Morgunblaðið - 29.04.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.04.1990, Blaðsíða 47
22.07 A6 utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. (Endurtekinn frá sama degi.) 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. Dagskrá morg- undagsins. 22.25 Fiskveiðistjórnun. Umræðuþáttur I umsjá Guðrúnar Eyjólfsdóttur og Óðins Jónssonar. 23.10 Kvöldstund i dúr og moll með Knúti R. Magn- ússyni. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Hrönn Geirlaugsdóttir. (Endurtekinn frá morgni.) 1.00 Veðurfregnir. 1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn í Ijósið. Leifur Hauksson og Jón Arsæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 8.00 Morgunfréttir. Morgunútvarpiðhelduráfram. 9.03 Morgunsyrpa. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. 11.03 Gagn og gaman meðJóhönnu Harðardóttur og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. Molar og mannlífsskot í bland við góða tónlist. Þarfaþing kl. 11.30 og aftur kl. 13.15. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. Gagn og gaman heldur áfram. Þarfaþing kl. 13.15. 14.03 Brot úr degi. Eva Ásrún Albertsdóttir. Róleg miðdegisstund með Evu, afslöppun i erli dags- ins. 16.03 Dagskré. Dægurmálaútvarp. Sigurður G. Tómasson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Katrín Baldursdóttir. Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin — Þjóðfundur i beinni útsend- ingu, simi 91 — 68 60 90 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Zikk-Zakk. Umsjón: Sigrún Sigurðardóttir og Sigriður Arnardóttir. Símatimi á mánudögum. Nafnið segir allt sem þarf - þáttur sem þorir. 20.30 Gullskifan, að þessu sinni „Blonde on blonde" með Bob Dylan. 21.00 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. (Einnig útvarpað aðfaranótt miðvikudags að loknum fréttum kl. 5.00.) 22.00 Fréttir. 22.07 „Blítt og létt ..." Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjómenn og leikur óskalög. (Einnig útvarpað kl. 3.00 næstu nótt á nýrri vakt.) 23.10 Fyrirmyndarfólk lítur inn til Bryrtdísar Schram í kvöldspjall. 00.10 í háttinn. Ólafur Þórðarson leikur miðnætur- lög. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00,10.00,11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Áfram ísland. islenskir tónlistarmenn flytja dægurlög. 2.00 Fréttir. 2.05 Eftirlætislögin. Svanhildur Jakobsdóttir spjall- ar við Hauk Heiðar Ingólfsson lækni sem velur Eftirlætislögin. sin. (Endurtekinn þátturfrá þriöju- degi á Rás i.) 3.00 „Blítt og létt..." Endurtekinn sjómannaþáttur Gyðu Drafnar Tryggvadóttur frá liðnu kvöldi. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. Úrdægurmálaútvarpimánudagsins. 4.30 Veöurfregnir. 4.40 Á vettvangi. Umsjón: Bjarni Sigrtyggsson. (Endurtekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1.) 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.01 Sveitasæla. Meðal annars verða nýjustu lög- in leikin, fréttir sagðar úr sveitinni, sveitamaður vikunnar kynntur, óskalög leikin og fleira. Um- sjón: Magnús R. Einarsson. (Endurtekinn þáttur frá föstudagskvöldi á Rás 2.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Á gallabuxum og gúmmískóm. Leikin lög frá sjötta og sjöunda áratugnum. LANDSHLUTAÚTVARP ÁRÁS2 8.10-8.30 og 18.03-19.00 Útvarp Norðurland. FM 98,9 7.00 Morgunstund gefur gull í mund. Haraldur Gislason, Pétur Steinn Guðmundsson og Hulda Gunnarsdóttir taka daginn snemma og bjóða góðan dag með bros á vör. 9.00 Ólafur Már Björnsson á morgunvaktinni. Veður og fréttir frá útlöndum. