Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 Ljúffengt ogLétt Næstu vikurnarbýður Hótel Holt gestum sínum upp á sérstakan matseðil í hádeginu, þar sem létt- leikinn og hollustan eru í fyrirrúmi. Forréttur, aðalréttur og eftirréttur sem hver velur að vild, með gæði og góða þjónustu að leiðarljósi sem fyrr. Forréttir Súpa dagsins Gæsasalat vinaigrette Fylltar pönnukökur með sjávardýrum og súrsætri sósu Salat með reyktum grísastrimlum Adalréttir Innbakað hreindýrakjöt í ostasósu G'rillaður karfi með hvítvínsdillsósu Steinbítur á pasta og grænsaiati Ofnsteiktur grísahryggur Eftirréttir Heitt epli með rúsínum og vanillusósu Terta dagsins Forréttur, aðalréttur og eftirréttur kr. 995 Hafðu það fyrsta flokks - það kostar ekki meira. íj Bergstabastrœti 37, Sími 91-23700 Valgeir K. Hauks- son — Kveðjuorð Fæddur 22. júní 1948 Dáinn 17. febrúar 1990 Það er erfitt að sætta sig við það að Kristófer skuli vera dáinn. Hann sem alltaf var svo glaður og kátur. Dauðinn spyr ekki alltaf um stað eða stund, þegar hann birtist okkur. Kristófer var sonur hjónanna Hauks Kristóferssonar og Halldóru Jónsdóttur, einn þriggja barna þeirra. Hann var einn 10 bræðra- barna, sem alin voru upp í sama húsinu á Silfurteigi 4 í Reykjavík. En þar bjuggu afi okkar og amma ásamt 3 sonum sínum og þeirra fjölskyldum. Kristófer var alveg einstakur hvað frændrækni snerti. Hann gat talað við alla unga jafnt sem gamla. Alltafieit hann við hjá okkur, sem búum úti á landi, ef hann átti leið um eða lét vita af ferðum sínum með góðum kveðjum. Mér fannst alltaf gaman að hitta hann og þó að stundum liði langt á milli funda okkar var alltaf eins og við hefðum hittst daginn áður. Hann var alltaf eins. Kristófer heillaðist ungur af sveitinni og dvaldi hann oft hjá frændfólki sínu í Þjórsárholti. Hann hafði áhuga á hestum og átti á tímabili bæði hesta og kanínur. Söngurinn var líka eitt af hans áhugamálum, en margir góðir söng- menn eru í ættinni. Leirkerasmíði lærði hann hjá föð- ur sínum og föðurbróður í Funa hf. Síðar lærði hann húsasmíði, sem hann svo vann við til dauðadags. Konu sinni kynntist Kristófer á Selfossi og var heimili þeirra þar alla tíð. Börn þeirra eru Haukur, Katrín Ingibjörg og Leó. Fjölskyldurnar á Silfurteigi 4 voru alveg einstaklega samhentar, og þakka ég það afa og ömmu, Kristófer og Guðnýju, sem voru okkur öllum alveg einstök. Við barnabörnin 10 sem þar ólumst upp eigum þeim margt að þakka, enda var oft til þeirra leitað og ómældur fróðleikur til þeirra sóttur. Við frá- fall Kristófers er nú stórt skarð höggvið í þennan hóp. Eg votta eiginkonu hans Sigríði Herdísi Leósdóttur, börnum, for- eldrum og systrum innilega samúð mína. Minningin lifir um góðan dreng. Guðný Helgadóttir r- TAKMARKAÐ MAGN I________________________ Bjóðum nú BLUE CHIP, PC og XT tölvur mei) mús og 2 ára ábyrgð, á einstöku tilboðsverði frá kr. 59.9Q Nú er tækifœri til að fjárfesta í fullkominni PC eða XT tölvu BLUE CHIP tölvurnar eru meðal 10 mest seldu vélunum í Bandaríkjunum í dag. Að auki bjóðum við tölvu + korn heimilisbókhald á kr. 65.900,- Og tölvuborð með hliðarborði á kr. 8.990 stgr. a -J Skipholti 17, 105 Reykjavík, sími: 91-27333.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.