Morgunblaðið - 04.02.1990, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990
C 29
Emil Ág-ústsson
Ástralíu með nærveru sinni. „Ég
er að fara að vinna á netaverk-
stæði í sex mánuði en það hefur
tekið mig heilt ár að fá vinn-
una.“ Fyrir nokkrum árum
dvaldist Halldór meðal Nýsjá-
lendinga í fjóra mánuði og kveð-
ur útgerð þar og veiðafæratækni
fremur frumstæða miðað við
ástand mála hér á landi. „Ég fer
með alla fjölskylduna, konu og
þrjú börn. Það yngsta er tíu
mánaða en það elsta níu ára.
Þetta er bara ævintýramennska.
Hvað eru nokkrir mánuðir á
heilli mannsævi?“
Grindvíkingurinn Emil
Ágústsson er að bíða eftir flugi
til Egilsstaða en hann er sjómað-
I ur á bát sem gerður er út frá
Eskifirði. Vélin á að fara eftir
tvo tíma þannig að nægur tími
gefst til að drekka kaffið og lesa
blöðin. „Ég fæ að meðaltali fjóra
frídaga í mánuði og þá kem ég
suður og hitti fjölskylduna. Ég
byijaði í vor sem leið á Hamra-
borginni. Hún er mikið aflaskip.
Ég var nú raunar búinn að vera
tíu ár á Hamraborginni þegar
hún var gerð út frá Hafnarfirði
þannig að það má segja að ég
hafí flutt mig með skipinu! Tekj-
umar eru betri fyrir austan og
nú er stutt á loðnumiðin."
Kapallinn er ekki enn genginn
upp hjá Halldóri en tíminn er
nægur því það á að athuga með
flug vestur klukkan rúmlega
fimm. Gangi það ekki er ekki
annað hægt en að taka leigubíl
- inn í bæ og reyna aftur á morg-
un.
Hvers vegna er
bannað að flytjá
inn hákarlalýsi?
Til Velvakanda
Fyrir stuttu hringdi ég, sem
þessar línur rita, í eina af
þeim verslunum sem hafa á boð-
stólum ýmis fæðubótarefni og
spurði hvort þar fengist hákarla-
lýsi. Vingjamleg stúlkurödd svar-
aði: „Nei, það er bannað að flytja
það inn.“ „Ha? Hvað segirðu?“
hváði ég. Stúlkan endurtók: „Það
er bannað að flytja það inn, en
spurðu manninn sem hefur reynt
að fá innflutningsleyfi ef þú hefur
áhuga,“ bætti hún við og gaf mér
upp nafn og símanúmer mannsins
sem við var átt. Daginn eftir hafði
ég svo samband við umræddan
mann og spurði hann hvort það
væri rétt, að honum hefði verið
synjað um innflutningsleyfi fyrir
hákarlalýsi. „Já, það er rétt,“ svar-
aði hann. „Ég hefí barist fyrir því
að fá innflutningsleyfi fyrir lýsinu
en verið neitað um það.“ „Á hvaða
forsendum?" spurði ég. „Jú,“ sagði
viðmælandi minn, „það dó kona
úti í Svíþjóð fyrir ári af blóðtappa,
hún hafði tekið hákarlalýsi og var
lýsinu kennt um dauða hennar.
Þessi kona hafði margsinnis áður
fengið blóðtappa, líkurnar fyrir því
að blóðtappi yrði hennar banamein
voru því yfirgnæfandi, þrátt fyrir
töku lýsisins." Hann bætti því við
að þetta hefði verið „blásið út“ og
af því tilefni hefðu Finnar stöðvað
innflutning á þessu margumrædda
lýsi I einn mánuð, að þeim tíma
liðnum sáu heilbrigðisyfirvöld þar
í landi ekki ástæðu til annars en
leyfa það á ný. „Getur það verið
að heilbrigðisráðherra viti um
þetta?“ spurði ég. „Já, honum er
kunnugt um þetta,“ var svarið.
„Ég hefi sjálfur farið á hans fund
og skýrt honum frá málinu. Hann
fór undan í flæmingi, kvað erfitt
að fást við „kerfíð“ ekki víst að
hann gæti nokkuð gert, en bað um
skriflega greinargerð sam hann
hefur nú fengið.“_ Ég varð hrein-
lega agndofa. Ótal spurningar
komu fram í hugann. Hvað er hér
eiginlega á seyði? Hversvegna
mega íslenskir neytendur ekki fá
þessa sérstöku tegund af iýsi? Er
eitthvað gruggugt við þetta inn-
flutningsbann? Þetta er lýsi, en
ÞRÖNGSÝNI
Til Velvakanda.
Fyrir skömmu var verið að skrifa
í Velvakandi um hundahald
hér í borginni og agnúast út í þá
fáu hunda sem enn eru eftir. Aldrei
hef ég haldið hund og mest fyrir
það hve umburðarlyndi fólks er Iítil
þegar þeir eru annars vegar. En
mér þykja þetta skemmtilegar
skepnur og eftirsjá af þeim en það
heyrir nú til undantekninga að
maður sjái hundi bregða fyrir hér
í borg. Sumir vilja banna kettina
líka og þá væri fokið í flest skjól
hjá dýravinum. Þá værum við orðin
ein eftir á malbikinu og eigum
kannski ekki betra skilið.
