Morgunblaðið - 04.02.1990, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990
C 23
HVERS ER AÐ VÆNTA?
KVIKMYNDIR—-
Hvab er til rctbafyrir íslenska kuikmyndagerb ?
■ BRESKI leikarínn
Daniel Day-Lewis hefur
fengið sérlega góða dóma
gagnrýnenda fyrir leik sinn
í myndinni „My Left Foot“,
um Christy Brown, fjöl-
fatlaðan mann frá Dublin,
og festir sig enn í sessi sem
einn af fremstu leikurum
Bretlands.
■ „EFönnurmynd verður
gerð,“ er haft eftir Tim
Burton, leikstjóra Bat-
mans, um væntanlega fram-
haldsmynd, „er hægt að
leggja miklu meiri áherslu
á persónu Batmans". Gleði-
fréttir fyrir ykkur Batfrík.
„Það er það sem mér myndi
fínnast mest spennandi,"
segir Burton, „að setja
hann meira í fókus." Veitir
ekki af, Timmi.
Hvar er Mia? -
Midler leikur eigin-
konu Woody Allens í
Mazursky-mynd.
Woody Allen leikur
á móti Bette Midler
Woody Allen ætlar að leika í bíómynd án þess að Ieik-
stýra, framleiða eða skrifa hana sjálfur, nokkuð sem
hann hefur ekki gert síðan hann lékí „The Front“ árið
1976.
Og hlutverkið er ekki af
verri endanum. Hann
leikur eiginmann Bette Midl-
er undir leikstjórn Paul Maz-
urskys, en myndin, sem tök-
ur hefjast á seinna á árinu,
er gerð af Disney-félaginu
Touchstone og kemur til rheð
að heita „Scenes From a
Mall“ eða Þættir úr Kringl-
unni.
Þetta er nokkuð Berg-
manískur titill en eins og
fólk rekur kannski minni til
gerði Bergman eitt sinn
mynd sem hét Þættir úr
hjónabandi („Scener ur ett
Áktenskap"). Mazursky tek-
ur samlíkingunni fálega og
segir: „Hún gerist í verslun-
armiðstöð og í henni eru
margir þættir úr hjóna-
bandi.“
Allen mun halda talsvert
uppá Mazursky eftir því sem
umbinn hans, Jack Rollins,
segir og honum fannst kom-
inn tími til að leika eftir ann-
arra manna handritum. Allen
leikur lögfræðing en Midler
sálfræðing, þau hafa verið
gift í 16 ár og um jólaleytið
halda þau kvöldverðarboð
fyrir alla fráskildu vinina
sína.
Bíómyndirnar 1990
EFTIRTALDAR MYNDIR verða sýndar í kvikmyndahús-
unum í Reykjavík á árinu. Sýningartíminn, sem fylgir
flestum myndunum, er byggður á áætlun sem getur rask-
ast og að sjálfsögðu er þetta langt í frá tæmandi listi
yfír bíoárið.
LAUGARÁSBÍÓ
Do The Right Thing e.
Spike Lee (feb.), Uncle Buck
e. John Hughes (mars), Born
on the Fourth of July með
Tom Cruise e. Oliver Stone
(mars), Always með Dreyf-
uss e. Steven Spielberg
(apríl), Dad með
Jack Lemmon
(maí), Heart
Condition með
Bob Hoskins og
Denzel Washington
(júní), Aftur til fram-
tíðar III (okt.)
REGNBOGINN
Nightgame með Roy
Scheider (feb.), FuII Moon
on Blue Water með Gene
Hackman, Lock Up með Silv-
ester Stallone, They Live e.
John Carpenter (mars), Skin
Deep e. Blake Edwards, Ski
Patrole. gerð af framleiðend-
um Police Academy, Week-
end at Bernie’s e. Ted Kotch-
ef, Dealers með Rebecca
DeMornay, Scenes From the
Class Struggle in Beverly
Hills e. Paul Bartel, Millenn-
ium með Kris Kristoferson,
Men at Work e. Emilio
Estevez.
When Harry Met Sally e.
Rob Reiner (feb.), sex, lies
and videotape e. Steven Sod-
erbergh (feb.), War of the
Roses e. Danny De Vito
(feb./mars), Erik the Viking
með Tim Robbins (mars),
Tango and Cash með Stall-
one og Russell (mars), Blaze
með Paul Newman (apríl), A
Dry White Season með Suth-
erland og Brando (apríl), In
Country með Willis e. Norm-
an Jewison (apríl), Music Box
é. Costa-Gavras (apríl),
Mountains cf the Moon e.
