Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 C 29 Snjóhreinsunarflokkur Reykjavíkurborgar. Á myndinni eru (f.v.) Vilberg Ágúst- son, deildarstjóri, Ragnar Þorvalds- son, Friðleifur Friðriksson, Guðni Hannesson vaktformaður, Einar Clausen, Kristján Tómasson, Sigurð- ur Reynisson, Ragnar Ólason, Tómas Tómasson, Óli Jósefsson, Björn Vig- fússon, Pétur Gunnlaugsson, Sigurð- ur Kristbjörnsson vaktformaður, Davíð Jóhannesson og Þorvaldur Stefánsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg bifreiðin er stöðvuð á ljósum," sagði Vilberg. Saltskammturinn ákvarðast af ástandi gatna. Fimm grömm ef ísing er lítil eða að myndast, 10 grömm þegar ísing er talsverð og snjólaust, 20 í mjög mikilli ísingu og snjóleysi, 30 í snjókomu en þá er hreinsað á undan. Notaður er 40 gramma skammtur í algjörum undantekning- ártilvikum, að sögn Vilbergs. „Bílstjórarnir missa bónus dreifi þeir og miklu eða of litlu salti. Við vitum kílómetralengd gatna á þeirra svæði og þar með fermetratölu þeirra. Saltmagnið sem þeir fá í kass- ann vitum við og því er einfalt að sjá hvort þeir dreifa of litlu eða of miklu,“ sagði Vilberg. „Kostnaður við snjóhreinsun er minni í vetur en á sama tíma í fyrra og sömuleiðis hefur saltnotkunin ver- ið minni. í fyrravetur var 5.798 tonn- um dreift á götur Reykjavíkur og var það næstum jafn mikið og sam- anlögð saltnotkun næstu tvo vetur þar á undan og þúsund tonnum meira en eldra met, sem var frá vetrinum 1983-84 er 4.788 tonnum var dreift. Nú íjanúar varrúmum 1.400 tonnum dreift á göturnar miðað við 2.100 í janúar í fyrra. Fyrst er snjór hreinsaður af stræt- isvagnaleiðum, þær hafa algjöran forgang, síðan eru stærri götur tekn- ar fyrir og loks húsagötur. í seinni tíð hefur reynst nær þýðingarlaust að reyna við þær fyrr en upp úr kl. 9 á morgnana vegna bílafjölda, að sögn Vilbergs. „Við tökum ekki snjóinn, ryðjum aðeins bflum leið. Það mundi margfalda kostnaðinn að taka snjó- inn og keyra honum burt.“ Austustu göturnar eru erfiðastar „Það er áberandi hvað menn taka minna og minna tillit til snjóruðn- ingstækjanna í umferðinni. Skýring- in er líklega mikil fjölgun bifreiða. Okkar menn eiga stundum erfitt með að athafna sigogþað liggur stundum við slysum,“ sagði Vilberg. Að hans sögn eru sum hverfi erfiðari til hreinsunar vegna snjóþyngslna. „Austustu götumar verða alltaf leið- inlegastar," skaut Sigurður Krist- björnsson, vaktformaður inn í. Suð- urfellið í Breiðholti hefur oft verið erfitt, einnig götur í Selási og í húsa- hverfínu á Grafarvogssvæðinu. En hvað aðhafast snjóhreinsunar- mennirnir í snjóleysinu og þegar engin hálkan er? Þá em þeir í alls konar akstri og almennri vinnu fyrir aðdrar deildir borgarinnar, sækja salt, keyra efni og grús o.s.frv. Bílarnir eru þannig útbúnir að það tekur aðeins 10-15 mínútur að taka af þeim saltkassann og snjótönnina og gera þá klára fyrir aðra vinnu. •• KORFUSKOR Verð kr. 1.495,- Litir: Svart - rautt - dökkblátt - hvítt Stærðir: 36-42 Ath: Lítil númer 5% staðgreiösluafsláttur. Póstsendum samdægurs. KRINGWN KblMeNM S. 689212 Laxveiði í Skotlandi Laxveiði í ánum DEE og SPEY Nokkrar lausar stangir í mars, apríl, júlí, ágúst og september. Laxveiði í ánni TWEED september, október og nóvember. Eldri pantanir óskast staðfestar. FLUG OG FAX hrééxr -c llaSnarstræti i - Oíml 62-30-20 \ I I I \ \ \ I?