Morgunblaðið - 24.04.1990, Page 18

Morgunblaðið - 24.04.1990, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990 Fjölmennur borgarafundur Grafarvogsbúa um Áburðarverksmiðjuna: Ef ríkisstjórnin lokar ekki verk- smiðjimni g’erum við það sjálf - sagði Guðmundur G. Kristinsson, fulltrúi Ibúasamtakanna Á FJÖLMENNUM borgarafundi, sem íbúasamtök Grafarvogs geng- ust fyrir í Foldaskóla á laugardag, kom fram mikil andstaða íbúanna við Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi, þar sem eldur kom upp á ammoniakstanki á páskadag. „Ef ríkisstjórnin tekur ekki ákvörðun um að flytja verksmiðjuna eða loka, þá munu íbúar á hættusvæðinu sjá sjálfir um að loka henni,“ sagði fyrsti framsögumaður fundiarins, Guðmundur G. Kristinsson, sem talaði fyrir hönd Ibúasamtakanna. Önnur sjónarmið komu þó einnig fram á fundinum, og töldu sumir hættuna af Áburðarverksmiðjunni óverulega. Guðmundur G. Kristinsson varpaði fram nokkrum spurningum, sem hann taldi ósvarað í sambandi við óhappið í Áburðarverksmiðjunni á páskadag og hættuna af verk- smiðjunni almennt. „Hvernig stend- ur á því, að ekkert eftirlit er með búnaði skipa, sem hingað koma með eiturefni á borð við ammoníak? Hvernig stendur á því að Almanna- vamir leyfa rekstur Áburðarverk- smiðju ríkisins svo nálægt þéttbýli, vitandi um þær afleiðingar sem af starfseminni geta stafað? Hvemig stendur á því, að Almannavamir hafa ekki kynnt íbúum á áhættu- svæði verksmiðjunnar hvemig ætti að haga sér ef ammoníak læki úr geyminum? Hvernig stendur á því að Reykjavíkurborg skipuleggur byggð svo náiægt hættusvæði? Hvernig stendur á því að umferð inn í hverfið var ekki stöðvuð sam- stundis og vitað var um mögulegt hættuástand við verksmiðjuna? Hefur slökkvilið Reykjavíkur tækja- búnað, sem ræður við afleiðingar af sprengingum sem orðið geta við verksmiðjuna og eru slökkviliðs- menn þjálfaðir til að starfa við að- stæður, sem þama geta skapazt?" Sorpböggtinarverksmiðja hættulaus? Guðmundur gerði einnig að um- talsefni fyrirhugaða sorpböggunar- stöð í Gufunesi, þar sem ætti að vera eiturefnamóttaka. „Við vitum ekki hvaða hætta fylgir starfsemi sorpböggunarverksmiðjunnar, en sérfræðingar segja að hún sé hættulaus. Það verður að segjast eins og er að margir eru famir að efast um niðurstöður rannsókna, sem sérfræðingar hafa gert á áhættuþáttum í rekstri verksmiðja hér á landi. Margir telja að í fram- haldi af því, sem gerðist í Áburðar- verksmiðjunni, eigi ekki aðeins að flytja hana, heldur einnig sorpbögg- unarverksmiðjuna, frá þéttbýli," sagði Guðmundur. Fleiri íbúar hverfísins, sem til máls tóku á fund- inum, létu í ljós áhyggjur af sorp- böggunarverksmiðju. Vantar fé til almannavama Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkis- ins, skýrði frá því að fjárveitinga- valdið hefði ekki viljað samþykkja fjárveitingar til þess að útþensla viðvömnarkerfisins í Reykjavík fylgdi byggðaþróuninni eftir. Þann- ig væri aðeins ein neyðarflauta í Grafarvogshverfi. Það væri reyndar rafeindaflauta, sem væri í notkun til reynslu. Reyndist hún vel og þyldi íslenzka veðráttu, væri hægt að gefa fyrirskipanir í mæltu máli í gegn um slíkar flautur í framt- íðinni. Guðjón gaf svör við nokkrum spumingum