Morgunblaðið - 29.04.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.04.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1990 43 Morgunb\aðið/PJ Sæluhúsið í Hvítámesi, STANGAVEIÐI „Opið hús“ lokaútkall á komandi vertíð Síðasta opna hús vetrarins er framundan og við erum þó nokkrir sem lítum á það sem nokkurs konar lokaútkall á vertíðina, en það eru aðeins um 30 dagar þangað til fyrstu stangaveiðiárnar opna, Norðurá, Þverá og Laxá á Ásum, og við sem erum með veiðidellu finnum á okkur að hann er kominn upp að landinu," segir Stefán Á. Magnússon formaður fræðslu- og skemmti- nefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur i samtali við Morgunblaðið, en það er sú nefnd sem stendur fyrir Ijölmörgum opnum húsum og hinni glæsilegu árshátíð félagsins sem jafnan er talin með glæsilegustu samkvæmum hvers árs. Félagsstarf SVFR mæðir á Stefáni og félögum hans í nefndinni, Árna Jóhannsyni og Einari Sigfússyni. Umrætt opið hús, hið síðasta á vetrinum, verður föstudaginn 3. maí í húsakynnum Stangaveiðifélagsins í Austurveri. Stefán var beðinn að lýsa því hvað gestir eigi í vændum: Það verður margt fróðlegt og skemmtilegt á ferðinni og má fyrst nefna að sérstakur gestur kvöldsins verður Englendingurinn Jim Hardy, einn af eigendum sam- nefnds veiðivörufyrirtækis, sem er auðvitað heimsþekkt. Hann mun stíga í pontu og ávarpa samkomuna. Því næst tekur Jón Stefánsson org- anisti við og vígir nýtt píanó í eigu SVFR að viðstaddri Matthildi Þórð- ardóttur, en hún lagði til stofnfé í píanósjóð SVFR í minningu eigin- manns síns, Þórarins Kristjánssonar. Að píanóvígslu lokinni mun fulltrúi frá Veiðimálastofnun mæta og freista þess að hughreysta menn eitt- hvað fyrir komandi sumar, en slæm- ar horfur leggjast þungt á marga veiðimenn. Að því loknu munu verða afhent hin svokölluðu„Footloose“- -verðlaun“ sem eru veitt þeim veiði- mönnum sem sigrast á erfiðu líkam- legu ásigkomulagi til þess að komast í og stunda veiði. Við gátum aldrei afhent þau fyrir sumarið 1988 þar eð opið hús í maí féll niður vegna afmæliskaffis SVFR og hönnuð- ur verðlaunanna, Jónas Jónasson fiskifræðingur og fluguhnýtari, var auk þess staddur erlendis. Fyrir 1988 fær organ- istinn Jón Stef- ánsson verð- launin, en hann veiddi þá fót- brotinn í Mið- FERÐALÖG Reimleikahúsið í Hvítámesi sextugt FERÐAFELAGISLANDS hef- ur verið að auglýsa áfanga- gönguferðir í sérstakri afmæl- isgöngu sem endar eftir 12 áfanga við sæluhús félagsins í Hvítárnesi við Hvítárvatn á Kili. Nú um helgina verður genginn annar áfangi sem er frá Rauðavatni og til Djúpa- dals. Síðasti áfanginn verður lagður að baki 22. september næstkomandi. Morgunblaðið ræddi við Höskuld Jónsson for- stjóra, forseta ferðafélagsins, og innti hann eftir því hvaða uppátæki þetta væri eiginlega. Höskuldur sagði: Það eru nú 60 ár síðan FÍ reisti þetta sæluhús. Það var fyrsti skáli félagsins á íjöllum, en í dag á FÍ 27 slíka skála. Þessi ganga er í tilefni þessa afmælis. Félagið var stofnað 1927 og það markmið var strax samþykkt að reisa sæluhús í óbyggðum. Menn mændu á Kjal- veg og Kerlingarfjallasvæðin og Hvítárnes varð fyrir valinu. Það má til gamans geta þess að svo vel var að verki staðið sumarið 1930, að Jakob Thorarensen skáld reisti húsið við annan mann á mán- uði, þeir byijuðu 23. júlí og voru búnir 24. ágúst. Geri aðrir betur. Að vísu höfðu torfveggirnir verið hlaðnir haustið áður. Annað merkilegt við sögu þessa skála er, að á sínum tíma gaf Skúli Skúlason, sem var ritstjóri