Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 C 9 H AGFRÆÐI/ Hver er árangur efnahagsumbóta í Sovét f Perestrojka: Gerskt ævintyri MIKAHÍL Sergejvítsj Gorbatsjov (hér eftir G.) var valinn aðalritari kommúnistaflokks Sovétríkjanna 11. mars 1985. Nokkrum mánuðum áður, 10. desember 1984, hafði Gorbatsjov, þá númer 2 á eftir Tsjern- enkó, sett fram umbótahugmyndir sínar. Hverjar eru umbætur G. og hvaða líkur eru á því að þær nái fram að ganga? Sérfræðingar í málefnum Sovétríkjanna hafa í vaxandi mæli efasemdir um að G. takist ætlunarverk sitt. Bent er á, að vöruskorturinn sé tilfinnan- legri en um áratugaskeið og að dregið hafi úr hagvexti, auk þess sem ýmsar umbætur, s.s. í launamálum, hafi mistekist. Meginatriðið er þó það, að umbæturnar hafi ekki verið markvissar og það hag- kerfi, sem stefnt sé að sé alls óljóst. Þessu til stuðnings má nefha, að helstu efnhagsráðgjafar G. (einkum Aganbegyan, Abalkin og Bogomolov) hafa ferðast um heiminn í leit að hinu sovéska módeli. Gorbatsjov Með yfirlýsingum sínum um umbætur hefur hann skap- að miklar væntingar hjá þjóðinni um betri lífskjör. Það er ljóst að óróleiki er meðal þjóðarinnar þegar árangur lætur á sér standa. egar í upphafi valdaferils síns verður G. á mikil mistök í efna- hagsstefnu sinni. í fimm ára áætl- uninni fyrir árin 1986-1990, leggur hann áherslu á að auka verulega vöxt íjárfesting- arinnar (einkum í þungaiðnaði) á kostnað neysl- unnar. Margir fijálslyndari sov- éskir hagfræð- ingar gagnrýndu þessa stefnu op- inskátt og bentu á að hún væri í andstöðu við um- bótastefnuna. Þetta hefur og kom- ið á daginn. í annan stað hefur skort skýr markmið og leiðir í umbótastefnunni, sem etv er vegna málamiðlana. Helsti vandi efna- hagsumbótanna nú er, að verð- bólgan hefur aukist mikið, sovéskir hagfræðingar telja hana vera 6-8% (1988). Verðbólguvandinn mun tefja mjög fyrir umbótum, sérstak- lega á verðmyndun og þar með aukinni einkavæðingu. Orsakir verðbólgunnar eru einkum ríkis- sjóðshalli (10-11% af landsfram- leiðslu), en hallinn hefur verið fjár- magnaður með skefjalítilli peninga- prentun. Ríkishallann má rekja til Tsjernobil-slyssins, lækkunar olíu- verðs, aukinna fjárfestinga og minnkandi skatttekna. G. tók upp mjög róttæka herferð til að draga úr áfengisneyslu, sem fólst m.a. í að fækka útsölustöðum og þá voru sett viðurlög við drykkjuskap á vinnustöðum. Árangurinn er, að áfengissaia úr ríkisverslunum hef- ur minnkað verulega, þótt aukin sykurneysla bendi til að heima- brugg færist í aukana. Fyrir þessa breytingu var áfengissala um 17% af smásöluveltunni og skattur á áfengi veruleg tekjulind fyrir ríkið. Alvarlegustu mistök G. eru þau að hafa ekki tekist á við landbúnaðar- vandann, en forsenda hátæknivæð- ingar Sovétríkjanna (sem hann byijaði á) er að auka landbúnaðar- framleiðslu. Um 20% Sovétmanna starfa við landbúnað og þrátt fyrir það er gífurlegur skortur á helstu nauðsynjum. Þessi mistök eru óskiljanleg þegar haft er í huga að G. var landbúnaðarráðherra um nokkurra ára skeið. Höfuðmarkmið efnahagsumbóta G. er að draga úr miðstýringu í efnahagslífinu. En sovéska hag- kerfið er tilskipanahagkerfi (adm- inistrative-command), þar sem skipanir um smátt sem stórt ganga frá 60 ráðuneytum til þeirra