Guðmundar Kristins- sonar. Hann sagði að það væri ekki Almannavarna að gefa Áburðar- verksmiðjunni rekstrarleyfi, það heyrði undir önnur stjórnvöld. Al- mannavarnir Reykjavíkur hefðu hins vegar bent á hættuna og gert tillögur um öryggisráðstafanir við verksmiðjuna. Hann sagði að mikið hefði verið rætt um hættuna af verksmiðjunni á undanfömum ámm og að hann teldi ljóst af viðbrögðum fólks við óhappinu að menn vissu almennt að hætta gæti verið á ferð- um. Hann sagðist taka undir það að Almannavamir ættu að gefa út leiðbeiningar um viðbrögð við hættuástandi í verksmiðjunni, og að ástæða væri til að gefa út upplýs- ingar til einstakra byggðarlaga um sérstaka hættu, sem að þeim kynni að stafa. Ekki vitað um hættuna um árabil Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur, skýrði frá því að er Áburðarverksmiðjan hefði verið reist 1952 hefðu menn ekki talið aðra hættu felast í rekstri hennar en sprengi- eða íkveikju- hættu, sem kynni að orsakast af geymslu ósekkjaðs kjarnáburðar í verksmiðjunni, en því hefði síðan verið hætt. „Þegar farið var í fyrsta sinn að líta á skipulagsmál í Grafar- vogi, var vitað að það gæti verið hætta af sýrutumum verksmiðjunn- ar, þar sem köfnunarefnisáburður er búinn til úr ammoníaki, og það var álitið að fallhætta frá spreng- ingu þar gæti verið í um 300 metra fjarlægð frá upptökum hennar," sagði Þórður. Hann sagði að á þeim tíma hefðu menn ekki vitað annað um ammoníak en að það væri létt- ara en loft og stigi því upp ef það kæmist út í andrúmsloftið. „Kúlu- tankurinn, sem kviknaði í á páska- dag, var byggður 1965. Það er ekki fýrr en á árinu 1984 að það er gerð tilraun í Nevada-eyðimörk- inni í Bandaríkjunum með það að sleppa ammoníaki út í andrúmsloft- ið undir svipuðum þrýstingi og er í kúlunni. Þá sáu menn að ammón- íakið hagaði sér ekki með þessum hætti, eins og eðlisfræðin gaf kannski til kynna. Með svona snöggri þéttingu á ammoníaki verða til ískristallar, ammoníakið sleppur út í dropatali og skýið get- ur borizt með jörðu og gerir það svo lengi sem umhverfisáhrifin hafa ekki hitað ammoníakið að því marki að það fari að haga sér eins og lofttegund,“ sagði Þórður. Hann sagði að eftir að þetta varð ljóst hefðu sérfræðingar komizt að þeirri niðurstöðu að hætta stafaði af geymslu ammoníaks í Gufunesi og lagt hefði verið til að minnka amm- oníaksmagn í geyminum um helm- ing til þess að hann væri öruggur í jarðskjálftum. Mælt hefði verið með því að byggja kældan ammon- íaksgeymi á verksmiðjulóðinni. Þórður svaraði áhyggjuröddum vegna fyrirhugaðrar sorpböggunar- stöðvar og sagði að þar ætti að flokka úr sorpi, sem urða ætti í Álfsnesi, allt sem teldist óhollt umhverfinu. „Þetta berst þarna í sérstakt hús á verksmiðjulóðinni. Þar verður það greint, sem að berst, því pakkað í stáltunnur og þeim pakkað í vermíkólít, sem er þaninn perlusteinn og sett lok á. Síðan verður þetta flutt í gámum til eyðingar í Nyborg í Danmörku. Þetta er starfsemi, sem ég vil halda fram að valdi nágrenninu hér engri hættu, en er hins vegar nokkuð sem við verðum að gera til að bæta umhverfið, sem við við búum við, og ég vona að svo verði,“ sagði Þórður. Ef áhættan er of mikil, víkur