Fálk- ans, 1.000 krónur í skálasjóð. Heildarkostnaður við smíðina var hins vegar 7.000 krónur og því var þetta mikil upphæð frá einstakl- ingi. En það var stórhugur í mönn- um og þessi skáli var sannarlega FÍ heldur uppá þad með 12 áfanga ferð þangað vísir að miklu starfi sem í hönd var að fara, en skálarnir eru nú eins og ég sagði 27 talsins og senn verður reist félagsheimili FÍ í Mörk- inni 6,“ bætti Höskuldur við. Hvítámesskálinn er með frægari sæluhúsum á öræfum. Það er ekki einungis fyrir hversu ægifögur náttúra landsins er á þessum slóð- um, heldur er skálinn þekktur fyrir ákafan draugagang og hefur mörg- um verið illa brugðið þar að nætur- þeli og sumir jafn vel lent í áflog- um. I ritinu Landið þitt eftir þá Steindór Steindórsson og Þorstein Jósepsson er þetta_ ritað um skál- ann í Hvítárnesi: „í heiðarbrúninni við Hvítárnes reisti Ferðafélag ís- lands fyrsta sæluhús sitt, árið 1930. Var það nýjung í sæluhúsa- •gerð hér á landi. Húsið hefur síðan verið endurbætt, síðast 1977 og tekur 30 manns. Rétt hjá sæluhús- inu eru fornlegar tóttir. Segir sag- an að þar hafi staðið bær fyrrum og heitið Tjarnarkot. En í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir að Regnbúðir heiti í Hvítárnesi og ætli menn að þar hafi verið búið. Daniel Bruun gróf í rústirnar sumarið 1897 og hefur lýst þeim nákvæmlega. Húsakynni hafa verið þar lítil, 5 hús alls, en minjar fundust þó um langeld í stærsta húsinu og þverpall og lang- pall. Af munum fannst ekki annað en koparbóla fornleg, jám- og tinnumolar. í sæluhúsinu hafa menn oft þóst verða varir reimleika nokkurs og hafa menn sett það í samband við þessa byggð. Hafa skyggnir menn talið sig sjá þar gráklædda stúlku á sveimi og sum- ir talið sér verða ekki svefnsamt í einu rúminu í sæluhúsinu." Hvað segir Höskuldur um draugagangjnn? „Það er rétt, þessi saga fylgir húsinu og það er ekki langt síðan að mjög vantrúaðir menn gistu húsið og gleyma því ekki sem þeir upplifðu. Virðist þetta bundið við eina kojuna. Ég veit ekki hvenær þetta komst á kreik, en rask á þessum slóðum kann að hafa hreyft við einhveiju sem vildi hvíla í friði.“ En hver er framtíð hússins? „Hún er vonandi tryggð, því frá almennum húsfriðunarsjónarmið- um ber ekki síður að varðveita þetta hús en ýrnis önnur. Það hefur ekki minni þýðingu en mörg önnur hús sem komin eru til ára sinna. En allt kostar það viðhald," sagði Höskuldur Jónsson forseti FÍ. AUGLYSINGAR Skinog skúrir hjá Tinu Turner Ijarðará, gekk meira að segja í gifsi niður öll Austurárgljúfur og þykjast menn giú góðir ef þeir afreka það óbrotnir. Hins vegar hefur enginn kandídat fundist fyrir 1989 og er það tvíeggjað, bæði er það gleðilegt að enginn skyldi hafa farið illa haldinn til veiða á • sumrinu, en fyrir vikið sitjum við uppi með verðlaunin. Er hér með lýst eftir kandídötum. „Footloose“-verðlaunin hafa verið veitt Ijórum sinnum áður. Þau hlaut fyrst Ólafur Haukur Ólafsson sem sleit liðbönd og veiddi meirihluta sumars í gifsi og sérhönnuðum vöðl- um. Þá hreppti Steingrímur Her- mannsson verðlaunin er hann sagaði framan af fingrum sínum en stund- aði sína veiði með sérstökum umbúð- um. Þá fékk Ingvi Hrafn Jónsson verðlaunin og sjúkrasögu hans þekk- ir alþjóð núorðið, en hann nánast hljóp beint af gjörgæslu í veiði, en var svo að smábraggast eftir hættu- leg veikindi er á sumarið leið. Jón B. Þórðarson kaupmaður fékk verð- launin síðast, en hann setti í, þreytti og landaði 20 punda laxi í Laxá í Kjós hælbrotinn og mátti þó