Bob Rafaelson (maí), Q and
A með Nolte e. Sidney Lum-
et (maí), The Handmaid’s-
Tale e. Volker Schlöndorff
(maí), Stanley and Iris með
Fonda og De Niro (júlí), Tot-
al Recall með -Schwarzen-
egger e. Paul Verhoven (júlí),
Air America með Gibson e.
Roger Spottiswoode (sept),
Gremlins II (ág.-sept.), Jak-
ob’s Ladder e. Adrian Lyne
(sept.), Presumed Innocent
með Harrison Ford e. Alan
Pacula (okt.), Dick Tracy
með Beatty og Madonnu
(nóv.), Die Hard II með
Bruce Willis (okt.), Memphis
Bell framleidd af David
Puttnam (nóv.), Roger And
Me (okt.), Óvinir — Ástar-
saga e. Paul Mazursky (okt.),
The Never Ending Story II
(des.).
HÁSKÓLABÍÓ
Pet Semantarj' e. sögu
Stephen King (feb.), She-
Devil með Streep og Rose-
anne Barr (mars), Let it Ride
með Richard Dreyfuss
(apríl), Cinema Paradiso með
Philippe Noiret (apríl), Harl-
em Nights e. Eddie Murphy
(maí), The Fabulous Baker
Boys með Jeff og Beau
Bridges (maí), Fat Man And
The Little Boy með Paul
Newman (nóv.), Henry V e.
Kenneth Branagh, Kron-
vittnet e. Jon Lindström,
RoboCop II e. Irwin Kershn-
er, The Two Jakes e. Jack
Nicholson, Guðfaðirinn III e.
Coppola, My Left Foot með
Daniel Day-Lewis, We’re No
Angels' með Sean Penn og
De Niro.
STJÖRNUBÍÓ
Casualties of War með
Michael J. Fox e. Brian De
Palma (feb.), True Belivers
með James Woods e. Joseph
Ruben (feb.), Blind Fury með
Rutger Hauer (mars), Look
Who’s Talking með Travolta
(apríl), Steel Magnolias með
með Matthew Broderick
(maí), Intimate Family með
Glenn Close (júní), Driving
Miss Daisy með Jessica
Tandy og Morgan Freeman
(júní), The Freshman með
Matthew Broderick og Marl-
on Brando (ágúst), I Love
You To Death með Kevin
Kline og Tracy Ullman
(sept.), Postcards From the
Edge
með Meryl Streep og Richard
Dreyfuss.
✓
fóyí
■ ROBERTÐe Niro leik-
ur í hveiTÍ myndinni á fætur
annarri þessa dagana. Hann
ætlar að leika í fyrstu mynd-
inni sem framleiðandinn Ir-
win Winkler leikstýrir og
heitir Fear No Evil, en hún
segir frá leikstjóra í Holly-
wood og fjölskyldu hans á
meðan kommúnistaveiðar
sjötta áratugarins stóðu
sem hæst.
■ ARA Kristins-
syni kvikmyndagerð-
armanni voru afhent
„Þrautseigjuverð-
laun“ Félags kvik-
myndagerðarmanna
á ráðstefnu sem
haldin var í tilefni af 10 ára
afmæli íslenska kvikmynda-
vorsins. Verðlaunin skýra
sigsjálf.
■ NÝJASTA Peter
Weir-myndin er með Gér-
ard Depardieu í aðalhlut-
verki. Hún heitir Græna
kortið (Green Card), en
Depardieu leikur franskan
tónlistarmann í New York
í leit að atvinnuleyfi. Weir
skrifaði einnig handritið.
ÍBÍÓ
Laugarásbíó byijaði á
því að búa til sérstaka bíó-
daga úr þriðjudögum með
afslætti á hina heilögu bíó-
þrenningu: miðann, kókið
og poppið.
Síðan hafa önnur bíó
tekið upp þennan sið til að
laða að áhorfendur á róleg-
um tímuin og er sjálfsagt
að fólk noti sér afsláttinn.
Og sú er raunin. Grétar
Hjaríarson í Laugarásbíói
segir að aðsóknin á þriðju-
dögum hafi fjórfaldast mið-
að við það sem var.
