Morgunblaðið - 29.04.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1990
21
hæf sem talið var unnt að taka til
meðferðar. Við vildum að fyrirtækin
yrðu a.m.k. álíka rekstrarhæf og þau
sem fengu afgreiðslu Atvinnutrygg-
ingarsjóðs án þess að fara til Hlulafj-
ársjóðs. Það sem maður veltir fyrir
sér nú, er hvernig þessum fyrirtækj-
um tókst til við reksturinn á árinu
1989. Það sjáum við bráðlega."
Mjög var deilt um stofnun og fyrir-
komulag Hlutafjársjóðs. Kröfuhafar
taka við svokölluðum A-hlutdeild-
arskírteinum frá sjóðnum, sem eru
ríkistryggð og B-hlutdeildarskírtein-
um sem eru einungis tryggð með
eignum sjóðsins. Guðmundur segir
að tíminn eigi eftir að leiða í ljós
hversu mikils virði hlutabréfm-
verða.„Það er ljóst að eitthvað tap-
ast, en hve mikið er ógerningur að
spá um. Við vitum hins vegar þegar,
að nokkur þessara fyrirtækja bættu
rekstur sinn ekki nægilega vel á ár-
inu 1989, þannig að þau eru illa stödd
í dag eftir aðild Hlutafjársjóðs."
Gjaldþrot eftir aðstoð
Hlutaflársjóðs
Hvað tekur við hjá fyrirtækjunum
ef í ljós kemur að framlag Hluta-
fjársjóðs og Atvinnutryggingarsjóðs
hefur ekki dugað?
„Þá getur farið svo að þau verði
gjaldþrota. Hlutafjársjóður hefur
ekki fjármagn til að setja í þau pen-
inga, og ég held að það sé heldur
ekki vilji til þess að endurreisa fyrir-
tæki einu sinni á ári eða oftar.“
Hefur það ekki verið gangurinn?
„Jú, í gegnum árin er búið að
skuldbreyta oft. Hér áður var þetta
kannski gert á 3-5 ára fresti, en síðan
varð þetta nánast árlegur viðburður.
Strax 1986 fékk Byggðastofnun
auka lántökuheimild til að lána til
fjárhagslegrar endurskipulagningar.
Bankarnir fengu síðan sérstakar er-
lendar lántökuheimildir til sömu
hluta. Svona hélt þetta áfram, fram
að þessum stóru aðgerðum Atvinnu-
tryggingarsjóðs, sem voru ákveðnar
vegna þess að sjávarútvegurinn var
kominn í mjög mikla erfiðleika vegna
fastgengisstefnunnar. Með gengis-
stefnunni voru teknar 3.000-5.000
milljónir frá greininni, sem var við
það að stöðvast. Eg held að allir
hafi verið sammála um, að grípa
þyrfti til aðgerða. Síðan varð ágrein-
ingur um hvað ætti að gera, sem
varð til þess að ríkisstjórnin sprakk."
Það er lögbundið hlutverk
Byggðastofnunar að stuðla að þjóð-
hagslega hagkvæmri byggð í
landinu. Dreifðar lánveitingar vítt
og breitt hljóta að vinna gegn þessu
hlutverki ykkar?
„Það er út af fyrir sig rétt, að
hagkvæm byggð í landinu er kannski
ekki nákvæmlega eins og landið er
byggt. En við erum ekki að koma
að landinu sem landnemar. Við verð-
um að gera okkur grein fyrir þeim
eignum og mannvirkjum sem eru til
staðar og virða rétt eigendanna.
Fiskimiðin eru umhverfís allt landið
og við hljótum að nýta þau best með
því að vera með byggð. Það er ann-
að mál hvort skynsamlegt sé að vera
með stórskipahafnir í hverjum ein-
asta firði. Það er ekki stefna Byggða-
stofnunar. Stærstu lánveitingarnar,
til þeirra fyrirtækja sem eru undir-
staða atvinnulífs á sínu svæði, hafa
yfirleitt skilað sér vel. Þar eru yfír-
leitt hæfir menn við stjórn. Við skul-
um líka muna eftir því, að það er
lagt mikið á þessi fyrirtæki. Þau
taka oft að sér að veita nánast öllum
atvinnu, eru oft eina atvinnufyrir-
tækið í byggðarlaginu. Þau taka við
skólafólkinu á vorin og fínna létt
störf fyrir fólk þegar það eldist. Það
er ekki hægt að ná mestri arðsemi
í slíkum fyrirtækjum. En ef vel er
haldið á spöðunum og eiginfjárstaða
er viðunandi, þá gengur þetta vel.“
Ertu að segja að þetta sé beinlínis
atvinnubótavinna?