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Valdís Gunnardóttir læknar fólk af mánu- dagsveikinni. 15.00 Ágúst Héðinsson og það nýjasta I tónlist- inni. Maður vikunnar valinn. 17.00 Reykjavík síðdegis. Sigursteinn Mésson og þátturinn þinn. Laufey Steingrímsdóttir með sinn fasta mánudagspistil um heilsu og mataræði. Vettvangur hlustenda. 18.00 Kvöldfréttir. 18.15 íslenskir tónar. Rykið dustað af gömlu tónlist- inni. 19.00 Fullorðni vinsældalistinn i Bandaríkjunum. Ágúst Héðinsson. 21.00 Stjörnuspeki. Gunnlaugur Guðmundsson og Pétur Steinn Guðmundsson taka fyrir merki mánaðarins. Gestur þáttarins verður Helga Möll- er söngkona. Bréfum hlustenda svarað. 23.00 Freymóður T. Sigurösson á næturvappi. Fréttir á klukkutimafresti kl. 10, 12, 14 og 16. FM 102 & 104 FM 102/104 7.00 Dýragarðurinn. Sigurður Helgi Hlöðversson. Fyrirtækjaleikur Stjörnunnar á sínum stað. 10.00 Snorri Sturluson. Gauks-leikurinn á sinum stað. 13.00 Ólöf Marin Úlfarsdóttir. Kvikmyndagetraun á .. sínuru Ætað xjg Jþróttafréttir- kU tÚQO,. Afmælie- kveðjur milli kl. 13.30-14.00. MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SJÓNVARP SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1990 47 Frá Ólafsfirði Rás 1; Martröð á hvrtasunnu ■■■■ í þættinum Martröð á hvítasunnu á Rás 1 í dag klukkan 1 A 30 10.30 segir Birgir Sveinbjörnsson frá norðan skaðaveðri lú sem gekk yfír Olafsfjörð í byrjun júní árið 1935 og kast- aði meginþorra báta þeirra upp í fjöru. í þættinum ræðir Birgir við Sigurjón Sigtryggsson en hann var staddur á Ólafsfirði þegar veðrið gekk yfir. 17.00 Á bakinu með Bjarna. Umsjón: Bjarni Haukur Þórsson. 19.00 Darri Ólason. Rokktónlist i bland við vin- sældapoppið. 22.00 Ástarjátningin. Umsjón: Kristófer Helgason. 1.00 Bjöm Sigurðsson. Næturvakt. ÚTVARP RÓT 106,8 7.00 Árla. Morguntónlist með Halldór Lárussyni. 9.00 .Rótartónar meö ýmsum flytjendum, 10.00 Fjör við fóninn með Stjána stuð. 14.00 Daglegt brauð með Birgi og Óla. 17.00 Samband sérskóla. 18.00 Á mannlegu nótunum. Flokkur mannsins. 19.00 Skeggrót. Unglingaþáttur. Umsjón: Bragi og Þorgeir. 21.00 Heimsljós. Kristileg tónlist i umsjá Ágústs Magnússonar. 22.00 i stafrófsröð. Nútímahljóðlist I umsjá Gunn- ars Grímssonar. 23.30 Rótardraugar. Lesnar draugasögur fyrir hátt- inn. 24.00 Næturvakt. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 7.00 Nýr dagur. Umsjón Eiríkur Jónsson. Frétta- og viðtalsþáttur. Kl. 7.30 Morgunandakt með sr. Cecil Haraldssyni. Kl. 8.30 Heiðar, heilsan og hamingjan. 9.00 Árdegi á Aðalstöð. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson. Ljúfir tónar i dagsins önn með fróðleiks- molum um færð veöur og flug. 12.00 Dagbókin. Innlendarog erlendar fréttir. Frétt- ir af fólki, færð, flugi og samgöngum. Umsjónar- menn Ásgeir Tómasson, Eiríkur Jónsson og Margrét Hrafns. 13.00 Lögin við vinnuna. Rifjuð upp lög fjórða, fimmta og sjötta áratugsins með aðstoö hlust- enda. Umsjón Margrét Hrafnsdóttir. 16.00 í dag í kvöld með Ásgeiri Tómassyni. Fréttir og fréttatengt efni um málefni líðandi stundar. 