Morgunblaðið - 04.02.1990, Page 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ MEIMNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990
■ RISA EÐLAN huk í vik-
unni við upptökur á sinni
fyrstu breiðskífu sem
Smekkleysa gefur út hér á
landi, One Little Indian í
Bretlandi og Rougli Trade
í Bandaríkjunum. Sveitin hóf
vinnu við plötuna seint á
síðasta ári en barneignir
Dóru „ Wonder“ söngkonu
sveitarinnar og saxófónleik-
ara og jóiahald komu í veg
fyrir að það tækist að ljúka
gerð hennar fyrir áramót.
Upptökustjóri var Ken
Thomas, sá hinn sami og sat
við stjórnborðið hjá Bubba
Morthens og félögum þegar
Nóttin langa var tekin upp.
Platan kemur út í apríl og
fer sveitin í tónleikaferð til
Bandaríkjanna til að kynna
útgáfunaíjúní.
Smekkleysa kynnir...
SMEKKLEYSA ER umsvifamikið fyrirtæki á íslenskan
mælikvarða og hefiir á sínum snærum nokkrar fram-
sæknar rokk/poppsveitir. Fyrirtækið hefur haslað sér
völl meðal annars í Bandarikjunum, þó í litlum mæli
sé, og er meðal annars með opna skrifstoíu í Los Ange-
les. I vændum er mikil sókn inn á Bandaríkjamarkað
og í tilefni af því var stödd hér á landi umsjónarmaður
skrifstofunnar þar, Jo Cavanagh, og hélt Smekkleysa
þriggja hljómsveita kynningarkvöld í Hressó henni til
heiðurs.
Hljómsveitirnar sem
Smekkleysa hefur á
sínum snærum eru Risaeðl-
an, Bless, Bootlegs, Ham
og Langi Seli og Skuggarn-
ir, en í Hressó léku Bless,
Bootlegs og Ham.
Staðurinn var þéttskipað-
ur þegar Bless hóf tónleik-
ana og þegar Ham lék síðust
sveita hermdu menn að á
þriðja hundrað manns væri
statt innan dyra. Bless náði
vel til áheyrenda og áheyr-
endur slepptu sveitinni ekki
fyrr en hún hafði leikið
nokkur aukalög. Eftirminni-
legt var þegar Gunnar
söngvari og gítarleikari brá
sér frá vegna slitins gítar-
strengs og Ari bassaleikari
söng Hrognin eru að koma
við annan mann.
Bootlegs voru þéttir að
vanda en í miðju kafi gafst
annar gítar sveitarinnar
upp, sem setti strik í reikn-
inginn. Áheyrendur voru þó
ekki að láta það mikið á sig
fá og viðstaddir gripu í
hljóðfærin á meðan skipt
var um gítar og meðal ann-
ars söng Bjarni „móhíkani"
Lollypop, sem hann fiutti
eftirminnilega með Sjálfs-
fróun á sínum tíma.
Ef marka mátti viðbrögð
áheyrenda voru flestir að
bfða eftir Ham og líklega
hélt sveitin sína bestu tón-
leika til þessa þarna í
Hressó, með Óttarr Proppé
sem fremstan meðal jafn-
ingja.
Strákapör
SAMKVÆMT formúlunni ættu hljómsveitir skipaðar
unglingum helst til unglinga, en meira þarf til. I seinni
tíð hafa margar unglingastjörnur verið til kallaðar í
Bandaríkjunum, en fáar útvaldar og þær sem náð hafa
að slá í gegn hafa gert það á hæfileikum, ekki síður en
aldrinum. Debbie Gibson lagði bandaríska poppheiminn
að fótum sér með liprum lagasmíðum og einlægni og
nýjasta dæmið er kvintettinn New Kids on the Block.
