Morgunblaðið - 24.04.1990, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 1990
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
Tunnurnar með efnaúrgangi grafiiar upp á lóð Steinullarverksmiðjunnar. Framkvæmdasljóri verk-
smiðjunnar hefiir gagnrýnt yfirvöld fyrir það hvernig að uppgreftrinum var staðið.
Bæjarsljórn heimilaði Steinullarverksmiðjunni að urða;
Alltaf farið eftir reglum
varðandi úrgangseftii
- segir Einar Einarsson framkvæmdastjóri
Sauðárkróki.
LJÓST er að bæjaryfirvöld á Sauðárkróki ásamt Hollustuvernd
gáfti á sinum tíma heimild til urðunar úrgangsefiia á lóð Steinull-
arverksmiðjunnar á Sauðárkróki. í samtali við Einar Einarsson,
framkvæmdasljóra verksmiðjunnar, kom fram að hann telur að
alltaf hafi verið farið í fyllsta máta eftir þeim reglum sem settar
hafa verið hverju sinni varðandi úrgang og annað það sem frá
verksmiðjunni kemur.
Einar sagði að það hlyti hins
vegar að orka tvímælis og væri
nánast með ólíkindum hvemig að
því hafí verið staðið að kanna
hvað lægi að baki þeirri fullyrð-
ingu að hættuleg úrgangsefni
væru grafin innan lóðamarka
verksmiðjunnar.
Taldi Einar að eðlileg viðbrögð
við fréttum um málið hefðu verið
að leita svara við því hjá réttum
aðilum hvort þær væru tilhæfu-
lausar eða hefði við rök að styðj-
ast. Síðan hefði mátt, í ljósi þeirra
svara, meta það hvort ástæða
væri til svo róttækra aðgerða að
grafa upp lóð verksmiðjunnar með
þeim stórvirku tækjum sem notuð
voru. Að öðru leyti vildi Einar
ekki tjá sig um þessi mál og taldi
eðlilegt að aðilar ræddu saman á
fundi, sem fyrirhugaður er í dag
kl. 15.
Sagðist Einar vonast til þess
að þar mættu fulltrúar frá Holl-
ustuvemd, lögregluyfirvöldum
svo og heilbrigðisfulltrúi ásamt
fulltrúum Sauðárkrókskaupstaðar
og stjómar Steinullarverksmiðj-
unnar. Eftir þann fund ættu mál
væntanlega að hafa skýrst svo
að hægt væri að gera sér grein
fyrir framvindu málsins.
BB
Sambandið:
Reglugerð um almannavarnir ekki íramfylgt:
Viðvörunarkerfi
eru aðeins í þrem-
ur byggðarlögum
Vesturhluti Grafarvogs og Ártúnsholt
í Reykjavík án almannavarnaflautu
Almannavarnaflautur er aðeins að finna í Reykjavík, Kópavogi og
á Seltjarnarnesi, þrátt fyrir að i reglugerð samkvæmt almannavarna-
lögum, sem ríkisstjórnin gaf út 1969, eigi að vera hljóðviðvörunarkerfi
í öllum bæjum með yfir 2.000 íbúa. Að sögn Guðjóns Petersen, fram-
kvæmdastjóra Almannavarna ríkisins, hefur fjárveitingavaldið ekki
samþykkt tillögur Almannavarna um frekari útbreiðslu viðvörunar-
kerfisins.
„Hljóðviðvörunarkerfið á höfuð-
borgarsvæðinu er að stofni til frá
áttunda áratugnum. Það má segja
að engin þróun hafi verið í uppbygg-
ingu viðvörunarkerfis frá 1980, eða
í 10 ár,“ sagði Guðjón í samtali við
Morgunblaðið í gær. „Árið 1985
skilaði þingkjörin nefnd áliti um efl-
ingu almannavama, og í því
nefndaráliti var meðal annars kveðið
á um markvissa uppbyggingu við-
vörunarkerfa í landinu. Við höfum
í fjárlagatillögum okkar á öllu þessu
tímabili lagt til að þessum tillögum
væri fylgt, en því hefur ávallt verið
hafnað." Guðjón sagði að áætlun
Almannavarna um að þétta kerfið í
Reykjavík og bæta við flautum í
Garðabæ og Hafnarfirði væri talin
kosta um 12 milljónir króna.
