Morgunblaðið - 24.04.1990, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990
Líbanskir öfgamenn sleppa bandarískum gísl úr haldi;
Reyndi að viðhalda reiðinni
en hugsaði ekki um frelsið
- sagði Robert Polhill sem var á valdi mannræningja í rúm þrjú ár
Forsætisráðherra Litháens á Norðurlöndum:
Greinum ekki á milli lagalegs
og raunverulegs sjálfstæðis
Stokkhólmi. Reuter.
Forsætisráðherra Litháens, Kazimiera Prunskiene, opnaði á mánu-
dag bankareikning í Stokkhólmi þar sem vestrænir stuðningsmenn
sjálfstæðis Litháa geta lagt inn fé til stuðnings þeim. „Við náðum
meiri árangri en við höfðum gert ráð £yrir,“ sagði ráðherrann um
fór sína og utanríkisráðherrans, Algirdas Saudargas, til Noregs,
Danmerkur og Svíþjóðar.
Forsætisráðherrann brá á glens
á fréttamannafundi: „Við vonum
að ekki fari eins um þetta fé og
gullbirgðirnar okkar,“ sagði hún og
átti við um 1.250 kíió af gulli sem
þjóðbanki Litháens kom fyrir í
geymslu í Svíþjóð skömmu áður en
Sovétmenn innlimuðu Litháen árið
1940. Svíar skiluðu gullinu er
Moskvustjómin krafðist þess og
Andres Kung, sem er útlagi frá
Eystrasaltslöndunum og situr nú á
sænska þinginu, sagði um helgina
að sanngjarnt væri að gjalda Lit-
háum bætur fyrir gullið.
Prunskiene sagði að hún hefði
m.a. rætt við ráðamenn í löndunum
þrem um mögulega aðstoð til Lithá-
ens héldu Sovétmenn efnahags-
þvingunum sínum til streitu og
drægju áfram úr olíu- og gasflutn-
ingum til landsins. Hún sagði þó
að ekki yrði skýrt frá hugmyndum
um framkvæmd aðstoðar fyrr en
málin hefðu skýrst. Hún sagði að
Litháar hefðu velt fyrir sér þeim
möguleika að fá lán til að greiða
fyrir eldsneyti á Vesturlöndum og
hefðu þeir fengið tilboð um fjár-
hagsaðstoð frá fjárfestingabanka
Evrópubandalagsins.
Prunskiene sagði Litháa ekki
gera greinarmun á lagalegu sjálf-
stæði og raunverulegu sjálfstæði.
„Við ráðum yfír eigin landsvæði og
efnahagnum en þurfum að kljást
við ýmis mál sem við getum ekki
leyst með hervaldi, einnig ágreining
um landamæri. Þessi vandamál
þarf að ræða.“
er af palestínskum ættum. Bæði
grétu þau af gleði er þau hittust á
ný eftir þriggja ára aðskilnað. Frá
Damaskus héldu þau hjónin til
bandarískrar herstöðvar í Wiesbad-
en í Vestur-Þýskalandi og var þeim
ákaft fagnað við komuna.
George Bush Bandaríkjaforseti
sagði það mikið fagnaðarefni að
Polhill hefði verið sleppt úr haldi
Hann bætti við að þetta breytti í
engu afstöðu stjórnválda til klerka-
stjórnarinnar í íran en liðsmenn
samtakanna „Heilagt stríð“ eru
hallir undir kennisetningar þeirra.
íranska dagblaðið Teheran Times,
eitt helsta málgagn Rafsanjanis,
hvatti til þess í gær að öðrum
Bandaríkjamanni yrði sleppt úr
gíslingu síðar í þessari viku. Frétta-
skýrendur sögðu að svo virtist sem
stjórnin í íran vildi freista þess að
bæta samskiptin við ríki Vestur-
landa og sögðust telja líkur á því
að fleiri gíslar fengju frelsi.
Robert Polhill og eiginkona hans fyrir utan herspítalann í Wiesbaden
í gær.
Beirút, Damaskus, Wiesbaden, Teheran. Reuter.
BANDARÍSKI háskólakennarinn Robert Polhill kom til Wiesbaden
í Vestur-Þýskalandi í gær en mannræningjar í Líbanon slepptu hon-
um úr haldi á sunnudag eftir að hafa haldið honum í gíslingu í Beirút
í rúmlega þrjú ár. Polhill var fluttur frá Beirút til Sýrlands á sunnu-
dag en Sýrlendingar höfðu milligöngu í málinu. Frelsun hans hefúr
vakið upp vonir um að fleiri vestrænum gíslum verði sleppt úr haldi
í Libanon.
