Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 NÝ hreyfing rússneskra hægrimanna og þjóðernis- sinna hefúr skotið upp koll- inum í Sovétríkjunum á sama tíma og Míkhaíl Gorb- atsjov forseti hefúr mætt vaxandi þrýstingi frá þjóð- um, sem Rússar hafa drottn- að yfir, og frá harðlínu- mönnum í kommúnista- flokknum, sem geta ekki sætt sig við opnunarstefhu og endurskipulagningu. regiuna. Ungum manni, sem komi til Moskvu frá landsbyggðinni í leit að frægð og frama, standi all- ar dyr opnar, ef hann komi sér í mjúkinn hjá þessari klíku, sem hafi svo mikil áhrif í heimi íjöl- miðla, bókmennta, tónlistar, kvik- mynda og sjónvarps að hún eigi auðvelt með að útvega vinsamlega dóma. „Drepum gyðingana!“ Elztu hægrisamtökin eru Pamj- at (Minning). Þau stigu fyrst fram á sjónarsviðið laust eftir 1980 og voru þá hópur einkennisklæddra ribbalda. Yfirvöld létust ekki taka eftir þeim í fyrstu, en afstaða þeirra breyttist þegar þau gerðu sér grein fyrir því að stuðnings- menn samtakanna hötuðu komm- únista og mörg önnur „óþjóðleg öfl“ ekki síður en gyðinga. Pamjat stóð sig hins vegar illa í kosningun- um í fyrra og yfirvöld virðast hafa horfíð frá því ráði að banna sam- tökin og ákveðið í þess stað að ýta undir starfsemi annarra hópa, sem keppa við þau. Mörg ámóta samtök hafa því Stuðningsmenn Pamjat minn- ast fallinna úr stríðinu: Hafa fengið samkeppni frá öðrum hópum hægriöfgamanna. skotið upp kollinum á síðustu mán- uðum, þeirra á meðal Verka- mannafylkingin, Föðurland og Hið sameinaða ráð Rússlands. Allir þessir hópar vilja endurvekja rússneska föðurlandsást og gamalt gildismat, leggja áherzlu á lög og reglu og mótmæla misrétti, sem Rússar sæti annars staðar í Sov- étríkjunum. Þrátt fyrir þá sam- keppni, sem Pamjat hefur fengið, virðist stuðningsmönnum samtak- anna hafa fjölgað að undanförnu undir forystu Igors Sytsjovs og annarra. I janúar hrópuðu nokkrir ruddar „drepum Gyðinga" og lúskruðu á nokkrum frjálslyndum rithöfund- um, sem héldu fund í Rithöfunda- húsinu í Moskvu. Samkvæmt sum- um heimildum hótuðu þeir að koma með vélbyssur næst. Ótti hefur Nýju hægriöflin í hinum rússneska hluta Sovétríkj- anna eru afsprengi svip- aðrar þjóðarvakningar og gert hefur vart við sig meðal þjóða, sem eru Rússum undirgefnar í öðr- um landshlutum, og andlegrar kreppu, sem á rætur að rekja til vonbrigða með flokkinn, verkalýðs- félög og önnur opinber samtök. En þótt kommúnisminn hafí valdið von- brigðum vekur kapítalismi enga hrifningu. Gremju gætir í garð nýríkra manna, sem hafi ekki orðið efnaðir með heiðarlegri vinnu og eigin framtaki eða hugviti, heldur með því að svindla á sovézkum verkamönnum og með svartamark- aðsbraski (samkvæmt sumum heimildum eru 175.000 milljóna- mæringar í Sovétríkjunum). - Stöðugt meira ber á því að hinir einu sönnu Rússar fetti fingur út í erlend áhrif, tilraunir til að innleiða vestræna hætti, spillingu í efna- m hagsmálum og agaleysi og óstjóm, sem margir telja höf- uðeinkenni þeirra umbóta, - sem reynir að koma á. Gegn Gorbatsjov Hópar rússneskra hægrimanna gáfu nýlega út sameiginlega stefnuskrá fyrir bæjar- og héraðs- stjómakosningar, sem eiga að fara fram 4. marz. Þar kemur fram hörð gagnrýni á hnignandi siðgæð- isvitund, glæpi og áhættufyrir- tæki, sem ráðizt sé í með vest- rænni aðstoð og líkt er við „ný- lendustefnu í nýrri mynd“. Lagt er til að skorin verði upp herör gegn svartamarkaðsbröskurum og „mafíukóngum", sem hagnist á þessum glundroða, og að fyrsta skrefið verði að koma á fót sér- stakri Rússlandsdeild í Kommún- mm ERLEND wm hriwcsiA eftir Gudm. Halldórsson Gorbatsjov istaflokki Sovétríkjanna og að tryggja réttindi þeirra 50 milljóna Rússa, sem búa utan rússneska sovétlýðveldis- ins. Rússneska herraþjóðin virð- ist vera í varnar- stöðu og nýju rússnesku hægriöflin geta orðið Gorbatsjov skeinuhætt. Þau munu njóta stuðn- ings valdamikilla manna í komm- únistaflokknum og stjórnkerfinu, rithöfunda, vísindamanna og lista- manna og virðast hvarvetna mæta skilningi og velvild. Þau gefa út eigin bókmenntatímarit - Nasj Sovremeník (Samtímamaður okk- ar, sem rithöfundurinn Maxim Gorkíj stofnaði), Molodaja Gvardía (Ungi vörðurinn) og Moskva. Félög eða klúbbar ættjarðarvina hafa sprottið upp eins og gorkúlur. Sagnfræðingurinn Walter Laq- ueur, sem hefur m.a. skrifað um sögu hryðjuverka og deilumál ísra- elsmanna og araba og hér er aðai- lega stuðzt við, líkir félögum rússn- eskra ættjarðarvina við frímúrara- gripið um sig meðal menntamanna af gyðingaættum í Moskvu. Orð- rómur er á kreiki um að skipulagð- ar ofsóknir gegn gyðingum séu í uppsiglingu og pískrað er að þær muni hefjast 5. maí. Sá litli árangur, sem umbóta- stefna Gorbatsjovs hefur borið, hefur verið vatn á myllu hægri- manna. Þeir halda því fram að stefna Gorbatsjovs geri ástandið aðeins illt verra. Nýlega sagði hag- fræðingurinn Sergei Rodin að lög um eignarétt mundu „leiða til arð- ráns, stjómleysis og atvinnuleys- is“. Um leið kallaði hann miðstýr- ingu þá, sem Gorbatsjov reynir að draga úr, „mesta afrek siðmenn- ingarinnar." Þeir sem eru óánægð- ir með markaðshyggju Gorbatsjovs hafa hins vegar átt erfitt með að benda á aðrar leiðir. Óánægja í hernum Hægrisinnarnir reyna að afla sér stuðnings menntamanna, sem munu verða mest fyrir barðinu á verðhækkunum og uppsögnum, sem búizt er við að áætlun Gorb- atsjovs muni hafa í för með sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.