Morgunblaðið - 24.04.1990, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990
45
Þessir hringdu . . .
Skíðaskór og bakpoki
Berta hringdi og sagði svo frá
að sonur hennar hefði farið í
Bláfjöll þann 17. apríl og farið
heim með síðustu rútunni klukk-
an 10.00 um kvöldið. Þegar á
leiðarenda var komið kom á
daginn að nýir skíðaskór sem
voru í grænum bakpoka voru
horfnir. Telur hún að gripimir
hafi farið úr rútunni þegar hún
stoppaði við Vesturberg í Breið-
holti og í Arbæ. Skórnir eru
gráir og rauðir. Síminn hjá
Bertu er 76679.
Gleraugu töpuðust
Hans Berndsen hringdi og hafði
glatað gleraugum sínum. Hálf-
gleraugu í brúnum skinnpoka.
Hans alítur að gleraugun hafi
tapast á svæðinu frá Kirkju-
stræti og að Landssímahúsinu
er hann fór þá leið á miðviku-
dagsmorgun.. Síminn hjá Hans
er 71483.
Persneskteppi...
Gísli Pétursson hafði samband
og velti því fyrir sér hvort ein-
hver gæti ekki bent honum á
hvar hægt væri að fá gert við
persneskt teppi sem hann á.
Hann sagði að einhveiju sinni
hefði verið grein í Morgunblaðinu
um slíkan teppaviðgerðarmann,
en hann lagði það ekki nánar á
sig, en sæi eftir því nú. Síminn
hjá Gísla er 44644.
Skárri er skít-
ur en sprengja!
Til Velvakanda.
Eru ráðamenn þjóðarinnar að
kalla yfir sig — og alla landsmenn
— ógæfu sem ekki er unnt að bæta?
Forráðamenn þessarar litlu ey-
þjóðar eru vísvitandi, ella eru þeir
vitgrannir, að kalla yfir sig svívirðu
og þjóðina ógæfu. Eða á að draga
borgarstjórn Reykjavíkur til
ábyrgðar ef eiturský frá Gufunes-
verksmiðjunni berst yfir borgina
okkar?
Reiði mín og sársauki eftir að
hafa melt frétt þulanna sem lýstu
ástandinu sem skapaðist í Gufunesi
á páskadag, á lítil takmörk. Sof-
andi rekur okkur að feigðarósi ef
ekki verður strax tekið í árar og
það hraustlega. Það er vá fyrir
dyrum á meðan áburðarverksmiðj-
an er í byggð. Það skiptir engu hve
öflugar varúðarráðstafanir eru
gerðar. Verksmiðjan skal burt!
Ef grannt er skoðað eigum við
nægan skít til áburðar.
Sárreiður þegn
16. leikvika - 21. apríl 1990
Vinningsröðin: 121-111-XX1-XX1
HVERVANN?
3.114.788- kr.
4 voru með 12 rétta - og fær hver: 642.731- kr. á röð.
70 voru með 11 rétta - og fær hver: 7.769- kr. á röð.
Allar upplýsingar um getraunir vikunnar:
Lukkulínan s. 991002
AFMÆLISBOÐ
I ÞRJA DAGA
0,
Hamborgara
+ frönskum
+ pepsi
= Zt&Oivr
Á 8 ára afmælisdegi okkar fyrir skömmu héldum
við uppteknum hætti og buðum upp á rétti á
vildarkjörum.
í afmælið komu á þriðja þúsund manns en annar
eins fjöldi þurfti frá að hverfa.
Nú ætlum við að framlengja boðið um 3 daga og
við vonum að allir fari ánægðir heim.
Ath. Boðið stendur fram á fimmtudag 26. apríl oc.
það er opið alla daga kl. 11.00-23.30.
Verið velkomin
©/
Hraðnétta veitingastaður
íhjartaborgarinnar
Tryggvagötu og Pósthússtrætis
Sími 16480
Getaframleitt
jógúrt.
Eiríkur Ketilsson
Heildverslun, Vatnsstíg 3.
Símar: 23472, 25234, 19155.
SIEMENS
Kæli - og frvstitœki í miklu úrvali!
Lítið inn til okkar og skoðið vönduð
vestur-þýsk heimilistœki!
Hjá SIEMENS eru gœði, ending og
fallegt útiit ávallt sett á oddinn!
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
Metsölublað á hverjum degi!
iidíJJi