Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 í fjölmiðlum MBJÖRN BJÖRNSSON mun starfa áfram hjá Stöð 2, gengið var frá nýjum ráðningarsamningi við hann í síðustu viku. Bjöm hafði sagt starfi sínu lausu sem fram- kvæmdastjóri dagskrárgerðar- sviðs frá og með 1. mars. Bjöm segir að helstu verkefnin framundan séu að skipuleggja sumar- og haustdag- skránna. Vetr- ardagskráin mun að mestu halda sér en framundan þar era úrslitin í Landsleiknum, spumingakeppni Ómars Ragnars- sonar og kynning á lögunum í Landslaginu eða söngvakeppni Stöðvar 2 en nú er verið að gera myndbönd um þau tíu lög sem keppa til úrslita. í máli Bjöms kemur fram að í ljósi síðustu atburða á sviði sjónvarps- mála hérlendis sé ljóst að Stöð 2 muni leggja aukna áherslu á inn- lenda dagskrárgerð. Er nú verið að vinna að hugmyndum um nýja innlenda þætti. Þá má geta þess að Maríanna Friðjónsdóttir mun koma að nýju til starfa á Stöð 2 sem upptökustjóri. FURÐUHEIMAR FJÖLMIÐLANNA (Heimsins besta ávöxtunar- deild) „Sá sem hefúr samband við SSP veðbankann í Bretlandi og legg- ur eitt þúsund krónur undir að ísland verði heimsmeistari í handknattleik 1990 fær senda ávísun að upphæð 16 þúsund krónur til baka.“ DV 20/2 BJÖRN Margrét Thatcher er að líkindum sá vestræni stjórn- málaleiðtogi sem hefúr hvað hat- rammast barist gegn því að hryðju- verkahópar hafí að- gang að fjölmiðlum Margrét Thatcher er að líkind- um sá vestræni stjórnmála- leiðtogi sem hefur hvað hatramm- ast barist gegn því að hryðju- verkahópar hafí aðgang að fjöl- miðlum og má e.t.v. segja að ástæða hennar sé ærin því í tveim- ur tilræðum frá því hún komst til valda hafa mjög nánir samstarfs- menn hennar lát- ið lífið og sjálf hefur hún verið hætt komin. Thatcher hef- ur sagt að umfjöllun um hryðju- verka- og öfgahópa í fjölmiðlum sé súrefni þeirra. Fyrir um tveim- ur áram lét hún verkin tala og bannaði breskum ljósvakamiðlum að hafa neitt eftir talsmönnum írska lýðveldishersins, IRA, sem mælti athöfnum hans bót. Áður hafði hún stöðvað útsend- ingar á sjónvarpsþáttum sem fjöll- uðu um viðureign stjórnvalda og írskra hryðjuverkamanna þar sem gagnrýni kom fram á aðfarir lög- reglu og hers. Það andrúmsloft skapaðist í Bretlandi við þessar aðstæður að þeir sem vog- uðu sér að hall- mæla aðferðum og stefnu stjóm- valda vora um ieið ásakaðir um að taka upp hanskann fyrir IRA. Ákall þeirra ijölmiðla- og blaðamanna, sem töldu sig hafa gögn í hendi er sýndu fram á sekt opinberra aðila var eins og hróp í eyðimörkinni. Við þessar aðstæður var hin róm- ■Geta yfirvöld not- að hina svokölluðu almannaheill til þess að stýra um- fjöllun fjölmiðla um mikilvæg mál? aða breska pressa ekki fær um að taka á þessu máli, hún hafði verið gerð að þátttakenda í at- burðarás sem hún átti áð fylgjast með á hlutlausan hátt. __ Nú er komið í ljós að þegar mest gekk á í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum var breskum yfirvöldum meira í mun að finna sökudólga en hina seku, eins og staðfestist fyrr í vetur þegar látn- ir voru lausir fjórir fangar sem á BAKSVIÐ eftir Ásgeir Friðgeirsson Eru orð og sjónarmið þessa fólks það hættuleg að ritfrelsið, í þeim skiln- ingi sem nútíminn leggur í það, sé frá því tekið? sínum tíma voru saklausir neydd- ir til að játa á sig afdrifarík hryðjuverk. Sama er talið að sé upp á teningnum varðandi sex- menninga sem dæmdir hafa verið fyrir hryðjuverk í Birmingham á miðjum áttunda áratugnum. Állt fram á allra síðustu miss- eri hafa breskir fjölmiðlar, sér- staklega ríkisfjölmiðlar, verið hik- andi í að taka upp hanskann fyrir fólk sem hefur verið ofsótt í nafni baráttu gegn hryðjuverkum. Fjöl- miðlafólk