Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 1990 13 Hvar eiga börnin að lifa? - Hvar munu trén vaxa? arfélaga og ríkis. Fólkið þarf fræðslu um þessi mál. Til þess eru ýmsar stofnanir, en þær þurfa fjármagn, fjármagn, sem yfirvöld verða að láta rakna af hendi áður en það verður um seinan. Það er t.d. full ástæða til, að stjórnendur bæjarfélaga, fyrir- tæki eða einstaklingarnir sjálfir í hverfum taki nú til hendinni og skipuleggi flokkun sorps og krefjist þess síðan að bæjarfélögin taki við því samkvæmt þeim nýju reglugerð- um, sem þegar hafa tekið gildi. Skuldum við ekki landinu þetta nú þegar? Ég er viss um að við Is- lendingar fáum þetta ríkulega greitt síðar! Mjög merku átaki hefur nýlega verið ýtt úr vör í gróðursetningu tijáa á landinu. Hvað verður um vöxt og velgengni þessara trjáa, ef allt umhverfi er helmengað? Það er skoðun mín og margra annarra, að umgengni hér á landi sé til mikillar skammar. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir öllum þeim hættulegu efnum, sem það um- gengst daglega og kastar frá sér út í náttúruna. Hvað gerir fólk t.d. við rafhlöður, plast af bjórkippum, alls- kyns málningu og lökk? Hvað gerir fólk við alla olíu og olíumengað rusl, sem til fellur í bílskúrum og fyrir- tækjum? Hvað gera fyrirtækin við olíuna, sem lekur niður á gólfín? Jú, þetta fer bara í ruslið, olíunni er bara smúlað niður í ræsin með vatn- inu, þegar gólf eru hreinsuð. Þetta er hvort sem er svo lítið magn. En er það svo lítið, þegar við hugsum um alla á landinu, sem hreinsa fyrir- tækisgólfið að kvöldi? Þeir hleypa — hver og einn — töluverðu magni af olíu eða öðrum hættulegum efnum með vatninu niður í ræsin. Brýnt að rannsaka málin runnið út í umhverfið hér á landi í mengunarslysum. Hvað með alla ol- íuna, sem fer með rusli frá fyrirtækj- um, eru það ekki mengunarslys? Það kemur einnig í ljós í þessari grein, að tæplega 2.000 tonnum af úr- gangsolíu er hellt úr skipum við stendur landsins árlega. Einnig kem- ur fram að talið sé að búnaður, sem inniheldur PCB sé um 1.000 tonn hérlendis en aðeins tugum tonna hafi nú þegar verið eytt. Hvað segja síðan sérfræðingar á sviði umhverfismála um umhverfis- vanda íslendinga. Haft er eftir Magnúsi Jóhannessyni siglingá- málastjóra í sömu grein, að vamir íslendinga gegn olíumengun séu í lamasessi og áfram í sömu grein segir Ólafur Pétursson hjá Hollustu- vernd ríkisins mjög brýnt að kanna útbreiðslu PCB-mengunar hérlendis auk þess að leyfilegt PCB-magn í olíu sé alltof hátt hér á landi eða um fertugfalt það, sem leyft er í nágrannalöndunum. Þessi aðilar eiga að kanna þarfir, finna lausnir og bera upp tillögur til vama, sem þeir gera vitaskuld af samviskusemi og kunnáttu. Það er of seint að byrgja brunninn... Samt sem áður virðast stjórnend- ur þessa lands þverskallast við flest- um hugmyndum eða slá þeim á frest og að sjálfsögðu er viðtekin venja stjórnvalda að bera við skorti á ijár- magni. Þetta eru því miður stað- reyndir þrátt fyrir, að allt bruðl með peninga fólksins blasi við á flestum sviðum, þar sem ráðherrar og þing- menn útdeila fjármagni til gæluverk- efna sinna, til að viðhalda yfirborðs- kenndum og tímabundnum vinsæld- um. eftir Pétur Rafnsson Allir dagar — dagar jarðarinnar Um allan heim litu áhugamenn um umhverfismál í kringum sig á „Degi jarðarinnar“ 22. apríl síðast- liðinn. Það var sama hvert litið var, hvort heldur til Vesturheims eða til Asíu, allstaðar voru umhverfisvemdar- sinnar að aðhafast eitthvað um- hverfínu til bóta. Um víða Evrópu tóku einstaklingar, borgarsamfélög eða landshlutasamtök til við að hreinsa til í sínu næsta umhverfi eða