Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 ÆSKUMYNDIN... ERAF ÞORGILSIÓTTARIMATHIESEN ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Stefnufastur en twkkuð baldinn Dean Rusk íReykjavík Hann er í sviðsljósinu ásamt öðrum fremstu hand- knattleiksmönnum heims, sem keppa í heims- meistarakeppninni í Tékkóslóvakíu sem hefet um miðja viku. Hann er fyrirliði íslenska landsliðsins og leikreyndasti landsliðsmaður Islands firá upp- hafí. Hann heitir Þorgils Ottar og er Hafhfirðing- ur, fæddur í nautsmerkinu, þann 17. maí árið ^■962. Hann er sonur hjónanna Matthíasar Á. Mathiesen, alþingismanns og fyrrverandi ráð- herra, og Sigrúnar Þ. Mathiesen konu hans. Unn- usta Þorgils Óttars er Ingibjörg Kaldalóns. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og vinnur hjá Islandsbanka, en eins og sakir standa snýst allt um handboltann Þorgils Óttar hefur alla tíð búið í foreldrahúsum, á Hringbraut 59 í Hafnarfirði. Hann er yngstur þriggja systkina. Leiksvæði hans var framan af í hverfínu sjálfu og í hrauninu þar sem nú eru Hvamm- amir. Þar reistu bömin sér svoköll- uð „mosabú“, lítil hús með mosa- þaki hlaðin úr steinum með til- heyrandi götum sem litlir jeppar keyrðu um. En eftir 9 ára aldur hefur Þorgils Óttar að mestu haldið sig við einn leik, handboltann, þótt skátamir og trompetnám dreifðu huga hans um tíma. Það er í kringum handboltann sem vinir hans eiga auðveldast með að lýsa honum. „Hann þótti mjög ákveðinn. Hann var t.d. alveg ákveðinn í því að fara á línuna. I þá daga var mun alengara að menn ^gsru settir í þá stöðu,“ segir Krist- ján Arason, landsliðsmaður, vinur hans úr Hafnarfirði. Enn er þó deilt um þetta atriði meðal handboltamanna. Þeir eru hins vegar sammála um, að hvort sem hann var settur á línuna eða fór þangað sjálfviljugur, þá hafi strax komið í ljós bráðefnilegur leik- maður. Sérstaklega er þeim minnis- stætt hversu gott grip hann hafði og hversu auðvelt hann átti með að fá félaga sína til að spila upp á Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra og Dean Rusk í anddyri Háskólabiós. línuna, sem hingað til hafði ekki þótt merkiieg staða. Finnur Árna- son æskufélagi hans og nágranni minnist þess að Þorgils hafi snemma fengið félaga til að æfa með sér leikkerfi, sem miðuðust við fulla þátttöku línumanns. „Óttar var hinn mesti grallari. Hreint ótrúlegur á köflum," segir Jón Erling Ragnarsson sem bjó í sömu götu og Þorgils Óttar fyrstu árin. Þrátt fyrir skátana og íþrótta- mennskuna var hann sem sagt tölu- vert baldinn og fengu jafnvel kenn- ararnir í Öldutúnsskóla að finna fyrir því. Að minnsta kosti fengu bekkjarsystur hans sinn skammt þegar hann laumaði teiknibólum í stólana. „Ég held að pabbi hans hafi örugglega þurft að kippa í öxlina á honum nokkrum sinnum,“ segir Jón Erling. Þorgils Óttar hafði skap sem þjálfurum líkaði. Hann gafst aldrei upp og var mjög stundvís, jafnvel of stundvís, eins og einn vinur hans orðar það. Þeir sem þekktu hann telja þess vegna enga tilviljun að hann skyldi verða valinn fyrirliði í öllum flokkum. En stefnufestan kom snemma í ljós á öðrum sviðum, og þá sérstaklega varðandi stjórnmálin: Þorgils er sjálfstæðismaður og skipar þriðja sæti fyrir flokkinn fyrir bæjar- stjórnarkosningar í Hafnarfirði í vor. Það er heldur engin tilviljun: „Ég hef aldrei þekkt hann öðruvísi en sem gallharðan sjálfstæðis- mann,“ segir Kristján Arason. STUNDVÍS — JAFNVEL OF STUNDVÍS Vegfarendum í miðborg Reykjavíkur að morgni 25. júní 1968 brá nokkuð í brún er þeir mættu þáverandi ut- anríkisráðherra Banda- ríkjanna, Dean Rusk, á góðviðrisgöngu um bæ- inn. Rusk var staddur hér á landi vegna ráð- herrafundar NATO og fyrr um morguninn hafði hann setið fund í stjórnarráðinu með íslenskum ráða- mönnum. Að honum loknum átti Rusk að mæta á ráðherrafundinn í Háskólabíói og þar sem veður var hið fegursta, sólskin og norðan andvari, ákvað utanríkisráðherrann að ganga áleiðis. Hann gekk sem leið lá út á Lækjartorg og yfir Austurstræti og síðan suður Lækj- argötu. Ráðherrann stansaði