Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 30
30 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990
+
ÆSKUMYNDIN...
ERAF GUNNLAUGIHELGASYNI,
ÚTVARPSMANNI
Hdlbrígður
úrhófifram
GUNNLAUGUR HELGASON fæddist á Fæðingar-
deild Landsspítalans hinn 26. ágúst 1963. Hann er
sonur hjónanna Helga Halldórssonar, forstjóra
Stáliðjunnar, og Elísabetar Gunnlaugsdóttur, gjald-
kera og skrifstofustjóra sama fyrirtækis. Gunnlaug-
ur er kvæntur Irisi Erlingsdóttur, ritsljóra Gest-
gjafans, og eiga þau átta mánaða gamlan son,
Helga Steinar. Gunnlaugur hefur verið á öldum
ljósvakans allt frá því hann tók þátt í leyniútvarps-
stöðinni Utvarpi Matthildi og starfar nú hjá Aðal-
stöðinni FM 90,9.
Jón Axel Olafsson, útvarpsmaður, kynntist Gunn-
laugi þegar þeir voru níu ára gamlir og hefur vin
áttan haldist æ síðan. „Gulli var alltaf afskaplega hress
og brattur og hefur lítið breyst að því leyti. Annars
má segja um hann, að þrátt fyrir að hann hafi alltaf
verið glettinn, þá var hann aldrei neinn prakkari. Það
var frekar ég, sem sá um þá deild. Og þó, það má
náttúrulega rifja upp að vinátta okkar hófst með því
að hann fótbraut mig, þó svo að það hafi nú verið
jáviljaverk. Það var haft að orði um Gulla að eini gall-
inn við hann væri sá að honum væri hætt við höfuð-
verkjum öðru hverju þegar geislabaugurinn væri farinn
að þrengjast ískyggilega.
Gulli hefur alltaf verið mannblendinn og á auðvelt
með að kynnast fólki, sem hefur náttúrulega nýst
honum vel á öldum Ijósvakans. Og það er vægt til
orða tekið að segja að hann hafi munninn fyrir neðan
nefið, þó hann sé kannski ekki enginn vélbyssukjaftur
eins og sumir aðrir í faginu. Og ég held að það sé
óhætt að segja að hann sé einn þolinmóðasti og um-
burðarlyndasti maður, sem ég þekki. Að minnsta kosti
hefur hann umborið öll mín uppátæki.
Eg hugsa að Gulli endurspegli fjölskyldu sína tals-
vert. Við vorum nú eins og heimagangar hvor heima
hjá öðrum og hann á afar góða og samhenta fjöl-
skyldu. Afskaplega skemmtilegt fólk. Mamma hans á
til að mynda til að spila á gítar þegar minnst varir.
Þegar við vorum strákar þekkti maður krakka, sem
söfnuðu hinu og þessu, en Gulli safnaði áhugamálum.
Hann var með ljósmyndadellu og safnaði frímerkjum,
stundaði útivist, svo voru það fiskar, allt í einu fór
hann að stunda sund og ljós af kappi og einhverntí-
man var hann í hestamennsku. Sumsé heilsusamlegt
lífemi fram úr hófi!
Svo kom gelgjuskeiðið og þá viku gömlu áhugamál-
Áhugamál
Aðrir krakkar
söfnuðu hinu og
þessu en Gunn-
laugur safnaði
áhugamálum.
in fyrir nýjum eins og gerist... ég held hann hafi
bara selt ljósmyndagræjumar, stækkarann og þetta.
Fann sér annað áhugamál í myrkrinu!
En þrátt fyrir að Gulli hafi alltaf verið hress og
kátur hleypir hann ekkert öllum inn á gafl hjá sér.
En hafi hann hleypt manni að sér þá er maður líka
kominn til að vera.“
ÚR MYNDASAFNINU
Ólafur K. Magnússon
Undirbúningur
Ólympíuleikanna 1948
Veturinn 1947 til 1948 undir-
bjuggu íslenskir íþróttamenn
sig undir þátttöku í Olympíuleikun-
1 um, sem haldnir voru í
London sumarið 1948.
í fórum Ólafs K. Magn-
ússonar fundust nokkr-
ar myndir sem teknar
voru á meðan á undir-
búningnum stóð, áður
ert keppendur héldu
utan til keppni. Hér
verður ekki rifjuð upp frammistaða
okkar manna og kvenna á leikun-
um, en íþróttafólkið okkar hefur
sjálfsagt staðið sig með miklum
ágætum sem endranær, að minnsta
kosti miðað við fólksfjölda. Aðalat-
riðið er, eins og allir vita, að vera
með. Ein myndin er tekin á tröppum
IR-hússins við Túngötu veturinn
1947—48 við upphaf æfinga
ólympíukandidata. Iþróttamennirn-
ir voru úr Reykjavíkurfélögunum
og hlupu saman frá ÍR-
húsinu út á Seltjarnar-
nes, út undir Gróttus og
til baka. Siguijón á Ala-
fossi átti frumkvæðið
að þessum æfingum og
útihlaupinu og mætti
hann stundum og hljóp
með ungu mönnunum
eins og í þetta skiptið. Önnur
myndin er af æfingu á inngöngu
keppenda, en æfingin fór fram á
Melavelli eins og sjá má. Loks er
mynd af tveimur olympíuförunum
þeim Þórdísi Árnadóttur sundkonu
úr Ármanni og Sigfúsi Sigurðssyni
kúluvarpara úr HSK.