18.00 Á rökstólum. i þessum þætti er rætt um þau málefni sem efst eru á baugi hverju sinni. Hlust- endur geta tekið virkan þátt í umræðunni. Um- sjón Bjarni Dagur Jónsson. 19.00 Tónar úr hjarta borgarinnar. Umsjón Kolbeinn Skriðjökull Gíslason. 22.00 Undur ófreskra. Umsjón Ævar R. Kvaran. „Hann birtir efnishluti úr lausu lofti”. 24.00 Draumasmiðjan. Umsjón Kristján Frimann. Draumar hlustenda ráðnir I beinni útsendingu. 24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar. Umsjón Rand- ver Jensson. EFFEMM FM 95,7 7.30 Til I tuskið. Jón Axel Ólafsson. Fréttir, upplýs- ingar og fróðleikur. 10.30 Anna Björk Birgisdóttir. Gæðapöpp. Sima- getraun. Hæfileikakeppni FM í hádeginu. 14.00 Sigufður Ragnarsson. 17.00 Hvað stendur til? ívar Guðmundsson. 20.00 Breski listinn. Valgeir Vilhjálmsson kynnir 40 vinsælustu popplögin I Bretlandi. 22.00 Arnar Bjamason með Pepsi-kippuna. Sjónvarpið: Utbrigði jarðarinnar Sjónvarpið hefur nú hafið tök- ur á sjónvarpsmynd í tveimur hlutum sem ber heitið Litbrigði jarðarinnar og er byggð á sam- nefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Leikstjóri er Ágúst Guðmundsson. Ólafur Jóhann var meðal fremstu sagnahöfunda og ljóðskálda Is- lendinga og hlaut meðal annars bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs, fyrstur Islendinga. Þetta er þó í fyrsta sinn sem kvikmynd er gerð eftir sögu eft- ir Ólaf, né heldur hafa verk hans verið leikgerð. Litbrigði jarðarinnar kom út 1947 sem sjálfstætt framhald bókarinnar Fjallið og draumurinn, en Ólafur endurskoðaði bókina og gaf hana út aftur 1968. Ágúst Guðmundsson samdi sjálfur handrit myndarinn- ar, sem ætlað er að verða eins konar upphaf að gerð fleiri leikinna íslenskra myndraða. Helstu hlutverk eru í höndum Hjálmars Hjálm- . arssonar ,pg Steinuncar Ólínu Þorsteinsfjþttur.. Ólafúr Jóhann Signrðsson Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Listin að brúa fríin Vorið drepr eitthvað út undan frosnum bakka, hefur geymt þar grænan kút. gef mér nú að smakka. . . . varð Jóni Þorsteinssyni að orði. Sjálfsagt á köldu vori. Hef- ur vonað eins og við að græni kúturinn væri þarna undir og einhvern tíma fengi maður að smakka, þótt seint yrði. Þrátt fyrir hríð og amstur lengir sámt daginn. Birtan bregst ekki hér norður á íslandi á hveiju sem gengur - heldur ekki vorfríin. Engin óáran truflar þau. Mann- anna verk blíva. I þetta sinn er það aprílmánuður sem frídagarn- ir spretta á. í heilan mánuð, frá 7. apríl til 7. maí, þarf fólk ekki að mæta í vinnu nema annan hvern dag. 15 dagar ekki vinnu- dagar á heilum mánuði. Ó, þetta indæla vor! Flestir þykjast hafa himinn höndum tekið. Á seinni árum er mannfólkið farið að kunna að nýta slíkan vormánuð vel. Hér og sums staðar í nágrannalönd- um með nokkurs konar hindrun- arhlaupi. Þ.e. brúarsmíði. Með lagni má brúa þessi stuttu bil milli frídaganna með örfáum sumarleyfisdögum og vera í fríi mikinn hluta mánaðarins. Sá sem fer 7. april, laugardaginn fyrir pálmasunnudag, og kemur helg- ina eftir sumardaginn fyrsta, 22. apríl, hann þarf ekki að eyða nema fáum dögum af eigin sum- arleyfi. Og svo má halda @.fram að brúa yfir á næstu helgi og síðan yfir á 1. maí. 1989 var vorið enn gjöfulla til brúargerð- ar, því fyrsti maí var á mánudegi og uppstigningardagur fimmtu- daginn þar á eftir. Og alltaf get- ur maður á sig blómum bætt. Líklega frostrósum í ár. Ein Evrópuþjóð nálgast