Morgunblaðið - 04.02.1990, Page 24

Morgunblaðið - 04.02.1990, Page 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 MYNDLIST/ Erfiskur endilegafiskurf LMFISKA OGFLEIRA STUNDUM EIGA gestir myndlistarsýninga í hinum mestu erfiðleik- um með að átta sig á inntaki einstakra verka, og kemur margt til. Titlar verkanna (ef þau eru þá ekki ,nafnlaus“ eða ,án titils“) geta verið misvisandi, og tengjast stundum lítt myndefninu. Myndirnar hafa stundum að geyma fjölda þátta, sem tengjast á ýmsan hátt, án þess að skoðandanum sé endilega ljóst, hvaða tengsl sé um að ræða. ... t Þessir þættir eru oftar en ekki tákn, sem listamenn nota til að vísa til víðara samhengis. Notkun tákna í myndum er jafti gömul myndlistinni, og er sérstaklega ríkur þáttur í trúarlegri list af öllu tagi. Þannig eru mörg kristileg tákn vel þekkt, en tákn annarra trúarbragða eru Islendingum síður kunn. TOLLI: Dansað við sól- arupprás, 1989: Fiskar Tolla eru oft- ar en ekki stórfisk- ar, líkir hákörlum eða öðrum ógnar- skepnum. Tákn geta verið mjög skemmti- legur hluti myndverks, og þekking á þeim getur margfaldað ánægju listunnenda við skoðun listaverka. Það er auðvelt að taka eggið sem dæmi: í fomum trúar- brögðum var það oft tákn sköpunar, sem tengdist síðan vorkomúhni og þeirri endurfæð- ingu lífs, sem fylg- ir hækkandi sól; páskaeggin_ okkar rekja ættir sínar í þessa átt. í trúar- legum myndum táknar fuglsegg (einkum ef skumin er brotin) oft upprisu Krists, og strútsegg tákna meyfæðinguna (strúturinn grefur eggið í sand, og lætur það klekjast út þar fyrir tilstilli sólarhitans — er samlíkingin ekki augljós?). En það er einnig rétt að hafa í huga að ekki er víst að allir lista- menn noti tákn á sama máta; oft eru tákn notuð á mjög persónulegan hátt, sem er kannski nokkuð ólíkur þeim merkingum, sem almennt eru þekktar fyrir viðkomandi hluti. Þá er hins vegar upplagt að reyna að lesa út úr listaverkunum hvernig eða hvort listamaðurinn notar hlut- ina sem tákn eður ei. Þessar hugleiðingar komu upp af því tilefni að á tveim listsýning- um í Reykjavík (sýningu Sigutjóns Jóhannssonar í Listasafni ASI og sýningu Tolla á Kjarvalsstöðum) er fiskur mikilvægt viðfangsefni. Báð- ar sýningamar verða ugglaust ríku- legri fyrir áhorfendur ef þeir velta fyrir sér, hvort fískurinn sé þar tákn um eitthvað meira. Á sýningu Sigutjóns er það minn- ingin um síldina, sem er megin við- fangsefnið. Síldin er fagur fiskur í sjó og íslendingum er táknið ef til vill augljóst; hér fór silfur hafsins, sem skapaði atvinnu, tekjur, gróða, ævintýr. Flestir skildu síldina á sama hátt, hásetar og hagfræðing- ar, söltunarstúlkur og stjórnmála- menn. Síldin táknaði uppgang og hagsæld þegar hún veiddist, gjald- þrot og kreppu þegar hún hvarf. En má tengja þennan fagra fisk við fleira? Fiskurinn -ér elsta tákn kristin- dómsins fýrir Jesúm, og einnig fyr- ir kristna menn; hann var jafnframt tákn skírnarinnar (fiskur þarf vatn til að lifa, vatnsvígsla er forsenda skírnarinnar) og m.a. Péturs post- ula. Ennfremur kemur fiskur fyrir víðar í kristninni, t.d. þegar Jesú hafði aðeins fimm brauð og tvo fiska fyrir fimm þúsund manns. Síðan er fiskurinn auðvitað eitt stjörnumerkjanna í astrológíu, sem nú á dögum er talin hin merkustu vísindi. Á einhver af þessum merkingum e.t.v. við síldina í verkum Sigur- jóns? Hér getur hver sett fram sína skoðun, og hvorki gagnrýnendur né listamaðurinn sjálfur geta af- neitað tillögum annarra. Ef síldin táknaði t.d. trú á Krist, mætti setja fram nýjar kenningar um orsakir glundroða íslenskra efnahagsmála, sem væru síst óvitlausari en margt annað ... Á sýningu Tolla eru fiskar, fugl- ar, kindur og hvalir áberandi í ijölda mynda. Eru þetta einungis dýrateg- undir í íslenskri náttúru? Eða eru þetta undirstöður íslensks þjóðlífs í gegnum aldirnar? Vissulega hvoru tveggja, en jafnframt geta þetta verið tákn fyrir eitthvað meira, ef áhorfandinn vill leita eftir því. Fiskar Tolla eru oftar en ekki stórfiskar, líkari hákörlum eða öðr- um