Morgunblaðið - 24.04.1990, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990
39
enda var hann augasteinn móður
sinnar og gagnkvæm og einlæg
vinátta þeirra á milli alveg einstök.
En ferðalög voru ekki aðeins
sameiginlegt áhugamál Þórarins og
Huldu. Önnur viðfangsefni hafa
einnig heillað þau í tómstundum.
Bæði nutu þau þess í æsku og á
skólaárunum að tefla skák og spila
brids. Þau hafa öll sín samvistarár
spilað mikið og síðustu 10-15 árin
verið samspilarar eða makkerar og
tekið þátt í mörgum bridsmótum
og oft náð mjög góðum árangri.
Þar hafa þau eignast marga vini
og kunningja og verður Þórarins
einnig sárt saknað í þeim hópi.
Gæfan hefur verið Þórarni og
Huldu hliðholl á marga lund. Þau
hafa eignast góð og dugleg börn,
haft barnalán. Heimilið hefur verið
fallegt og hlýtt og ijölskylduböndin
sterk og eining mikil. Erfið bak-
veiki Huldu hefur þó borið nokkurn
skugga á, en þar naut hún einstakr-
ar umhyggju Þórarins manns síns
og barna þeirra. Missir Huldu er
mikill, því að hún átti mikið þar sem
Þórarinn var. En það verður ekki
burtu tekið sem hann hefur áorkað
um ævina og skilur eftir í verki og
minningum. Kallið fékk hann á
föstudaginn langa og hann hlýddi
því á degi upprisunnar, á morgni
páskadags. Hans sterka minning
og blíði andi verður sá styrkur sem
aldrei hverfur frá ástríkri eftirlif-
andi eiginkonu, börnum, barna-
börnum og foreldrum, systrum og
öðrum ástvinum. Minning hans mun
lifa og veita huggun harmi gegn.
Grétar Ass Sigurðsson
Oft er sagt að vegir Guðs séu
órannsakanlegir og það á svo sann-
arlega við um þá sorglegu stað-
reynd að hann Þórarinn Andrews-
son hafi verið hrifinn frá okkur í
blóma lífsins.
Þegar hringt var í mig á páska-
dag og mér tilkynnt um fráfall
Þórarins fannst mér veröldin
grimm. Kannski er það á svona
stundum sem maður veltir lífinu og
tilverunni helst fyrir sér og þá skil-
ur maður ekki tilganginn með þessu
öllu saman.
Þórarinn fæddist á Flateyri við
Önundarfjörð fyrir rúmum fimmtíu
og þremur árum. Hann var sann-
kallaður Vestfirðingur og var stolt-
ur af því. Þórarinn hafði stundað
sjómennsku með námi og hafði upp
frá því áhuga á öllu því er varðaði
sjómenn og þeirra störf.
Þórarinn Andrewsson varð stúd-
ent frá MA 1958 og þaðan lá leiðin
í Háskólann þar sem hann lauk
BA-prófi í stærðfræði og eðlisfræði
1962. Þá strax hóf hann störf við
Flensborgarskólann og þar lágu
leiðir okkar saman 1964.
Þórarinn kenndi við Flensborg
til dauðadags, lengstum stærð-
fræði. Þeir eru því orðnir ófáir nem-
endurnir sem hann hefur skilað frá
sér, fyrst í gegnum lands- og gagn-
fræðapróf og síðan stúdentspróf.
Þórarinn var að allra dómi frá-
bær kennari sem náði alveg sér-
staklega góðu sambandi við nem-
endur sína í kennslustundum. Hann
var einn af þessum kennurum sem
ekkert virtist hafa fyrir hlutunum,
en skilaði alltaf bestum árangri.
Styrkur Þórarins lá fyrst og fremst
í því hversu fær hann var í faginu
og hve rólegur og yfirvegaður hann
var í kennslu. Aldrei minnist ég
þess á 25 ára samstarfsferli í Flens-
borg að Þórarinn ætti í útistöðum
við nemendur. Hann var vinsæll og
virtur kennari. Flensborgarskólinn
hefur misst einn sinn besta starfs-
mann og verður erfitt að fylla það
skarð.
