Morgunblaðið - 24.04.1990, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990
EB og EFTA:
Viðræður skemur
á veg komnar en
látið var að liggja
— segir Þorsteinn Pálsson
ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisílokksins, segir augljóst
að viðræður EFTA-ríkjanna og EB um sameiginlegt e&iahagssvæði
séu mun skemur á veg komnar en ríkisstjórnin hafi látið í veðri
vaka fyrr í vetur. Hann segir að innan EB séu komnar upp miklar
efasemdir varðandi hvernig standa beri að ákvörðunum vegna hins
sameiginlega efnahagsvæðis.
Jacques Delor, forseti fram-
kvæmdastjórnar EB, hefur lýst
áhyggjum sínum vegna takmark-
aðra aðgerða EFTA-ríkjanna til að
efla EFTA sem stofnun er gæti átt
samskipti við EB um stjóm sameig-
inlegs efnahagssvæðis. Jafnframt
hefur risið upp ágreiningur innan
EB um framkvæmd þessa atriðis.
„Það er of snemmt að segja nokkuð
til um það núna hvort að þessar
viðræður um svonefnt tveggja stoða
kerfi séu úr sögunni en mér þykir
einsýnt að niðurstöður í þessum
viðræðum munu dragast. Einnig
þykir mér líklegt að þótt niðurstaða
fáist verði það af hálfu nokkurra
EFTA-ríkja aðeins fyrsta skref í
tengslum þeirra við EB þannig að
þetta verði ekki hin endanlega lausn
á aðild þeirra nkja að Evrópubanda-
laginu," sagði Þorsteinn.
Hann sagði að sú staða sem nú
væri komin upp sýndi að sú áhersla
sem Sjálfstæðisflokkurinn legði á
tvíhliða viðræður við Evrópubanda-
lagið væri rétt. „Við höfum ekki
tíma til að bíða með viðræður um
mikilvægustu hagsmuni okkar.
Þessi nýja staða sýnir að afstaða
sjálfstæðismanna í þessum efnum
hefur verið bæði rétt og skynsam-
leg,“ sagði^Þorsteinn.
Morgunblaðið/Emilía
Risakartafla á lofti
Vegfarendur sem áttu leið framhjá Faxafeni í gær
ráku upp stór augu þegar þeir sáu risakartöflu á
lofti. Þama reyndist vera á ferðinni stór loftbelgur,
10 fet í þvermál, í laginu eins og gullaugakartafla.
Það er fyrirtækið Ágæti sem á belginn og að sögn
Sturlu R. Guðmundssonar framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins verður hann sendur á loft þegar veður leyf-
ir til að minna fólk á fyrirtækið.
VEÐURHORFUR í DAG, 24. APRÍL
YFIRLIT í GÆR: Um 400 km vestsuðvestur af Snæfellsnesi er 1.003
mb lægð, sem þokast norðaustur. Önnur álíka djúp lægð 600 km
suðsuðvestur af Vestmannaeyjum hreyfist hægt austnorðaustur
og síðar norðaustur. Suður af Nýfundnalandi er vaxandi 1.000 mb
lægð á leið norðaustur.
SPÁ: Hæg suðvestlæg átt og él um vestanvert landið en annars
þurrt.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norðan- og norðaust-
anátt og talsvert frost. Snjókoma um norðanvert landið en víðast
þurrt syðra.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
/ Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■j Q Hrtastig:
10 gráður á Celsíus
^ Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri 2 léttskýjað
Reykjavik 4 skýjað
Björgvin 12 léttskýjað
Helsinki 17 léttskýjað
Kaupmannahöfn 17 léttskýjað
Narssarssuaq 49 snjókoma
Nuuk +8 snjókoma
Ósló 17 hálfskýjað
Stokkhólmur 16 léttskýjað
Þórshöfn 7 haglél
Algarve 19 léttskýjað
Amsterdam 16 mistur
Barcelona 15 léttskýjað
Berlín 15 skýjað
Chicago 12 skýjað
Feneyjar 14 skýjað
Frankfurt 14 skýjað
Glasgow 13 mistur
Hamborg 14 skúr á síð. klst.
