir að því
„að versla ódýrt áfengi". I
því þriðja hafði nafngreindur
þjálfari svo og svo marga
leikmenn „innan vébanda
sinna“. Og útgerðarmaður
nokkur lét bátana sína ekki
einasta sigla með aflann
heldur „sigla með aflann er-
lendis“, eða með öðrum orð-
um að hringsóla með hann
þarna ytra og þá vísast til
eilífðar einsog hveijir aðrir
heijans fljúgandi Hollend-
ingar.
Við sátum þama með
níðþungan vandlætingarsvip
og hörmuðum örlög tung-
unnar okkar. Eldur brann í
augum vorum þar sem vér
fussuðum og sveiuðum hvert
uppí annað af ótrúlegri inn-
lifun. Einn viðstaddra hafði
að vísu lýst yfír í upphafi að
í hans augum væru fundir
af þessu tagi eintóm tíma-
sóun, en ég reiknaði dæmið
þannig að hann væri annað-
hvort svona hrikalega beisk-
ur í svipinn ellegar með
svona hrikalegar innantökur.
Að lokum hvatti ég menn
til þess að þrástagast ekki á
sömu orðunum í fréttaskrif-
um sínum einsog langtum
of oft vill brenna við og las
þeim til viðvörunar eftirfar-
andi hrollvekju frá liðnu
sumri:
„Einar Vilhjálmsson varð
sigurvegari í spjótkasti á
sterku alþjóðlegu móti, sem
fór fram í Tókyó um helgina.
Einar kastaði spjótinu 83,86
m. Einar var í miklu formi
á mótinu og fékk Einar sér-
staka viðurkenningu fyrir að
ná besta afreki mótsins."
Ég var sæll og glaður þeg-
ar ég skoppaði mína leið,
bókstaflega tindilfættur af
stolti og bjartsýni. Stöku
sinnum, hugsaði ég hreyk-
inn, er maður þó til einhvers
gagns.
Þegar ég opnaði blaðið
daginn eftir hófst fyrsta
fréttin sem ég barði augum
á þessum orðum:
„Jón Sigurðsson iðnaðar-
ráðherra segir að ekki sé
einhlítt að frumvarp fjár-
málaráðherra, um að orku-
fyrirtæki greiði tekjuskatt,
sé annmarkalaust. Hann vill
láta endurskoða frumvarpið
og yfirfara rækilega í með-
förum Alþingis og segist
hafa sett af stað athugun á
áhrifum frumvarpsins á
orkufyrirtækin. Forsvars-
menn orkufyrirtækja telja
frumvarpið meingallað . . .“
Gísli J.
Ástþórsson