ógnarskepnum en þeim nytja- fiskum sem landsmenn kaupa í soðninguna. Þetta er ekki síldin, sem skapaði gullöld íslendinga; þetta eru afkomendur hvalsins, sem gleypti Jónas forðum . Fæstir jarð- arbúa hafa séð hval með eigin aug- um, lifandi eða dauðan, og því er sagan um Jónas oftast myndskreytt með stórfiski í hlutverki hvalsins. En hvað getur hvalurinn táknað? I trúarlegum myndum hefur hvalurinn í gegnum tíðina oft verið tákn fyrir endurreisnina; eftir skamma hríð í dauðanum, mun lífið sigra (hvalurinn skiiaði jú Jónasi aftur). En hann hefur einnig verið ógnvekjandi tákn fyrir þann í neðra, sem dregur hina trúlausu niður í djúpið; opinn hvalskjaftur hefur á sama hátt verið notaður sem inn- gangur í helvíti. — Frægasti hvalur heimssögunnar, Moby Dick, hefur oft verið skilgreindur sem hið illa afl, sem hér er nefnt. — Ýmsar fleiri kenning ar eru þó til um þann hvíta, s.s. hið óbeislaða afl náttúr- unnar, sem mun bijóta manninn að iokum, ímynd karlmennskunnar o.fl. Ekki skal hér lagt mat á tákn- rænt eðli fiskanna hjá Toila. En það er gaman að velta upp spurningun- um, og svörin hjá hveijum og einum eru jafngild og hjá náunganum. Þetta er einmitt meðal þess skemmtilegasta við myndlist: Þegar verkin eru komin frá hendi lista- mannsins, hefst hið eiginlega sam- spil manns og listar — og það sam- spii er bundið einstaklingnum sem nýtur listarinnar, og getur verið eins fijótt, ríkulegt og gefandi og hver maður vill gera það. Það er aðeins undir áhorfandanum komið. eftir Eirík Þorlóksson YmEXKIASIí/Hverjir eiga ab skrifa hvab um leikhús? Særðar tilfinningar og fagleg umfiöUun STUNDUM HEYRIR maður íslenskt leikhúsfólk kvarta sáran yfir því að einu skrifin um leik- list (og þá jafnft'amt einu heimild- irnar um tilteknar leiksýningar) séu í höndum gagnrýnenda dag- blaðanna. Líklega má það til sanns vegar færa, en ekki þýðir þó að sakast við gagnrýnendur eina. Enn hefur ekki tekist að halda uppi faglegri umræðu með- al Ieikhúsfólksins sjálfs, þótt til- burða í þá átt hafi gætt með út- gáfii Fréttabréfs Leiklistarsam- bandsins, sem hóf göngu sína í fyrrahaust. Heilu leiklistarþingin eru lögð undir tii þess að ræða umfjöll- un og afstöðu fjölmiðla gagnvart leikhúsinu. Og alltaf er komist að sömu niðurstöðu; okkur vantar fólk sem getur fjallað um ieiklist af skilningi og þekk- ingu. En skilning- ur og þekking eru afstæð hugtök í þessu samhengi og reyndar í okkar litla þjóðfélagi. Við erum hvorki alin upp við né skóluð til þess að fjalla um nokkurn skapaðan hlut á vitsmunalegan hátt. Við þurfum sýknt og heilagt að blanda inn í umræðuna særðum tilfinningum og persónulegum vonbrigðum. Ekki bara í leikhúsinu, heldur líka pólitík- inni, þar sem ráðherrar og vald- hafar uppnefna hver annan opin- berlega eins og kjánar. Allt endar þetta svo í þvættingi og markleysu. Gagnrýnendaskrif eru vanþakk- látt starf, sem sést best á því að fjölmiðlum helst ekkert á þeim. Þeir eru fáir sem njóta virðingar og álits. Þeim er fundið flestallt til foráttu. Þeir hafa ekkert vit á leik- eftir Hlín Agnorsdóttur húsi, eru álitnir skaðvaldar, kennt um aðsóknarleysi og ófarir. Þegar hatrið út í þá tekur völdin, eru þeir kallaðir heimskt og illa menntað pakk, uppfullir af getuleysi og minnimáttarkennd yfir því að standa ekki sjálfir í sviðsljósinu. Og hatrið fæðir bara af sér meira hatur. Leikhúsfólk er alls ekki á einu máli um hveijir séu best fallnir til þess að skrifa um leikhús. Ef gagn- rýnandi þekkir leikhúsið of náið, þ.e. er leikari eða leikstjóri, þá þyk- ir það siðferðilega rangt að hann skrifi um samstarfsmenn sína, nema hann hafi gefist upp í faginu. Ef hann stendur utanvið leikhúsið, en er kannski með háskólagráðu í leiklistarfræðum, þá skilur hann ekki eðli leikhússins, þykir tilfinn- ingalaus og of fræðilegur. Ef hann er bókmenntamaður, sem margir af okkar gagnrýnendum hafa verið, þá þykir hann einblína of mikið á bókmenntalegt gildi leiktext- ^^ ans, en getur að .takmörkuðu - leyti fjallað um uppsetning- una