Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 ENSKA - SUMARFRÍ - TÓMSTUNDIR Lærið ensku á einum vinsælasta sumardvalarstað á suðurströnd Englands, Eastbourne. Allt viðurkenndir skólar. Hægt er að velja um: - Ensku og skoðunarferðir og íþróttir - Ensku og golf - Ensku og badminton - Ensku og tennis - Ensku og siglingu á ánni Thames - Ensku fyrir kennara - Ensku fyrir fólk á efri árum og einnig ýmis konar námskeið. Upplýsingar gefur Edda Hannesdóttir, fulltrúi I.S.A.S. á íslandi, í síma 672701 milli kl. 13 og 15. Fulltrúi frá I.S.A.S. er á staðnum til aðstoðar hvenær sem er. Kvennadeild Fáks heldur hið árlega kvenna- kvöld þann 3. mars nk. Drögum fram fínu kjólana eða hatta og hanska og verum klassapíur. Miðasala hefst þann 28. febrúar á skrifstofu Fáks. Miðar verða einnig seldir í Ástund og Hestamanninum. Mætum hressar. Kvennadeild Fáks. tæuaiwmi imam VÆRÐARVOÐIR í miklu úrvali. Nýir litir og nýjar vefnaðargerðir. VÆRÐARVOÐ VÆRÐARVOÐ VÆRÐARVOÐ er góð fermingargjöf er vinsæl brúðargjöf er hlý vinargjöf Islenskur heimilisiðnaður sími 11785. Sundaborg 3, 104 Reykjavík, sími 678200 Alveg einstakur ofn HEILDVERSLUN HF. LÆIiNISFRÆDI///rökkva eöa stökkva? ■ v Pasteur og bóluefnin EINS OG áður hefur komið fram rétti Pasteur frönskum bændum hjálparhönd þegar á bjátaði í vínyrkju og silkiormarækt. Og ekki lét hann þar við sitja. Honum blöskraði hervirki milt- isbrunans í kvikfjárhjörðum víða um sveitir og taldi ómaksins vert að reyna að stemma stigu við honum með bólusetningu af ein- hveiju tagi. Annar dýrasjúkdómur sem hann gerði sér far um að rannsaka var svo- nefnd hænsnakól- era og gerði hún mörgum kjúkl- ingabóndanum lífið leitt. Pasteur tókst loks eftir tímafrekar og um- fangsmiklar tilraunir að búa til bóluefni gegn þessum tveim sjúk- dómum. Næst lagði hann til atlögu við hundaæði, ógnvekjandi sjúkdóm sem ieggst bæði á menn og skepn- ur. Gangur veikinnar er þannig að hundar og úlfar og raunar fleiri dýr, sem hafa tekið veikina, verða óð og ráðast með kjafti og klóm á allt kvikt sem á vegi þeirra verð- ur. í slefunni út úr þessum froðu- fellandi vörgum er sóttkveikjan og hún kemst gegnum bitsárin inn í líkama þess sem fyrir árásinni verður. Pasteur leitaði lengi að sóttkveikjunni en árangurslaust enda sást hún fyrst mörgum ára- tugum eftir hans dag þegar raf- eindasmásjáin var komin til sög- unnar. Sjúkdómsvaldurinn er veira og nokkrum vikum eftir bitið hefur hún hreiðrað um sig í miðtauga- kerfinu og heiftarleg einkenni koma í ljós. Hjá mönnum lýsir veikin sér fyrst með deyfð og drunga, en síðar krampaflogum og lömunum undir lokin. Pasteur tók smábita úr heila veikra dýra og sýkti önnur dýr með því að dæla í þau eitrinu. Með ýmsum brellum tókst honum að veikla sjúkdómsvaldinn svo, að lítil eða engin einkenni komu fram eft- ir bólusetningu en dýrið varð samt ónæmt fyrir veikinni og lét sér hvergi bregða þótt því væri seinna gefinn heljarskammtur af óveikl- uðu smitefni. Þannig varð til bólu- setning sem var þrautprófuð á dýrum áður en hann áræddi að reyna hana til bjargar mannslífum. Svo var það á miðju sumri 1885 sem hann varð að hrökkva eða stökkva. Til hans kom óttaslegin kona og bað hann ásjár því að óður hundur hafði bitið son henn- ar. Pasteur ráðfærðf sig við læknis- fróða vini sína og kom þeim saman um að .eina lífsvon piltsins væri bóluefnið og því ekkert áhorfsmál