fyrir- tækja sem undir þau heyra. Þrátt fyrir hina miklu miðstýringu í smáu sem stóru, tala sovéskir hagfræð- ingar um „stjórnleysi framleiðsl- unnar“. Lítum nánar á þetta. Framleiðsla fyrirtækjanna er ákveðinn í fimm ára áætlunum. Þeim ber að leggja inn pantanir hjá Gossnab á rekstrarvörum með ársfyrirvara og Gossnab skammtar fyrirtækjunum heimildir til að fá vörur. Skömmtun Gossnab tekur til einnar milljónar vörutegunda! Innan fyrirtækjageirans fara nán- ast engin peningaviðskipti fram. Umbætur G. á þessu sviði ganga ótrúlega skammt. Minnkun mið- stýringar er gagnslaus án þess að verð vöru ráðist af markaðinum og að fyrirtækjum sé gert að starfa með hagnað í huga. Um markaðs- verðmyndun er mikill ágreiningur í lándinu. Fijálslyndir sovéskir hag- fræðingar gera sér fulla grein fyrir gildi verðkerfisins og benda á nauð- syn eðlilegra banka- og lánastarf- semi. Yfirlýsingar G. eru oftsinnis mótsagnakenndar og líkt og aðrir stjórnmálamenn breytir hann um áherslur eftir því hvernig vindar blása. Hingað til hefur hann þrá- faldlega lýst því yfir, að hann sé mótfallinn því að verð ráðist af markaði og telur sig veija kaup- mátt þegnanna (mátt ti! að kaupa vörur sem ekki bjóðast!). í stór- merkri ræðu á fundi miðstjórnar Kommúnistaflokksins 5. febrúar söðlar hann um að nokkru: „Ég tel að hingað til hafi okkur skort festu og á því verður að sigrast. Hér er um að ræða hinn glataða hlekk, sem allt efnahagskerfið líður fyrir - verðmyndun. Það er nauðsynlegt að flýta lausn þess máls . . . Umbætur í verðlagsmálum verða að fara þannig fram að þær komi ekki niður á lífskjörum lands- manna.“ Og nokkru síðar í sömu ræðu: „Getum við búist við að lán með hlægilega lágum vöxtum hafi áhrif?“. Verðkerfið á að endurskoða á þessu og næsta ári, en margt bendir til, að sú endurskoðun verði nánast nafnið eitt og áfram verði verð ákveðið af skriffinnum í Osk- omtsen. Lögin um samvinnufélög, sem tóku gildi í maí 1988 eru án efa stærsta bylting perestijokunnar. Samvinnuféiögin eru nánast einka- fyrirtæki (það þarf þijá til) og hafa umtalsvert sjálfsforræði hvað alla stefnumótun varðar, þ.m.t. verð- ákvarðanir. Þessum vísi að einka- væðingu hefur vaxið fiskur um hrygg. Starfsmenn eru í kringum 2 milljónir, u.þ.b. 2% af vinnuafl- inu. 'Á hinn bóginn eiga samvinnu- félögin í miklum erfiðleikum með rekstrarvörur, sem úthlutað er af ríkisgeiranum. Án frekari skrefa til markaðslausna verða þessi fyrir- tæki eins og fiskar á þurru landi. Með yfirlýsingum sínum um umbætur hefur G. skapað miklar væntingar hjá þjóðinni um betri lífskjör. Það er ljóst að óróleiki er meðal þjóðarinnar þegar árangur lætur á sér standa. Niðurstaða mín er sú, að G. sé orðið ljóst að um- bótastefna hans er langt í frá nógu róttæk og að hinum hagrænu markmiðum verður ekki náð án miklu róttækari pólítískra umbóta en hann óraði fyrir í upphafi. Með- al þeirra eru þær breytingar á stjórnarskránni, sem boðaðar voru fyrr í mánuðinum. Staðreyndin er hins vegar sú, að umbætur taka langan tíma. Það hefur tekið Is- lendinga yfir 3 áratugi að vinda ofan af haftakerfinu, sem hér var við lýði áratugina 3 á undan, og enn sér ekki fyrir endann á þeim umbótum. eftir Sigurð Snævarr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.