Á kennarastofunni var Þórarinn
hress og kátur enda húmoristi góð-
ur. Hann var mikill áhugamaður
um brids og hafði náð góðum
árangri í þeirri íþrótt með eiginkonu
sinni, Huldu Hjálmarsdóttur. Flest-
ar frímínútur var setið við spila-
mennsku og við spilaborðið á kenn-
arastofunni í Flensborg gerðist
margt sem lifa mun í minningunni
og víst er að þar mun Þórarins
sárt saknað af félögunum.
Þórarinn stofnaði árið 1973
Byggingarfélagið Röst ásamt fé-
laga sínum, Helga Guðmundssyni.
Það segir sína sögu um fjölhæfni,
áhuga og atorku Þórarins, að hann
lærði húsasmíði jafnframt kennsl-
unni í Flensborgarskóla og aflaði
sér þannig réttinda á því sviði. Fyr-
irtæki þeirra félaga var orðið stórt
og eitt traustasta sinnar tegundar.
Þessi orð eru fátækleg, þótt
minningarnar séu góðar og margt
sæki á hugann. En mig langaði til
að kveðja frábæran félaga og góðan
vin. Ég veit að ég tala fyrir hönd
okkar samkennaranna og allra
nemenda hans eldri sem yngri þeg-
ar ég segi að fallinn er frá allt of
snemma góður félagi og frábær
kennari sem ætíð mun minnst af
góðu einu.
Elsku Hulda, Helga, Andrés og
Kristín. Megi sá er öllu ræður
styrkja ykkur í sorginni og alla
ykkar nánustu. Munum að þó mað-
urinn hverfi þá lifir og lýsir minn-
ingin um góðan dreng í hugskoti
okkar um langan aldur. Hún auðg-
ar lífið og gerir okkur að betri
mönnum. Fyrir það verðum við allt-
af þakklát.
Ingvar Viktorsson
Þegar mér voru flutt þau tíðindi
síðdegis á páskadag að Þórarinn
Andrewsson væri allur aetlaði ég
ekki að trúa fregninni. Ég hafði
skilið við hann hressan og reifan
við upphaf páskaleyfis rúmri viku
áður og vissi ekki til að hann kenndi
sér neins meins. En því miður
reyndist harmafregnin sönn; Þórar-
inn hafði á föstudaginn langa veikst
skyndilega og fyrirvaralaust og
varð ekki vakinn aftur til lífsins.
Þórarinn Andrewsson fæddist á
Flateyri við Öndunaríjörð 27. mars
1937 og var því aðeins liðlega 53
ára gamall þegar hann hvarf svo
skyndilega á braut. Að honum stóðu
vestfirskar kjarnaættir. Faðir hans,
Andrew Þorvaldsson, var Önfirð-
ingur, sonur Þorvalds Þorvaldsson-
ar sem bjó meðal annars á Vífils-
mýrum og Efstabóli, en móðir hans,
Dagbjört Þórarinsdóttir, var upp-
runnin við ísaijarðardjúp. Þórarinn
ólst upp á Flateyri og komst þar
snemma í kynni við sjóinn, en hon-
um var þó ekki fyrirhugað að ger-
ast sjómaður að aðalatvinnu. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1958 og
hóf síðan nám í stærðfræði og eðlis-
fræði við Háskóla íslands og lauk
BA-prófi í þeim greinum 1962
ásamt kennsluréttindaprófi. Sama
ár réðst hann sem kennari við
Flensborgarskólann í Hafnarfirði
og þar starfaði hann til dauðadags,
að undanskildu einu skólaári er
hann fékk orlof til endunnenntunar.
Þórarinn kvæntist árið 1961.
Kona hans var Hulda Hjálmarsdótt-
ir og áttu þau saman þrjú börn, sem
nú eru öll uppkomin, Helgu Stein-
unni teikniteiknara, Andrés vél-
stjóra og Kristínu stúdent.
