Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 C 13 Grísk-kaþólsk messa í Moskvu: Það sem sameinar er föður- landsást og tortryggni í garð stjórn- málamanna. Þjóðernissinnar í kröfugöngu í Síberíu: Kvarta yfir erlendum áhrif- um, vestrænum hugmyndum og spill- ingu. Margt bendir til þess að Verka- mannafylkingin reyni að hagnast á vaxandi ólgu í sovézka heraflan- um, sem stafar af niðurskurði her- útgjalda og óánægju vegna þess að hernum er beitt til að bæla nið- ur óeirðir. Hægrimenn neita því að þeir séu eins öflugir og andstæðingar þeirra telja að þeir séu. Þeir kvarta yfir því að þeir séu félitlir, fái ekki aðgang að sjónvarpi og eigi enga stuðningsmenn í æðstu forystunni. Að sögn Newsweek styðja flestir hægrimenn Jegor Lígatsjov, sem margir telja harðasta andstæðing Gorbatsjovs í stjórnmálaráðinu, en þótt hann skipi sérstakan sess í hugum þeirra telja þeir að hann hafi fengið slæmt orðNá sig. Leiðtogi flokksins í Leníngrad, Borís Gidaspov, sem hefur ýtt und- ir hávær götumótmæli íhalds- manna í borg sinni, er talinn of mikill nýgræðingur til að geta boð- ið Gorbatsjov birginn. Hægrimenn telja litla von til þess að þeir geti komið Gorbatsjov á kné og óttast að hann muni taka sér aukin völd, ef til vill með því að stjórna með tilskipunum, en þeir geta grafið undan völdum hans. Rússnesk ættjarðarást sameinar gamaldags keisarasinna og kerfís- þjóna kommúnista. Ein helzta gróðrarstía hinnar nýju þjóðernis- hyggju er rithöfundasamband Rússneska sovétlýðveldisins, sem hefur hvatt til átaks til varnar rússneskri tungu og menningu. Félagar þess óttast að umbætur Gorþatsjovs í vestrænum anda kunni að tortíma andlegri arfleifð Rússlands. Andúð á Rússum? Stærðfræðingurinn ígor Sjaf- arevitsj hefur skrifað langa ritgerð Lígatsjov: marxistinn sem dáir rit- höfunda til hægri. um „Rússafælni“ og heldur því fram að opnunarstefnan hafi orðið kveikja hatrammra árása á rússn- eska menningu. Hann segir að þeir sem staðið hafi fyrir þessari gagnrýni „láti sig dreyma um að breyta Rússlandi í vélmenni, sem sé gersneytt öllum mannlegum ein- kennum". Að hans sögn hafa vest- rænir sagnfræðingar og nokkrir rússneskir höfundar vísvitandi reynt að sverta sögu Rússa og sýna að þeir hafi verið frumstæð- ir, grimmir, einræðishneigðir og ómóttækilegir fyrir allri menningu. Sjafarevitsj telur að nær allir rússneskir byltingarsinnar síðan á síðustu öld hafi verið haldnir þess- ari „Rússafælni“. Þó telur hann að þessir slóttugu og fjandsamlegu gagnrýnendur hafi að langmestu leyti verið gyðingar, enda hefur andúð á þeim alltaf verið samofin rússneskri þjóðernishyggju, og nefnir meðal annarra skáldið Heinrich Heine og hershöfðingjann og utanríkisráðherrann George Marshall. Sjafarevitsj segist ekki munu deyja rólegur fyrr en hann hafi komið rússnesku þjóðinni í skilning um þetta. í júlí í fyrra sagði Sjafarevitsj í tímaritinu Novy Mír að Rússar ættu ekki að h'kja eftir lífsháttum vestrænna þjóða, því að þær væru staddar í miðri andlegri kreppu, sem mundi leiða til