Þriðjudagsbíó virðist
gott dæmi um samkeppni
sem allir græða á.
Ein íslensk kvikmynd frumsýnd 1990; frá upptökum á Verkstæðinu.
þess í tíu liðum til að rétta
við íslenska kvikmyndagerð
sem ráðamenn eru mjög
sammála um að sé hin mikil-
vægasta. Atriðin eru þessi:
1. Úthlutunarreglum yrði
breytt þannig að úthlutað
yrði tvisvar á ári í stað einu
sinni nú (til hvers, ef ekki
eru peningar til að út-
hluta?). 2. Rekstur Kvik-
myndasjóðs og stofnunar
yrði kostaður af ríkinu en
ekki tekinn af sjóðnum
(varla byltingarkennt og
löngu tímabært). 3.-Samein-
ing Kvikmyndasjóðs og
Kvikmyndasafns í eina
Kvikmyndastofnun (einfalt
skipulagsatriði sem litlu
breytir fyrir kvikmynda-
gerðarmenn). 4. Fyrir
hveija krónu sem fyrirtæki
og einstaklingar legðu í
gerð íslenskra kvikmynda
mætti draga tvær krónur
frá skatti (mjög gott dæmi
ef tekst að laða fjármagn
úr atvinnulífinu í kvikmynd-
ir). 5. Kvikmyndasjóður geti
gengið í ábyrgð fyrir lánum
til kvikmyndagerðar (góður
bakhjarl). 6. Gefinn yrði
kostur á fjárhagslegri ráð-
gjöf (kannski tímabært). 7.
Tekið til athugunar að ríkið
stofni kvikmyndafyrirtæki
með kvikmyndagerðar-
mönnum (ekkert slæm hug-
mynd). 8. íslendingar verði
aðilar að norræna kvik-
mynda- og sjónvarpssjóðn-
um (fá sem mest útúr hon-
um). 9. Líka Evrópska kvik-
myndasjóðnum (þar liggja
peningarnir). 10. Einstakir
framleiðendur geti sótt
styrki í Menningarsjóð út-
varpsstöðva.
Þetta em hugmyndirnar
til bjargar íslenskri kvik-
myndagerð. Raunar kom
ein önnur fram á ráðstefn-
unni um að 20-40 krónur
yrðu teknar af hverri
brennivínsflösku, sem seld
er í Ríkinu, og sett í kvik-
myndasjóð. Er ljóst að þá
mundi aldrei skorta neitt
fmmar.
Tútleiðir
til úrbóta
í RÆÐU sem Svavar Gestsson menntamálaráðherra
hélt á ráðstefnu Félags kvikmyndagerðarmanna, í til-
efhi af 10 ára afmæli hins svokallaða kvikmyndavors
þann 26. janúar sl., kom fram að ef ætti að styrkja
alla þá sem sækja um til Kvikmyndasjóðs í ár þyrfti
sjóðurinn 400 milljónir í stað þeirrar 71 milljónar, sem
hann ræður yfir. Það er aðeins minni (járhæð en sú
sem sjóðurinn hefúr haft úr að spila samanlagt allan
áratuginn.
Áhuginn hefur því gi'eini-
lega ekki farið minnkandi á
áratugnum, aðeins fram-
leiðslan. Aldrei hefur áður
verið sótt jafnmikið um
styrki til sjóðsins, en árið
1990 verður þó aðeins ein
íslensk kvikmynd frumsýnd
miðað við þijár árið 1980.
Þróunin er í engu samræmi
við vilja og áhuga kvik-
myndagerðarmanna og
valdhafa en samt er sífellt
verið að skerða framlög til
Kvikmyndasjóðs. Hvað er
til ráða?
Á ráðstefnunni var kynnt
frumvarp til laga um kvik-
myndastofnun og efnisatriði
Fjöldi umsóknanna sýnir
fyrst og fremst grósku
og gríðarlegan áhuga
manna á að gera íslenskar
kvikmyndir. Alls sóttu 30
aðilar um
undirbún-
ingsstyrki
en sjö
sóttu um
styrk til að
hefja
fram-
leiðslu á
bíómynd-
um í fullri lengd uppá sam-
tals 172 milljónir. Fullt
kostnaðarverð þeirra yrði,
eftir því sem ráðherrann
sagði, 525 milljónir.
eftir Arnald
Indriðoson