Morgunblaðið - 24.04.1990, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990
tíctmnn
Nú, 8.783 krónur er meíra
en ég bjóst við, en það er
sjálfsagt apparatinu ykkar
að þakka eða kenna ...
HÖGNI HREKKVÍSI
HVERS VEGNA ÁLVER?
Til Velvakanda.
Við komum stundum saman
nokkrir bændur, sumir hættir bú-
skap, aðrir að hætta. Okkur blöskr-
ar umræðan og áróðurinn fyrir ál-
veri hér í Eyjafirði. Finnst okkur
hann rekinn á fremur lágu plani
og lítið sem ekkert rætt um þá
mengunarhættu sem frá því stafar.
Hérna í hinu góðviðrissama og
gróðursæia héraði passar ekki að
staðsetja álver. Við erum ekki
andvígir álveri, sé það reist á opnu
svæði, þar sem landbúnaður er ekki
stundaður í nánasta umhverfi. En
því aðeins finnst okkur það rétt að
ótvíræður gróði sé af því, en ekki
að þjóðarbúið standi nokkrum millj-
örðum skuldugra á eftir.
Niirnberg á ný?
Eins og kunnugt er, voru réttar-
höld mikil á vegum Bandamanna
eftir lok síðari heimsstyijaldarinn-
ar. Þar komu margir nazistaleiðtog-
ar fyrir dóm, en ekki þó nærri allir
úr þeim hópi. Sumir höfðu svipt sig
lífi (t.d. Adolf Hitler og Heinrich
Himmler), aðrir fallið (t.d. Reinhard
Heydrich), og enn aðrir sluppu. En
líflátsdómar voru kveðnir upp yfír
ýmsurn í Niirnberg í októbermánuði
1946. í þeim hópi voru m.a. Her-
mann Göring, Alfred Jodl, Wilhelm
Keitel og Ernst Kaltenbrunner.
Nokkrir voru sýknaðir í Núrnberg,
t.d. dr. Hjalmar Schacht (1877-
1970), hinn frægi fjármálasnilling-
ur Þjóðveija.
En því er þetta rifjað upp hér,
að nú loks hafa Rússar viðurkennt
fjöldamorð á Pólveijum, sem þeir
höfðu áður haldið fram um áratuga-
skeið, að Þjóðveijar hefðu tekið af
lífi. Framkoma kommúnistaleiðtog-
anna í Rússlandi var annars hin
svívirðilegasta. Rétt fyrir upphaf
heimsstyijaldarinnar síðari hétu
Rússar Pólveijum hernaðaraðstoð,
ef á þá yrði ráðist. Sömdu því næst
við Þjóðveija um skiptingu Pól-
iands. Réðust síðan fjöldamorð þau
eru áður getur. Sagnfræðingar
margir halda því raunar fram, að
þar séu ekki öll kurl komin til graf-
ar.
En nú mun margur spyija: Er
ekki full þörf nýrra „Núrnberg“-
réttarhalda? Sumir munu þó e.t.v.
segja, að flestir séu þeir dauðir, sem
þarna báru sökina. Ekki eru þó all-
ir dauðir, sem þama komu við sögu,
og fjölmörg dæmi eru þess, að
menn hafi verið dregnir fyrir rétt
vegna stríðsglæpa eftir fjöldamörg
ár frá verknaðinum, t.d. Adolf Eich-
mann o.fl.
Guðm. Guðmundsson
Við heyrum marga blöskrast út
í mengun í Austur-Evrópu og hér
var stofnað umhverfisráðuneyti,
væntanlega með vænum kostnaði.
Til hvers var slíkt gert ef ekki til
að sporna við mengun, sem raunar
veitir ekki af. Við teljum að halda
ætti fræðslufund hér í Eyjafirði og
fá hina færustu sérfræðinga á
hann. Garðyrkjustjóri _ Akureyrar
sagði á fundi í vetur: „í Eyjafirði á
Til Velvakanda.
í þætti Velvakanda 30. marz biður
Jóhann Þórólfsson um útskýringu á
orðunum: „leið oss ekki í freistni" —
því að eins og hann segir: „Eg trúi
því ekki, að Guð leiði nokkurn mann
í freistni.“ Má ég reyna að svara?
