Morgunblaðið - 29.04.1990, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1990
Morgunblaðið/Þorkell
Skógræktarsöfhunin fór vel afstað
Söfnun og sala á „grænu greininni" vegna átaks
um landgræðsluskóga 1990 fór vel af stað og söfnuð-
ust 13 milljónir í fyrrakyöld í beinni útsendingu á
Stöð 2 vegna átaksins. í gærmorgun var sölufólk
að hefjast handa, en ætlunin er að heimsækja öll
heimili í landinu um helgina og bjóða „grænu grein-
ina“ til kaups. Sölufólk er frá íþróttafélögunum,
skátum og ýmsum félagasamtökum. „Þetta hefur
gengið mjög vel og við erum þakklátir öllum þeim
sem lagt hafa eitthvað af mörkum," sagði Bogi
Franzson í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun.
Hann er lengst til hægri á myndinni, en auk hans
eru á myndinni Valdimar Jóhannesson, Brynjólfur
Jónsson og Hallur Björgvinsson.
Gjaldþrot líkleg
þrátt fyrir aðild
HlutaQársjóðs
NOKKUR fyrirtæki, sem notið hafa aðstoðar Hlutafjársjóðs Byggða-
stofnunar, kunna að verða gjaldþrota. „Hlutafjársjóður hefur ekki
Qármagn til að selja í þau peninga, og ég held að það sé heldur
ekki vilji til þess að endurreisa fyrirtæki einu sinni á ári eða oftar,“
segir Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofiiunar og stjórnar-
maður í Hlutafjársjóði Byggðastofnunar.
Guðmundur segir ljóst að nokk-
ur þeírra fyrirtækja sem notið
hafa aðstoðar Hlutafjársjóðs hafí
ekki bætt rekstur sinn nægilega vel
á síðasta ári, þannig að þau séu
illa stödd i dag. Kröfuhafar fyrir-
tækjanna hafa tekið við svokölluð-
um A-hlutdeildarskírteinum frá
Hlutafjársjóði, sem eru ríkistryggð,
og B-hlutdeildarskírteinum, sem
eru éinungis tryggð með eignum
sjóðsins. Guðmundur segir, að það
eigi eftir að koma í ljós hversu
mikils virði bréfin verða. „Það er
ljóst að eitthvað tapast, en hve
mikið er ógerningur að segja til
um.“
I skýrslu Ríkisendurskoðunar um
starfsemi Atvinnutryggingarsjóðs
útflutningsgreina, er talið að um
15-20%, eða allt að 2.000 milljónir
króna, af útlánum sjóðsins kunni
að tapast á næstu árum. „Ég held
að þessi spá geti verið jafn rétt og
hver önnur,“ segir Guðmundur, en
hann bendir á að veðreglur At-
vinnutryggingarsjóðs eru miklum
mun rýmri en veðreglur sem
Byggðastofnun hefur unnið eftir.
Sjá „Fyrirtæki í hlutverki fé-
lagsmálastofnana" á bls. 20-21.
Enginn
í haldi
„Togararallið“:
Meðalþyng’d þorsksins er
5-10% minni en á fyrra ári
NIÐURSTÖÐUR togararallsins
svokallaða, sameiginlegs rann-
sóknaverkefhis Hafrannsókna-
stofhunar og útgerðar, gefa til
kynna fremur bágt ástand þorsk-
stofhsins. Meðalþyngd þorsksins
hefiir lækkað um 5 til 10% frá
árinu áður og fyrir Norðurlandi
var ástandið í marz eins og „eyði-
mörk“ eins og Björn Ævar Stein-
arsson, fískifræðingur, orðaði
það í erindi á aðalfundi SH.
