Morgunblaðið - 24.04.1990, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 24.04.1990, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990 5 Skagaströnd: Minkur í andabúi Skagaströnd. ÞAÐ var Ijót aðkoman hjá Þresti Árnasyni þegar hann kom í anda- kofann sinn til að gefa á skírdag. Minkur hafði komist í kofann og var búinn að gera þar mikinn usla. Þröstur, sem er 15 ára, átti 13 endur í kofanum og voru þær nýbyr- Festi hönd í netaspili SJÓMAÐUR frá Siglufirði slasað- ist nokkuð á laugardag, þegar önnur hönd hans festist í neta- spili. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri. Maðurinn var við annan mann á trillu sinni þegar óhappið varð. Hann fór úr axlarlið, sinar slitnuðu og það flísaðist upp úr olnboganum. Félagi hans kom með hann að bryggju á Siglufirði um klukkan 13.30 á laug- ardag og þaðan var hann fluttur til Akureyrar, þar sem gert var að meiðslum hans. jaðar að verpa þegar minkurinn komst þar inn og drap 9 þeirra. Þegar Þröstur kom í kofann um morguninn var minkurinn búinn að drepa 8 endur. Þröstur hljóp þá heim til sín og fékk pabba sinn með sér og höfðu þeir með sér gildru og byssu. Þegar þeir feðgar komu í kofann innan við klukkutíma síðar var minkurinn búinn að að drepa eina önd til viðbótar. Græðgi minksins var slík, að hann skeytti engu þó þeir feðgar lægju fyrir honum. Árni Björn, faðir Þrast- ar, skaut svo minkinn inni í kofanum þar sem hann var að búa sig undir að stökkva á eina öndina til viðbótar. Tjón Þrastar er umtalsvert þar sem endurnar voru nýlega farnar að verpa en hann var búinn að ala þær á dýru fuglafóðri i allan vetur. Því má svo bæta við að óvenju mikið hefur sést af mink nú seinni hluta vetrar. Er það sennilega vegna þess hve snjóþungt er að minkurinn leitar meira til sjávar og kemur nær byggð. - OB. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Þröstur Árnason með minkinn og hluta af dauðu öndunum. Eldri hjón slösuðust í árekstri FULLORÐIN hjón slösuðust nokkuð, þó ekki alvarlega, þeg- ar vörubifreið var ekið aftan á fólksbifreið þeirra í gærmorg- un. Bifreið þeirra er ónýt eftir áreksturinn. Slysið varð á mótum Bæjarháls og Stuðlaháls um klukkan 9.15. Stórri vörubifreið var ekið aftan á kyrrstæða bifreið hjónanna, sem við höggið kastaðist á næsta bíl fyrir framan. Bifreið hjónanna lagðist saman og er talin ónýt. Þau voru flutt á slysadeild, en meiðsli þeirra eru ekki talin alvar- leg. Áskriftarsiminn er 83033 Pað er fátt sem aftrar þeim hjón- um frá því að láta gamla drauma rætast. Einn slíkur rættist um daginn, þegar þau komu á Péturstorgið í Róm. Þau eru ákveðin í því að nota tímann vel og kynnast helstu stórborgum heimsins á næstu árum, búa á bestu hótelunum og njóta þess sem hugurinn gimist. Samt eru þau ekki hátekjufólk. Pau eru hins vegar í viðskiptum við Fjárfestingarfélag íslands. Pað gerir gæfumuninn.* *Finnur erfði litla íbúð foreldra sinna fyrir 10 árum og treysti sér ekki til þess að halda henni við og leigja hana út. Hann þóttist hins vegar vita að fasteign væri það eina sem héldi verðgildi sínu í þessu landi. Þess vegna þorði hann ekki að selja. Ekki fyrren hann ákvað að leita ráða hjá sérfræðingunum hjá Fjárfestingarfélaginu: Finnur seldi íbúðina fyrir 20.000.000 krónur, eða 200.000 nýkrónur í júní 1979 og keypti spariskírteini ríkissjóðs. Arið 1985 voru þau orðin 2.721.000 kr. Fyrir þessa upphæð kaupir hann Kjarabréf og þegar þetta er ritað em þau orðin 10.052.000 kr. Sigurbjörg og Finnur fá nú u.þ.b. eina mill- jón á ári í hreinar tekjur af Kjarabréfunum. Höfuðstólinn snerta þau ekki ennþá. Hann er varasjóðurinn þeirra. Það má bæta því við að íbúð, svipuð og sú sem Finnur seldi, er um þessar mundir met- in á u.þ.b. 5.500.000 kr. en það er u.þ.b. helmingur þess sem hann á nú með aðstoð Fj árfestingarfélagsins. Þessar tölur eru raunverulegar, en nöfnin ekki. Hafðu samband, athugaðu hvort við gctum aðstoðað þig. VERÐBRÉFAMARKAÐU R FJÁRFESTINGARFÉIAGSINS HF HAFNARSTRÆTI KRINGLUNNI AKUREYRI 28566 689700 11100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.