Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. PEBRÚAR 1990 C 21 Minninff: * ___ Friðrik O. Pálsson Fæddur 19. júlí 1903 Dáinn 14. febrúar 1990 Miðvikudaginn 14. febrúar sl. lést á Borgarsítalanum afi minn, Friðrik 0. Pálsson, fyrrverandi bif- reiðastjóri, á 87. aldursári. Utför hans fer fram á morgun, mánudaginn 26. febrúar, í Foss- vogskirkju kl. 15.00. Friðrik fæddist í Reykjavík 19. júlí 1903 og var sonur hjónanna Páls Friðrikssonar sjómanns í Reykjavík og konu hans, Margrétar Árnadóttur. Friðrik var elstur af stórum systkinahópi, en þau voru Ragna fædd 9. ágúst 1904, Magnús fædd- ur 8. ágúst 1905, lést nýlega á þessu ári, sölustjóri í Reykjavík, Árni fæddur 11. júní 1907, kaup- maður í Reykjavík, Fjóla, fædd 11. nóvember 1909, Þóra, fædd 23. janúar 1911, ísleifur, fæddur 23. október 1912, lést 1984, kaup- maður í Reykjavík, Ragnar fæddur 17. apríl 1914, dáinn 1946, verslun- armaður í Reykjavík, Bára fædd 27. mars 1916 og Sólveig, fædd 5. ágúst 1918. Friðrik kvæntist 28. október 1929 Regínu Einarsdóttur frá Landakoti á Akranesi, fædd 28. nóvember 1901, dáin í s^ptember 1954. Börn þeirra eru Páll, fæddur 16. maí 1930, byggingarmeistari í Reykjavík, kvæntur Susie Bach- mann. Kristján, faðir minn, húsa- smíðameistari í Reykjavík, kvæntur móður minni, Concordíu Konráðs- dóttur. Einar, fæddur 4. nóvember 1937, húsasmiður í Reykjavík, og Olafur Þór, fæddur 4. september 1940, sölumaður í Reykjavík. Dótt- ir Friðriks er Bjarndís, fædd 18. desember 1927, gift Karli Kristins- syni, bifreiðastjóra í Reykjavík, og sonur Friðriks er Jón, fæddur 13. nóvember 1948, kaupmaður í Selb- usstrand í Noregi, kvæntur Randi Friðriksen. Afi minn starfaði lengst af sem vörubílstjóri á Þrótti, eða á árunum 1939-1969. En hann stundaði einn- ig ýmis önnur störf, s.s. fiskvinnu og sjómennsku á yngri árum, en hann endaði starfsferil sinn sem verkamaður hjá Breiðholti hf. 1969-1977. í minni minningu hefur afi alltaf búið á Fossagötu í Skerjafirði, en þar bjó hann í yfir 20 ár, eða þar til fyrir tæpum 2 árum, er hann fluttist á dvalarheimilið Fell í Skip- holti. Afi var að mörgu leyti litríkur persónuleiki, hann hafði ákveðnar skoðanir á öllum hlutum, og lét þær óspart í ljós. Þegar maður kom í heimsókn til hans var hann óspar á að leggja manni lífsreglurnar og hafði mjög gaman af. Það má margt læra af ákveðni hans og kímnigáfu. Hann var jafnan hrókur alls fagnað- ar á mannamótum og höfðu menn gaman af að ræða við hann um hin ýmsu málefni. Þegar maður lítur til baka er óneitanlega margs að minnast, og margar bernskuminningar tengdar afa. En efst í huga eru þó öll þau aðfangadagskvöld sem hann dvaldi hjá okkur og minnumst við systkin- in þeirra stunda með mikilli ánægju. En með þessum orðum kveð ég afa minn, Friðrik Ó. Pálsson, hinstu kveðju. Blessuð sé minning hans. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér; sálin vaki, þá sofni líf; sé hún ætíð í þinni hlíf. (Úr 4. sálmi Passíusálma, Hallgr. Pétursson.) Friðrik Kristjánsson TILBOÐ ÓSKAST í Ford Bronco IIXLT 4x4 árgerð ’85, Plymouth Voyager árgerð '86, Jeep CJ-7 4x4 tjónabifreið árgerð '86, ásamt öðrum bifreiðum, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 27. febrúar frá kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. Sala varnarliðseigna. ÚTSALA Karlmannaföt kr. 3.900 - 7.900. Buxur kr. 1.500. Stærðir uppí 123 cm. Skyrtur, lítil númer, kr. 200. Hattar, húfur, úlpuro.fl. Góður afsláttur. ANDRÉS, Skólavörðustíg 22, sími 18250. TIL SÖLU Einn glæsilegasti bfll landsins CADILLAC FLEETWOOD d’ELEGANCE árgerð 1988 Ekinn 26 þús/km, vél 4,5 lítra, 155 hestöfl DIN, leðursæti, „Cruise Control", loftkæling, rafmagn í sætum og rúðum, útvarp og segulband, topplúga, bíll með öllum hugsanlegum búnaði. Verð kr. 3,8 millj. Upplýsingar gefur Bílasalan Bílatorg, Nóatúni 2, Reykjavík, sími 62 10 33. VhobartV ÍFARARBRODDI HEILDVERSLUN HF. Sundaborg 3. 104 Reykjavík s: 678200 Nýju Ski-doo vélsleðarnir eru svo sann- arlega athyglisverðir. í ár getur að líta nýjar gerðir og nýtt útlit jafnframt því að enn hafa bæst við tækninýjungar sem skipa Ski-doo vélsieðunum sess fremst í sínum flokki. Ef þig er farið að klæja af löngun eftir alvöru vélsleða þá skaltu kynna þér kostina hjá öflugasta vél- sleðaframleiðanda heims. Allar upplýsingar veitir Gísli Jónsson & Co. Hörkutólið Formula Mach I Sími: 91-686644 SKI-DOO 1990 VÉLSLEDA RNIR ERU FREMSTIR í SÍNUM FLOKKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.