Bjöm Ævar sagði að hitastig
sjávar hefði nú verið um 1
gráðu hærra en í fyrra. Þrátt fyrir
það væri sjórinn kaldur enda hefði
hitastig í hafínu í fyrra verið 2 gráð-
um undir meðallagi. Þá gat hann
þess að svokölluð stofnvísitala
þorskins væri 50% lægri en í fyrra
og stafaði það af ördeyðunni fyrir
norðan land. Þegar norðursvæðið
hefði verið rannsakað, hefði þorsk-
urinn greinilega verið genginn suð-
ur fyrir, en þar mældist stofnvísi-
tala svipuð og árið áður. Þrátt fyr-
ir það, mætti ekki skilja stöðuna
sem svo að helmingi minna væri
um þorsk nú en í fyrra, heldur yrði
að taka tillit til þess, að fyrir Suður-
landi væri sá guli ekki eins veiðan-
legur í troll á þessum árstíma og
til dæmis fyrir norðan. Aldursdreif-
ing þorsksins fyrir norðan var jöfn
en fyrir sunnan var mest áberandi
5, 6 og 7 ára fískur. Þá sagði Bjöm
Ævar að alvarlegt væri einnig að
meðalþyngd hefði lækkað um 5 til
10% fyrir Suðurlandi og um 10%
að meðaltali fyrir norðan. Sé þetta
umreiknað yfir á heildarstofninn
munar þarna 60.000 til 120.000
tonnum.
Bjöm Ævar fór einnig yfír mat
Hafrannsóknastofnunar á stöðu
þorskstofnsins í upphafí árs. Þá
hefði stofninn í allt verið metinn
1,2 milljónir tonna, veiðistofninn
um ein milljón og hrygningarstofn-
inn 340.000 tonn. Miðað við afla-
heimildir í ár, 330.000 tonn, myndi
veiðistofninn minnka lítillega og
hrygningarstofninn vaxa örlítið.
Um þessar mundir byggðist aflinn
á sterkum árgöngum frá ámnum
1983 og 1984. 1985 árgangurinn
væri í meðallagi, en næstu þrír slak-
ir. Svo virtist sem árgangurinn
1989 væri í bezta falli í meðallagi.
Aflaaukningar væri því ekki að
vænta nema þorskur gengi hingað
frá Austur-Grænlandi. Þar væri að
vaxa upp mikið af þorski, sem rek-
ið hefði yfir sem seiði árið 1984.
Gengi hann hingað yfír til hrygn-
ingar, nálægt 7 ára aldri, í miklum
mæli, gæti farið svo að við 400.000
tonna veiði stæði veiðistofninn í
stað en ykist nokkuð við 350.000
tonna afla.
ENGINN var í haldi vegna
rannsóknar á ódæðisverkinu
í Stóragerði þegar Morgun-
blaðið hafði síðast iregnir af
í gær.
Rannsóknarlögreglan hand-
tók á fimmtudag fímm
menn vegna málsins, en þeim
hefur nú öllum verið sleppt úr
haldi. Mikill mannafli vinnur
að rannsókn málsins dag og
nótt. Unnið er að því að kanna
ijölda vísbendinga sem lögreglu
hafa borist og meðal annars
hefur verið haft samband við
þá sem lögðu bifreiðum sínum
á bílastæðinu við Vesturgötu á
miðvikudagsmorgun. Þá hefur
verið rætt við íbúa í hverfínu í
næsta nágrenni benzínstöðvar-
innar.
Niðurskurður til ríkisspítalanna:
Kostnaðarauki jafiivel meiri en
sem nemur niðurskurðinum
EFTIR að ákveðið var að skera niður rekstrarfé Ríkisspítala á
fjárlögum, verður ekki hægt að fjölga hjartaaðgerðum úr þremur
í Qórar á viku, eins og fyrirhugað var og fresta verður því að
taka upp glasaftjóvganir. Yfirlæknar hjartadeildar og kvensjúk-
dómadeildar Landspitalans lýsa undrun sinni á niðurskurðinum.
Kostnaðartölur benda til þess að spamaður vegna hans sé vafa-
samur, niðurskurðurinn hafí jafiivel kostnaðarauka í för með sér.
Búast má við að 30 til 40
hjartasjúkiingar leiti utan í
aðgerð á þessu ári og að um 130
konur fari í glasafrjóvgun erlend-
is vegna niðurskurðarins. Rúm-
lega 30 milljónir vantar til að fjár-
veiting til spítalans nái þeim 200
milljónum sem
til þarf til að
fjölga hjarta-
aðgerðum og
taka upp
glasafrjóvgun.
Kostnaður
Tryggingastofnunar ríkisins við
hvern hjartasjúkling er um ein
milljón ef aðgerðin er framkvæmd
erlendis en um kr. 600 þús. ef
hún er framkvæmd hér á landi.