En allt er þetta fyrir þröngsýni
og smámunasemi held ég. Við för-
um mikils á mis og börnin okkar
líka er við útilokum dýrin frá sam-
félagi okkar. Homo sapiens („hinn
skynsami maður“) sem svo kallar
sig er nefnilega ekki ávallt til fyrir-
myndar — það sjáum við eftir
hveija helgi þegar tíunduð er hegð-
un' fólks í Miðbænum og víðar.
Ekki eru hundar eða kettir þar á
ferð að valda vandræðum.
Lási
ekki nein vafasöm efnablanda. Mér
er kunnugt um að margir hafa
spurst fyrir um hvort hákarlalýsi
væri fáanlegt hér í verslunum, en
fengið sömu svör og ég: Bannað
af heilbrigðisyfirvöldum að flytja
það inn. Þó er það fáanlegt á fijáls-
um markaði á öllum hinum Norður-
löndunum. Getur nokkur maður
með fullu viti ímyndað sér, að þeir
sem sitja í heilbrigðiseftirliti eða
heilbrigðisstjórnum þessara landa
séu svo miklir bjánar, eða svo
kærulausir, að þeir leyfðu fijálsa
sölu á lýsi, sem gæti reynst al-
menningi hættulegt? Hversvegna
þegja forsvarsmenn Náttúrulækn-
ingafélagsins? Hversvegna þegja
Heilsuhringsmenn? Vita þeir ekk-
ert um niðurstöður tilrauna og
rannsókna á hákarlalýsi sem staðið
hafa yfir í sjúkrahúsi í Solna í
Svíþjóð undir stjórn dr. Astrid
Brouhult og yfirlækna sjúkrahúss-
ins í meira en 30 ár samfellt?
Hafa forvígismenn fyrrnefndra
samtaka enga hugmynd um að frá
þessum rannsóknum sænsku lækn-
anna og niðurstöðum þeirra var
skýrt opinberlega á læknaþingi
sem haldið var í Osló fyrir fáum
árum? Treystir sá, eða þeir, sem
hafa tekið sér það vald, eða rétt-
ara sagt misnota vald sitt til að
banna innflutning á hákarlalýsi,
til þess að halda því fram að lækn-
ar og vísindamenn í Sovétríkjun-
um, Japan, Þýzkalandi og víðar séu
þeir fáráðlingar að fá áhuga á
rannsóknum á hákarlalýsi ef þeir
álitu niðurstöður sænsku lækn-
anna markleysu? Hvaða myrkra-
völd eru það, sem koma í veg fyr-
ir að ég og aðrir sem óska eftir
því og telja sig hafa heilsufarslega
þörf fyrir, geti fengið heilsubót
með því að bæta því við daglega
fæðu? Ekki myndi lýsið verða nið-
urgreitt af ríkinu, svo ekki þarf
að banna það í spamaðarskyni.
Hafí hákarlalýsi bætt heilsu og
jafnvel bjargað mannslífum í
Svíþjóð, eins og rannsóknir
Svíanna hafa sýnt, hversvegna má
það ekki hjálpa okkur íslending-
um? Eitt er deginum ljósara: Það
er ekki ai' umhyggju fyrir almenn-
•ingi þetta innflutningsbann. Það
er skýlaus krafa mín og allra þeirra
sem þess óska, að þessu fáránlega
innflutningsbanni verði tafarlaust
aflétt, því það er til háðungar þeim
sem því hafa ráðið.
Elínborg Brynjólfsdóttir
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 10 og 12, mánu-
daga til föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa. Meðal efnis,
sem vel er þegið, eru ábendingar
og orðaskiptingar, fyrirspurnir og
frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera
vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og
heimilisföng verða að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höfundur
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins ytan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Þ.ÞQRGRÍMSSON&CQ
ARMA
f PLAST
ÁRMÚLA 1 6 OG 29. S. 38640
Ég undirritaður þakka öllum þeim, er glöddu
mig á 50 ára afmœlisdegi mínum 21. janúar sl.
Sérstakar þakkir til KR-félaga minna, sem
gerðu mér daginn óg/eymanlegan.
Þórólfur Beck.
Djasstónleikar sunnudag kl. 21.30
Ómar Einarsson og tríó
Ómar, gítar- Guðmundur Ingólfsson, píanó,
ásamt gestum.
Heiti potturinn
Fischersundí
*
Utsalan
byrjar á morgun, mánudag
Verslunin Hornió
Kársnesbraut 84, Kópavogi
'ifandi tónlist
í kvöld
Dansaðtil kl. 1
Munið
Þorramatinn
ávallt
úrvalsréttir
á matseðlinum
RESTAURANT
S í M I 1 7 75 9
ATH: Úr skinni
með innleggi
Litir: Blár,
beige, hvítur
Verð kr. 495.-
5% staðgreiðsluafsláttur
Póstsendum samdægurs
TOPPÍ
KRINGWN
KBIHeNM
S. 689212
sEtffi nií
VELTUSUNDI 1
21212