verksmiðjan Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaðarráðherra, sagði að sam- þykkt ríkisstjómarinnar, sem gerð var síðastliðinn föstudag, þýddi að ríkisstjórnin væri tilbúin til við- ræðna við Reykjavíkurborg og aðra málsaðila með opnum huga, þar sem í fyrsta lagi bæri að svara þessari spurningu: Er sú áhætta, sem af starfrækslu verksmiðjunnar leiðir, þrátt fyrir að ýtrustu örygg- iskröfum sé fullnægt, meiri en á- sættanlegt er? „Ef sú yrði niður- staðan væri það breytt niðurstaða frá því, sem ákveðið var á fyrri hluta árs 1988. Mín afstaða, og ég geri ráð fyrir að ég tali þar fyrir hönd allrar ríkisstjórnarinnar, er að ef ekki næst ásættanleg niðurstaða hvað öryggisþáttinn snertir, þá hlýtur verksmiðjan að víkja. Svo einfalt er það,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að þessi afstaða hans hefði þá komizt til skila, en hún hefði verið öllum ljós, „nema ef til vill Morgunblaðinu." Steingrímur sagði að þegar niðurstaða væri fengin úr áhættumati í verksmiðj- unni og viðræðum við borgina mætti fara að spyrja þeirrar spurn- ingar, h\^rt flytja ætti verksmiðj- una eða afleggja starfsemina í landinu. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að ákvörðun borgarráðs, um að krefjast þess að rekstri Áburðar- verksmiðjunnar yrði hætt, hefði ekki verið tekin í neinni fljótfærni eins og sumir hefðu haldið fram. Davíð sagði að vorið 1988 hefðu miklar umræður verið í borgarráði um hættuna af rekstri verksmiðj- unnar. Það hefði verið vegna nýrra upplýsinga um skaðsemi ammon- íaks, sem borgarverkfræðingur hefði bent á. Fram að því hefðu menn aðallega óttast sprengihættu vegna kjarnáburðar, og við skipulag byggðar hefði verið hugsað um að hlutir úr húsum eða tækjum, sem kynnu að þeytast til við spreng- ingu, ógnuðu ekki íbúðabyggð. Óhugnanlegt væri að hugsa til þess að árin 1965 til 1985 hefði borg- arbúum ekki verið ljós hættan af ammoníakstankinum. Borgarstjór sagði að ýmsir nýir áhættuþættir hefðu komið í ljós, sem menn hefðu ekki vitað um áð- ur. Þegar öryggisráðstafanir hefðu verið gerðar vegna núverandi amm- oníaksgeymis, hefði engum dottið í hug að eldur gæti kviknað ofan á honum. Þegar ákveðið hefði veri að byggja kældan ammoníaksgeymi hefði heldur enginn sagt að mögu- leiki væri á slysi á borð við það, sem orðið hefði er svipaður tankur í Litháen brast. Hann sagðist telja óveijandi að taka áhættuna aftur. Verksmiðjan víki, ekki byggðin Davíð sagði að ef menn væru að gagnrýna borgina fyrir að skipu- leggja byggð of nálægt Áburðar- verksmiðjunni, væri verið að byija á öfugum enda. Ef Áburðarverk- smiðjan ógnaði byggð, ætti verk- smiðjan að víkja, en ekki byggðin. Borgarstjóri sagði að menn, sem ekki þekktu til almannavarnakerfis- ins, hefðu sagt sem svo að almanna- varnanefnd Reykjavíkur hefði brugðizt vegna þess að hún hefði ekki komið saman þegar í stað. „Þetta er misskilningur og þekking- arleysi. Almannavarnanefndir sveitarfélaga eiga að taka við þegar langtímaverkefni eru framundan. Verkefni þeirra er fyrst og fremst að geta sofíð rólegar yfir því að kerfið, sem á að grípa til þegar vá er fyrir dyrum, gangi eins og smurt þó nefndin komi ekki saman," sagði borgarstjóri. Ii' ::i ;u ;> Kældur geymir