Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 C 11 Louis Pasteur framleiðsluna og varð vel ágengt. Hann andaðist 1895, sjötíu og þriggja ára gamall, en á sjötugsaf- mælinu var hann heiðraður sem brautryðjandi og bjargvættur. Þá voru tæp hundrað ár liðin síðan Jenner tók upp á því að bólusetja manneskjur með kúabólu. Næsta bóluefni sögunnar, ætlað mönnum, var framlag Pasteurs til vamar gegn ógnum hundaæðis. Önnur hundrað ár hafa liðið og margt hefur gerst á þeirri öld sem nú er senn á enda. Sumir stærstu sigrar læknavísindanna á síðari tímum eru beint eða óbeint framhald af starfi frumheijanna: Edward Jenn- er, Robert Koch, Louis Pasteur. I . M I II I. ... Lifimáti og menningarstig hóp- anna tveggja hafa einnig verið ólík. Fíngerða fólkið hefur búið til áhöld úr steini sem mörg hver voru hönnuð af kunnáttu og til mismunandi verka. Verkfæragerð grófa hópsins var langtum takmarkaðri og er hugsan- legt að ástæðan fyrir því hafi verið takmarkað framboð á réttum stein- gerðum. Mismunandi meðferð hóp- anna á þeim látnu er einnig áhuga- verður. Fíngerði hópurinn brenndi lík kvenna og muldi síðan bein þeirra, en karlmenn voru einfaldlega grafn- ir. Hjá þeim grófu hlutu allir sams- konar greftrun. Vísindamenn hallast að því að meðlimir grófa hópsins séu afkom- endur mannstofns sem bjó í Indón- esíu um og fyrir steinaldartímann. Fíngerði hópurinn líkist hinsvegar manngerðum sem fundist hafa í Kína. Báðar manngerðirnar virðast hafa horfið með öllu fyrir u.þ.b. 5.000 til 6.000 árum. Stóra spurningin er því sú hvort aboriginar eru afkom- endur þessara ólíku manngerða eða hvort þeir fylltu í eyðu sem mynd- aðist við útdauða þeirra. Önnur spurning sem vísindamenn hafa mikinn áhuga á að fá svarað varðar náinn skyldleika mannvera sem bjuggu í jafn mikijli fjarlægð og er á milli Kína og Ástralíu. Ef stofninn hefur hafið för sína í Kína er trúlegt að ferðin yfir Indónesíu og alla leið til Ástralíu hafi tekið langan tíma. Sú staðreynd að stofn- inn ferðaðist alla leið frá Kína til Suður-Ástralíu, án þes að verða fyr- ir verulegum breytingum á leiðinni, bendir til þess að ferðin hafi tekið skemmri tíma en aðrir sambærilegir búferlaflutningar mannlíkra vera fyrr á tímum. Fjariægðin sem þessar mannverur hafa ferðast er vissulega háð því hvenær ferðin var farin þár sem verulegar sjávarsveiflu gætti á síðari hluta ísaldarinnar. Yfirborð sjávar var lægst fyrir 160.000, 55.000 og 20.000 árum, en þá var Ijöldi eyja í sundinu á milli Indónesíu og Ástralíu og fjarlægðin á milli þeirra trúlega innan við 80 kílómetrar. Ef ferða- langarnir hafa notað bambusreyr í báta sem þeir byggðu á Indónesíu þá gæti það skýrt af hverju þeir tóku sér endanlega búsetu í Ástralíu, því enginn slíkur viður var þar fyrir hendi. Falleg föt fyrir ungt fólk Tilvalin fyrir fermingar - Gott verð - Góð efni - Vönduð framleiðsla litaprufur EURO-VISA raðgreiðslur í allt að 12 mán. Staðgreiðsluafsláttur. 'tŒsiKARNABÆR LAUGAVEGI 66 - SÍMI 22950 GARBO &O0ART Sérverslun fyrir herra Austrustræti 22, sími 22925 \*ÓGmiEX}\/Samkeppni vid lögmennf Lagastofnun Hóskóla Islands í UMRÆÐUM um lögfræðileg málefiii ber lagastofnun Háskóla íslands stundum á góma. Nú síðast þegar leitað var til stofnunarinnar uin álit á lögfræðilegum álitaeihum í tengslum við samning Reykjavíkurborgar við eiganda jarðarinnar Vatnsenda og hugsanlegt eignarnám í því sam- bandi. Það er því ekki úr vegi að segja svolítið frá Lagastofnun háskól- ans á þessum vettvangi. Lagastofnun Háskóla íslands starfar samkvæmt reglugerð nr. 190/1974. Samkvæmt 2. gr. reglu- gerðarinnar er meginhlutverk hennar að vera vísindaleg rannsóknar- og kennslustofnun í lögfræði og öðrum skyldum greinum er stunda ber í lagadeild. Með