Ég er sammála Jóhanni, að Guð leið-
ir oss ekki í freistni, þ.e.a.s. að hann
reyni ekki að fá oss til að syndga,
því að „Guð vill, að allir menn verði
hólpnir" (1. Tím. 2,4). „Hann vill
ekki, að neinir glatist, heldur að allir
komist til iðrunar" (2. Pét. 3,9).
„Ætli ég hafi þóknun á dauða hins
óguðlega — segir Drottinn — og
ekki miklu fremur á því, að hann
hverfi frá illri breytni og haldi lífi“
(Es. 18,23). Jesús segir sjálfur: „Ég
er ekki kominn til að kaila réttláta,
heldur syndara.“ (Mk. 2,17).
Um freistni segir Jakob postuli:
„Enginn má segja, er hann verður
fyrir freistingu: „Guð freistar mín.“
Guð getur ekki orðið fyrir freistingu
af hinu illa, enda freistar hann sjálf-
ur einskis manns. Það er eigin girnd,
sem freistar sérhvers manns og dreg-
ur hann og tælir.“ (1, 13-14.) Jesús
segir sjálfur: „Af hjartanu koma illa
hugsanir, manndráp, hórdómur ...
(Mt. 15,19.) „Guð er trúr, sem ekki
mun leyfa, að þér freistist um megn
fram, heldur mun hann, þegar hann
reynir yður, einnig sjá um, að þér
fáið staðizt. (1. Kor. 10,13.)
„Leið oss ekki í freistni — heldur
frelsa oss frá illú.“ Er textinn ekki
undarlegur, eins og Guð reyni að fá
oss til syndar? Ég er aftur sammála
Jóhanni. Hvernig getum vér þá út-
skýrt textann?
1) Fyrst og fremst getum vér
hugsað til merkingarfræðilegrar
hliðstæðu (semantic parallesism),
sem við finnum í Orðskviðunum og
Sálmunum, þ.e. í bænum gyðing-
anna, sem Jesús iðkaði sennilega
daglega. Hendingar Sálmanna eru
tvískiptar. Hendingin segir með öðr-
um orðum tvisvar það sama, en
ýmist með jákvæðum eða neikvæðum
formerkjum. í þessu tilfelli þýðir
það, að orðin „frelsa oss frá illu“ og
að stunda matvælaframleiðslu.“ Ja,
hér skal stunda matvælaframleiðslu
og héðan á að flytja út vatn og
hingað á að krefjast þess að ullar-
iðnaðurinn komi aftur, því hér er
fólk sem kann til verka við þá fram-
leiðslu. Munum það sem þjóðskáldið
sagði: „Aldrei ég Eyjaljörð elskaði
nógu heitt.“ Þeir sem það gera reisa
hér ekki álver.
Gamall, eyfirskur bóndi.
„leið oss ekki í freistni“ segja það
sama, en með ólíkum hætti. „Leið
oss ekki í freistni" þýðir þá ekki
annað en: hjálp oss, svo að vér syndg-
um ekki. K.G. Kuhn og T.W. Manson
hafa skrifað um samband milli bæna-
texta gyðinganna og bænarinnar
„Faðir vor“ hjá Jesú.
2) Ef „leið oss ekki í freistni“
þýðir: lát oss ekki syndga, þá má
vitna til annarrar útskýringar. Gamla
testamentið hjálpar oss. í annarri
Mósebók finnum vér oft orðalagið:
„Drottinn herti hjarta Faraós." Þýðir
það ekki: „lét hann syndga“? Én í
2. Mós. segir líka oft, að „Faraó sjálf-
ur herti hjarta sitt“ og „Faraó hélt
áfram að syndga og herti hjarta
sitt.“ (2. Mós. 9, 34.) Hvernig getum
vér samræmt það? Skýringin kann
að vera, að gyðingar í G.T. vilji með
slíkum setningum láta í ljós yfirráð
Guðs yfir öllu, sem maðurinn gerir.
í öðrum setningum benda þeir þó á
ábyrgð mannsins. á syndum sínum.
