Morgunblaðið - 29.04.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.04.1990, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1990 T TT A er sunnudagur 29. maí, 2 sd. eftir páska. 119. L UAudagur ársins 1990. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 9.24 og síðdegisflóð kl. 21.49. Sólarupprás í Reykjavík kl. 5.08 ogsólarlagkl. 21.45. Myrkur kl. 22.52. Sólin er í hádeg- isstaðíReykjavíkkl. 13.25 ogtungliðerísuðrikl. 17.54. (Almanak Háskóla íslands.) Þeir vita nú, að allt, sem þú hefur gefið mér, er frá þér, því ég hef flutt þeim þau orð, sem þú gafst mér. (Jóh. 17, 7.) ÁRNAÐ HEILLA 90 ára aftnæli. Á morgun, 30. apríl, er níræð frú Þorgerður Þorgilsdóttir, Rauðalæk 19 hér í Reykjavík. Hún fæddist alda- mótaárið að Svínafelli í Öræf- um. Hún tekur á móti gestum í tilefni dagsins annað kvöld, afmælisdaginn, í Gyllta saln- um á Hótel Borg (suðurdyr) eftir kl. 20. Q A ára afmæli. Á morgun, ÖU 30. þ.m., er áttræður Tryggvi Guðmundsson fyrrum starfsmaður Eim- skip, heimilismaður á Hrafhistu hér í Reykjavík. Hann ætlar að taka á móti gestum nk. þriðjudag í Hamraborg 36, íbúð 2D. FRÉTTIR/MANNAMÓT Á MORGUN hefst 18. vinnu- vika yfirstandandi árs. 20.30. M.a. verður spilað bingó. PáJI Pétursson, forseti Norðurlandaráðs, segir tillögu Ólafs G. Einarssonar ekki framkvæmanlega: Vill hann að nefndin feti í fótspor Rust' Láttu nú ekki svona Palli minn. Þú getur nú ekki borið þetta farartæki saman við relluna hans Rusts ... ÞENNAN dag árið 1106 var Jón biskup helgi vígður. VORSTEMMNING var í Hljómskálagarðinum, þrátt fyrir allt nú undir lok fyrri viku. Þeir sem leið áttu um Hljómskálagarðinn mættu gleðilegum gestum. Á túninu í garðinum vestanverðum var mættur dálítill lóuhópur leit- andi ætis. Ekki dró það úr gleðinni þegar snaggaralegur hrossagaukur reif sig upp til flugs af vestri bakka syðri- tjamarinnar. FELLA- og Hólakirkja. Fé- lagar úr æskulýðsstarfmu ætla að hittast í kvöld kl. 20 við Pizzahúsið. KVENFÉLAG Fríkirkjunn- ar í Rvík. Fimmtud. 3. maí verður fundur í safnaðar- heimilinu á Laufásvegi 13 kl. LÁRÉTT: — il dökkt, 5 korns, 8 heiðursmerki, 9 margvísi, 11 litar, 14 fugl, 15 undirstöðu, 16 glerið, 17 flana, 19 bráðum, 21 um- kringi, 22 skepnunum, 25 hreyfingu, 26 regn, 27 band- vefur. KOSNINGAR. í Lögbirt- ingablaðinu augl. utanríkis- ráðuneytið skrá yfir þau sendiráð og ræðismannsstof- ur erlendis þar sem utankjör- fundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnakosningaiina 26. maí nk. getur farið fram. Alls eru þjóðjöndin 20. Þar eru sendiráð íslands í hinum ýmsu höfuðborgum Evrópu. Ræðismannsstofur í fjöl- mörgum borgum og bæjum. í sendiráðinu í höfuðborg Bandaríkjanna og í 16 borg- um þar vestra sem ræðis- mannsstofur eru. í Bretlandi er hægt að kjósa hjá ræðis- mönnum í þrern borgum utan Lundúna. I Noregi í sendiráð- inu í Óslo og 4 borgum. I Svíþjóð í sendiráðinu í