Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 C 23 IBIO Fyrir nokkrum árum fækkaði skyndilega barnasýningum klukkan þijú um helgar í Reykja- víkurbíóunum en nú eru þær komnar á fljúgandi fart aftur í flestum hús- unum. Er þetta hin ánægju- legasta þróun fyrir litlu krakkana en þeim gafst kostur á allt að tíu barnamyndum, teiknuð- um eða leiknum, um síðustu helgi. Ma þar nefna myndir eins og söguna um Heiðu og Oliver og félaga, Ungu ræningjana og Fyrstu ferðalangana og Undra- hundinn Benji. Þá hefur á undanförnum misser- um verið boðið uppá gömlu Disneyæfintýrin eins og Mjallhvíti og Öskubusku. Mikill kippur hefur komist í teiknimynda- gerð í Hollywood að undaförnu og er vonandi að yngsta kynslóðin fái að njóta hennar í fram- tíðinni. Stone gerir mynd um Morrison Bandaríski leikstjórinn Oliver Stone („Platoon") byijar tökur í næsta mánuði á bíómynd sem heitir einfald- iega „The Doors“ og er um poppgoðið Jim Morrison með Val Kilmer og Meg Ryan í hlutverkum Morrison-hjón- anna. „Jim Morrison var hetjan mín,“ segir Stone, „mitt átrúnaðargoð. Mér er það jafn minnisstætt þegar hann dó árið 1971 og þegar John F. Kennedy var skotinn - það var hryllingur. Ég dýrk- aði hann.“ Og seinna segir Stone: „Morrison fékkst við kynlíf og dauða og eiturlyf og lífið á þann hátt að það höfðaði til mín þegar ég var nýkominn heim frá Víet- nam.“ Stone hyggst ekki leggja þunga áherslu á eiturlyfja- neysluna heldur draga það fram að margt af því besta sem Morrison gerði, gerði hann undir lokin „eins og „L.A. Woman“ og það besta í ljóðagerðinni." Stone hyggst jafnframt framleiða aðra mynd sem tengist „The Doors“ þar sem Val Kilmer fer sennilega með aukahlutverk. Stone: Dýrkaði Morrison. Morrison; Oli- ver Stone-mynd. Coppola á kúpunni Bandaríski leikstjórinn, Francis Ford Coppola, sem nú er stadd- ur á Ítalíu að kvikmynda Guðföðurinn III, hefur beðið um greiðslustöðvun fyrir sig og Zoetrope kvikmyndaverið sitt en Copp- ola hefur löngum átt í fjárhagsvandræðum og sérstaklega eftir megaskellinn „One From the Heart" árið 1981. Skuldimar nema um 30 milljón dollum en þær sex millur sem Coppola fær sem handritshöfundur, framleiðandi og leikstjóri Guðföðurins III ættu að geta leyst einhvem hans vanda. Hann hefur að undanförnu verið á Ítalíu við upptök- ur á myndinni en í þessum síðasta hluta, sem gerist nánast í nútímanum, er Ai Pacino - sagður óþekkjanlegur sem hinn aldni Don Michael Corleone - að reyna að gerast iög- mætur þegar hann kemst að því að einhver hefur rænt innistæður Corleone- fjölskyldunnar í Vatikan-bankanum. Andy Garcia leikur frænda hans, son Sonnys, og er jafn ofbeldisfullur og pabbinn var. Ef Coppola hefur verið svo snjali að semja um prósentur af tekjum myndarinnar er ljóst að hann getur gert lánardrottnum sinum til- boð sem þeir geta ekki hafnað. Ef ekki . . . Coppola; allt er þegar þrennt er. Jessica Tandy og Morgan Freeman í „Driving Miss Daisy"; kom öllum á óvart. EKIÐ MEÐ DAISY Þetta er gamla sagan. Öll stóru kvikmyndaverin í