Að sögn Guðjóns er enn ekkert
viðvörunarkerfi í nýja hverfinu á
Ártúnsholti í Reykjavík, og ekkert í
vestari hluta Grafarvogshverfis. Að
auki eru ýmis svæði í borginni, þar
sem illa heyrist í flautunum. í Hóla-
hverfi í Breiðholti og eldri hluta
Grafarvogs eru flautur af nýrri gerð,
sem verið er að gera tilraunir með.
„Við höfum þessar flautur að láni
og höfum ekki einu sinni haft pen-
inga til að kaupa þær,“ sagði Guð-
jón. „Þetta er kerfi, sem er alveg
nýtt á markaðnum, og við höfum
hug á að byggja upp ef fáum heim-
ild til. Þessar flautur hafa þá eigin-
leika, að við getum flautað þeim og
talað til íbúanna í gegn um þær líka.
Það er mjög heppilegt til dæmis í
alls konar mengunarslysum og stað-
bundnum áföllum."
— Hefðu íbúar í Grafarvogi ekki
allir heyrt í almannavamaflautum,
þótt ákveðið hefði að senda út við-
vörun vegna óhappsins í Áburðar-
verksmiðjunni?
„Það hefði ekki mátt treysta því.
Þegar flautað er á svona stóru svæði
í þeim veðurskilyrðum hefðu allir
sem voru utan dyra heyrt það, en
ekki þeir sem voru inni í vestari hluta
hverfisins. Það var stillt veður á
þessum tíma, þannig að hljóðdreifing
hefði átt að geta verið nokkuð góð.
En það er náttúrulega alveg undir
hælinn lagt. Það var tilviljun að veð-
ur var gott,“ sagði Guðjón.
Sjá frásögn af borgarafiindi í
Grafarvogi, bls. 18.
Arnarflug:
Samkomu-
lag tekist um
greiðslu flug-
vallarskatts
ARNARFLUG hefur samið um
greiðslu innheimts flugvallar-
skatts, en félagið hafði fengið
lokafrest til 30. apríl til að greiða
skattinn. Að sögn Kristins Sig-
tryggssonar hefur hluti flugvall-
arskattsins þegar verið greiddur,
en hann nam samtals um þrem
milljónum króna.
Rætt um að brjota rekstur-
inn upp í sjálfctæð hlutafélög
SKIPULAGSBREYTINGAR hjá Sambandi íslenskra samvinnufé-
laga eru á nýjan leik til umræðu meðal forsvarsmanna Sambands-
ins, í þá veru að breyta deildum Sambandsins í hlutafélög. Þannig
mætti ná inn auknu Qármagni í reksturinn, að mati Ólafs Sverris-
sonar, formanns Sambandsstjómar. „Við erum að ræða allsheijar-
skipulagsbreytingar á Sambandinu,“ sagði Ólafur. „Eg er afskap-
lega hlynntur því að skoða hugmyndir að skipulagsbreytingum,"
sagði Guðjón B. Ólafsson forstjóri. Guðjón kvaðst ekki geta tjáð
sig efnislega úm þær hugmyndir sem nú væru til umræðu enda
yrðu þær ekki formlega kynntar stjórn Sambandsins fyrr en á
fiindi hennar 11. maí nk.
til sín nýtt fjármagn, sem er fullt
tilefni til þess að skoða þetta mál
af fyllstu alvöru. Hvort þetta gæti
leyst allan okkar vanda, eða nægi-
lega stóran hluta hans, er svo eft-
ir að sjá.“
Tæknimaður frá Arnarflugi er nú
í Kanada að fylgjast með skoðun á
Boeing 373-200-vél í eigu
bandarísks flugfélags, sem Arnar-
flug hefur tekið á leigu til tveggja
ára frá og með næstu mánaðamót-
um, en vélin hefur undanfarið verið
í verkefnum í Kanada. Leigusamn-
ingur Arnarflugs við bandaríska
flugfélagið Carnival Airlines rennur
út um mánaðamótin, og sagði Krist-
inn að allur ágreiningur um greiðslu-
fyrirkomulag vegna samningsins
hefði nú verið leystur.