við nokkra búðarglugga og loks dvaldi hann um stund og virti fyrir sér Tjörnina og endurnar. Hann gekk svo suður með Tjörninni, en við Hljómskálann fór hann inn í bifreið sína og hélt til ráðherrafundar- ins. Meðfylgjandi myndir voru tekn- ar af bandaríska utanríkisráðherr- anum á göngunni og eftir að hann kom til ráðherrafundarins í Há- skólabíói þar sem Bjarni heitinn Benediktsson, þáverandi forsætis- ráðherra, tók á móti honum. STARFIÐ BERGDÍSEGGERTSDÓTTIR UPPL ÝSINGAMIÐLARI 400 hríng- ingarádag „HINGAÐ hringir fólk á öllum aldri, allt frá börnum og upp í gamlingja. Þetta fólk er hvað- anæva af landinu, mestþó af höf- uðborgarsvæðinu og það er að leita af öllu milli himins og jarð- ar, fyrir sig persónulega eða fyrir Tinnustadi. Við fáum svona upp undir 400 hringingar á dag og er starf okkar símsvaranna fólgið í því að koma upplýsingum um vöru ogþjónustu til skila,“ segir Bergdís Éggertsdóttir, upplýs- ingamiðlari hjá Gulu linunni. Gula línan er til húsa við Ægis- götu 7, þriðju hæð. Þar er opið frá 9.00 til 18.00 á virkum dögum og svo á laugardögum frá 10.00 til 16.00 „Við erum tvær í föstu starfi við að svara í upplýs- ingasímann, ég og Sigrún. Auk okkar eru hér tveir til viðbótar sem hlaupa í símann þegar mikið er að gera. Sem dæmi get ég nefnt að nú hefur verið spurt um símann í sérstöku útibúi Búnaðarbankans, hver tæki að sér kúnststopp, náms- aðstoð fyrir nemendur í mennta- skóla, hvar hægt sé að kaupa rusla- tunnur, hveijir flyttu nýrnabaunir til landsins, hvar hægt sé að kaupa sumarhúsgögn og hvar hægt sé að fá iðnaðarmenn." ÞETTA SÖGDU ÞAU ÞÁ... Ellsworth Hunntington land- fræðingur við Yale-háskóla í bók sinni The character of races, (Eiginleikar kynþátta) 1924. Gottfólk að er sannkallaður gleði- boðskapur, hvernig eig inleikar úrvals forfeðra hafa leitað í ættir á íslandi, og hversu góður sá arfur er ennþá eftir þúsund ár. BÓKIN ÁNÁTTBORÐINU Guðrún Harpa Bjarnadótt- ir háskóla- nemi Eg er að lesa sígilda spænska skáldsögu sem heitir „Don Juan Tenorio“. Ég er reyndar á fyrsta ári í spænsku í Háskólanum og er þétta bókmenntaval í tengsl- um við námið. Því fylgja alls konar spænskar bókmenntir. Sigrún Ragnars- dóttir leik- listarkennari > Eg les mikið af svokölluðum vasabókum, en sem stendur er ég að lesa bók Vigdísar Grímsdóttur „Ég heiti ísbjörg — ég er ljón.“ Mér finnst hún mjög góð það sem af er lestrinum. Bókin fjall- ar um stúlku, sem situr í fangelsi og hefur verið ásökuð um eitthvað. Mér finnst þetta vera þroskasaga stúlku, sem er svolítið lítil í sér. Hún reynir að brynja sig með því að þykjast vera töff. PLATAN ÁFÓNINUM MYNDIN ÍTÆKINU Erna M. Einarsdótt- ir afgreiðslu- stúlka Platan, sem nú er.í fóninum hjá mér, heitir „Grand Piano Mix“. Ég er aðallega í því að hlusta á blandaða tónlist sem sett hefur verið saman í syrpur. Ég er með þijár svoleiðis hljómplötur heima og eru lögin ýmist leikin eða sung- in. Ég læt hinsvegar útvarpið nægja þegar mig langar að heyra íslenska tónlist. Hrund Ey- steinsdótt- ir lögfræði- nemi * Eg á ekki plötuspilara, en ég hlusta mikið á segulbands spólur. Upp á síðkastið hef ég verið að hlusta á nýja spólu með Tracy Chapman sem ber nafnið „Cross Roads". Helst hlusta ég á popptón- list — það sem er vinsælt hveiju sinni. Ég nota tónlistina aðallega til þess að slappa af á milli tarna í skólanum. Ég hef ekki tíma til annars. Vilborg Hjaltalín framhalds- skóianemi Bíddu nú við. Ætli ég hafi ekki séð gamanmyndina „Big bus iness“ síðast. Annars fer val mynd- anna mikið eftir því hvernig ég er upplögð. Mest horfi ég þó á það sem Stöð 2 hefur upp á að bjóða hverju sinni. Reynir Egg- ertsson framhalds- skólanemi Síðast sá ég myndina „Hættuleg sambönd" með Glen Close sem tilnefnd hefur verið til Óskarsverð- launa. Hún var mjög góð. Ég geri lítið af því að horfa á myndbönd hér í Reykjavík enda á ég ekkert tæki. Það er hinsvegar til mynd- bandstæki heima í Stykkishólmi og þar sinnir maður myndbandsgláp- inu meira. -+

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.