Hollywood höfnuðu hug- myndinni og sum tvisvar. En myndin var auðvitað gerð þrátt fyrir það og svo vildi til að hún náði efsta sæti vinsældalistans í Banda- ríkjunum í janúar en það sem meira er um vert; hún var útnefnd til níu Óskarsverð- launa. Ekið með Daisy eða „Driv- ing Miss Daisy“ hefur komið öllum á óvart. Aðalleikararn- ir Jessica Tandy og Morgan Freeman, þótt góðir séu, eru varla stórstjömur, leikstjór- inn Bruce Beresford hefur átt skrykkjóttan feril í Holly- wood frá því hann flutti frá Ástralíu og efnið sjálft, sam- skipti aldinnar suðum'kja- konu við svertingjann bílstjórann sinn, er varla neitt sem fólk ætti að hópast á. En það sannast hér enn einu sinni að aldrei er hægt að sjá fyrir hvaða myndir ganga í fólk og hveijar ekki. Myndin er gerð eftir Pul: itzer-leikriti Alfred Uhry, gerist í Suðurríkjunum eftir seinni heimsstyrjöldina og lýsir 25 árum í lífum Daisy (Tandy, sem sjálf er 82, eld- ist frá 72 árum í 97 í mynd- inni) og einkabílstjóra henn- ar, Hoke Có'lburn (Morgan Freeman, en gagnrýnandinn Pauiine Kael hefur sagt að hann sé besti kvikmyndaleik- ari Bandaríkjanna í dag) og rekur um leið þær breytingar sem verða á samskiptum svartra og hvítra í Suðurríkj- unum á þessum árum. Dan Aykroyd fer einnig með hlutverk í myndinni sem Boolie, sonur Daisy. Laugarásbíó hefur tryggt sér sýningarréttinn á mynd- inni. KVIKMYNDIR"'™ Hver eruþessi böm náttúrunnarf HEIM íHEIÐARDALINN eftir Arnald Indriðason Hugmyndin er orðin nokkuð gömul og hún var alltaf aftar lega á óska- lista Friðriks Þórs Friðriks- sonar kvikmyndagerðar- ____ manns. Hann fékk hana árið 1976 og hún þróað- ist með honum við gerð Eld- smiðsins í. upphafi níu'nda áratugarins en varð ekki að handriti fyrr en 1987 í samvinnu við skóla- bróður Friðriks Þórs frá því í 9 ára bekk og vin, Einar Má Guðmundsson rithöf- und. Og í ár verður hug- myndin að bíómynd með 25 milljón króna styrk frá Kvikmyndasjóði. Börn náttúrunnar á hún að heita. „Laxness er örlagavaldur í lífi sérhvers Islendings og kveikjan að því að maður gerir myndir eins og um Eldsmiðinn eða um Hall- björn í Kúrekum norðursins má jafnvel rekja til áhrifa frá honum,“ segir Friðrik Þór í viðtali á heimili sínu í Reykjavík minntur á skyld- leika heitisins við fyrstu skáldsögu Halldórs Lax- ness.„Maður setur oft til- vitnanir í aðrar bíómyndir í myndirnar sínar og nafn- giftin er af þeim meiði. Það byijaði sem vinnutitill og við vorum ekkert að breyta því.“ Friðrik Þór hafði áður lýst myndinni meira í gríni en alvöru sem framhaldi af Landi og sonum en Börn náttúrunnar fjallar um fólk sem ferðast úr Reykjavík og vitjar átthaganna, sem komnir eru í eyði. Hann segir myndina koma í rök- réttu framhaldi af Skyttun- um. Báðar kallar hann þær flökkulífsmyndir eða vega- myndir og báðar koma þær að einhveiju leyti inná dauð- ann. „Þetta eru alls ekki ólíkar myndir nema núna eru aðalpersónurnar gaml- ar. Það er sjaldan sem fjall- að er um gamalt fólk i bíó- myndum og þess vegna gef- ur myndin tækifæri til að gera tilraunir með alveg nýja hluti.