Vér getum borið þetta saman við
innblástur Biblíunnar, orðs Guðs.
Guð er sjálfur samkvæmt kenningu
kirkjunnar höfundur Biblíunnar, en
af því að þeir menn, sem skrifuðu
hana, eru mjög misjafnir, þá er fyrir-
komulag texta hennar ekki fullkomið
sakir ófullkomleika ritara hennar.
Þannig er líka synd manna til staðar
vegna veikleika og misbeitingar
frelsis vors, án þess að það breyti
því, að yfirráð Guðs halda áfram.
Sr. J. Habets
Afsökunarbeiðni
Síðastliðinn laugardag birtist í Vel-
vakanda Morgunblaðsins bréf um
ijúpnaveiðar, undirritað af veiði-
manni. Með bréfi þessu birtist mynd
af ijúpnaveiðimanni og er hún með
öllu óviðkomandi bréfinu. Morgun-
blaðið biðst afsökunar á myndbirt-
ingu þessari og ítrekar að veiðimað-
urinn á myndinni er á engan hátt
tengdur bréfi þessu.
FAÐIR VOR ...
Víkverii skrifar
að er dálítið sérkennilegt að
fylgjast með því, hvað einstök
orð verða algeng í munni þeirra,
sem koma reglulega fram í ljós-
vakamiðlum eða eiga viðtöl við blöð.
Þetta er ákveðinn hópur fólks, sem
er alltaf í fjölmiðlum, eins og allir
vita, stjórnmálamenn, forystumenn
í atvinnulífi og verkalýðshreyfingu,
sérfræðingar o.sv. frv.
Á síðustu misserum hafa þessir
menn komið sér upp nýju orði. Nú
er allt ýmist ásættanlegt eða ekki
ásættanlegt! Það er alveg sama um
hvaða deilumál er að ræða. Þetta
orð - ásættanlegt - kemur alltaf við
sögu. Geta þeir ekki komið sér upp
meiri fjölbreytni í orðanotkun? Nú
fyrir helgina mátti sjá í viðtali við
einn úr þessum hópi að eitthvað
væri ósamþykkjanlegt!
Þá er töluvert um það, að fólk í
fjölmiðlum tali um, að eitthvað sé
komið til að vera. Þetta er hryllileg
enska, eins og allir vita. Er ekki
hægt að útrýma þessu úr fjölmiðla-
máli með sameiginlegu átaki?
xxx
Víkveiji sér ástæðu til að hafa
orð á því, hvað afgreiðslufólk,
sem vinnur við kassa í matvöru-
verzlun Hagkaups í Kringlunni, er
kurteist og lipurt við viðskiptavini.
Þetta er yfirleitt ungt fólk, hlýtt í
viðmóti, vekur athygli viðskiptavina
á því, ef eitthvað er í ólagi með
vöru, sem keypt hefur verið, sýnir
umburðarlyndi þrátt fyrir mikinn
eril, þegar viðskiptavinir hafa
gleymt að láta vigta vöru eða þeim
orðið á einhver önnur glappaskot.
í stuttu máli sagt er þetta fólk fyrir-
’tækinu til sómá.
Mikill kostnaður við símtöl til
•útlanda hefur verið gerður
að umtalsefni í þessum dálkum.
Fyrir skömmu gerði Stöð 2 þessu
málefni rækileg skil í fréttatíma
m.a. með samtali við einn af forr-
áðamönnum Pósts og síma. Svör
hans voru ekki sannfærandi. Ef
rétt er, að stofnunin noti þessi
símtöl til þess að greiða niður samt-
öl innanlands er það einfaldlega
fáránlegt. Við erum þjóð, sem lifum
á útflutningi og það skiptir miklu
máli, að samskipti við fólk í öðrum
löndum geti verið hröð og ódýr.
Eins og skýrt var frá í dáikum
Víkverja fyrir skömmu hefur brezkt
dagblað flett ofan af þeirri okur-
starfsemi, sem tíðkast um allan
heim í sambandi við alþjóðleg símtöl
og fer ekki á milli mála, að Póstur
og sími tekur fullan þátt í þeirri
einokunarstarfsemi.