Aðalfundur Verslunarbankans:
Tillögur um nýja menn
í sljóm og margfeldiskj ör
Á aðalfundi Eignarhaldsfélags Verslunarbankans á laugardag munu
formenn samtaka verslunarinnar leggja til að Einar Sveinsson fram-
kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, Haraldur Haraldsson formaður Félags
íslenskra stórkaupmanna, og Þorvaldur Guðmundsson forsljóri taki
sæti í stjórn félagsins. Jóhann J. Ólafsson formaður Verslunarráðs stað-
festi þetta við Morgunblaðið í gær.
Ólafur sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að ef af svona
skipulagsbreytingum yrði, þyrfti
að fjalla um þær á tveimur aðal-
fundum Sambandsins. „Fyrri um-
ræðan gæti því farið fram á aðal-
fundi Sambandsins í byijun júní,“
sagði Ólafur.
Rætt er um að breyta skipa-
deild Sambandsins í hlutafélag,
svo og sjávarafurðadeild, búvöru-
deild og jafnvel verslunardeild.
Ólafur sagði að ekki væri farið
að ræða það enn, hvort hlutabréf
yrðu boðin á almennum markaði.
En ef til þess kæmi, t.d. varðandi
hlutabréf í sjávarafurðadeild, sætu
þeir fyrir, sem væru í viðskiptum
við deildina:....................
Aðspurður hvaða vanda hann
teldi að slík skipulagsbreyting
leysti fyrir Sambandið svaraði
Ólafur: „Þetta er í raun og veru
framhald þeirra skipulagstillagna
sem voru til meðferðar í fyrra,
nema hvað nú er fremur rætt um
hlutafélagsfyrirkomulagið en sam-
vinnufélagsformið. Það má því
segja að þessar nýju hugmyndir
gangi ívið lengra en þær gömlu.
Hlutafélagsformið opnar mögu-
leika á því að ná nýju fjármagni
inn í reksturinn. Mönnum er veitt-
ur ákveðinn frádráttur frá skatti
við það að kaupa hluti í hlutafélög-
um, en ekki er sömu sögu að segja
um eign í samvinnufélagi. Hlutafé-
lagsfonnið getur því fremur laðað
Úr stjórninni eiga að ganga Gísli
V. Einarsson núverandi stjórnar-
formaður Eignarhaldsfélagsins,
Þorvarður Elíasson sjónvarpsstjóri
Stöðvar 2 og Þorvaldur Guðmunds-
son. Orri Vigfússon forstjóri og
Guðmundur H. Garðarsson alþing-
ismaður eiga eftir eitt ár.
■ Gísli • V. Einarsson sækist eftir
endurkjöri í stjórn Eignarhaldsfé-
lagsins og mun því væntanlega
koma til kosninga á aðalfundinum.
Á stjórnarfundi félagsins í gær var
lagt fram bréf frá eigendum 97
milljóna króna hlutafjár í Verslun-
arbanka, þar sem óskað var eftir
að viðhöfð yrði margfeldiskosning,
komi til stjórnarkjörs á aðalfundi
félagsins næstkomandi laugardag.
Hlutafé þetta nemur um 17% af
heildarhlutafé bankans. Samkvæmt
lögum, sem samþykkt voru á Al-
þingi í vetur, geta 10% hluthafa
farið fram á margfeldiskosningu en
áður þurfti 20% hluthafa til að fara
fram á slíkt.
Margfeldiskosning þýðir, að ef
kosið er til dæmis í þrjú sæti, og
tilnefningar koma um fleiri, geta
þeir sem ráða yfir ákveðnum fjölda
atkvæða, dreift þeim að vild, og
látið þau öll falla á einn mann eða
skipt þeim á fleiri.