hlaupa langar leiðir á eftir laxinum. Nú bætist Jón Stefánsson í þennan hóp,“ segir Stefán. Að fótalausu flugunni afhentri taka félagsmenn lagið í hópsöng og happdrættið verður á sínum stað. Þama verða kraumandi veiðisögur og þær sönnu margar hveijar ótrú- legii og fáránlegri en þær lognu. Það vita stangaveiðimenn en afgangur- inn af þjóðinni' trúir því ekki. TINU TURNER, hin fimm- tuga drottning rokksins, var . illa brugðið um jólin. Ottaðist hún að vera komin með brjós- takrabbamein. Lét hún at- huga þetta í heimabæ sinum, Los Angeles. Treysti hún ekki læknum þar sem sögðu henni að ekkert væri að óttast. Þeg- ar hún kom til Lundúna fyrir nokkru fór hún enn í skoðun, á Cromwell-sjúkrahúsið og staðfestu læknar þar niður- stöðu bandarískra starfs- bræðra sinna. Tina getur því haldið sínu striki og kemur nú fram í auglýsingum í Nýja Sjálandi sem heilbrigðið holdi klætt í rugby-leik með hópi stæðilegra leikmanna. Það er rugbysam- band Nýja Sjá- lands sem hefur fengið söng- konuna frægu til liðs við sig og hefla leikinn til vegs en hann fellur mjög í skuggann af knatt- spyrnunni. Ekki verður beinlínis sagt að Tina sé í sjálfboðavinnu. Hún fékk til dæmis um það bil hálfa milljón sterlingspunda um 50 milljónir króna fyrir síðdegis- stundina sem hún var fyrir fram- an myndavélarnar með liðinu. Ekki amalegt tímakaup það. HÁSKÓLI ÍSLANDS FÉLAG ÍSLENSKRA ENDURMENNTUHARNEFND NÁTTÚRUFRÆÐINGA NÁMSTEFNA UM FRAMTÍÐARNÝTINGU HALENDIS ÍSLANDS, 4. maíkl. 9.00-16.30. Námstefnan er ætluð þeim, er nýta hálendið á einhvern hátt, til hefðbundinna nytja, til útivistar, ferðaþjónustu, vegagerðar eða til Qrkuvinnslu. Námstefnunni er ætlað að veita yfirsýn ’ I yfir hvernig hálendi íslands er nýtt og um þann lagalega og skipulagslega ramma sem til er. í upphafi verður fjallað um stöðu hálendisins m.t.t. eignar- og afnotaréttar, en síðan gerð grein fyrir helstu flokkum land- nýtingar. Áhersla er lögð á að kynna hvernig nýtingin er skipulögð, hverjir fara með umsjón hennar, hver ferill ákvarðanatöku er og hvort og hvernig nýtingin er samræmd. Að lokum verður leitast við að draga fram líklega þróun landnýtingar og skipu- lags á hálendinu. Setning: Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur, Félagi íslenskra náttúrufræðinga. Skilgreining á hálendi íslands og yfirlit um náttúrufar þess: Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræðingur, Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Eignar- og afnotaréttur yfir hálendi íslands: Páll Sigurðsson, prófessor. Skipulags- og byggingarmál á hálendi: Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins. Mannvirkjagerð á hálendi vegna orkuvinnslu og línulagna: Flákon Aðalsteinsson, líffræðingur, Orkustofnun. Vegagerð á hálendi: Jón Birgir Jónsson, verkfræðingur, Vegagerð ríkisins. Hefðbundin nýting: Beitarnytjar og veiði: Anna Guðrún Þórhallsdóttir, beitarfræðingur, Rannsóknastofnun landbún- aðarins. Ferðaþjónusta í óbyggðum: Friörik Haraldsson, leiðsögumaður og fyrrverandi formaður Félags leið- sögumanna. Friðun og náttúruvernd: Sigurður Ármann Þráinsson, líffræðingur Náttúruverndarráði. Eftirlit með mannvirkjagerð og ferðamönnum: Davíð Egilsson, verkfræðingur Náttúruverndarráði. Framtíðarnýting hálendisins. Samantekt: Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor. Fundarstjóri: Kristín Halldórsdóttir, form. Ferðamálaráðs. Skráning er í síma 694940 - 694923 - 694924 Þátttökugjald kr. 3.000.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.