- Merkilegasta ís- lenska kvikmyndin Til Velvakanda. Loksins var kvikmyndin „Á hjara veraldar" sýnd í sjón- varpinu. Ég sá hana um árið þegar hún var sýnd í bíó og fannst strax, og finnst ennþá hún vera merkilegasta íslenska kvik- myndin séni gerð hefur verið. Gaman að íslendingur skuli gera svona mynd. Atriðin eru svo myndræn að ég man hvert atriðið eftir annað eins og um málverk væri að ræða. Húmið og litirnir alveg sérstakir. Leikurinn frábær, að- eins einn hnökri á að hafa Sigur- jón leiktjaldamálara í smáhlut- verki, stakk í stúf við atvinnu- leikarana. Nú, textinn ekki var hann af verri endanum. Sem sagt stór- kostlegt listaverk. Já, éggleymdi að telja upp tónlistina sem var mjög glæsileg. Undirritaður fer mikið í kvik- myndahús. Sá flestar mánudags- myndir sem sýndar vora í Há- skólabíói á sínum tíma og þræði kvikmyndahátíðir. En það er eins og að sé ekki almennur áhugi á slíkum fyrirbærum, og _ sömu sögu er víst að segja um „Á hjara veraldar". Ætla bar að vona að Kristín Jóhannesdóttir fái tækifæri til að gera fleiri myndir. 4269-1054 Veiðar ekki ókristilegar Til Velvakanda. Einhver skrifar í Velvakanda fyr- ir nokkru og hneykslast á rjúpnaveiðimönnum frá Húsavík vegna þess að þeir fóru til veiða samtímis því að messað var í kirkjum landsins. Eg get ekki skilið hvað við- komandi er að fara eða eru veiðar á einhvern hátt ókristilegar? Ég veit ekki betur en að í Biblíunni sé mönn- um gefið allt vald á dýrunum. Það er alltaf verið að tala um hve veiði- menn fari illa með rjúpuna. Sannleik- urinn er sá að flestar ijúpurnar stein- drepast þegar skotið er á þær og þær fáu sem særast og sleppa drepast fljótlega á eftir. Rjúpnaveiði er heilsusamlegt sport og skil ég ekki hvers vegna alltaf er verið að amast við þessum veiðum. Flestum þykir rjúpan víst góð þegar hún er komin á borðið og á það sjálfsagt við um þann sem þarna er að mótmæla veið- unum. Er hér ekki um dálítið tvöfalt siðgæði að ræða? Sportveiðimaður I Blessuð rjúpanhl Ég laa það I blaði nýlega, að tlundi hver HúHvíkingur hefði farið til Qalla sunnudaginn 15. oktðber j 1989. Og erindið & fjöllin var að . VjðU einn af fegurstu fugium okk- V, rjúpuna. l>egar skotið er á tfúpnahðp úr hagtabyssu, deyr ekki wltaf allur hópurinn, sumar særast, f vængbrotna og geta ekki flogið. Þá er það verýan að skotmaðurinn ' eltir þær uppi og snýr þær úr háls- i liðnum. Ef einhveijar komast særð- x undan kemur krummi og klófest- k þær, byrjar á þvf að draga úr iim gamimar lifandi. Þegar Bkot- J'rfðin stendur sem hæst á sunnu- f'iag, stendur yfir guðsþjónusta víða \ kirkjum landsins og presturinn f <oðar frið á jðrð. 1 kirkjukðmum Itanda ciginkonur og dætur skot- liannanna og syngja, friðarins guð, lln hæsta hugtgðn min, böndunum og bæn til allra presB þeir skori á alþingi F lög, þar sem bannað 1 fugia á Bunnudögumi tal -af mörgu fólki om því vill láta alfriða tj.g framtið. Ef lítið seml af rjúpu, hefur fálkinr að lifa og ekki vi\ja :l deyi ÚL Þegar ég vl geysimikið fugialíf vl vatn í Reykjadal, núV nokkur fugl, það er f því veldur. Mér fm| landið eins og F hlusta á fuglasöngirl okkar hafa fyrr o fegurstu Ijðð um 1 þeirra. Og tónskál lög við þau. Yfir hUðmn tftan btt&l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.