þjóðfélags- hörmunga. Hann fór háðulegum orðum um trú Vesturlandabúa á framfarir og gagnrýndi Banda- ríkjamenn fyrir að arðræna þjóðir í öðrum heimshlutum til að halda uppi óeðlilega háum lífskjörum. Þrátt fyrir þetta er Sjafarevitsj harðvítugur andstæðingur komm- únista og gagnrýni hans á Banda- ríkjamenn og frjálslyndi kemur frá hægri. Hann viðurkennir að vest- rænt fijálslyndi hafi átt mikinn þátt í að útbreiða mannúðarstefnu, en bendir á að frjálslyndir og fram- farasinnaðir menntamenn á Vest- urlöndum, þeirra á meðal G.B. Shaw, H.G. Wells, Albert Einstein og Upton Sinclair, hafi ekki viljað mótmæla ógnarstjórn Stalíns. Fijálslyndir Vesturlandabúar hafi ekki látið til sín heyra fyrr en ástandið hafi lagazt eftir dauða Stalíns og það sé enn eitt dæmi þess að þeir hafi raunverulega ekki stjórnazt af andúð á stalín- isma heldur „Rússafælni“. „Djöfulleg öfl“ Nýlega hvatti Sjafarevitsj til þess í viðtali við tímaritið Knízhnoe Obozreníe (Yfírlit um bækur) að gefin yrðu út verk eftir útlægan, rússneskan höfund, ívan Solonev- itsj, sem beitti sér fyrir stofnun „þjóðfélagslegs konungsríkis“ í Rússlandi. Laqueur segir að Sjaf- arevitsj hafi þagað um að Solonev- itsj hafi ekki átt við Svíþjóð, Noreg eða Danmörku og verið einn ákaf- asti samverkamaður þýzkra naz- ista á sínum tíma. Laqueur spyr því hvort Sjafarev- itsj sé ■ að feta í fótspor mikil- hæfra, þýzkra vísindamanna, sem hafi trúað því að Adolf Hitler hafi verið merkasti Þjóðveiji allra tíma. Sjafarevitsj, sem er rúmlega sex- tugur, hefur komið fram í sjón- varpi og Laqueur lýsir honum þannig að hann sé óðamála og andstuttur, en enginn lýðskrumari, sviplítill ræðumaður og kannski sérvitringur, en enginn fasisti. „Ef til vill er rétt hjá honum að vara við töku milljarðalána á Vest- urlöndum,“ segir Laqueur. „Ef til vill verður Rússland eins og hvert annað Suður-Ameríkuríki, ef líkt verður eftir vestrænum stofnun- um, eins og Sjafarevitsj kemst að orði. En hvaða aðra, trúarlega, þjóðlega leið bendir hann á óbeinlínis? íran?“ Rithöfundurinn Míkhaíl Leontíev hefur sagt í vikublaðinu Atmoda í Ríga að kenningar hægriöfgamanna byggist að miklu leyti á ótta við „djöfulleg öfl“, sem grafi undan öllu því sem sé rúss- neskum ættjarðarvinum heilagt, arðræni alþýðuna, komi á fót maf- íum úti á landsbyggðinni til að' spilla lýðnum og æsi til úlfúðar milli byggðarlaga. Forystumenn á borð við Míkhaíl Gorbatsjov og Alexander Jakolev séu einungis strengjabrúður alþjóðlegra fjár- málafyrirtækja og milljarðamær- inga í þjónustu zíonisma. Hægrimenn benda í síauknum mæli á Pjotr Stolypín, hæfasta stjórnmálaleiðtoga síðustu ára keisarastjórnarinnar, sem var myrtur 1911. Rithöfundurinn Alexander Solzjenítsyn hefur hafið Stolypín til skýjanna og nýtur sjálf- ur virðingar og hylli og til hans er oft vitnað. Á erfíðleikaárum sínum sætti hann gagnrýni fyrir landráð frá mönnum lengst til hægri, en álit þeirra hefur breytzt á síðustu tveimur árum, kannski vegna vinsamlegra skrifa hans um Stolypín. í