Drengirnir fimm í New
Kids on the Block,
Donnie Wahlberg, Danny
Wood, Jordan Knight, Jon
Knight og Joe Mclntyre, voru
kallaðir saman af lagsmiðn-
um Maurice Starr, sem hafði
hug á að koma saman sveit
sem skipuð væri piltum sem
gætu dansað og rappað
samtímis. 1984 eyddi hann
sex mánuðum í að setja sam-
an flokkinn og í janúar 1986
gerðu félagamir samning við
Columbia. Fyrsta breiðskíf-
an, sem var popp af léttustu
gerð, var að öllu hugarfóstur
Maurice Starr, en þegar
vinna hófst við plötu númer
tvö tóku piltamir meiri þátt
í lagasmíðum og útsetning-
um og við poppið bættist
rokkkeimur og meira rapp.
Platan, sem heitir Hangin’
Tough, kom út fyrir hálfu
öðru ári. Hún fór vel af stað
og er enn á bandaríska
breiðskífulistanum (á upp-
leið, enn og aftur, fyrir
skémmstu). Af plötunni kom-
ust þrjú lög inn á topp tíu í
Bandaríkjunum, sem er afar
sjaldgæft, og þegar hafa
selst af skífunni vel á sjöundu
milljón eintaka í Banda-
ríkjunum einum, en jólaplata
sveitarinnar, sem gefin var
út fyrir síðustu jól hefur selst
í á þriðju milljón eintaka. Það
má því ljóst vera að fimm-
menningarnir og stjóri þeirra
hafa eitthvað til brunns að
bera. Til viðbótar við það að
raka saman fé á plötusölu
og tónleikahaldi hafa piltarn-
ir verið virkir vel í baráttu
gegn götuofbeldi og fíkni-
efnaneyslu. Þeir erp allir ut-
an einn aldir upp á götunni
og í einu af úthverfum Bost-
on og höfðu því fyrir augun-
um það sem þeir eru að beij
ast gegn.
Gipsy Kings: Hægri hendin er fyrir flamenco, en sú
vinstri fyrir alla aðra tónlist.
Sígaunakonungar
MÞRÍR þekktir breskir
popparar hafa snúið bökum
saman og gefið út smáskífu
undir nafninu Electronic.
Það eru þeir Bernard
Summer úr New Order,
Johnny Marr, fyrrum
Smiths-meðlimur og nú í
The The, ogNeil Tennant
úr Pet Shop Boys. Sá síð-
astefndi syngur smellinn
„Gettingaway with it“en
mun þó ekki vera fuligildur
félagi Electronic. Þeir félag-
ar munu ekki iáta staðar
numið og eru upptökur
á stórri plötu langt
komnar.
Tanita Tikaram. Fátt
skemmtílegra en tónieika-
haid.
DÆGURTONLIST
/Hver er Tanita Tikaram?
Kvennapopp
KONUR SEM leggja stund á popptónlist eru fáar og
þeim virðist ekki fjölga að marki, hvorki hér á landi
né ytra. Ein hinna nýrri er enska söngkonan Tánita .
Tikaram sem kom fram á sjónarsviðið með miklum
hamagangi 1988 með plötu sinni Acient Heart. í lið-
inni viku kom út ný plata frá Tanitu.
Fáir tónlistarmenn hafa
átt eins greiða ieið upp
á stjörnuhimininn og Tan-
ita Tikaram. Hún hélt sína
fyrstu tónleika átján ára
mm—mmmh og ári
síðar
sendí hún
frá sér
sína
fyrstu
plötu, sem
seldist í
hálfri
fjórðu
eftir Ama
Matthíasson
milljón eintaka.
Tanita, sem er að mala
ysku og fijísku bergi brot
in, fæddist í ágúst 1969
V-Þýskalandi. Hún ólst þar
upp, en fluttist til Engiands
tólf ára. Við komuna þang-
að hafði hún takmarkaðan
áhuga á tónlist, en þeim
mun meiri áhuga á bók-
menntum og ljóðagerð.