Polhill sagði á fundi með blaða-
mönnum í Damaskus í Sýrlandi að
honum hefði verið greint frá því
að ákveðið hefði verið að sleppa
honum aðeins um tíu mínútum áður
en hann var fluttur úr húsi því er
hann var geymdur í ásamt tveimur
mönnum öðrum er kenndu við
bandaríska háskólann í Beirút. Fé-
Grænland:
Myrti for-
eldra sína
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen
Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
GRÆNLENSKI myndhöggv-
arinn Simon Kristoffersen og
eiginkona hans, Sara, voru
skotin til bana á laugardag.
Það var tvítug dóttir þeirra
sem verknaðinn framdi. Þar
með er tala þeirra sem látist
hafa fyrir annarra hendi í
Grænlandi á þessu ári komin
upp í 15.
Simon Kristoffersen endur-
vakti grænlenska tálgusteinslist.
Hann lærði í Listaakademíunni
í Kaupmannahöfn og naut mik-
ils álits sem myndhöggvari. Út-
skurðarverk hans eru talin með
því besta sem gert hefur verið
í grænlenskri list. Nokkur þeirra
eru í eigu dönsku konungsfjöl-
skyjdunnar.
Á áttunda áratugnum fól
danski ríkislistasjóðurinn Krist-
offersen að gera minnisvarða
sem valinn var staður á torginu
fyrir framan þinghúsið í Nuuk.
lagar í samtökunum „Heiiagt stríð“
rændu mönnunum þremur 24. jan-
úar 1987 en alls er talið að 16 vest-
urlandabúar séu á valdi mannræn-
ingja í Líbanon, þar af sjö Banda-
ríkjamenn.
Polhill, sem er 55 ára, þótti fölur
og þreytulegur og vinir hans sögðu
greinilegt að hann hefði grennst
verulega auk þess sem hár hans
hefði þynnst. Blaðamennirnir kvört-
uðu undan því að þeir ættu í erfið-
leikum með að greina hvað hann
segði og tjáði Polhill þeim að mann-
ræningjarnir hefðu aðeins leyft
gíslum sínum að hvísla. „Af þessum
sökum er raddstyrkur minn ekki
meiri“. Polhill kvaðst vitaskuld vera
frelsinu feginn en sagði þá stað-
reynd að félagar hans tveir, þeir
Alann Steen og Jesse Turner, væru
enn á valdi öfgamanna draga úr
ánægju sinni. „Eg hef af þeim mikl-
ar áhyggjur, líkt og öllum þeim sem
lifa þurfa við þær aðstæður sem
mér voru búnar“. Hann sagði að
erfiðast hefði verið að halda hugan-
um vakandi. „Ég var reiður sökum
þess að ég hafði verið hrifínn burt
frá konu minni og börnum. Ég
reyndi hvað ég gat til að viðhalda
reiðinni því að ég gerði mér ljóst
að líðan mín yrði enn verri tæki
þessi tilfinning að dofna.“ Hann
sagði að hann og félagar hans hefðu
fengið bækur en þess hefði verið
vandlega gætt að þeim bærust eng-
ar upplýsingar um gísla í Líbanon.
„Við hugsuðum aldrei um frelsið,
við vissum að við gætum aldrei
sloppið af eigin rammleik."
Edward Djerejian, sendiherra
Bandaríkjastjórnar í Sýrlandi, tók
á móti Polhill í Damaskus og þar
beið eiginkona hans Feryal en hún
Sjónvarpsstöð sýnir myndir frá aftöku Ceausescu-hjónanna:
„Skammist ykkar! Eg ól
ykkur upp sem móðir“
- hrópaði Elena Ceausescu áður en
hún var leidd fyrir aftökusveitina
París. Reuter, The Daily Telegraph.
FRANSKA sjónvarpsstöðin TFl sýndi á sunnudag myndir frá
aftöku rúmensku harðstjóranna Nicolae og Elenu Ceausescu en
þau voru tekin af lífi á jóladag eftir að herdómstóll hafi fúndið
þau sek um þjóðarmorð. Nicolae Ceausescu grét er þrír fallhlífar-
hermenn bundu hendur hans íyrir aftan bak áður en hann var
leiddur út í bakgarð við herstöðina í Tirgoviste, skammt vestur
af höfuðborginni, Búkarest, en eiginkona hans ðskraði í hamslaus-
um tryllingi: „Börnin mín, börnin mín, hvað eruð þið að gera?
Skammist ykkar! Ég ól ykkur upp sem móðir.“ Þetta er í fyrsta
skipti sem myndir eru sýndar af sjálfri aftökunni en áður hafði
rúmneska ríkissjónvarpið sýnt myndir frá réttarhöldunum og af
likum þeirra hjóna er dauðadómnum hafði verið fullnægt.