funda um mengun síns nágrennis og jarðarinnar í heild. Hvað var Dagur jarðarinnar? Jú, þetta var dagurinn, þegar fólk hugs- aði um umhverfið sitt og jörðina, sem það lifir á. Er það ekki mótsagna- kennt, er ekki skrítið, að fólk skuli aðeins einn dag hugsa um það, sem er forsenda þess að geta lifað hér á þessari jörð? Þessi dagur ætti að vera í huga fólksins, allir dagar ársins. Hvað ætlum við að gera, þegar við höfum eyðilagt þessa jörð og um leið allt okkar umhverfi? Hvar eiga börnin okkar og afkom- endur þeirra að lifa? Er það í raun rétt, að landið okkar fagra, sé eins hreint og við höfum talið okkur trú um? Hefur ekki einmitt þessi sjálfs- blekking orðið til þess að draga úr viðleitni okkar til að hugsa um og umgangast landið sem skyldi? Sofandi á verðinum Mér er næst að trúa því, að við eftir Jón Kristin Snæhólm Það er vandræðalegt að vera vinstrimaður I dag. Fyrir rúmum fjórum mánuðum féll Berlínarmúr- inn og með honum sósíalisminn í Austur-Þýskalandi og íslendingar urðu vitni að því þegar gamall vinur helstu sósíalista á íslandi var tekinn af lífi af löndum sínum, sakaður um glæpi gegn þjóð sinni. Menn minnast þess að fyrir nokkr- um árum voru lofgreinar skrifaðar um Ceaueescu og stjórnarhætti hans af núverandi forseta Sameinaðs þing Guðrúnu Helgadóttur og mennta- málaráðherra Svavari Gestssyni. Fortíðin flúin í raun er það ámátlegt að hlusta á þetta fólk segja nú að í Austur- Evrópu hafi aldrei ríkt sósíalismi heldur alræði af ætt fasisma. Ég er í þeim hópi manna sem telur að sós- íalismi og fasismi séu stjórnmála- stefnur sem leiði sama form ríkis- valds yfir fólk þegar til kastanna kemur. Gleymum því ekki að þjóð- ernissósíalisminn, þ.e. nasisminn, hafði mjög svipuð stefnumál og kommúnisminn og sósíaldemókr- atisminn í Þýskalandi á fjórða ára- tugnum. En nú er kommúnisminn fallinn og enginn vinstrimaður á íslandi kannast við það að hafa verið komm- únisti eða sósíalisti. Nú hafa íslensk- ir vinstrimenn flúið fortíðina, gömlu stefnuna og baráttumálin og kalla sig félagshyggjumenn. Það er furðulegt en að engu síður satt að sagan á það til að endurtaka sig. Þegar fasisminn var í sem mest- um uppgangi i Evrópu skipaði Stalín öllum kommúnistum að taka upp stjórnmálasamvinnu við krata til þess að vinna gegn fásistunum. ís- lenskir kommúnistar brugðust skjótt við og stofnuðu Sameiningarflokk alþýðu, Sósíalistaflokkinn, með nokkrum krötum sem fylgdu Héðni Valdimarssyni. Frá árinu 1938 hafa svo vinstrimenn hér á landi rembst þurfum nauðsynlega á miklu um- hverfisslysi að halda til að fólk vakni til meðvitundar. Eins virðist mér fjöl- miðlar þurfa slíkt hið sama. Þeir hafa ekki hinn minnsta áhuga á neinu jákvæðu, aem upp kemur til verndar umhverfinu. Það sem þeir hafa áhuga á, er að flytja fréttir af slysum eða einhveiju því, sem telst neikvætt í fari fólksins eða umhverf- isins. Ekki vantaði, að fréttir bárust af slysinu á Bolafjalti eða nú um páskana í Gufunesi og það ýtarlegar fréttir og fréttaþættir. Stjórnmálamennirnir eru einnig sofandi á verðinum hvað varðar fjár- veitingar til umhverfisvarna og van- rækja þar með alla uppbyggingu samræmdra forvama. Það er einnig alvarlegt umhugsunarefni ef ekki er til staðar heildarskipulag vegna stjórnunar, þegar til alvarlegra um- hverfisslysa kemur. Siglingamála- stofnun, Hollustuvernd ríkisins, Vinnueftirlitið, Almannavarnir og slökkviliðin virðast í þessu tilliti al- gerlega svelt íjárhagslega. Þessar stofnanir hafa svo sannarlega til- gang í nútíma þjóðfélagi. En því miður hafa þær ekki bolmagn til að fylgja eftir þeim verkefnum, sem þeim er ætlað að vinna hvað varðar umhverfisvemd, né til að takast á við þau slys, sem upp munu koma í umhverfinu. Það er kominn tími til að hið háa Alþingi geri sér grein fyrir, að varn- ir og skipulögð vinnubrögð gegn umhverfismengun hafi forgang við úthlutun fjármagns næstu ár og áratugi. Dagleg mengunarslys En hvað getur fólkið sjálft gert í Pétur Rafiisson „Þessi dagnr ætti að vera í huga fólksins, allir dagar ársins. Hvað ætlura við að gera, þeg- ar við höfum eyðilagt þessa jörð og um leið allt okkar umhverfi?