Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ MANIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 UMHVERFISIVIÁL/^ Tarsan heima þar? Regnskógarhitabeltisins „FÆRA má rök fyrir því að regnskógarnir séu dýrmætustu fjársjóðir jarðar og jarðarbúa. Þeir eru líklega mikilvægari lífríki jarðar en flest önnur vistkerfi vegna þess hve tegundaauðugir þeir eru, en talið er a a.m.k. helmingur allra tegunda lífvera lifi í skógum hitabeltisins. Nú er einnig vitað að þeir hafa veruleg og víðtæk áhrif á loftslag og veðurbúskap." Þessi tilvitnun er tekin úr inn- gangi greinar sem Þóra Ellen Þórhallsdóttir, grasafræðingur, ritar nýlega í „Náttúrufræðinginn", tíma- rit Hins íslenska náttúrufræðifélags. Þar fjallar hún um útbreiðslu regn- skóga fyrr og nú, um grósku þeirra og fjölbreytni, um vistfræði regn- skóga, eyðingu þeirra og áhrif eyð- eftir Huldu ingarinnar. Voltýsdóttur Okkur íslend- ingum hættir eflaust til að hugsa sem svo að okkur komi regnskógar lítið við — þeir séu svo fjarlægt fyrirbæri að okkur megi svo sem á sama standa um örlög þeirra. Hér var oft áður fyrr talað um „myrkviði frum- skóganna" með neikvæðum for- merkjum eins og segir í fyrmefndri grein, þar sem „kyrkislöngur hanga úr trjánum, innfæddir bíða með eitur- örvar í leynum og landkönnuðir höggva sér leið í gegn um þykknið". Nefnilega fjandsamlegt umhverfi. Færri gera sér ljóst að sé jörðin tek- in sem líffræðileg heild, er sagt að regnskógarnir séu lungun — án þeirra ekkert andrúmsloft.í þessum pistli er stuðst við nokkra kafla í þessarri tímabæru grein Þóru Ellen- Regnskógarnir liggja um miðbik jarðar um allar heimsálfur. Þeir þekja um 6-7% af þurrlendi jarðar og ná 10° til norðurs og suðurs út frá miðbaug að jafnaði. Regnskóg- arnir eru nú á hröðu undanhaldi og eru ástæður fyrir því margar og mismunandi eftir stöðum. Víða er það neyðarúrræði heimamanna að taka regnskógasvæði til ræktunar og það er erfítt að segja sveltandi fólki að nú þurfi að friða skóginn. Það er alþekkt fyrirbæri að heima- menn hafi aðra skoðun'á nauðsyn verndunar en alþjóðastofnanir og erlendir vísindamenn. Það þekkjum við af eigin sögu. En hvað er regnskógur? Regn- skógar hitabeltisins eru t.d. tegunda- auðugustu og fjölbreyttustu vistkerfi jarðar þar sem líklega lifir um eða yfir heimingur allra tegunda lífvera á jörðinni. Það er líka gróskumesta vistkerfið sem nær meiri lífþyngd á flatareiningu lands en nokkurt annað vistkerfi. Tegundimar dreifast með ákveðn- um hætti í regnskógabeltinu, en þess má geta að hægt er að finna næstum jafnmargar tegundir plantna eins og eru í allri íslensku flórunni á skika sem er á stærð við fótboltavöll! Líklega er nú búið að eyða helm- ingi þeirra regnskóga sem voru til um 1830. Eyðing regnskóganna í Suður-Ameríku hófst síðar en eyð- ingin í „gamla heiminum" svokall- aða, Asíu og Afríku, en hefur verið afar hröð síðustu árin. Amazon-skógurinn ér stærstur núverandi regnskóga, þekur 4 millj- ónir ferkílómetra, í Suður-Asíu þekja regnskógarnir 2,5 milljónir km2 og í Afríku 1,8 milljónir km2. Hina hröðu eyðingu þessara skóga í Suður-Ameríku má m.a. rekja til