Bókmenntakennari sann-
færði hana um að hún hefði
ekki hæfileika á því sviði
og taldi hana á að semja
lög og texta að hætti Rickie
Lee Jones. Það var svo í
hálfgerðu bríaríi að hún
sendi kassettu með nokkr-
um lögum til eiganda tón-
leikaklúbbsins Mean Fiddl-
er í Lundúnum. Hann
hreifst af og fékk hana til
að troða upp. Ekki drógu
þeir tónleikar úr áhuganum
og eftir að BBC sýndi
myndbút þar sem hún flutti
lag sitt Poor Cow, fóru
stórfyrirtækin bresku á
stúfana að gera við hana
samning. Tanita kunni fót-
um sínum forráð og gerði
hagstæðan samning við
WEA og eins og áður sagði
seldist fyrsta breiðskífan í
vel á fjórðu milijón eintaka,
þar af í um 700.000 eintök-
um í Bretlandi.
Tanita hóf vinnu við nýju
plötuna þegar og tónleika-
ferðinni vegna Acient He-
art iauk snemma á síðasta
ári. Önnur plata hljóm-
sveita sem ná langt með
þeirri fyrri er orft erfið, en
ekki vafðist plötugerðin
fyrir Tanitu, því upptökur
tóku ekki nema átta vikur,
sem verður að teljast harla
gott. Þó eru útsetningar á
nýju plötunni fjölbreyttari
en á þeirri fyrri og meira
lagt í lagasmíðar og texta,
enda seglst Tanita hafa
þroskast mikið sem laga-
og textasmiður á síðustu
tveimur árum, sem vonlegt
er. Platan heitir Sweet
Keeper, sem einhverjum
finnst eflaust tilgerðarlegt,
en Tanita segir það tvíeggj-
að, „sweet keeper er ein-
hver sem hefur margt gott
að gefa en sem hefur einn-
ig vald yfir þér, til góðs eða
ills“, enda fyalla mörg lög
plötunnar um það.
Þó undarlegt inegi virð-
ast þá finnst Tanitu fátt
skemmtilegra en að vera á
tónleikaferð, „mér fínnst
ég ekki vera að vinna og
finnst ég vera einskis verð
ef ég er ekki í tónleika-
ferð“. Hún segir einnig það
skipta hana miklu að þróa
lagasmíðar sinar og -flutn-
ing á tónleikum. Það eru
því framundan miklir gleð-
itímar hjá Tanitu, því í fe-
brúar hefst þrettán mán-
aða tónleikaferð hennar
um heim allan til að kynna
Sweet Keepér.
Ha«n
FYRIR stuttu sýndi Sjón-
varpið frá tónleikum
sígaunasveitarinnar Gipsy
Kings, sem vinsældir henn-
ar aukast dag frá degi.
Sígaunakonungarnir eru
sígaunar og eyddu æsk-
unni á ferð um Suður-Frakk-
land. Þrír eru synir flamen-
cotóniistarmannsins Jose
Reyes og hinir eru frændur
þeirra og mágar. Sveitin var
stofnuð 1979 og vakti fljótt
athygli fyrir tónlist sína sem
var blanda af flamenco og
suður-amerískum áhrifum
skreytt frösum úr öllum átt-
um. Sagan hermir að sveitin
hafi leikið fyrir Chaplin
skömmu áður en hann lést
og hann tárfellt af hrifningu.
Fyrir stuttu sendi sveitin
frá sér nýja plötu, Mosaique.
Þar eru menn við sama hey-
garðshornið í tónlist, en hafa
bætt í blönduna rai frá Alsír,
enda segir talsmaður sveitar-
innar: „Við viljum ekki vera
bundnir af sigaunatóniist.
Við hlustum á sígaunatónlist
fyrst og fremst, en líka á
Prince og Jimi Hendrix.
Hægi’i hendin er fyrir flam-
enco; sú vinstri fyrir alla
aðra tóniist. “