Las Palmas 18 skýjað
Lundúnlr 15 mistur
LosAngeles 14 alskýjað
Lúxemborg 12 skýjað
Madríd 12 skýjað
Malaga 20 hálfskýjað
Mallorca 17 skýjað
Montreal 8 heiðskírt
New York 16 skýjað
Orlando 18 þokumóða
París vantar
Róm 16 léttskýjað
Vín 9 rigning
Washington 13 -'mistur
Winnipeg 14 skýjað
Ný skoðanakönnum;
Flestir fylgjandi núver-
andi stjórnun fiskveiða
SAMKVÆMT skoðanakönnun
Sjávarútvegsstoftiunar Háskóla
íslands eru flestir landsmenn
hlynntir óbreyttri stjórnun fisk-
veiða, en rúmur þriðjungur er
fylgjandi byggðakvóta. Aðeins
7,4% eru fylgjandi sölu veiðileyfa,
en 82,3% vi\ja að fiskveiðistjórnun-
in tengist byggðastefiiu.
Skoðanakönnun þessi er birt í
nýjasta tölublaði Fiskifrétta. Spurt
var þriggja spurninga; hvert væri
heppilegasta fyrirkomulag fiskveiði-
stjómunar, hvort stjómunin ætti að
tengjast byggðastefnu og þá hvernig.
44,7% þeirra sem svömðu vora fylgj-
andi núverandi fyrirkomulagi, 35,1%
vildu byggðakvóta, 7,4% vora fylgj-
andi sölu veiðileyfa, 4,3% vildu
skrapdagakerfið, 1,3% töldu útgerð-
armenn eigendur kvótans og 1,1%
höfnuðu allri fískveiðistjórnun.
82,3% þeirra sem svöraðu vildu
að fiskveiðistjórnunin tengdist
byggðastefnu og vora landsbyggðar-
menn og sjómenn þar í meirihluta.
24,5% töldu stjórnun fiskveiða eiga
að stuðla að viðhaldi núverandi
byggðar, en 35,1% töldu stjómina
eiga að miða að þéttingu byggðar.
Háskólamenntaðir svarendur
höfðu nokkra sérstöðu í könnuninni.
62,2% þeirra voru fylgjandi þéttingu
byggðar og 21,5% þeirra vildu sölu
veiðileyfa. Spurðir vora alls 1.047
manns. Af þeim svöraðu 69 tii 77,5%
spurningunum.
Innbrot í bíl
BROTIST var inn í leigubíl við
Sundhöll Reykjavíkur um miðjan
dag á laugardag og stolið úr
hanskahólfi hans veski með um
það bil 50 þúsund krónum, auk
skilríkja.
Bíleigandinn hafði brugðið sér í
sund og skilið bílinn eftir læstan.
Þegar hann kom að honum var
búið að brjóta hliðarrúðu, stela
tveimur buddum með smápeningum
sem lágu ofan á mælaborðinu og
taka seðlaveski með fyrrgreindri
upphæð úr hanskahólfí. Rannsókn-
arlögregla ríkisins vinnur að mál-
inu.
Árgangar í lágmarki?
HORFUR eru á aflabresti I íslenskum laxveiðiám í sumar. Fiski-
fræðingar hafa þegar leitt rök að því að ekki megi búast við sterk-
um smálaxagöngum vegna flóða og slæms árferðis er seiði áttu
að ganga úr ánum í fyrravor, ekki sterkum stórlaxagöngum vegna
þess að smálaxinn sem kom í fyrra hafi bæði verið rýr og liðfár,
en sterkar göngur af tveggja ára laxi úr sjó komi jafnan árið eftir
að sterkar smálaxagöngur komu í árnar. Og allt er þegar þrennt
er, ekki megi heldur reikna með því að stærstu Iaxamir, þessir
sem hafa verið þrjú ár i sjó og vega 17 til 30 pund, verði margir
á sumri komanda.
Sigurður Guðjónsson deildar-
stjóri hjá Veiðimálastofnun var
spurður um þessa stóru. Hann
sagði að reglan væri að ef tveggja
ára lax úr sjó væri sterkur eitt
árið væru alvöru stórlaxar yfirleitt
með mesta móti sumarið eftir.
Ekki hefðu göngur tveggja ára lax
úr sjó verið svo góðar í fyrra að
ástæða væri til að ætia að þeir
stærstu yrðu fleiri en áður á kom-
andi sumri. Þvert á móti hefði ver-
ið óvenjulega lítið um tveggja ára
laxinn víða, miklu minna en búist
hafði verið við. Nefndi Sigurður í
því sambandi Húnavatnssýsluárnar
og Norðurá og Þverá í Borgar-
fírði. „Hins vegar verður ævinlega
að taka mið af því að margir þætt-
ir spila hér saman og suma þeirra
getum við ekki notað í okkar út-
reikningi. Spár era því ávallt erfið-
ar,“ bætti Sigurður við.