á leiktextanum. Nú svo eru það þeir gagn- rýnendur sem eru ekkert af þessu, heldur skrifa sem áhugamenn um leik- list. Gallinn við þá er að þeim finnst allt gott og eru því hálf skoðana- lausir og óspennandi. Það segir sig sjálft að leitun er að þeim aðila, sem getur uppfyllt óskir okkar um fyrirmyndargagnrýnand- ann, ef hann er þá til. Eflaust finnst mörgum leikhús- gagnrýni óriauðsynleg, og telja sjálfum sér og öðrum trú um að þeir lesi hana aldrei, hvað þá taki mark á henni, þótt þeir lesi hana. Ja, ekki nema þeir finni eitthvað í henni fyrir tilviljun sem stemmir við eigin skoðanir eða hugmyndir. En hvað sem öllu tali um gagnrýni líður, þá er eitt víst; alvöruumræða um tilgang og markmið ieiklistar- innar fyrirfinnst ekki hér á landi. Okkur skortir raunverulegan vett- vang til þess að slík umræða geti farið fram. Hvað eftir annað hefur hugmyndin um faglegt leikhústíma- rit skotið upp kollinum, en jafn- harðan fallið um sjálfa sig. Fjárs- korti er oftast nær kennt um. Að baki liggur þó ef til vill skortur á samstöðu meðal leikhúsfólksins sjálfs um slíka útgáfu. í dag eru miklir umrótatímar í íslensku leik- húsi. Óvissa og öryggisleysi blasir við í rekstri Þjóðleikhúss, fjárfram- lög til leiklistarinnar eru undir smá- sjá stjórnmálamanna, það kreppir að listamönnum. Á slíkum tímum þarf fólk að tjá sig, skoða og endur- meta stöðu sína og tilganginn með listinni. Við eigum öll undir högg að sækja. Er ekki kominn tími á faglegar umræður á okkar eigin forsendum? Leiklistargagnrýndandinn hvaða eiginleika þarf hann að hafa? SÍGILD TÓNLIST/Afeto Hafn- firbingar á sunnudags síbdegistónleika? Fmnskir flaututónar MIKIL GRÓSKA hefur verið í tónlistarlífinu í Hafharfirði og nægir að nefna starfsemi Karla- kórs staðarins, lúðrasveitarinn- ar og alla kóraHafnarfjarðar: kirkjukórinn, Öldutúnskórinn og kór Flensborgarskólans. Og með tilkomu Hafnarborgar og þess ágæta flygils sem er í hús- inu hafa tónlistarmenn af öðr- um stöðum á landinu flykkst að Haftiarfirðinum. Idag hefst tónleikaröð í Hafnar- borg, en ætlunin er að halda tónleika fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Þessir tónleikar sem Hafnarborg gengst fyrir er í sam- bmmmi vinnu við kenn- ara í Tónlistar- skóla Hafnar- fjarðar. Á fyrstu tónleikunum, sem hefjast klukkan 14.30 í dag, leikur Gunnar Gunn- arsson flautu- leikari, sem jafnframt er skóla- stjóri Tónlistarskólans í Hafnar- firði, ásamt Guðrúnu Guðmunds- dóttur píanóleikara franska tónlist eftir þá Albert Roussel, Georges Hiie og Fransois Borne. Eg hitti Gunnar að máli og spurði hann um hugmyndina að tónleikunum. „Hugmyndin er ættuð frá Dan- mörku er prófessor Birkilund við Konservatoríið í Kaupmannahöfn hóf fyrir um 25 árum sunnudags- tónleikaröð í Glypotekinu. Þrátt fyrir að á fyrstu tónleikana þar mættu aðeins 5-6 manns lét hann ekki deigan síga og í gegnum árin urðu vinsældir þessara tón- leika mjög miklar. Við vonum auðvitað að Hafnfirðingar sjái sér eftir Jóhönnu V. Þórhallsdóltur Gunnar Gunnarsson kost að mæta og auðvitað eru allir aðrir velkomnir á tónleikana. Onnur hugmynd var ennfremur að sækja um styrk til bæjarins í listskreytingarsjóð og styrktar- sjóð fyrir efnilega tónlistarnem- endur. Tilgangur þessara tónleika er ekki síður að gefa kennurum skól- ans tækifæri á að halda spila- mennskunni við. Þeir hafa flestir hveijir lokið löngu og ströngu námi erlendis og auðvitað er sú hætta fyrir hendi þegar maður kennir mikið, að spilamennskan verði útundan." Og eins og fyrr segir er það Gunnar Gunnarsson sem hefur leikinn í dag en á næstu sunnu- dögum leika og syngja m.a. Est- her H. Guðmundsdóttirj Guðni Þ. Guðmundsson, Stefán Omar Jak- obsson Og Helgi Bragason, en öll kenna þau við tónlistarskólann. Og þess má geta í lokin að að- gangseyrir er enginn og gefa tón- listarmennirnir allir vinnu sína. Hafnfirðingar sem og aðrir eru því hvattir til að fara í Hafnar- borg í dag og hlýða á ljúfan leik kl. 15.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.