Fyrstu árin sem Þórarinn starf-
aði við kennslu sótti hann sjó á
sumrin, eins og hann hafði gert á
námsárunum, en síðan tók hann sig
til og hóf nám í húsasmíðum og
öðlaðist starfsréttindi í þeirri iðn-
grein. Eftir það starfaði hann við
byggingastarfsemi samhliða
kennslunni og veitti forstöðu bygg-
ingarfélaginu Röst, og hygg ég að
á því sviði hafi hann einnig getið
sér gott orð. Hann var einnig mik-
ill áhugamaður um brids, spilaði
mikið og var virkur félagi í Bridsfé-
lagi Hafnarljarðar, og um skeið í
stjórn þess. Mér er nær að halda
að þessi viðbótarstörf Þórarins hafi
veitt honum nauðsynlegt jarðsam-
band, komið í veg fyrir að hann
lokaðist inni í þeim fílabeinsturni
sem skólar geta hæglega orðið, og
gert hann að enn betri kennara en
ella og um leið hjalpað honum til
að halda þeirri ró og því sálarjafn-
vægi sem einkenndi hann löngum.
Flensborgarskólinn hefur tekið
miklum brejdingum á þeim 28 árum
sem hann hefur fengið að njóta
starfskrafta Þórarins. Þegar hann
hóf þar störf var skólinn venjulegur
gagnfræðaskóli, en breyttist í fram-
haldsskóla á áttunda áratugnum.
Sú breyting gerði miklar kröfur til
kennaranna; ekki aðeins að henni
fylgdi mikil vinna við skipulagningu
og námsskrárgerð, heldur kallaði
hún einnig á margvíslegar breyting-
ar á vinnubrögðum við sjájft
kennslustarfið. Þórarinn tók að
fullu þátt í þessari vinnu allri og
taldi aldrei eftir þann tíma sem í
hana fór, en lengst af var hann
ekki aðeins kennari, heldur einnig
deildarstjóri í stærðfræði við
skólann.
Þórarinn Andrewsson var góður
kennari. Kennslugrein hans, stærð-
fræðin, er þó yfirleitt ekki meðal
vinsælustu námsgreina hjá nem-
endum, kannski af því að hún er
kröfuhörð, krefst nákvæmni í
vinnubrögðum, og verður ekki num-
in til hálfs, heldur annaðhvort num-
in eða ekki numin. En Þórarinn
hafði lag á að gera kennsluefnið
skiljanlegt nemendum, og glæða
áhuga þeirra á því að kennsla hans
skilað jafnan góðum árangri. Það
skarð sem hann núna skilur eftir
sig í Flensborgarskólanum verður
því án efa vandfyllt.
Það lætur að líkum að margs er
að minnast eftir meira en aldar-
ljórðungs samstarf. Þörarinn var
ekki aðeins góður kennari og
traustur starfsmaður sinnar stofn-
unar, heldur einnig góðut' félagi og
gat verið manna skemmtilegastur
þegar svo bar undit'. í návist hans
var alltaf gott að vera og það er
sárt að þurfa að sjá hann hverfa
svona langt fyrir tímann. En eftir
lifir minningin um góðan dreng og
traustan sem gott er að hafa feng-
ið að kynnast og umgangast.
Kristján Bersi Ólafsson
Á örskammri stund er lokið lífs-
skeiði vinar okkar Þórarins
Andrewssonat'. Eftir stöndum við
skilningsvana. „En þú skalt ekki
hryggjast, þegar þú skilur við vin
þinn, því að það sem þér þykir
vænst um í fari hans, getur orðið
Ijósara í ijarveru hans, eins og þeg-
ar ijallgöngumaðut' sér fjallið best
af sléttunni". (Úr spámanninum).
Það eru forréttindi að hafa átt
Þórarin að vini um áratugaskeið.
Orð mega sín svo lítils á svo ótíma-
bærri kveðjustundu, en það eru
mikil forréttindi að hafa átt Þórarin
að vini mestalla ævi okkar.
Fyrir það þökkum við um leið
og við vottum þér, elsku Hulda,
börnum ykkar og ijölskyldum
þeirra, foreldrum Þórarins, systrum
og ijölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Megi góður Guð gæta ykkar um
alla framtíð.
Magga og Friðrik
Hryssingsleg og köld hefur veðr-
átta verið á þessum sumarmálum,
landið úr lofti að sjá eins og ein
alhvít jökulbreiða og enn, þegar
þessar línur eru ritaðar, ganga yfir
éljahrinur sem gera jörðina öðru
hveiju alhvíta niðrundir flæðarmál.
Og nú, á þessum svalköldu vordög-
um, stöndum við frammi fyrir því,
félagar og samstarfsmenn Þórarins
Andrewssonar, að hann er fallinn
frá, burt kallaður af þessum heimi,
óvænt og skyndilega, langt um ald-
ur fram.