“ Áætlað er að tökur hefjist í júlí í sumar og standa þær yfir í tvo mánuði í Reykjavík, norður á Höfða á Höfðaströnd og vestur á Hornströndum. Handritið gerir ráð fyrir tveimur aðal- persónum á efri árum enx ekki hefur verið ráðið í lilut- verkin. Að auki er fjöldi aukapersóna, flestar gaml- ar. Tæknimenn hafa heldur ekki verið ráðnir enda stutt síðan ljóst varð að myndin yrði örugglega gerð. Friðrik Þór reiknar með að hún komi til með að kosta 42 milljónir, sem hann segir að sé lágmarksverð á ódýrri mynd úr samtímanum, en hann á von á viðbótarfjár- magni frá aðilum í Þýska- landi. Hann býst við að myndin verði tilbúin til sýn- inga um næstu jól. En er Friðrik Þór stein- hættur að gera ódýrar til- raunamyndir eins og Hring- inn og Brennu-Njáls sögu, sem ásamt heimildarmynd- um eins og Eldsmiðurinn og Bubbi í 10 ár Friðrik Þór hyggst ljúka við gerð heimild- ar myndar um poppsöngvarann Bubba Morthens í haust og setja hana í bió en hann hefur skrásett feril hans á filmu und- anfarin tíu ár. Síðasta upptakan í safnið fór fram á Borginni í desember sl. og a.m.k. ein á eftir að bætast við áður en heimildar- myndinni er lokið. Alls hefur Friðrik Þór, sem sjálfur er framleiðandi myndarinnar, tekið upp sam- anlagt 300 mínútur af efni með Bubba frá því ferill söngvarans hófst en þær verða klipptar oní um 90 mínútur eða í bíómynda- lengd ásamt viðtölum við þá sem tengjast ferli söngvaranæ Hugmyndin þróast; með Eldsmiðnum Sigurði Fil- ipussyni við gerð heimildar myndarinnar árið 1981. Skytturnar; „rökrétt framhald.“ Rokk í Reyþjavík báru hróð- ur hans uppi i byijun níunda áratugarins? „Nei, ég vil ekki segja að ég sé hættur að gera tilraunamyndir. Það blunda í mér fullt af hug- myndum, sem ég á annað- hvort eftir að nota sem at- riði í myndum eða í stærri verk.“ ■ ROB REINER (Þegar Harry hitti Sally) er kannski ólíklegur hrollvekjusmiður en næsta mynd hans verður þó eftir sögu Stephens Kings sem komið hefur út á íslensku undir heitinu Eymd. Segir hún frá rithöf- undi í klóm geðveiks aðdá- anda en James Caan leikur höfundinn. Handritið gerir sá trausti William Gold- man. ■ „ONCE AROUND“ er heitið á fýrstu Hollywood- mynd Svíans Lasse Hall- ström (Hundalíf). Myndinni er lýst sem nútíma rómantík en með aðalhlutverkin f ara Richard Dreyftiss og Holly Hunter, þau sömu og eru í nýjustu Spielberg-mynd- inni, „Always“. ■ NÝJASTA MYND breska leikstjórans John Schlesingers er með Mel- anie Griffith í hlutverki konu sem leigir íbúðina sína um tíma og þegar hún snýr aftur stríðir leigjandinri, leikinn af Michael Keaton, henni með hrollvekjandi brögðum. ■ BRÆÐURNIR Joel og Ethan Coen („Raising Arizona") eru búnir að gera nýja mynd sem heitir „Mill- er’s Crossing" og gerist hún í bófastríðunum í Bandaríkjunum undir lok þriðja áratugarins. Hér er að sjálfsögðu um grínmynd að ræða en með aðalhlut- verkin fara Albert Finney og Gabriel Byrne. Skemmtileg hlutverkaskip- an það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.