höfuð- staðnum og í fjórum borgum. í V-Þýskalandi í sendiráðinu í Bonn og í 5 öðrum borgum, meðal þeirra Berlín. í Frakk- LÓÐRÉTT: — 2 árstíð, 3 húð, 4 lítill vélbátur, 5 sár- ara, 6 illgjörn, 7 keyra, 9 felu- staður, 10 grikkur, 12 orms, 13 tijágróðurinn, 18 kvabb, 20 fersk, 21 kvað, 23 sukk, 24 frumefni. landi í sendiráðinu í París. í sendiráðinu í Brussel. Hjá ræðismönnum í þessum borg- um er hægt að kjósa: Buenos Aires, Vínarborg, Rio de Jan- eiro, Þórshöfn, Helsinki, Amsterdam, Rómaborg, Tókýó. í Ottawa og 4 borgum öðrum í Kanada, í Lúxem- borg, í Mexíkó. I auglýsing- unni er athygli kjósenda vak- in á því að þeir verði sjálfír að póstleggja atkvæði sín og sjá um að þau komist í tæka tíð til viðkomandi kjörsóknar. HALLGRÍMSKIRKJA. Tón- leikar Listvinafélags Hall- grímskirkju eru í kirkjunni kl. 17. Þar leika þeir Ásgeir Steingrímsson, Lárus Sveinsson og Eiríkur Örn Pálsson Trompettería ásamt þeim Rúnari Vilbergssyni fagotleikara og Herði Áskelssyni, sem leikur á kirkjuorgelið. ORLOF húsmæðra í Reykjavík. Annað kvöld, mánudag, fer fram kynning á vegum skrifstofu „Orlofs húsmæðra í Reykjavík" í Loftleiða hótelinu á orlofsdvöl á Hvanneyri eða suður á Beni- dorm. Þessi kynningarfundur hefst kl. 20.30. Á fundinum hefst þá þegar innritun. Ein- ungis á þessum kynningar- fundi ganga fyrir við innritun konur sem ekki hafa áður farið í orlof á vegum skrif- stofu orlofsins. Hún verður svo opin dagana 1.-4. og 7.-11. maí kl. 17-20. Hún er á Hringbraut 116. KVENFÉLAG Langholts- sóknar heldur fund nk. þriðjudagskvöld, 1. maí, í safnaðarheimilinu og geta félagsmenn tekið með sér gesti. Rætt verður um vor- og sumarferðir og tekið í spil. Fundurínn hefst kl. 20.30. NESKIRKJA. Annað kvöld kl. 19.30 er æskulýðsstarf fyrir 13 ára og eldri. KRISTNIBOÐSFÉLAG kvenna í Reykjavík heldur árlega kaffísölu sína næst- komandi þriðjudag, 1. maí, í kristniboðssalnum á Háaleit- isbraut 58-60. Stendur kaffí- salan yfir frá kl. 14-18. FÆREYINGAKAFFI. Næstkomandi sunnudag, 6. maí, verður kaffisöludagur í færeyska sjómannaheimilinu í Brautarholti 29. Það eru auk húsráðenda færeyskar konur hér á höfuðborgarsvæðinu sem gangast fyrir kaffísöl- unni. SELJAKIRKJA. Bama- og æskulýðsstarf mánudags- kvöldið, en þá er fundur í Æskulýðsfélaginu Sela kl. 20. FÉLAG eldri borgara. í dag er opið hús í Goðheimum við Sigtún kl. 14. Fijáls spila- mennska og tafl. I kvöld kl. 20 dansað. SELTJARNARNES- KIRKJA. • Mánudagskvöldið kl. 20 er æskulýðsfundur. TALSÍMAVERÐIR af stöð- inni í Reykjavík ætla að hitt- ast á hádegisfundi á Hótel Loftleiðum, „Blómasalnum“, laugardaginn 5. maí næst- komandi. Þær Álfhiidur, s. 29048, og Þóra í s. 22371 gefa nánari uppl. og skrá þátttakendur. KVENFÉLAG Garðabæjar heldur fund nk. þriðjudags- kvöld, 1. maí, á Garðaholti kl. 19, matarfundur. DJÚPÁRHREPPUR í Rang- árvallasýslu - Þykkvibær leitar nú að hreppstjóra. Er hreppstjórastaðan auglýst laus til umsóknar í Lögbirt- ingi. Það er sýslumaðurinn, Friðjón Guðröðarson, sem auglýsir og er umsóknarfrest- ur til 1. maí næstkomandi. