Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þetta verður rólegur dagur og veitir svigrúm til að gera mikil- vægar áætlanir fyrir framtíð- ina. Leggðu mat á stöðu þína og veltu fyrir þér hvert þú vilt stefna. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú verður mikið með vinum þínum á komandi vikum. Þú tekur ákvörðun um að auka þátttöku þína í hópstarfi. Hugs- aðu um maka þinn í kvöld. ' Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Metnaður þinn fer vaxandi um þessar mundir og hugrekki þitt sömuleiðis. Sumir fá fjárhags- aðstoð frá ættingja sínum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HÍ8 Hjón vinna saman sem einn maður. Hvers kyns samvinna ætti að ganga fyrir í dag. Ferðaáætlun gengur upp. Hafðu það notalegt í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú ert að velta fyrir þér hvem- ig þér notast best af fjármunum þínum. Hjón koma sér saman um ráðstöfun sameiginlegra sjóða. Láttu fjölskylduna ganga fyrir í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Heppilegur útivistardagur fyrir fjölskylduna. I dag eru tímamót sem varða náið samband. Taktu þátt í skapandi starfi. Vog ' (23. sept. - 22. október) Þú ert á kafí í verkefni sem tengist starfi þínu. Þú hefur nýjar hugmyndir á takteinum og ert áfram um að koma þeim í framkvæmd. Sumir byija á einhveijum endurbótum heima fyrir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) í dag er einstaklega heppilegt að byija á skapandi verkefni eða nýju tómstundastarfi. Börnin þín gleðja þig innilega. Einhleypir kynnast rómantík- inni. Bogmaóur jj (22. nóv. - 21. desember) m Þú kemur reglu á hlutina og prýðir heimilið. Þú færð gjöf frá ættingja þínum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Þú ert hrífandi í dag og inn- blásturinn gefur þér kraft. Byijaðu á skapandi verkefni eða taktu þátt í einhveijum list- viðburði.—Þú átt einstaklega hægt með að koma hugmynd- um þínum á framfæri. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þér miðar vel áfram í starfi um þessar mundir. Þú hyggur á umfangsmikil innkaup í dag. Það sem gerist á bak við tjöld- in er þér í hag. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) %£t Þú hefur mikið sjálfstraust í dag. Allt gengur eftir þínu höfði og vinir þínir standa með þér. Njóttu þessara auknu vinsælda. AFMÆLISBARNIÐ er sjálfs- hugult og ber sterka umhyggju fyrir öðru fólki. Það fer ekki geyst, en er leiðtogi á sinn hægláta og hæverska hátt. Það laðast oft að krefjandi verkefn- um og er þrautseigt þegar eríið- Iega gengur. Það er ekki fyrir að taka við skipunum frá öðrum og er ögn einþykkt. Trúmál, kennsla, leiklist eða tónlist eru meðal þess sem því gæti þótt áhugavert að fást við í lífinu. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI LJÓSKA UGM, YlT'5NOTNIŒ,5IR,TO MARCIE! 1 MAKE PI5PARA6ING HOW CAN REMARK5 AB0UT WHAT Y0U EAT / 50ME0NE 15 EATIN6! Oj, bara, Magga, hvernig getur þú borðað þetta? Það er ekki fallegt að koma með niðrandi athugasemdir um það sem einhver er að borða! ACTUAllY, IF YOU CAn't 5AY 50METHING NICE,V0U 5H0ULPN'T 5AY ANVTHING AT ALL... Satt að segja, ef þú getur ekki sagt eitthvað fallegt ættirðu alls ekki að segja neitt... SMÁFÓLK Hádegisverðurinn þinn er snotur, Magga... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Amarson Talning er lykilstefið í bók Kelsey, Vígreif vörn. Og raunar viss einstaklingshyggja líka, því hann leggur lítið upp úr náinni samvinnu vamarspilara í afköst- um. Silíkt er gott þegar menn treysta ekki makker sínum (og hver gerir það?), en fyrir vikið verða sum spil dálítið einkenni- leg í augum reyndra spilara. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ ÁD72 ¥9862 ♦ ÁK94 Vestur 4 ^ Austur 45 iiiin 493 ¥ K1054 ¥ G73 ♦ G3 4 10852 + ÁG7642 ♦10983 Suður ♦ KG10864 ¥ÁD 4 D76 ♦ D5 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass 5 hjörtu Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Utspil: spaðafimma. Kelsey setur lesandann í vest- ur og lætur hann spila út trompi. Sagnhafi tekur einu sinni tromp í viðbót, en snýr sér síðan að tíglinum, tekur þijá efstu og trompar þann fjórða. Nú virðist hjartasvíning síðasta úrræðið, en það sakar ekki að gefa vörn- inni færi á að misstíga sig. Og það er góð tilraun að spila LAUFDROTTNINGUNNI í þessari stöðu. Vestur drepur og verður nú að íhuga þann líklega möguleika að suður eigi drottninguna blanka í laufí. Sé svo, er ekki beint freistandi að spila laufinu aftur út í tvöfalda eyðu. En nú er rétt að staldra við og telja upp hönd sagnhafa. Hann á ber- sýnilega sex tromp og þrjá tígla hefur hann sýnt. Það eru níu spil, svo hann á fjögur í hjarta og laufi. Ef laufdrottningin er stök kostar ekkert að spila laufi og gefa honum trompun og af- kast. Sagnhafi verður samt sem áður að gefa slag á hjarta. Hins vegar er hættulegt að spila hjarta ef sagnhafi er að beita bragðvísi með tvö lauf. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Skákþingi Akureyrar sem lauk um síðustu helgi kom þessi staða upp í skák þeirra Friðgeirs Kristjánssonar (1.805) og Skafta Ingimarssonar (1.860), sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 23. e4-e5, þar sem svartur hótaði að leika sjálfur e6-e5. (Fórnin stenst, því hvítur er of veikur fyrir á skálínum beggja svörtu biskupanna. Skásta vörnin var nú fólgin í hinum óásjálega leik 25. Rhl, en með því nær hvítur að halda manninum. Mögu- leikar svarts væru þó mun betri eftir 25. - Bxh2+, 26. Kf2 - Bd6! og síðan heldur hann áfram sókninni með peðaframrásinni e5-e4.) 25. h4? - Bh2+, 26. Khl — Dg3! (26. — Bc6+ hefði einnig tryggt svarti unna stöðu, en þetta er sterkara.) 27. Re4 — Dh3, 28. De2 — Bg3+, 29. Kgl — fxe4, 30. dxe4 — e5 Svartur er nú með peð yfir og stórsókn. (Hvítur gaf eftir 31. cxd4 — exd4, 32. b3 — Bg4, 33. Dg2 - Dxh4, 34. Bd3 - Bh3, 35. Dhl - Bf2+.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.