útrýmingarhættu? Stjórnmálaráðsfulltrúinn Jegor Lígatsjov er mikill aðdáandi rithöf- unda til hægri og er í mörgum atriðum sammála gagnrýni þeirra á skaðleg, „fijálslynd“ áhrif í pólitísku og andlegu lífi Sovétríkj- anna. En þar sem hann er gamall kommúnisti á hann fullt í fangi með að lýsa yfir heilshugar stuðn- ingi við hreyfingu, sem er í algerri andstöðu við marxisma. Laqueur segir að kenning nýju hægrihreyfingarinnar sé í aðalat- riðum á þessa leið: Rússneska þjóð- in er smátt og smátt að verða að útlendingum í eigin landi og er í líffræðilegri og menningarlegri út- rýmingarhættu. Geysislóttugur óvinur hefur ákveðið að tortíma rússnesku þjóðinni, hefðum hennar og menningu. Ovinirnir eru fyrst og fremst trotzkýistar, zíonistar og frímúrarar, en einnig sagnfræð- ingar andsnúnir stalínisma, fijáls- lyndir skáldsagnahöfundar og leik- skáld og baráttumenn perestrojku, sem láti sig dreyma um að koma aftur á kapítalisma í Rússlandi. Leontíev segir í áðurnefndri grein: „Hættan á fasistabyltinu eykst dag frá degi í landi okkar, af því að hreyfing fasista nær ekki einungis til unglinga, sem hafa fyllzt hugljómun og skreyta leður- jakka sína hakakrossum, heldur til skapandi og tæknimenntaðra menntamanna. Áhrifa þessarar samstöðu gætir í vaxandi mæli í stjórn hins pólitíska valdakerf- is . . .“ Rússneskir þjóðernissinnar hafa brugðizt hart við ásökunum um að þeir séu „uppljóstrarar", „fasist- ar“ eða „hálffasistar“ og hafa vísað þeim eindregið á bug. En Laquer segir að málstaður þeirra væri betri, ef ferill þeirra væri ekki held- ur skuggalegur, og bendir á áskor- anir frá þeim til KGB og annarra stofnana um að „gripið verði til ráðstafana“ gegn „fijálslyndiss- innum“ og „heimsborgurum". TVær fylkingar Laqueur skiptir þessum „Rússa- flokki“ í tvær fylkingar út frá sögulegum forsendum. Annars vegar standi rússneskir þjóðernis- sinnar, sem skreyti heimili sín helgitáknum, íkonum, og myndum af Pjotr Stolypín. Þeir hafi enga samúð með Karli Marx, sem skrif- aði illkvittnislega um sögu Rúss- lands, og hafi andúð á Lenín, sem hafi verið rótslitinn Rússi og látið sér á sama standa um fornar rússneskar hefðir. Hins vegar standi „nýstalínistar", sem Laque- ur segir að kæri sig kollótta um öll helgitákn og „gamlar kerlingar í gömlum þorpum“. Stolypín sé „böðullinn“ í þeirra augum og bannlýstur. Af tvennu illu mundu þeir heldur láta drepa sig en sjást í kirkju. Ágreiningurinn er svo alvarleg- ur að hann veldur klofningi, en Laqueur telur að þrennt sameini hinn nýja „Itússaflokk", sem hann kallar svo: „Lýðhyggja“ hans (póp- úlismi), sú sannfæring að ekkert lýðveldi Sovétríkjanna hafí sætt jafnmiklu misrétti og hið rússneska og barátta hans gegn „Rússa- fælni“. Laqueur segir að rússnesku þjóðernissinnarnir hafi smám sam- an neyðzt til að sætta sig við að ekki sé unnt að breyta afleiðingum hins mikla áfalls, sem byltingin 1917 hafi verið þeim. Þeir hafi aldrei beitt sér fyrir kapítalisma og eigi því tiltölulega auðvelt með að fylkja sér um „lýðhyggju“, sem sé í andstöðu við