Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 '„Tsg þárf e. 'ms hácubrur&.trygg)ngu cg 'eg g&t -fengi&, fynmæsta föstudagski&Ld.‘ Þetta var efri hæðin. Hvað segið þið um hana ... ffiOa Hún er of stór núna, en ... HÖGNI HREKKVÍSI AF FÖRNUM VEGI Missa bónus ef þeir dreifa of miklu salti á göturnar FIMMTÁN manna flokkur snjóhreinsunarmanna er á vakt 20 tíma á sólarhring frá því snemma í nóvember og fram í apríl, reiðubúinn til þess að gera sitt besta til þess að menn komist óhindrað til vinnu sinnar í Reykjavik á morgnana. Yfirmaður þeirra er Vilberg Ágústs- son og hefúr hann verið viðriðinn snjóhreinsunina frá 1970. Að sögn Vilbergs Ágústssonar vinna snjóhreinsunarmennimir á tvískiptum vöktum og eru sjö á hvorri. Formaður morgunvaktar fer ávallt út klukkan 3 að morgni og athugar ástand gatna og metur m.a. hvort nauðsynlegt er að boða út aukalið. Sækir hann sína menn klukkan 4 og eru þeir að til hádegis en þá mætir seinni vaktin og linnir ekki látum fyrr en klukkan 11 að kvöldi. Þegar snjór er mikill er flokk- urinn stundum sleitulaust að allan 'sólarhringinn. Hefur deildin 'yfir að ráða 10 bílum með saltkassa og snjó- tönn, þremur hjólaskóflum með tönn og einum veghefli. Dugi þessi tæki ekki til fær flokkurinn til liðs við sig leigutæki frá ýmsum verktökum. Að sögn Vilbergs hefur þurft að fá slíka aðstoð nokkrum sinnum frá áramót- um en þó í minna mæli en í fyrra. Sól skein í heiði þegar við heim- sóttum snjóruðningsmennina og því ekki mikið um að vera hjá þeim. „Við fylgjumst náið með veðurspánni og hegðum okkur í samræmi við hana. I gærkvöldi gerðum við t.a.m. allt klárt, einnig aukabíla, því spáin var slæm, norðanátt með éljagangi og skafrenningi. En hún hefur brugð- ist og það er nokkuð algengt. Veðrið virðist hafa seinkað sér eitthváð," sagði Vilberg. Flokkurinn dreifir salti á götur þegar hált er og er miðað við að því sé lokið áður en aðal umferðin hefst kl. 7-7,30 á morgnana. Hafa bílstjór- arnir þá lagt að baki um 500 kíló- metra á röskum þremur klukkutím- um. Nákvæmur saltskammtur „Það er algjör misskilningur að við reynum að koma sem mestu salti á göturnar. Skammturinn er ákvarð- aður mjög nákvæmlega. Vaktform- aðurinn metur hvort magnið skuli vera 5, 10, 20, 30 eða 40 grömm á fermeter. Saltkassarnir eru þannig búnir að dreifingin er mjög nákvæm. Hjól sem nær niður í götu stjómar dreifingarbúnaði saltkassans og skiptir hraði bifreiðarinnar því engu, alltaf koma 5 grömm á fermeter hafi sú magnstilling verið valin. Sömuleiðis stöðvast dreifingin þegar Víkveiji skrifar Norðurlandaráð þingar hér í Reykjavík í þessari viku. Það er vel. Náið samstarf Norðurlanda er af hinu góða, þótt stundum fari meira fyrir umbúðum en inni- haldi fljótt á litið. Hitt vefst fyrir Víkveija hvers vegna fundir hins háa Alþingis, eins og þingmenn komast gjarnan að orði, falla niður þessa Norður- landaráðsviku. Ærin verk eru óunnin á Alþingi. Víkverji veit vel að einhver hluti þingmanna og ráðherra hefur mætingaskyldu á Norðurlanda- ráðsþingi. Nema hvað. Af þeim sökum gætu þingbekkir orðið du- lítið þunnskipaðir. En