Kynni mín við Þórarin Andrews-
son hófust er hann varð kennari
við Flensborgarskólann haustið
1962. Hann var ráðinn til skólans
að ábendingu og í stað nafna síns
Guðmundssonar sem kennt hafði
raungreinar við skólann í tvo vetur
við góðan orðstír. Við Flensborgar-
skólann var Þórarinn Andrewsson
síðan kennari til dauðadags, utan
einn vetur er hann var í orlofi. Var
það mikið lán fyrir skólann að fá
hann til starfa því kennsluferill
hans var áfallalaus og farsæll, enda
verður hans skarð vandfyllt.
Þórarinn Andrewsson var jafn-
lyndur alvörumaður, að eðlisfari
fáskiptinn og hlédrægur en kunni
vel spaug að meta og hafði glöggt
auga fyrir hinum kankvísu hliðum
tilverunnar. I kennslunni var hann
ákaflega skýr í framsetningu, taiaði
ekki meira en nauðsyn krafði, var
hægur í framgöngu og góðlegur,
fastmæltur og kunni vel þá list að
gi-eina aðalatriði og gera flókna
hluti einfalda. Orku sinni sóaði hann
ekki út í vindinn. Ég hygg fáir
hafi staðið honum framar í kennsl-
unni; hún rann eitthvað svo átaka-
laust í gegn hjá honum. Að auki
var næmi hans á nemendur mikið
og kom það sér ekki síst vel þegar
reyndi á skilning flókinna viðfangs-
efna stærðfræðinnar.
En Þórarinn Andrewsson var svo
mikill eljumaður og atorku að
kennslan ein nægði honum ekki að
viðfangsefni. Verk féll nánast ekki
úr höndum hans og hann hafði inn-
gróna þörf fyrir að vinna einnig
líkamlega vinnu. Á sumrin stóð
hann í byggingaframkvæmdum og
einnig meðfram kennslunni á vetr-
um. Urðu þó þarna aldrei árekstrar
á milli svo mér sé kunnugt um.
Hann stofnaði Byggingarfélagið
Röst sf. á Öndverðum áttunda ára-
tugnum ásamt tveimur traustum
og ágætum félögum sínum, iðnað-
armönnum. Þetta félag hefur rekið
talsvert umfangsmikla bygginga-
starfsemi í Reykjavík, Hafnarfirði
og víðar og notið vaxandi trausts
viðskiptavina. Hygg ég að rekstur
þess hafi að stóru leyti hvílt á herð-
um Þórarins. Veit ég að hann sá
um gerð tilboða og hina fjármála-
legu hlið starfseminnar. Sjálfur
vann ég með Þórarni einum eitt
sumar á sjöunda áratugnum við
húsbyggingu og hefur mér ætíð
verið mjög hlýtt til hans síðan.
Þórarinn Andrewsson var fædd-
ur á Flateyri við Önundaríjörð 24.
mars 1937. Hann lauk stúdents-
prófi frá MA 1958 og BA-prófí í
stærðfræði og eðlisfræði fjórum
árum síðar. Hann var gæfumaður
í einkalífi sínu, eignaðist góðan og
traustan lífsförunaut, Huldu Hjálm-
arsdóttur frá Kambi í Deildardal í
Skagafirði. Gengu þau í hjónaband
1961 og eignuðust þijú myndarleg
og mannvænleg börn: Helgu Stein-
unni, Andrés og Kristínu. Fjöl-
skyldu hans allri, eiginkonu hans,
börnum, tengdabörnum, foreldrum
hans og systkinum, votta ég mína
innilegustu samúð og bið þau minn-
ast þess að góður á jafnan góðs
von. Blessuð veri minning Þórarins
Andrewssonar.
Snorri Jónsson
Kennarastofur í íslenskum fram-
haldsskólum eru um margt býsna
sérkennileg samfélög. Kennarastof-
an í Flensborg er þar engin undan-
tekning. Síðla sumars hittast menn
til undirbúnings nýs skólaárs, rifja
upp það sem á dagana hefur drifið
frá því menn skildu að vori og gera
áætlanir um framhaldið. Á hveiju
hausti koma í hópinn nokkur ný
andlit, oftast ungt fólk, nýkomið frá
námi og staldrar flest stutt við.