að reyna það. Hann fékk sprautu á hverjum degi í hálfan mánuð og varð bólginn og aumur eftir allar stungurnar en sóttin ægilega lét aldrei á sér kræla. Skömmu síðar fengu þeir félagar annan dreng til meðferðar og einnig þá gekk allt að óskum. Pasteur var nú orðinn þjóðhetja og átrúnaðargoð og vargbitið fólk streymdi til Parisar úr ýmsum áttum, jafnvel allar göt- ur austan frá Rússlandi. Á fyrstu tveim árum bólusetn- inganna var þeim beitt við 350 manns. Af þeim dó aðeins eitt barn úr hundaæðispestinni og var álitið að það hefði komið of seint til bólusetningar. Hins vegar var ískyggilegt að þó nokkrir biðu var- anlegt tjón á taugakerfi eftir bólu- setningakúrinn og talið hefur verið að einstaka dauðsfall hafi átt sér stað þar sem bóluefninu var um að kenna. Pasteur tók þau slys ákaflega nærri sér og háværar raddir heyrðust um að hann hefði verið of bráðlátur. Þau fáu ár sem hann átti eftir lagði hann sig stöð- ugt fram um að hreinsa og bæta eftir Þórarin Guðnason Fornleifauppgröftur við Mungo-vatnið í Ástralíu Nýju ljósi varpað á uppruna frum- byggjalandsins. VÍSINDI /Hafa vtsindamenn varpab nýju Ijósi á upphaf frumbyggjanna? ________ r Landnám Astralíu FRUMBYGGJAR Ástralíu, aboriginar, eru meðal áhugaverðustu mannstofna jarðarinnar. Þegar Evrópumenn settust að í Ástralíu á seinni hluta 18. aldar er talið að fjöldi frumbyggjanna hall numið 300.000 og skiptust þeir niður í nokkur hundruð ættbálka sem höfðu hver sitt yfirráðasvæði og töluðu eigin tungur. Enginn veit með vissu hvenær fyrstu frumbyggjarnir stigu á ástralska grund, en rannsóknir und- anfarinna ára benda til þess að það hafi verið fyrir a.m.k. 50.000 árum. Sjávarhæð var þá- svipuð og hún er núna og því hafa þeir komið siglandi, líklega skemmstu leið frá Indónesíu eða Nýju puineu, norður af Ástralíu. Frumbyggjar Ástr- alíu hafa því verið á meðal fyrstu mannvera sem sigldu um höfin. Vísindamenn hafa rakið erfðastofn frumbyggjanna til Indón- esíu og jafnvel alla leið til megin- lands Kína. Það kom Evrópubúum, sem fyrstir settust að í Ástralíu, mjög á óvart hversu fjölbreytt líkamsgerð frum- byggjanna var. Til að mynda var háralag og líkamslögun þeirra sem bjuggu á Tasmaníu mjög frábrugðin því sem þeir kynntust á megini- andinu, en einnig þar fundu þeir ættflokka af mismunandi vaxtarlagi. Á þurrkasömu miðlendinu fundu þeir hávaxið fólk með langa og granna limi, svipað því sem þekkt er frá öðrum eyðimerkursvæðum jarðar- innar. íbúar nokkurra íjallahéraða voru hávaxnari og sterklegri en þeir sem bjuggu við ströndina. í regn- skógum Queenslands fundu þeir mjög smávaxið fólk sem þeir kölluðu pygmía þ.e. skógardverga. Rannsóknir fornleifafræðinga sýna að tvær gjörólíkar tegundir fólks lifðu á meginlandi Ástralíu fyr- ir 10.000-30.000 árum. Annar hóp- urinn hafði fíngert vaxtarlag, létt- byggð bein í höndum og fótum. Veggir höfuðkúpunnar voru þunnir, en andlitið var smágert og án sterkra beinabrúna yfir augunum, sem ein- kenna nútíma afkomendur frum- byggjanna. Fólk í hinum hópunum hefur verið langtum sterkbyggðara. Höfuðkúp- an og útlimir voru byggðir úr sterk- um og þungum beinum og þykkar beinabrúnir voru yfir augunum. Sumar höfuðkúpur og kjálkabein fólks í þessum hópi eru trúlega stræstu höfuðkúpubein mannlíkra vera sem fundist hafa á jörðinni. eftir dr. Sverri Olafsson 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.