hinu síðarnefnda er einkum átt við ýmsar hliðargrein- effir Davíð Þór ar lögfræðinnar, Björgvinsson SVo sem afbrota- fræði, réttarsögu og réttarheim- speki. Starfsmenn stofnunarinnar eru allir þeir kennarar lagadeildar Háskóla Islands sem eru í fullu starfi. Nánari fyrirmæli um stjórn stofnun- arinnar er að finna í framangreindri reglugerð. Á árinu 1986 var starfssvið stofn- unarinnar víkkað nokkuð þegar sett voru á stofn gerðardómur lagastofn- unar og þjónustumiðstöð lagastofn- unar. Tilgangurinn með þessu var að veita þeim er áhuga hefðu á og þorf fyrir lögfræðilega þjónustu greiðari aðgang að þeirri lögfræði- legu þekkingu sem stofnunin hefur yfir að ráða. Gerðardómar hafa lítið verið not- aðir hér á landi enda þótt auðvelt sé að sýna fram á kosti þeirra í mörgum tilfellum. Með því að leggja ágreiningsefni fyrir gerðardóm koma aðilar sér saman um að sniðganga hina almennu dómstóla og fela til- teknum aðila, gerðardómi, að skera úr ágreiningsefninu, en jafnframt skuldbinda þeir sig til þess að hlíta úrlausn hans. Horfir þetta einkum til þess að flýta allri málsmeðferð. Með gerðardómi lagastofnunar var mönnum opnuð ný leið til að greiða úr ágreiningsefnum sínum á vandað- an og greiðfæran hátt. Sérstök verk- efnanefnd á vegum stofnunarinnar skipar menn til setu í gerðardómi. í 2. gr. samþykkta fyrir gerðardóminn kemur fram að enginn geti dæmt í máli á vegum gerðardómsins nema hann fullnægi skilyrðum laga til að vera skipaður hæstaréttardómari. Þjónustumiðstöð lagastofnunar sinnir hlutverki sínu einkum með því að greiða úr tilteknum álitaefnum með lögfræðilegum álitsgerðum, með því að ljá atbeina sinn við samningu lagafrumvarpa og annarra almennra fyrirmæla eða veita umsagnir um slík fyrirmæli. Með þessum hætti hefur þjónustumiðstöð lagastofnun- f\ wi Háskóli íslands — Meðal lögmanna hefur heyrst gagnrýni í þá veru að með þjónustumiðstöð- inni sé stofnunin að veita lögmönnum beina sam- keppni og taka að sér verkefni sem með réttu — hús lagadeildar Háskóla íslands. að hafna beiðnum um meðferð ein- stakra verkefna. Með þessu er reynt að tryggja að stofnunin taki ekki að sér önnur verkefni en þau sem sam- ræmst geta hlutverki hennar sem vísindalegrar rannsóknarstofnunar. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra verk- efna sem lögmenn fást við í dagleg- um störfum sínum falla því utan verksviðs stofnunarinnar, svo sem málflutningsstörf, lögfræðileg skjalagerð o.fl. Þannig reynir stofn- . unin að einskorða sig fyrst og fremst við verkefni sem hafa jafnframt þýð- ingu fyrir fræðilegar rannsóknir í lögfræði eða þar sem slíkar rann- sóknir nýtast. Um leið og þetta er til framdráttar fræðilegum rann- sóknum í lögfræði yfirleitt veitir þetta öðrum en þeim er við háskól- ann starfa aðgang að þeirri þekkingu sem starfsmenn stofnunarinnar búa yfir. ætti að leita til þeirra með. Lögberg arinnar á árunum 1987-1989 látið í té um 40 álitsgerðir varðandi hin margvíslegustu efni sem of langt mál yrði að telja upp. Meðal lögmanna hefur heyrst gagnrýni í þá veru að með þjónustu- miðstöðinni sé stofnunin að veita lög- mönnum beina samkeppni og taka að sér verkefni sem með réttu ætti að leita til þeirra með. Þeim mun bagalegra sé þetta þar sem stofnun- in sé í aðstöðu til að selja sína þjón- ustu á lægra verði en lögmönnum er yfirleitt fært, þar sem starfsmenn stofnunarinnar séu launaðir af ríkinu og öll önnur aðstaða, svo sem hús- næði og aðstoð ritara, sé lögð til af háskólanum. Þessi gagnrýni var einkum áberandi í upphafi en heyrist nú minna. Um hana er það að segja að samkvæmt samþykktum fyrir þjónustumiðstöð stofnunarinnar er verkefnanefnd falið víðtækt vald til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.