“ mengunarmálum? Við þekkjum öll, að til skamms tíma hentum við öllum plastflöskum og áldósum. Viti menn, þegar boðist var til að greiða fyrir hveija flösku og hveija dós, tóku landsmenn við sér og safnar nú hver sem betur getur. Fólkið í landinu þarf hvatningu frá yfirvöldum bæj- í grein, sem birtist í Morgunblað- inu 14. janúar 1990 eftir Friðrik Indriðason, kom margt athyglisvert í ljós, m.a. að á síðustu fjórum árum hafi rúmlega 800.000 lítrar af olíu Jón Kristinn Snæhólm „Gífiirlegur efnahags- vandi hefiir steðjað að þjóðarbúinu og honum hafa félagshyggju- mennirnir mætt á mjög sósíalískan hátt, þ.e. að ofskatta alþýðu og fyr- irtæki landsins í stað þess að stuðla að að- haldi og sparnaði ríkis- ins. Þvert á móti höfiim við orðið vitni að pólitískum vinstri sirk- usi þar sem virðisauka- skattur er lagður á námsbækur og lífsnauð- synlegan björgunar- búnað sjómanna en ekki á uppáhalds tóm- stundaiðju forsætisráð- herrans, laxveiðar.“ flokkanna án þess að hafa sagt eitt styggðaryrði um Kópavog^em bæj- arfélag. Höfundur er fyrrverandi formaður Heimdallar íReykjavík ognúverandi varaformaður Landsmálafélagsins Fram í Ilafnarfirði. Sem betur fer er Kópavogur ekki Guðmundur Oddsson og Guðmundur Oddsson ekki Kópavogur þó að stjórnarhættirnir séu að mestu hans og samstarfsmanna í vinstri flokk- unum. Það verða forystumanni Al- þýðuflokksins í Kópavogi eflaust mikil vonbrigði þegar hann uppgötv- ar að hann er ekki ásjóna heils bæjarfélags og það sé betur sett án stjórnarhátta hans og annarra fé- lagshyggjumanna í Kópavogi. Oddviti Alþýðuflokksins hér í bæ ætti að gera sér grein fyrir því að rógur og níðskrif um pólitíska and- stæðinga sína tilheyra fortíðinni. Það er kominn tími til að Guðmund- ur Oddsson helli Hriflublekinu úr penna sínum og snúi sér að málefn- um Kópavogs og þeirri gagnrýni sem stjórnartíð vinstrimanna hefur orðið fyrir, bæði frá sjálfstæðismönnum og vinstri mönnum hér í bæ. Tími til kominn Nú þegar rúmur einn og hálfur mánuður er til kosninga vakna margar áleitar spurningar. Er það eitthvert lögmál að ýmis þjónusta svo sem strætisvagnar Kópavogs sé dýrari í rekstri hér í bæ en annars staðar t.d. í Reykjavík? Af hveiju eru margir elstu íbúar bæjarins látn- ir búa við þá svívirðu sem felst í ókláruðum götum og óvistlegu um- hverfi við hús og lóðir þeirra? Er það ekki óeðlilegt að íjármagns- kostnaður sé þriðji stærsti útgjalda- liður bæjarsjóðs? Er ekki eðlilegra að nota peningana til skynsamlegri hluta, s.s til uppbyggingar dagheim- ila, betri aðstöðu í skólum og öflugri öldrunarþjónustu? Vonandi fá bæjarbúar svör við þessum spurningum en ekki texta í formi svívirðinga um menn annarra flokka í Alþýðublaði Kópavogs. Skuld vinstrimanna er ekki einungis í krónum talin heldur líka í formi svara við þeim fjölmörgu spurning- um sem Kópavogsbúar spyija um rekstur bæjarins. Guðmundur Oddsson, það er tími til kominn að þú byijir að borga! Höfundur er einn af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksms í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi. O g sagan endurtekur sig eins og rúpan við staurinn en hvorki hefur gengið né rekið