„Nei, hrein og bein atvinnubóta-
vinna er þetta ekki. Ég er að reyna
að koma því til skila að það er lagt
töluvert á þessi fyrirtæki, af verkefn-
um sem eru jafnvel lögð á félags-
málastofnun í Reykjavík. Menn
gleyma oft þeim miklu skyldum sem
atvinnurekendur víða á landsbyggð-
inni hafa axlað, við að halda uppi
atvinnu fyrir alla og tiyggja búsetu.
Menn hafa stundum haldið áfram
að reka sín fyrirtæki með sama
hætti, vinna fiskinn í landi, loka ekki
fiskverkuninni og láta báta sigla,
gagngert til að tryggja atvinnu. Á
Aðstflð
Atvinnutryggingarsjóös
iiBiur
FRÁ ÞVÍ Atvinnutryggingarsjóður útflutningsgreina tók til
starfa hefur hann aðstoðað meira en 200 fyrirtæki, þar af yfir
90% í sjávarútvegi. Sjóðurinn var stofhaður með bráðabirgðalög-
um á haustmánuðum árið 1988. Frá því hann hóf starfsemi
hefur aðstoð numið um 7.300 milljónum króna. Gunnar Hilmars-
son formaður stjórnar sjóðsins segir að í allt geti aðstoð numið
um 8.000 milljónum, en ráðgert er að sjóðurinn hætti útlánum
í haust. Hann segir ljóst að auka þurfi eigið fé sjóðsins á næstu
árum. Ef vel eigi að vera þurfa það að nema 1.500 milljónum,
í stað 1.000 milljóna nú.
Líklega er búið að lána,
skuldbreyta og styrkja fyr-
irtæki í sjávarútvegi fyrir nálægt
10 milljarða króna síðan vetur-
inn 1988, úr aðeins þremur sjóð-
um, Atvinnutryggingarsjóði út-
flutningsgreina, Hlutafjársjóði
Byggðastofnunar og í gegnum
Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðar-
ins. Sveinn Hjörtur Hjartarson
hagfræðingur Landssambands
íslenskra útvegsmanna vakti at-
hygli á þessu í erindi sem hann
flutti á morgunverðarfundi
Skrifstofu viðskiptalífsins 11.
apríl sl. Sveinn Hjörtur lýsti því
yfir, að þessar aðgerðir hefðu
næstunni verðum við hér í Byggða-
stofnun og fleiri aðilar að átta okkur
á því hvernig búíð er að fískvinnsl-
unni í landinu. Þetta verðum við að
gera þegar við stöndum frammi fyr-
ir viðskiptum við Evrópubandalagið.
Við þurfum að velta því fyrir okkur
hvort Evrópubandalagið sé óbeint og
með markvissum aðgerðum, styrkj-
um og tollum, að draga alla fisk-
vinnslu burt úr landinu. Ef svo er,
stöndum við frammi fyrir miklu at-
vinnuleysi, bæði á landsbyggðinni og
hér á höfuðborgarsvæðinu."
Því er stundum fleygt að stjórn-
endur fyrirtækja víða á landsbyggð-
inni hafí'Traun sáralitla rekstrarlega
ábyrgð. Vegna staðsetningar á
landakortinu og byggðasjónarmiða
fá fyrirtækin aðstoð, þrátt fyrir að
sigla í þrot með reglulegu milli-
bili . . .
„Vissulega hafa þeir ábyrgð, en
landfræðilega getur auðvitað verið
erfítt að skipta um stjórnendur.