Beinn kostnaðarauki á ári vegna
niðurskurðar frá fyrirhuguðum
fjórum aðgerðum á viku í þrjár
yrði því um 20 milljónir króna.
Kostnaður vegna glasafrjóvg-
unar er kr. 200 þús. hver aðgerð
ef hún er framkvæmd erlendis en
um kr. 170 þús. hér á landi. Beinn
kostnaðarauki við að senda 130
konur utan yrði því um 4 milljón-
ir króna.
Þá eru ótaldir óbeinir kostnað-
arliðir. Þegar farið er utan vegna
glasafrjóvgunar fylgir því vinn-
utap tveggja í
alllangan tíma,
þar sem konan
þarf að fara í
10 til 15 lækn-
isvitjanir á
meðan á með-
ferðinni stendur, að sögn Jóns Þ.
Hallgrímssonar yfírlæknis á
kvennadeild. Kostnaður við að-
gerðir innanlands greiðist inn í
íslenska hagkerfið og þar með
skilar hluti hans sér beint í ríkis-
sjóð aftur sem skattar. Þegar
aðgerð er framkvæmd erlendis
fara peningarnir úr landi. Þá er
ótalinn aðstöðumunur fólks til að
sækja til útlanda, á hann verður
ekki lagt óyggjandi mat, en ekki
er víst að hver og einn eigi þess
kost að taka sér frí til að dvelja
langdvölum erlendis, auk þess
sem fólk er, til dæmis í hjartaað-
gerðum, fjarri ættingjum og vin-
um og um leið þeim andlega styrk
sem návist þeirra getur veitt.
Grétar Ólafsson yfirlæknir á
hjartadeild Landspítalans telur að
ákvörðun Guðmundar Bjarnason-
ar heilbrigðisráðherra, um að
draga úr hjartaaðgerðum, sé á
vissan hátt byggð á misskilningi.
„Ég sem yfirlæknir þessarar
deildar var búinn að biðja um
möguleika á að fjölga aðgerðum
úr þremur á viku í fjórar,“ sagði
Grétar. „Það var tekið mjög
þokkalega í þetta bæði af stjórn-
amefnd og ráðherra." Stefnt var
að fjölgun aðgerða í september
að loknum sumarleyfum. Sagðist
Grétar líta svo á að ákvörðun
stjórnvalda fæli í sér að fresta
yrði fram á næsta ár að fjölga
aðgerðunum, en ekki að fækka
þeim aðgerðum sem nú eru fram-
kvæmdar.
Á síðasta ári voru framkvæmd-
ar 97 hjartaaðgerðir hér á landi
og ef ekki hefði komið til vinnu-
deila hjúkrunarfræðinga hefðu
þær orðið um 120. Að sögn Grét-
ars, er gert ráð fyrir um 130
hjartaaðgerðum á þessu ári og
hafa 43 aðgerðir þegar verið
framkvæmdar. Á síðasta ári fóru
69 sjúklingar utan í aðgerðir sem
hægt væri að framkvæma hér.
Jón Þ. Hallgrímsson sagði að
undirbúningur fyrir glasafrjóvgun
hefði staðið yfír í allmörg ár og
að ákveðið hefði verið að þær
hæfust á þessu ári. „Búið var að
samþykkja fjárveitingu til þessa
en svo virðast vera menn í kerfínu
sem geta breytt þeirri ákvörðun,“
sagði Jón. Ákveðið var að taka
niður á biðlista í júní nöfn þeirra
er óska eftir meðferð og að glasa-
fijóvganir hæfust í september.
„Þeir sem stjóma þessu hafa síðan
verið að slá úr og í með ákvarðan-
ir og við vitum í rauninni ekki
hvernig málin standa,“ sagði Jón.
Vinna við breytingar á húsnæði
Kvennadeildarinnar vegna starf-
seminnar stendur yfir og sagðist
Jón ekki skilja hvað menn væru
að fara þegar þeir töluðu um
sparnað. „Starfsemin getur farið
í gang í haust, húsnæðið er til-
búið og fjárveiting er fengin,“
sagði Jón.
Að öllu samanlögðu má því
spyija: Er það þess virði að skera
niður um þessar BQ. milljónir?
BAKSVIP
eftir Kristínu Gunnarsdóttur