lausnin Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins, sagði að reiknuð hefði verið út dreifing mengunar frá kældum geymi, sem gefíð hefði sterkar vísbendingar um að hann væri lausnin. Mönnum hefði verið ljóst að ef ammoníaks- kúlan væri notuð gætu mannleg mistök haft geigvænlegar afleiðing- ar, en með kældum geymi væri minni hætta á slíku. „Það hafa komið fram alls konar fullyrðingar um að ef gat hefði komið á kúluna, hefðu allir starfsmenn á svæðinu farizt. Það er alrangt," sagði Eyjólf- ur. Hann sagði að þótt svo hefði farið hefðu menn væntanlega slopp- ið með skrekkinn. „Þetta breytir kannski engu um eðli þessa máls, en ég vil að þetta komi skýrt fram,“ sagði hann. Eyjólfur sagði að hefði geymirinn farið í sundur, þar sem eldurinn var, hefði gatið verið fyrir ofan vökvalínu, og ammoníakið því ekki sloppið út í vökvaformi, en það væri við slíkar aðstæður, sem það gæti myndað ský, sem færi með jörðu. Eyjólfur sagði að Vinnueftirlitið hefði fyrst fengið upplýsingar um slysið í Litháen, þar sem kældur ammoníaksgeymir sprakk, í gegn um Slökkviliðið í Reykjavík. Beðið hefði verið um frekari upplýsingar frá sovézka sendiráðinu, en þær ekki fengizt. Á fundi danska verk- fræðingafélagsins um málið síðast- liðinn fimmtudag, hefði hins vegar komið fram að allur rekstur, hönn- un og viðhald geymisins hefði verið með þvílíkum ólíkindum, að ekki væri að furða að illa hefði farið. Almannavamir í Landskrona í Svíþjóð hefðu sent menn til Lithá- ens að kanna málið. Niðurstaðan hefði orðið sú að Svíarnir, sem væru með 20.000 tonna ammon- íakstank í 900 metra fjarlægð frá byggð, hefðu metið það svo að ekki væri ástæða til að afleggja hann. Starfsmenn vilja hættumat Georg Árnason, starfsmaður í Áburðarverksmiðjunni, sagði að starfsmenn sættu sig ekki við að verksmiðjunni yrði lokað vegna íra- fársins, sem orðið hefði vegna óhappsins. Hann sagði að þeir ósk- uðu þess að fram færi kalt, raun- hæft og skynsamlegt mat á hæt- tunni í verksmiðjunni, og við niður- stöður slíks mat myndu þeir sætta sig. Annar starfsmaður, Haukur Baldursson, sagði að sér virtist eitt- hvað að lýðræðinu. Fjölmiðlar, al- menningur og stjórnvöld hefðu setzt í dómarasæti og ætluðu að dæma 150 starfsmenn frá vinnu sinni. í fundarlok var samþykkt álykt- un fundarins, þar sem lýst er yfír fyllsta stuðningi við ályktun borgar- ráðs um að hætta skuli rekstri Áburðarverksmiðjunnar. „íbúar í Grafarvogi vilja benda eigendum verksmiðjunnar á þá staðreynd að eldurinn í ammoníaksgeymi hennar á páskadag kviknaði í blóra við áhættumat og greiningu færustu sérfræðinga á þessari starfsemi. Nýr ammoníaksgeymir breytir engu um það álit okkar íbúanna að hið óvænta getur gerzt aftur og óhöpp við starfrækslu álíka geymis og nú er að rísa í Gufunesi hafa valdið alvarlegum slysum og dauðsföllum í öðrum löndum. Teljum við því óhjákvæmilegt að starfsemi verk- smiðjunnar verði tafarlaust stöðvuð og lítum svo 'að í þessu máli verði minni hagsmunir að víkja fyrir al- mannahagsmunum í Reykjavík,“ segir í ályktuninni. Þá hvetja Graf- arvogsbúar til þess að núverandi starfsmönnum Áburðarverksmiðj- unnar verði tryggð sambærileg at- vipna, , ,, m , (; •,,, ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.