er að sannfærast um að það þurfi að losa sig undan ægivaldi hins opinbera í málum sem þessu þar sem um líf eða dauða er að tefla og öryggi þjóðar- innar. Islendingar eru svo lánsamir að eiga ekki við hryðjuverkahópa að stríða og því þekkja íslenskir blaðamenn ekki þá aðstöðu sem einkum evrópskir blaðamenn þurfa að búa við. Næst málum af þessu tagi hafa íslenskir blaða- menn komist þegar hvalveiðideil- an var í hámarki. í því máli voru hagsmunir íslendinga, að því er virðist, það ofboðslegir að það var landráðum líkast að taka að ein- hveiju leyti undir með umhverfis- verndarsamtökum þeim sem börð- ust gegn þjóðinni. Samtökin voru í hugum flestra eins og púki sem nærðist á illu umtali í íjölmiðlum um afstöðu og athafnir Islendinga í máli þessu. Reyndir blaðamenn hafa haft það að á orði að í landhelgisstríð- um hafi íslenskir blaðamenn oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þurft að fara nokkuð sparlega með sannleikann til þess að laska ekki móralinn í þjóðinni. Það er vissulega verðugt verkefni að at- huga hvernig hin svokallaða al- mannaheill og hagsmunir hafa mótað umíjöllun íslenskra fjöl- miðla um áðurnefnd átök. OFT HEFUR því verið haldið fram að öfgahópar þrífist á þeirri umfjöllun sem þeir fa í fjölmiðlum. Trúlega er heilmik- ið til i því og gildir að líkindum sama um þá og önnur hags- muna- og stjórnmálaöfl í því sambandi. Það sem hins vegar skilur á milli þeirra sem flokk- aðir eru sem öfgahópar og hryðjuverkaöfl annars vegar og sumra almennra hagsmuna- afla hins vegar er að samkvæmt viðteknum sjónarmiðum eru hinir fyrmefndu óæskilegir en hinir síðarnefndu æskilegir. Því er það að lengi hefúr það þótt eðlilegt að fjölmiðlar taki öfga- og hryðjuverkahópa „úr sam- bandi“ með því að fjalla ekki um þá. Þannig hafa fjölmiðlar orðið þátttakendur í atburðarás sem þeir eiga, miðað við lýð- ræðislegar skyldur, að vera áhorfendur að. Eða hvað? Hverjar era skyldur fjölmiðla og hveijum eiga þeir að þjóna þegar að því kemur að fjalla um öfga- og hryðjuverkahópa? Eru íjölmiðlar orkuveita öfga- og hryðjuverkahópa? Þegai’ maðkarfara íkýrhausana Jón Friðjónsson drap á það í Tímanum fyrir skemmstu hvað það er ólánlegt að ekki sé meira sagt þegar skriffinnar okkar og skrafarar á ljölmiðlaslóð- um þykjast vilja vera menn með mönnum og slá um sig með orðtökum ýmiskonar rétt einsog fullorðna fólkið og reynast þess svo ekki umkomnir að koma þessu óbijáluðu frá sér. Þessum hrakfallabálkum er meðal annars gjarnt að rugla sam- an orðatiltækjum og slengja þeim síðan saman í eitt og taka við svo búið til óspilltra málanna að hrella okkur með þvaðri á borð við „að draga saman kvíamar" (sbr.: drága saman seglin og' færa út kvíarnar) eða „það er margt í mysunni“ (sbr.: það er margt skrýtið í kýrhausnum og maðkur í mysunni)'. Stöku fjölmiðlamenn hér heima hafa því miður alla tíð hneigst til skemmdarverka af þessu tagi. Þeir fylgja stéttinni einsog mosinn hrauninu eða sveppurinn skóginum. Þeir limlesta mál- tæki og misþyrma orðum og dauðrota heilu setningamar ef svo ber undir; og látast enda (og þar er fiskurinn grafinn, einsog þeir mundu eflaust orða það) himinhátt yflr það hafnir að leita ásjár í uppsláttarritum eða ráð- færa sig við félagana. Hér eru fáein sýnishorn af þessum dapurlega akri fáviskunnar og hroðvirkn- innar: Þegar er farið að vanta ýmsar nauðsynjar og hörgull er orðinn af mjólk. Síðar um kvöldið fór lögregl- an í Árbæjarhverfi vegna ósátta leigubílstjóra og bílstjóra í greiðabíl. [Hann var] fundinn sekur um þrett- án morð og þijátíu önnur glæpsamleg athæfi. Þar sem menn héldu að samningar væru að takast við