Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 )J STEFNUMÓT ,m MÁTTARSTÓLPANA „ÉG ER líklega fædd með þetta hlutskipti. Ég byrjaði að leika og dansa þegar ég var smástelpa. Ég hafði mikla þörf fyrir að tjá mig, aðallega í dansi, en það var engin framtíð í því í þá daga nema þá í sambandi við leikhúsið í barnaleikritum, óperett- um eða lokasýningum eftir dansnámskeið. Þessi leikhúsheimur laðaði mig til sín og ég hef alltaf haft mikla ánægju af mínu starfi og hef oftast haft svo gaman af að túlka þær persónur, sem ég hef Ieikið á sviðinu að það hefur ekki verið pláss fyrir kvíða og hræðslu. Annars væri ég ekki að þessu púli," segir Herdís Þor- valdsdóttir leikkona. Herdís fæddist í Hafnarfirði 15. október árið 1923 og er því 66 ára að aldri. Hún lék sitt fyrsta „alvöru" hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem Viviane í óperettunni „Nitouc- he" 20. febrúar 1941. Hún gekk í leikskóla Lárusar Pálssonar í þrjá vetur, en 1945 fékk hún inngöngu í Royal Académy of Dramatic Art í London. Fyrsta hlutverk hennar að námi loknu var Jenny í „Póstur- inn kemur" eftir James Bridie, sem Lárus Sigurbjörnsson setti upp fyr- ir Leikfélag Hafnarfjarðar vorið 1947. Herdís var yngsta leikkonan í fastri leikendatölu hjá Þjóðleik- húsinu þegar það hóf starfsemi 1950. Eitt af opnunarverkum Þjóðleik- hússins var íslandsklukkan eftir Halldór Laxnes og varð fyrsta hlut- verk Herdísar þar Snæfríður ís- landssól. Síðan eru hlutverk hennar í Þjóðleikhúsinu orðin um 100 tals- ins. „Snæfríður íslandssól stendur mér alltaf næst hjarta þó að ég hafi verið svo lánsöm í lífinu að fá mörg dásamleg hlutverk og ólík hvert öðru en líka erfið og ógeðug og oft er það besti skólinn þegar upp er staðið," segir Herdís. - Staða íslenskra leikhúsa? „Hún er mjög góð miðað við að- stæður og þá á ég við tilkomu sjón- varps, myndbanda og nú síðast loft- netsdiska. Aftur á móti held ég að þegar frá h'ður verði fólk þreytt á að sitja við sjónvarpið og langi í lifandi leikhús sem það nýtur með fleira fólki. Þrátt fyrir alla tækni mun leikhúsið lifa um ókomin ár," Herdís segir að menntun ungra leikara hafi aldrei verið betri en undanfarin ár með fjögurra ára ríkisreknum leiklistarskóla. Gömlu leikararnir hafi orðið að læra af reynslunni. Það hafi vissulega tekið sinn drjúga tíma. „Margir mjög efnilegir ungir leikarar hafa komið á fjalirnar undanfarin ár sem ber skólanum gott vitni. Ef ég ætti að gagnrýna eitthvað mundi ég segja að talkunnátta og framsögn þess- ara ungu leikara væri ekki alltaf nógu góð." - Leiklistargagnrýni? „íslensk gagnrýni hefur átt við verulega erfiðleika að stríða sökum fámennis okkar og návígis. Allir þekkja alla persónulega í þessum bransa og eiga því erfitt með að gagnrýna „kollegana". Hér áður fyrr voru fengnir einhverjir frá blöð- unum til að skrifa gagnrýni, stund- um menn, sem voru áhugamenn um leiklist og skrifuðu sem slíkir, en það kom líka fyrir að einhver blaðamaður var beðinn að skreppa á sýningu og gagnrýna hana á eft- ir. þannig gagnrýni er ekki byggð á þekkingu heldur skrifar viðkom- andi eins og hver og einn áhorfandi og þá hef ég a.m.k. tekið hana sem slíka. í dag eigum við meira af menntuðu fólki í faginu, t.d. leik- .húsfræðinga svo það ætti að vera meira á henni að græða. En smekk- urinn er mismunandi, bæði hjá þeim og hinum fyrri og um það er ekk- ert hægt að deila. Ég hlusta alltaf á gagnrýni og nýti mér þáð sem mér fínnst vera sanngjarnt, hvort sem hún kemur frá lærðum eða leikum." - Hvernig vinnur þú þig inn í hlutyerk? „Ég vinn mig inn í mínar leik- persónur með hugsuninni. Persón- urnar koma allar innan frá, það er mín aðferð. En"auðvitað fæðast þær ekki fullskapaðar. Saman móta leikarinn og leikstjórinn hið ytra gervi og samræma það hugmyndum MORGUNBLAÐIÐ 1950 Aðalhlutverkið, Snæfríður dóttir Eydalíns lögmanns er vissuiega í góðum höndum þar sem er frú Herdís Þor- valdsdóttír. Frúin á ekki langr an leikferil að baki, enda ung ennþá, en hún hefur tekið ör- um framförum í list sinni og er nú með fremstu leikkonutfi okkar. Ekki get ég neitaðþví að ég hafði hugsað mér