þess að þörf er á beitilöndum fyrir nautgripi en nautgripakjöt er sem kunnugt er uppistaðan í „hamborg- araiðnaðinum" vestan hafs og austan og eftirspurn mikil. Jarðvegurinn á þessum svæðum er hins vegar svo rýr að hann gefur ekki viðunandi uppskeru nema í nokkur ár. Naut- griparækt með evrópskum grasteg- undum og aðferðum hentar ekki loftslagi og jarðvegi í Suður- Ameríku. Astæðan fyrir því hversu jarðvegurinn er rýr og næringar- snauður er að öll efnaskipti eru afar hröð, aðeins efstu 5 cm jarðvegsins eru næringarnkir og rætur liggja því líka grunnt. í tempruðu beltunum gegnir öðru máli, þar er veðrun hæg og aðeins virk lítinn hluta árs. Áhrif eyðingarinnar eru marg- vísleg og afdrifarík. í fyrsta lagi ber að nefna útrýmingu tegunda en nú er talið að 30.000 tegundir plantna séu í útrýmingarhættu. í kjölfar eyð- ingarinnar má telja víst að miklar loftslagsbreytingar verði, veðurfar verður þurrara, vatnsbúskapur rask- ast, flóðahætta eykst og gróður- húsaáhrif aukast vegna þess að með eyðingu skóganna eykst koltvísýr- ingsmagn í andrúmsloftinu. í grein- inni er og bent á að ekki sé nægjan- leg bót að því að friða lítil svæði regnskóga á víð og dreif. Friðlöndin verða að vera víðáttumikil ef friðun á að koma að gagni. Þótt segja megi að við tölum úr glerhúsi ef við viljum beijast fyrir varðveislu regnskóganna, verður bara að hafa það. Það er skylda ís- lendinga sem annarra að leggja sitt lóð á vogarskálina varðandi þetta mál sem önnur er varða heill mannlífs á jörðinni. Verndun sígrænu regnskóganna er ofarlega á baugi hjá alþjóðasam- tökum um náttúruvernd og umhverf- ismál en málið er bæði erfitt og flók- ið. íbúum hitabeltisins er ef til vill líkt farið og okkur íslendingum þeg- ar við stóðum frammi fyrir þeim vanda að neyðast til að eyða skógin- um okkar til þess að maðurinn gæti lifað af. En nú eru aðrir tímar og önnur ráð — þjóðir heims geta hjálp- ast að. „Oft hamlar skilningsskortur, fjárskortur og mannfæð því að hægt sé að framfylgja stefnu um skynsam- lega nýtingu og verndun, en sem betur fer eru margar alþjóðastofnan- ir farnar að taka við sér og líklegt er að þessi mál muni á næstu árum fá meira vægi í alþjóðasamskiptum en nú,“ segir Þóra Ellen í lok greinar- innar. Hér er aðeins stiklað á stóru í þessari gagnmerku grein — en hún á vissulega erindi til allra sem vilja fá raunsanna mynd af mikilvægi regnskóganna. Sú myhd á lítið skylt við þá sem birtist í ævintýrinu um Tarsan. HM HM HM I HANDKNATTLEIK í r í Verða „íþróttamenn ársins“ á íslandi „íþróttamenn heimsins“ í Tékkóslóvakíu? Hvers verður leikreyndasta lið keppninnar megnugt? Heimsmeistarakeppnin í handbolta heima í stofu, frá 28/2 til 10/3, 6 leikir. ÁFRAM ÍSLAND. Aucjlýsendur! Góður fyrirvari getur róðið úrslitum. Ef þið pantið sjónvarpsauglýsingu í háifleik, fyrir alla leikina í einu, gildir 1. verðflokkur, annars 2. verðflokkur. Ef þið pantið útvarpsauglýsingu í hálfleik, gildir B verðflokkur. Pantið í tíma - í síma 69 30 60. MISTROVSTVÍ SVÉTA WELTMEISTERSCHAFT HANDBALL ÖSSR 1990 28.2-10 3 7Ö* SJÓNVARPIÐ HM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.