Mest áberandi í hópnum er samt
ákveðinn fastur kjarni sem breytist
lítt frá ári til árs, menn sem eru
burðarásar skólastarfsins hver á
sínum stað.
Einn slíkra burðarása í Flens-
borgarskóla var Þórarinn Andrews-
son sem lést snögglega nú í miðju
páskaleyfi, langt um aldur fram.
Þórarinn kenndi stærðfræði við
skólann samfleytt frá haustinu
1962, var snjall stærðfræðingur og
vel liðinn kennari. Á þessum langa
tíma hefur skólinn tekið miklum
breytingum, frá því að vera almenn-
ur gagnfræðaskóli og í fjölbrauta-
skóla. Þórarinn tók virkan þátt í
þessum breytingum sem forsvars-
maður sinnar greinar og gegndi
starfi deildarstjóra til margra ára.
Hann var hjálpsamur samkennur-
um sínum og þótti þeim gott að
leita hans aðstoðar við stærðfræði-
leg úrlausnarefni.
Þórarinn var ekki maður skrif-
legra uppeldismarkmiða, vildi frem-
ur láta námsárangur nemenda
sinna vitna um gæði kennslunnar.
í hléum milli kennslustunda safnast
kennarar saman á kennarastofunni
og þar myndast gjarnan persónuleg
tengsl rnanna á milli eftir áhuga-
sviðum. Á kennarastofunni í Flens-
borg eru nokkrir slíkir hópar og
einn þeirra er bridshópurinn. I
kringum bridsborið ríkti ávallt
glaumur og gleði svo öðrum þótti
oft nóg um. Þarna var Þórarinn í
essinu sínu, miðpunktur spila-
mennskunnar, djarfur og snjall
bridsspilari, tilbúinn að taka mikla
áhættu til að ná sinni sögn í höfn.
Hann var aldrei tapsár, leit alltaf á
spilamennskuna sem ánægjulega.n
leik, keppnin var honum aukaat-
riði. Þrátt fyrir þetta viðhorf á
kennarastofunni var Þórarinn-
keppnismaður í brids og vel liðtæk-
ur á þeim vettvangi. Hann leiddi
•oft bridssveit kennara í viðureign
þeirra við nemendur o g var þátttak-
andi í skákmótum fyrir skólans
hönd.
En skjótt skipast veður í lofti.
Engan grunaði, er við kennarar
skólans hittumst í afmælisboði hjá
einu okkar á skírdag, að það væri
í síðasta sinn sem Þórarinn
samgleddist hópnum og við mynd-
um nokkrum dögum síðar fylgja
honum til grafar.
Að leiðarlokum viljum við, sam-
kennarar Þórarins við Flensborgar-
skóla, þakka fyrir samfylgdina um
leið og við sendum konu hans,
Huldu Hjálmarsdóttur, börnum
þeirra og öðrum vandamönnum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Samstarfsfólk við
Flensborgarskóla
Systir okkar, t GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR
fyrrverandi söngkennari,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 24. apríl kl. 15.
Hildur Þorsteinsdóttir, Valgerður Þorsteinsdóttir og fjölskylda.
t
Innilegt þakklæti fyrir samúð og hluttekningu vegna fráfalls sonar
míns og bróður okkar,
HALLDÓRS GUNNARSSONAR,
Sambýlinu Vesturgötu,
Akranesi.
Ingibjörg Óladóttir,
Álfdís Gunnarsdóttir, Þorsteinn Ingimundarson,
Gunnar H. Gunnarsson, Jónína Melsteð,
Óli Gunnarsson, Ingibjörg Gísladóttir,
Bjarni Einar Gunnarsson, Olga Lárusdóttir.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna fráfalls ástkærs eigin-
manns míns, föður, sonar, tengdasonar
og bróður,
EINARS ÞORGEIRSSONAR
rafverktaka,
Sævangi 28,
Hafnarfirði.
Helga Bjarnadóttir,
Sigriður Margrét Einarsdóttir, Einar Geir Einarsson,
Bjarni Þór Einarsson,
Þorgeir H. Jónsson, Sigríður Margrét Einarsdóttir
Bjarni Gislason, Erla Þorvaldsdóttir,
systkini og aðrir aðstandendur.