Franska sjónvarpsstöðin
greiddi rúma hálfa milljón ísl.
króna fyrir filmuna, sem er um
90 mínútna löng. Talsmaður sjón-
varpsstöðvarinnar kvaðst sann-
færður um_ að myndirnar væru
ófalsaðar. Ákveðið var að sýna
ekki þann hluta myndarinnar sem
var tekinn er Ceausescu-hjónin
voru greftruð með leynd í kirkju-
garði einum í Búkarest þar eð
forráðamenn stöðvarinnar óttuð-
ust viðbrögð almennings í Rúm-
eníu ef unnt yrði að bera kennsl
á legstað þeirra. Rúmenska ríkis-
sjónvarpið sýndi einnig hluta
myndarinnar á sunnudag.
Víst þykir að sýning myndar-
innar verði til þess að endurvekja
deilur um það hvort byltingin í
Rúmeníu þann 22. desember hafi
verið skipulögð eður ei en margir
hafa látið í ljós efasemdir um að
það hafi verið tilviljun að her
Rúmeníu ákvað að snúast gegn
öryggissveitum Ceausescus,
Securitate.
Tíu manna herdómstóll
Andlit þeirra tíu manna, er
dæmdu Ceausescu-hjónin til
dauða í Tirgoviste-herstöðinni,
sjást greinilega. Á meðal þeirra
er Victor Stanculescu herforingi,
núverandi varnarmálaráðherra
ríkisstjórnar Endurreisnarráðsins,
er tók við völdum í landinu eftir
byltinguna, og núverandi aðstoð-
arforsætisráðherra landsins, Gelu
Voican. Þá sagði þulur TFl að
einn mannanna hefði verið liðsfor-
ingi innan Securitate en væri nú
aðstoðarmaður Ions Iliescus, sitj-
andi forseta Rúmeníu. Mennirnir
voru allir klæddir einkennisbún-
ingum háttsettra herforingja að
Voican undanskildum.
Fram kemur að Nicolae Ceau-
sescu neitaði að viðurkenna her-
dómstólinn og lýsti ítrekað yfir
því að valdarán hefði verið framið
í Rúmeníu. Ákærandinn í málinu,
sem enn hefur ekki verið nafn-
greindur, sagði að Ceausescu-
hjónin hefðu staðið fyrir skipulegu
þjóðarmorði á 25 ára valdatíma
sínum og bætti við að alvarleg-
asti glæpur þeirra hefði verið sá
Nicolae og Elena Ceausescu skömmu áður en þau voru tekin af
lífí á jóladag.
að „fangelsa sál rúmensku þjóðar-
innar.“
„Við viljum deyja saman“
Er dauðadómurinn hafði verið-
kveðinn upp hrópaði Elena Ceau-
sescu: „Ef þið ætlið að drepa okk-
ur, leyfið okkur þá að deyja sam-
an. Við viljum deyja saman, sam-
an!“ Nicolae Ceausescu grét og
fór með hendingu úr ljóði; „Betra
er að beijast og deyja en að deyja
sem þræll.“ Er þrír menn í ein-
kennisbúningum fallhlífarher-
manna gengu að þeim hjónunum
og gerðu sig líklega til að binda
hendur þeirra fyrir aftan bak
hrópaði Élena Ceausescu: „Bindið
okkur ekki, gerið það fyrir okkur,
bindið okkur ekki. Þið hafið engan
rétt. Börnin mín, bömin mín, hvað
eruð þið að gera? Skammist ykk-
ar! Ég ól ykkur upp sem móðir.“
Dauðadómnum var samstundis
fullnægt. Hjónin illræmdu voru
leidd út í bakgarð þar sem þeirra
beið aftökusveit. Yfirmaður henn-
ar hafði beðið fjóra menn að gefa
sig fram en öll sveitin vildi vinna
verkið. Þulur TFl sagði að svo
virtist sem aftökusveitin hefði
hafið skothríð áður en fyrirskipun
var gefin og að mennirnir hefðu
misst stjóm á sér. Hermennirnir
beittu hríðskotabyssum og stóð
skothríðin yfir í íjórar sekúndur.
Grafin með leynd
Loks voru sýndar myndir frá
því er Ceausescu-hjónin vom gref-
truð með leynd í ónefndum kirkju-
garði í Búkarest þann 30. desem-
ber, fimm dögum eftir aftökuna.
Gelu Voican stjórnaði greftruninni
og voru teknar nærmyndir af
líkunum áður en gröfinni var lok-
að. Fram til þessa hafði vérið ta-
lið að lík Ceausescu-hjónanna
hefðu verið brennd strax eftir
aftökuna á jóladag.