Olympíufararn-
ir Þórdís Árna-
dóttir sund-
kona úr Ár-
manni og Sigf-
ús Sigurðsson
kúluvarpari úr
HSK.
STARFIÐ
Seemundsson forvördur
BÓKIN
Á NÁTTBORÐINU
PLATAN
Á FÓNINUM
MYNDIN
í TÆKINU
Smári Sæmundsson
Misjafnt ástandið
á söfnunum
„Ástand muna er mjög misjafnt á
söfhunum. Mikið starf er framund-
an á Þjóðskjalasafhi og Þjóðminja-
safni. Hér í Listasafhi Islands þar
sem ég starfa er ástand verka
yfirleitt gott enda var hugsað
fyrir því að senda verk utan til
viðgerða ef þau lágu undir
skemmdum,“ segir Smári Sæ-
mundsson, forvörður.
Menntaðir forverðir fóru ekki að
koma hingað fyrr en um og
upp úr 1980, en í Félagi íslenskra
forvarða eru nú 12-14 manns. ís-
ifenska orðið forvörður er þýðing á
danska heitinu„konservator“ og
segir Smári að til séu þrenns konar
forverðir. Pappírsforverðir vetja þá
hluti er við koma pappír svo sem
bækur, vatnslitamyndir, hnattlíkön
og ljósmyndir. í annan stað eru
starfandi forverðir, sem sérhæft
hafa sig í munum er tilheyra þjóð-
itiinjasöfnum og yfírleitt hafa þeir
munir verið grafnir úr jörðu. í
þriðja lagi eru starfandi svokallaðir
málverkaforverðir og felst starf
þeirra í að veija listaverk, sem
máluð hafa verið á tré eða léreft,
skemmdum, og telst Smári til þess
hóps forvarða.
Hann sótti menntun sína til
Kaupmannahafnar. Inntökuskilyrði
skólans þar er stúdentspróf auk
þess sem nemendur þurfa að hafa
töluvert góða efnafræði-undirstöðu.
Fyrri hluti námsins tekur þijú ár,
en vilji menn sérhæfa sig, þarf að
bæta við tveimur árum.
ÞETTA SÖGDU
ÞAU ÞÁ . . .
Bergur Sigur-
björnsson fyrr-
um alþingismað-
ur og ritstjóri í
Frjálsri þjóð 24.
jan. 1964.
Fóstur Gunnars,
bam Davíðs
á er „Ráðhús Reykjavíkur"
enn einu sinni á dagskrá
og alltaf er hrifning borgarbúa
jafnlítil yfir þessu einkafóstri
Gunnars Thoroddsens fyrrv.
borgarstjóra ... Mörg teikn
benda nú til þess, að sjálfsagt
sé að bíða nokkuð átekta í þessu
ráðhúsmáli."
*
Astarsögurnar eru teknar upp á
stórhátíðum. Þess á milli eru
það skólabækurnar. Ég er í Iðnskól-
anum að læra hárgreiðslu og hef
haft nóg að gera í því, bóklegu og
verklegu.
Friðrik
Ágústsson
öryrki
Eg var að lesa Max og Helena
eftir Simon Wiesentahl. Hún
fjallar um ungt par, sem var í
fangabúðum nasista og byggir á
samtali Wiesentahls við Max.
Helena þótti mjög fögur og svo fór
að hún ól fangabúðastjóranum
barn. í bókinni er leitast vð að afla
sannanna gegn fangabúðastjóran-
um og þeirri spurningu velt upp
hvort taka beri hann af lífi.
Margrét
Lárusdóttir
nemi
Tómas
Björnsson
nemi
Nýjasta hljómplata hljómsveitar-
innar Nýdönsk Ekki er á allt
kosið er sem stendur á plötuspilar-
anum. Ég hlusta mest á íslenska
popptónlist og af erlendum toga er
það aðallega rap-tónlistin sem heill-
ar.
Síðast horfði ég á myndina Indi-
ana- Jones. Hún var mjög góð.
Reyndar hef ég séð allar myndirnar
um Indiana-Jones. Ævintýramyndir
eru ofarlega á vinsældarlistanum
hjá mér auk spennu- og sakamála-
mynda.
Einar Ragn-
ar Sigurðs-
son verk-
fræðinemi
Aðalheiður
Steingrims-
dóttir nemi
Platan, sem ég hef verið að hlýða
á, heitir Koynaigatsi og er úr
samnefndri kvikmynd sem Kvik-
myndaklúbbur Islands sýndi í Reg-
boganum fyrir skömmu. Myndin er
ádeilumynd um firringuna í þjóð-
félaginu. Annars hlusta ég á alls
kyns tónlist, popp, klassík, óperur
og meira að segja hefur það komið
fyrir að ég hafi hlustað á nútíma-
tónlist.
Ætli ég hafi ekki síðast horft á
myndina „Hinir ódauðlegu“
með Sean Connery og Al Pacino.
Myndin gerist í Ghicago fyrir krepp-
una og fjallar um viðskipti lögregl-
unnar og glæpaklíkunnar á tímum
bannáranna.