Ilingað til hefur tekist að halda þess-
um fyrirtækjum gangandi með láns-
fé. Núna er sjálfsagt komið að því,
að endurreisn svona fyrirtækja með
frekara lánsfjármagni getur ekki átt
sér stað. Það er auðvitað ófært að
missa allan rekstur undir hið opin-
bera, þannig að alla eigendaábyrgð
vanti. Það verður aldrei hægt að
stýra fyrirtækjunum frá Reykjavík."
Ljðst að auka þart eigið fé sióðs-
ins, segir Gunnar Hilmarsson stjórn-
arformaður. Frá bví veturinn 1988
er bóið að iána, skuldbreyta og
styrkja fyrirtæki í sjávarótvegi fyr-
ir nálægt 10 milljarða króna
ekki leyst vanda viðkomandi
sjávarútvegsfyrirtækja heldur
aðeins framlengt dauðastríð
þeirra eitthvað áfram, eða þar
til kemur að greiðslu lána. Jafn-
framt sagði Sveinn Hjörtur að
búið væri að skapa tvo hópa
atvinnurekenda í landinu; Ann-
arsvegar þá sem verða að borga
skuldir sínar og standa við
ábyrgðir. Hinsvegar þá sem
hvorki þurfa að borga skuldir
sínar né standa við ábyrgðir.
Síðarnefndi hópurinn fer stækk-
andi, sagði Sveinn Hjörtur.
Atvinnutryggingarsjóði hefur
með lögum verið heimilað, að
hafa milligöngu um skuldbreyt-
ingar fyrir allt að 5.000 milljón-
ir króna, með því að taka við
skuldabréfum frá fyrirtækjum
og gefa út önnur skuldabréf til
lánardrottna þeirra. Einnig hef-
ur sjóðurinn heimild til að veita
bein peningalán fyrir allt að
2.900 milljónir króna, árin 1989
og 1990. Þar af er beint framlag
í sjóðinn um 1.000 milljónir, en
1.900 milljónir voru teknar að
láni erlendis. Aðstoð í gegnum
Hlutafjársjóð nemur tæpum
2.500 milíjónum króna, til um
13 fyrirtækja. í gegnum Verð-
jöfnunarsjóð hafa runnið 1.500
milljónir króna sem koma til með
að falla á ríkissjóð.
Um 10 fyrirtæki af þeim sem
þegar hafa fengið aðstoð At-
vinnutryggingarsjóðs hafa sótt
um viðbót. Gunnar segir að af-
staða verði tekin til þeirra beiðna
undir lokin. Eitt fyrirtæki hefur
komist í þrot eftir aðstoð sjóðs-
ins, Arctic á Akra-
nesi. „Aðstoð var
veitt á þeim for-
sendum að það
kæmi hlutafé inn í
fyrirtækið frá
Bandaríkjunum.
Það virðist hafa
komið, en verið tek-
ið upp í skuldir.
Þetta er auðvitað
eins og hvert annað
gjaldþrot, en alls
óvíst hvað út því fæst.“ Um er
að ræða 17 milljónir í gegnum
Atvinnutryggingarsjóð og segir
Gunnar að líklega tapist bróður-
partur þeirrar upphæðar.
í skýrslu Ríkisendurskoðunar
til Alþingis um Atvinnutrygg-
ingarsjóð, kemur fram töluverð
gagnrýni á vinnubrögð sjóðsins,
svo og það mat að 15-20%, eða
1.500-2.000 milljónir af útlánum
geti tapast vegna erfiðleika fyr-
irtækja sem sjóðurinn hefur lán-
að til. „Því miður tel ég að allt
of mikill pólitískur keimur sé af
verkum Ríkisendurskoðunar,"
segir Gunnar. „Þetta er eitt af
því sem fjölmiðlar hafa verið
mataðir á, en það hefur engum
dottið í hug að það séu til trygg-
ingar fyrir þessu.“ Gunnar segir
að vissulega kunni að vera fleiri
dæmi en Arctic, en í heild séu
ti-yggingar mjög góðar. „Við
höfum t.d. farið í gegnum veðin
hjá þeim 7 fyrirtækjum sem
Ríkisendurskoðun tíundar í
skýrslunni. Mér sýnist að við
séum með 70-80% gulltryggð
veð, fyrst og fremst í skipunum.“
Gunnar segist bjartsýnn fyrir
hönd Atvinnutryggingarsjóðs,
en ljóst sé að bæta þurfi eiginfj-
árstöðuna vegna meiri útlána en
búist var við í upphafi. „Ti! þess
að vera öruggir þurfum við
meira eigið fé en 1.000 milljón-
ir. Miðað við umfangið þyrfti það
að vera 1.500 milljónir," segir
Gunnar Hilmarsson formaður
stjórnar Atvinnutryggingar-
sjóðs.