það eru þeir jú oftlega, þótt Norðurlandaráð komi ekki við sögu. Ráðherrar eru ekki þaulsetnir á þingbekkjum. Þeir eru fáséðari þar eftir því sem þeim fjölgar. Samkvæmt Starfskrá Aiþingis 1989-1990 lýkur þessu þingi síðla aprílmánaðar nk., trúlega vegna sveitarstjórnakosninga seint í rnaímánuði nk. Það gengur því óðum á starfstíma Alþingis - og enn er ærið verk að vinna. Þótt stundum miði hægt í þingstörfum munar um minna en eina þingviku sem strikuð er út af starfstíma þingsins. XXX Víkverji sér í fréttum að fólks- streymið heldur áfram frá strjálbýli til þéttbýlis, vex frekar en rénar. Ljóst er að byggðastefna sú, sem fylgt hefur verið síðustu áratugi, hefur brugðizt. Vera má að fjáraustur í einstök fyrirtæki, sem höfðu takmarkaðar lífslíkur, hafi lengt í hengingarólinni, eins og stundum er sagt, en á heildina litið hefur hlutur landsbyggðar- innar stórlega versnað, ekki sízt hin allra síðustu árin, þrátt fyrir Atvinnutryggingarsjóð, Hlutafj ár- sjóð, Byggðastofnun og heit- strengingar í stjórnarsáttmálum. Trúlega á vandi strjálbýlis ræt- ur víða, ekki sízt vegna örra at- vinnulífs- og þjóðlífsbreytinga hins tæknivædda heims. Þegar grannt er gáð tengist vandi strjál- býlis ekki sízt afleitum starfsað- stæðum alls atvinnurekstrar í landinu; vanda, sem þungt hefur bitnað á iðnaðar- og sjávarútvegs- fyrirtækjum. Máske er mergurinn málsins sá að búa atvinnurekstri viðunandi rekstrar- og vaxtarskil- yrði. Kasta fyrir róða drjúgum eftirstöðvum hafta, skömmtunar og miðstýringar, sem samkeppnis- þjóðir hafa löngu sent út í bafs- auga. Það er ekki nóg að hrópa húrra fyrir þjóðarvakningu í ríkjum A-Evrópu, sem neita að 'veslast lengur upp í sósíalisma. Það þarf að lofta út sósíalismann í íslenzka hagkerfinu; senda hér- lend nátttröll hans í langt pólitískt orlof. Við aukum ekki framleiðni, þjóðarframleiðslu, þjóðartekjur eða velmegun með steinaldar- mönnum í brú þjóðarskútunnar. Víkverja þykir uggvænlegt að glugga í spár alþjóðastofn- ana um landsframleiðslu iðnríkja heims (OECD-ríkja) - borið sam- an við samdráttinn hér. Miðað við spár verður landsframleiðsla OECD-ríkja 19% meiri 1991 en 1986. A þessu fimm ára tímabili er hagvöxtur þeirra, á heildina lit- ið, 15% meiri en hér á landi. I rit- stjórnargrein Fréttabréfs íslenzkra iðnrekenda, A döfinni, en þangað er þessi samanburður sóttur, segir um þennan mismun, okkur í óhag: „Þetta er álíka og allt góðærið margumtalaða árin 1986 og 1987. Það munar um minna!“ Hagvöxtur í nálægum löndum er talinn verða nokkuð stöðugur næstu ár, um eða yfir 3% á ári. Ef við náum ekki hliðstæðum ár- angri - og það gerum við ekki nema með hliðstæðri hagstjórn og hliðstæðri samkeppnisstöðu íslenzks atvinnulífs - hljótum við að dragast enn lengra aftur úr þessum þjóðum í lífskjörum. Víkverji segir að það eigi að vera nr. eitt, tvö og þrjú í íslenzk- um þjóðmálum að skapa atvinn- ulífinu hér sömu skilyrði, rekstrar- lega, og erlendir samkeppnisaðilar búa við. Annars heldur atvinnu- leysið áfram að vaxa - og lífskjör- in að rýrna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.