Snæfríði skörulegri en hún er í meðferð frúarinnar. Þó fer því fjarri að það sem á kann að vanta í þeim efnum dragi úr heildaráhrifum leiks hena- ar. Reisn frúarinnar er ailtaf góð, fas hennar og framkoma virðuleg sem sæmir svo tiginni 'konu, raddblærinn viðfeldin og málfarhennar eðlilegt. Með þessu hiutverki hefur frú Herdís stigið stórt spor fram á við á þroska- og listabraut smni. ALÞYDUBLAÐID ll/i)U Leikur hennar er látlaus og fágaður, öll viðbrögð sönn og bramboltalaus og blæbrigði svips og raddar hnitmiðuð og einlæg. Með einlægni sinni og látleysi tekst henni að forða persónunni úr svörum öfg- anna, sem hðfundur freistar hennar með....Vekur ieikur hennar miklar vonir um glæsi- legan feril, þegar henni vex þroski til átaka ogtilþrifa." Herdís Þorvaidsdóttir sem Snæfríður íslandssól. höfundarins og öðrum persónum í verkinu." - Framtíðin? „Frumsýning Stefnumóts er á döfinni 2. mars nk. Þar er ég í tveimur ólíkum hlutverkum og hef gaman af að vinna þau með nýjum og ungum leikstjórum. Okkur sem- ur mjög vel þrátt fyrir aldursmun- inn. Ég veit ekki hvað tekur við hjá mér í leikhúsinu á næstunni, en ég geri mikið að því að lesa upp hjá félögum ljóð og sögur auk þess að kynna baráttumál Lífs og lands sem er mér mikið áhugamál. Þar að auki er líflð og tilveran eilíf stúdía sem ég verð alltaf meira og meira hugfangin af." „MÉR FINNST staðan í íslenskri leiklist mjög góð. Framfarirnar hafa verið miklar. Nú' er starfandi Leiklistarskóli ríkisins, fjög- urra ára ríkisrekinn leiklistarskóli. Við eigum tvö atvinnuleikhús í Reykjavík og eitt á Akureyri, fyrir utan alla þá leikhópa sem eru starfandi út um allt land. Menntun ungra leikara í dag er góð, það er yndælt að vinna með unga fólkinu. Menntun þess er ströng og alltaf er spennandi að sjá sýningar Leiklistarskólans. Við eigum mikið af frábærum ungum leikurum," segir Bryndís Pétursdóttir. Bryndís fæddist þann 22. sept- ember árið 1928. Hún var í Verslunarskólanum og vann með námi í Tjarnarbíói þegar Lárus Pálsson kom eitt sinn að máli við hana og bauð henni að gerast nemandi í leiklistarskóla sínum. „Ég þekkti Lárus ekki neitt svo að þetta kom mér auðvitað mjög á óvart. Skóli Lárusar var í Hljómskálanum en síðar í Þjóðleik- húsinu, sem þá var í byggingu." Bryndís lék sitt fyrsta hlutverk í Jónsmessudraumi á fátækraheim- ilinu hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1946. Meðan á námi stóð lék Bryndís m.a. Dísu í Galdra-Lofti og Emily í Bænum okkar. Fyrsta hlutverk Bryndísar í Þjóðleikhúsinu var hlutverk Guðrúnar í Nýársnótt- inni, sem var vígslusýning Þjóðleik- hússins. Síðan hefur fjöldi hlutverka bæst við safn hennar, m.a. Rósalind í Sem yður þókrrast eftir Shakespe- are, Sybil í Einkalífi, Júlía í Róman- off og Júlíu, Helena Charles í Horfðu reiður um öxl, Munda í Stalín, móðurin í Haustbrúði og Sally í Oliver. Árið 1948 lék Bryndís í fyrstu talkvikmyndinni, sem tekin var á íslandi af Lofti Guðmunds- syni, en sú mynd nefndist Milli fjalls og fjöru. „Gunnar Eyjólfsson var þá nýkominn heim frá námi og lék hitt aðalhlutverkið á móti mér." Árið 1950 lék hún svo aðalhlutverk- ið í kvikmynd Lofts Niðursetningn- um, þá á móti Rúrik Haraldssyni- Árið 1980 lék Bryndís eitt aðal- hlutverkið í sjónvarpsmynd Hrafns Gunnlaugssonar Vandarhöggi- Mótleikari hennar var Benedikt Árnason. „Það var ómetanlegt að kynnast og vinna með öllum þessum gömlu leikurum sem þá voru að leika og leikstýra og höfðu borið uppi leik- starfsemina hjá Leikfélagi Reykjavíkur um langa tíð. Það var stórkostlegt að taka þátt í opnun „ÉG STEFNDI að því að fara í Loftskeytaskólann. Ég veiktist áður en ég komst þar inn og missti af skólanum þannig að líf mitt var í biðstöðu. Ég hafði verið töluvert í músik og eitt sinn var ég beðinn um að leika undir hjá nokkrum leikurum, sem ætluðu að troða upp á samkomu austur á Eyrarbakka. Eg kynnt- ist þessum leikurum nokkuð og það kom að því að ég fór til Lárusar Pálssonar og spurðist fyrir um hvort hann hefði pláss fyrir einn skussa í viðbót í skóla sínum," segir Róbert Arnfinnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.