í þessum sam- einingarmálum þeirra. Tómstundaiðja forsætisráðherra Og nú eru kosningar framundan eftir harðan pólitískan vetur fyrir vinstrimenn. Gífurlegur efnahags- vandi hefur steðjað að þjóðarbúinu og honum hafa félagshyggjumenn- irnir mætt á mjög sósíalískan hátt, þ.e. að ofskatta alþýðu og fyrirtæki landsins í stað þess að stuðla að aðhaldi og sparnaði ríkisins. Þvert á móti höfum við orðið vitni að pólitískum vinstri sirkusi þar sem virðisaukaskattur er lagður á náms- bækur og lífsnauðsynlegan björgun- arbúnað sjómanna en ekki á uppá- halds tómstundaiðju forsætisráð- herrans, laxveiðar. Sjóðasukkið og smíð umhverfismálaráðuneytisins fyrir traustari þingmeirihluta félags- hyggjufimmfætlunnar hefur grafið undan trú fólks á stjórnmálum, stjórnmálamönnum og stjórnkerfi landsins. Eftir að vinstrimenn á íslandi gerðu sér grein fyrir því hvílíkt skip- brot stefna þeirra hafði beðið, var sameiningartalið tekið upp aftur og nú var keyrt á rauðu ljósi. Formenn Alþýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins voru vitanlega sektaðir af sínum eigin flokksmönnum og logar nú allt í illdeilum í flokkum þeirra, þá sér í lagi í Alþýðubandalaginu. En eins og venjulega hefur hræðslan við gífurlegt fylgistap rekið vinstri hjörðina í eina sæng á nokkrum stöð- um á landinu. Nýr vettvangur í Reykjavík og sameiginlegt framboð A-flokkanna í Garðabæ og Seltjam- amesi eru dæmi um þetta. Tólf ára trúlofun 1 Kópavogi er ekkert sameiningar- tal að heyra. Maður héldi nú að eft- ir tólf ára trúlofun Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins í Kópavogi væri komið að pólitískri giftingu flokkanna svo að kjósendur gætu kosið félagshyggjuna holdi klædda í formi Guðmundar Oddssonar og Valþórs Hlöðverssonar. Vinstri menn í Kópavogi hafa nú setið hátt í heilt Brésnef-kjörtímabil með dyggum stuðningi framsóknar- manna og safnað skuldum eins og skrattinn sálum í neðra. Eftir hrun sósíalismans nú víða um heim er kokhreysti þeirra aðdáunarverð því þykir þeim Valþóri og Guðmundi þrettán hundruð milljónir lítil upp- hæð að skulda. Guðmundur Oddsson segir hreykinn í grein um daginn að skuldirnar séu svo litlar að hægt væri að greiða þær alveg niður ef allar framkvæmdir væru stöðvaðar í eitt ár í Kópavogi. Ef til vill er þetta lítill tími í huga Guðmundar Oddssonar og ef til vill finnst honum svona málflutningur sniðugur, en eins og við vitum og þekkjum frá Rúmeníu eru skuldir ekki greiddar niður nema einhver líði fyrir það. Er það kannski ætlun Guðmundar Oddssonar að fórna félagslegri upp- byggingu í bænum til þess að greiða skuldir sem hann ásamt fleirum hef- ur stofnað til? Árás og óhróður Ekki ætla ég forystumanni Al- þýðuflokksins í Kópavogi svo illt verk að stöðva framkvæmdir í bæn- um í eitt ár enda tel ég texta hans settan fram í reiðikasti augnabliks- ins eins og svívirðingar hans í garð nýkjörinnar forystu Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi. Reiðiskrif Guð- mundar Oddssonar lýsa kannski pólitískri persónu hans best. Guð- mundur Oddsson lítur á sig sem verndara Kópavogs gegn frjáls- hyggjuliðinu sem helst vilji troða þeim sem minnst mega sín um tær og þegar hann er gagnrýndur fyrir stjórnarhætti sína, túlkar hann það sem árás og óhróður um sextán þúsund manna bæjarfélag. Er það kannski þess vegna sem margir sam- starfsmenn í flokki hans eru hættir í pólitík? Sannleikurinn er nefnilega sá að fleiri en íhaldið og fijálshyggjuliðið hafa gagnrýnt hann og stjórnar- hætti vinstri meirihlutans, s.s. marg- ir fyrrverandi bæjarfulltrúar vinstri IW...W.KCT .nvifcn,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.