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í fyrrakvöld fór leiguskipið Weser Guide til útlanda. Ljósafoss var væntanlegur af ströndinni í gær. í dag fer ísberg á ströndina. Á morg- un er Laxfoss væntanlegur að utan og Hilmir fer á veið- ar. Og þá er togarinn Ásgeir væntanlegur inn af veiðum til löndunar. MINNINGARKORT MINNINGAKORT Lands- samtaka hjartasjúklinga: Skrifstofa Landssamtaka hjartasjúklinga Reykjavík, s. 25744. Bókaverzlun ísafold- ar, Reykjavík. Bókabúð Vest- urbæjar, Reykjavík. Margi’ét Sigurðardóttir, Bæjarskrif- stofunum Seltjarnarnesi. Bokaverzlunin VEDA, Kópa- vogi. Bókabúð Böðvars, Hafnarfírði. Apótek Selfoss, Selfossi. Halldór Finnsson, Hrannarstíg 5, Grundarfirði. Ingibjörg Pétursdóttir, Hjarð- artúni 3, Ólafsvík, s. 61177. Gestur Kristinsson, Hlíðar- vegi 4, Suðureyri. MINNIN G ARKORT Fél. nýrnasjúkra eru seld á þess- um stöðum: Árbæjarapóteki, Hraunbæ 102; Blómabúð Mickelsen, Lóuhólum; Stef- ánsblómi, Njálsgötu 65; Garðsapóteki, Sogavegi 108; Kirkjuhúsinu Klapparstíg 27; Langholtapóteki, Langholts- vegi 84. Auk þess eru minn- ingarkort afgreidd í s. 79975 Jónína og 23983 Unnur. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 50 ÁRUM Breska sljórnin hefur með skeyti, sem ríkis- stjórninni barst í gær, viðurkennt Pétur Bene- diktsson sem dipló- matískan fúlltrúa ís- lands í London (charge d’affaires ad in term). Jafnframt tilkynnti breska sljórnin að hún myndi senda hingað sendiherra (minister). Bandaríkjastjórn hefur viðurkennt Vilhjálm Þór bankastjóra sem aðal- ræðismann íslands i New York. Bandaríkja- stjórn mun senda hingað í næsta mánuði ræðis- mann. Hefur orðið fyrir valinu B. Kunih, sem er starfsmaður í utanríkis- þjónustunni. ★ I gær unnu alls rúmlega 50 stúdentar í þegnskap- arvinnu, þar af tvær stúdinur. Var einkum unnið við að jafna undir og púkka hinn breiða bílveg sem á að tengja háskólasvæðið við Hringbrautina. Auk stúdentanna voru nokkr- ir verkamenn í atvinnu- bótavinnu. Voru 16 hestakerrur notaðar við þessa vinnu í gær. LAUSN SlÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 óþekk, 5 kárna, 8 eimur, 9 skuts, 11 gam- an, 14 i^gg, 15 aldin, 16 unnur, 17 aur, 19 afar, 21 iðna, 22 sámaði, 25 dót, 26 ata, 27 rói. LÓÐRÉTT: - 2 þak, 3 ket, 4 kisuna, 5 kuggur, 6 ára, 7 nía, 9 skafald, 10 undrast, 12 mánuðir, 13 nurlari, 18 unnt, 20 rá, 2-1 ið,--23 Ra, 24 AA. Þessir strákar eiga heima uppi í Hlíðum hér í Reykjavík. Þeir efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Reykjavíkur- deild Rauða kross Islands. Þeir söfnuðu þar rúmlega 3.000 krónum. Strákarnir heita: Matthías Guðmundsson, Atli Rúnar Steinþórsson, Tómas Bjarnason og Bjarni Þór Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.