okkur í listinni að brúa vordagana, það eru Frakkar. Þótt þeir hafi ekki frekar en aðrir neinn fyrsta sum- ardag, þá tókst láunafólki að inn- leiða aftur 8. maí, sigurdag Bandamanna yfir Þjóðverjum, sem hafði þótt mega missa sig sem fagnaðarhátíð i ljósi kær- leiksheimilisins í Evrópu nú um stunáir. Þar sem þeir voru farnir að gera sér einhverja rellu út af afköstunum í heilan mánuð á vorin, þá höfðu Frakkar fellt hann úr gildi sem frídag. Gáru- höfundur sótti einmitt Frakka heim á þessum tíma í fyrra til að komast í gögn í söfnum og varð rækilega var við hve flinkir Parísarbúar eru orðnir í slíkum kúnstum. Þjóðarbókhlaða þeirra reyndist vera lokuð þriðjudaginn eftir páska, til að bæta starfs- fólkinu upp samslátt á helgardegi og frídegi og hinu sögulega bóka- safni hersins í Vincennekastala hafði haganlega verið lokað dag- 'K llliilill**- ana eftir páska „vegna viðgerð- ar“. Er víst ekki einsdæmi á þess-. um árstíma þar - kannski hér líka. Þetta er semsagt dýrðar- mánuður fyrir vinnandi fólk. í Frakklandi eru þó sjálfboða- liðarnir um þjóðarhag að verða eitthvað órólegir. í fyrra sá ég í blaði að þeim reiknaðist svo til að útflutningsframleiðslan hefði verið 15% minni í apríl og 20-30% í maí, meðan samdrátturinn hjá Vestur-Þjóðverjum, sem ekki eru að marki komnir upp á þessa brúargerð miili frídaga, var ekki nema 10%. Benda á að slíkt sé kannski ekki æskilegast í vax- andi samkeppni. En hvað gerir það til þótt nær öll framleiðsla og þjónusta falli niður í einn ein- asta mánuð á ári hjá okkur? Við reiknum það bara að vanda inn í tilkostnaðinn. Erum við ekki vön að segja við aðrar þjóðir: þetta þurfum við að fá fyrir vöruna, það er framleiðslukostnaðurinn í okkar landi. Og þjónustan í landinu kostar þetta. Það hljóta allir að skilja. Hvað annað? Meðan Frakkar unnu 15 daga eða annan hvem dag í maímán- uði vorið 1986, eins og við, þá unnu Bandaríkjamenn, Bretar og Japanir í 27 daga. Blasir svo ekki við fyrirsögn í Mogganum á þessum Gárumorgni: Verð- lækkun á innflutningi frá Japan. M.a. átt við lækkandi verð á jap- önskum bílum til íslands. Og í fréttinni segir að tekjur útflytj- enda til Japans séu að rýrna um 9% vegna gengislækkunar yens- ins. Einhvern veginn hrökk íslenski lesandinn obbolítið við. Þetta skyldi þó ekki vera fjárans framleiðninni að kenna? En það sem við þurfum, það þurfum við. Eitt af því er meiri frí en aðrir á vorin! Ekkert múður með það. Hvar ætli við stöndum annars um fjölda frídaga fyrir utan helg- ar og sumarleyfi, sem líka er hér í lengra lagi í heiminum. Árið 1987 voru slíkir frídagar: í Frakklandi 9, í Bretlandi 8, á Ítalíu 7, á Spáni 14, í Portúgal 12, í Belgíu 10, í Danmörku 10, í Grikklandi 7, á írlandi 8, í Hollandi 7, í Lúxemborg 10. Með talningu á frídögum í almanakinu mínu i ár, reiknast mér til að á íslandi séu slíkir almennir frídag- ar 13. Ætli sé ekki mál að hætta þessum reikningskúnstum. En það er svei mér gott að Japanir missa ekki vinnudaga úr. Þeir geta þá lækkað verðið á bílunum sínum til okkar og þeir eiga nógan aur og verða eftirsótt- ir túristar, sem þjóðir eru æstar í að fá, eins og Bandaríkjamenn og Vestur-Þjóðveija. Kannski þeir hafi j)á efni á að vera ferða- menn á Islandi og draga björg í þetta bú, sem missir tekjur á lYQijni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.