perestrojku Gor- batsjovs, markaðshyggju og einka- framtak. Þessu fylgi andúð á menntamönnum, tóntegundalausri nútímatónlist, Freud, Einstein, Franz Kafka og mestallri hámenn- ingu og lágmenningu Vesturlanda undanfarinna hundrað ára. Að sögn Laquers gætir nokkurra ofsóknarhugmynda í þessari nýju rússnesku hugsjónafræði. Uppr- una hennar sé að leita í liðnum þjóðargorgeir, sem hafi verið sagð- ur innblásinn mannúðarstefnu og guðstrú, en mengazt af hugsunar- hætti Stalínstímans. Nú sé fólk af þessu sauðahúsi . fjandsamlegt Stalín, en þó sé það afsprengi vald- atíma hans. Ein helzta kenning þess tíma hafi verið á þá leið að stórbrotin samsæri gegn Sovét- Rússlandi væru í uppsiglingu. Andleg einangrun Eitt annað aðaleinkenni lífsins í Rússlandi Stalíns var andleg ein- angrun. Rússar hafa misst af tæpri einni öld andlegrar framþróunar í ’heiminum, segir Laqueur. Núna eru þeir allt í einu að uppgötva alls konar hugsuði, sem hafa farið fram hjá þeim, vinstrisinna, hægri- sinna og miðjumenn - Arnold To- ynbee, Jean-Paul Sartre, Hans Freyer, raunspekinga, háspekinga, íhaldsmenn og móttæklinga. En þeir vita ekkert hvað þessir spek- ingar eiga sameiginlegt og hvað ekki, hveijir skipta máli og hveijir ekki. Til dæmis trúir Sjafarevitsj því í raun og veru að sögn Laqueurs að viðhorf tveggja gamalla, brezkra vinstriblaða, Nation og New Statesman, til Stalíns og vald- atíma hans hafi endurspeglað skoðanir allra eða flestra fijáls- lyndra Vesturlandabúa. Hann og aðrir af sama sauðahúsi viti lítið um viðbrögð manna á Vesturlönd- um við Moskvu-réttarhöldunum og ógnarstjórn Stalíns (þótt þeir kannist við bók Feuchtwángers, Moskva 1937). Þeir vilji heldur trúa því að stalínisminn hafi verið andlegt fyrirbæri, sem hafí náð til alls heimsins. Þessi kenning hafði marga kosti að sögn Laqueurs: Hvers vegna að skella allri skuld- inni á sovézku þjóðina, úr því að allur heimurinn klappaði fyrir Stalín líka? Nú standa Sovétríkin andspænis nokkurs konar andlegu tómarúmi að dómi Laqueurs. Marxisminn- lenínisminn sé enn ríkistrú, en engin raunveruleg sannfæring búi á bak við hann. Hann spyr hvað tekið geti við af honum. Kenningar Sjafarevitsjs komi vissulega til greina og sumir telji að þær einar komi til greina, þótt hann sé ekki sama sinnis. Sjafarevitsj talar ekki fyrir dauf- um eyrum og er ekkert sérstaklega öfgafullur að dómi Laqueurs. Hann spyr hvaða pólitísku þýðingu skoð- anir hans hafi. Hann viðurkennir að þær fái hljómgrunn meðal sumra hópa Rússa og telur að þær muni fá byr í seglin, ef umbóta- sinnar verði fyrir meiriháttar áfalli. Stuðningsmenn fijálslyndis í Moskvu og annars staðar óttist að ekki þurfi að spyija hvort heldur hvenær afturhaldsöflin muni ná yfirhöndinni í Rússlandi. Rétt sé að alvarleg kreppa ríki í Sovétríkj- unum, andleg ekki síður en pólitísk og efnahagsleg, en sem betur fer sé ekkert „Greshams-lögmál“ til í sagnfræði (þ.e. að „vondir pening- ar [verðlausir] ryðji burtu góðum peningum“).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.