Sovét- menn um saltsíldarkaup þeirra var mokveiði af millisíld f fyrrinótt. Allar meginforsendur ijárlaganna hafa orðið sér-til skammar. Leikmenn Chelsea mættu á Roker Park urrandi að snúa taflinu við frá síðustu leikj- um. Það hefur forðað frá því að bíllinn fór allur í kaf. Auk þess ræður prófið eitt út af fyrir sig ekki því hvort við- komandi telst vera veikur, heldur hvort hann er veikur. Þið sleppið ekki svona auð- velt. Menn hafi nú vinsamlega hugfast að hér eru atvinnu- menn á ferð en hvorki grútsyfjaðir né tornæmir skólakrakkar. Okkur getur öllum yfirsést, satt er það, og meinlokan gerir vissulega ekki boð á undan sér, en það er samt engin tilviljun hve seinheppnir sumir fjölmiðla- menn geta verið svoað maður orði það nú hæversklega. Það bætir ekki úr skák að þeir hafa margir hveijir ef ekki allir þann leiða sið að apa ambögumar og smekk- leysumar hver eftir öðrum, að espa hver annan til óhæfuverkanna ef svo mætti að orði komast. Dæmi? Fyrir örfáum mánuðum hafði einn af þessum»syndaselum illu heilli pata af því að á íslensku væri hægt að standa vel eða illa í stykkinu, þ.e. að standa sig vel eða illa einsog það heitir á „hversdagsmáli“. Hæ gaman! Og nú mátti Kiljan fara að vara sig. Nema hvað í útgáfu þessa starfsbróður okkar þurfti þetta að sjálf- sögðu frá öndverðu að heita að standa sig í stykkinu. Og það var einsog við manninn mælt: innan tveggja vikna voru hinir sullukollarnir vit- anlega byijaðir að lepja þetta upp eftir honum, að „standa sig“ í endalausum stykkjum hver um annan þveran og rétt einsog þeir þættust þeg- ar sjá hilla undir Nóbelsverð- launin. Hann Víkveiji okkar vék einmitt að þessum vanda — smithættunni — núna um daginn. Hann skrifaði meðal annars og var unaðslega arg- ur: „Víkveiji er orðinn hund- leiður á notkun orðsins að- gerðir, sem hinir opinberu ljósvakamiðlar nota svo í tíma og ótíma að með ólík- indum er. Aðgerðum er hnýtt aftan í ótrúlegustu orð. Klif- að er á verkfallsaðgerðum, ofbeldisaðgerðum, rann- sóknaraðgerðum og svo framvegis ... Líklega byija þulir hins opinbera fljótlega á því að tilkynna í upphafi frétta að þessi eða hinn sjái um lestraraðgerðir í frétta- tímanum." Mæli þessi granni okkar hér í blaðinu manna heilast- ur. Hann varaði raunar líka Og ekki að ósekju við ofnotk- un sagnarinnar að gera og vakti athygli á því hvernig hún er byijuð að láta einsog hún væri heima hjá sér á enska vísu, nefniiega „ná- kvæmlega eins og enska sögnin to do“. Það er gott og blessað að tala fjálglega um „endurnýj- un tungunnar“ einsog stund- um vill brenna við þegar þessi mál ber á góma. „Part- ur af þróuninni" heitir það líka ósjaldan með viðeigandi andaktarsvip. Og ekki er því að neita að andóf gegn hverskyns „endurnýjun" get- ur gengið út í öfgar, snúist upp í þvermóðsku og jafnvel þráhyggju þegar verst lætur. En „endurnýjunin“ leiðir líka á stundum til útskúfunar góðra og gegnra „gamalla" orða og orðasambanda án þess að neitt komi í staðinn nema þá flatneskjan. „Hús sem þessi" eru nú óðum að ganga frá „húsum af þessari gerð“, „bátar af þessu tagi“ (að ég nú ekki tali um ,,toga“) að víkja fyrir „bátum sem þessum“. Málið er fátækara fyrir bragðið og stórum svip- minna. Mér hugnast það allavega ekki hvernig orðin hafa bókstaflega hrunið úr tungunni okkar síðustu árin. Þar sem ástandið er nötur- legast orka menn raunar naumast að tjá sig lengur. „Það hefur forðað frá því að bíllinn fór allur í kaf.“ „Leikmenn Chelsea mættu á Roker Park urrandi að snúa taflinu við frá síðustu leikjum." Fjandakomið sem þessir landar okkar eru talandi. Gísli J. Ástþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.