Of rúmar veðreglur
Ríkisendurskoðun telur að um
15-20%, eða allt að 2000 milljónir
króna, af útlánum Atvinnutrygging-
arsjóðs geti tapast á næstu árum
vegna erfiðleika fyrirtækjanna sem
sjóðurinn hefur lánað til. Ertu sam-
mála þessu?
„Ég held að þessi spá þeirra geti
verið jafn rétt og hver önnur. Ég
viðurkenni, að það muni útlán tapast
hjá Atvinnutryggingarsjóði. Þá skoð-
un byggi ég á því, sem ég þekki til
hjá Byggðastofnun. Veðreglur At-
vinnutryggingarsjóðs eru miklu mun
rýmri en veðreglur sem við í Byggða-
stofnun höfum unnið eftir.“
Þær eru sem sagt of rúmar?
„Já, að sumu leyti þótti mér þær
æði rúmar. Byggðastofnun hefur
alltaf verið að reyna að meta betur
gi-eiðslugetu fyrirtækjanna og miða
veðtökurnar við það. Atvinnutrygg-
ingarsjóður gerir það líka.. En við
höfum sett okkur óskrifaðar vinnu-
reglur, sem fela m.a. í sér að ekki
er lagt til grundvallar eins hátt hlut-
fall af brunabótamati og ákveðið var
að gera hjá Atvinnutryggingarsjóði."
Fær Byggðastofnun að vinna í
friði að þeim verkefnum sem henni
er lögum samkvæmt ætlað að sinna?
„Við höfum verið í stakk búin til
að taka við þessum nýju verkefnum,
vinna handavinnuna við lánveiting-
arnar. Það er ekki vandamálið, held-
ur hitt að við höfum ekki nóg út-
sæði. Eigið fé Byggðastofnunar er í
dag 1.800 milljónir. Framlagið á
síðasta ári var 175 milljónir og er
200 milljónir í ár. Öll sú starfsemi
sem hefur verið bætt á stofnunina
og verkefni ýmis konar kosta pen-
inga. Við erum komnir með skrif-
stofu á Akureyri og settar verða á
stofn skrifstofur á ísafirði og á Egils-
stöðum. Allt kostar þetta peninga.
Stofnunin tapaði 160 milljónum á
síðasta ári og fyrirsjáanlegt að hún
mun tapa fjármunum vegna áhættu-
útlána sinna á næstu árum. Stofnun-
in veitti 50 milljónir í styrk á síðasta
ári. Henni er ætlað að veita styrki í
eitt og annað og undirbúa stofnun
fyrirtækja. Hún hefur hins vegar
ekki fjárhagslegt bolmagn til að gera
þétta og margt fleira sem henni er
ætíað.“
Stundum mætti halda að kjarni
byggðastefnunnar sé að halda uppi
allri byggð í landinu með erlendu
lánsfé?
„Er einhver byggðastefna rekin í
dag eða er hún nógu markviss? Það
mætti ef til vill spyija þeirra spurn-
inga. Á vegum Byggðastofnunar fór
fram mikil vinna við að reyna að
móta nýja byggðastefnu. Síðasta
vetur voru hér haldnir fundir með
fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna
og í framhaldi af því skipaði forsætis-
ráðherra nefnd undir! forsæti Jóns
Helgasonar fyrrverandi ráðherra.
Verkefni þeirrar nefndar er að fínna
það sem við getum kallað smæsta
samnefnara fyrir það sem allir flokk-
ar gætu orðið sammála um að gera
í byggðamálunum."
Algjör endurskipulagning
fiskvinnslunnar
Má búast við skynsamlegri niður-
stöðu?
„Ég vona að það verði í fram-
tíðinni fundinn sá grundvöllur sem
við getum byggt á. Byggðin í landinu
er alltaf að breytast. Hún er öðruvísi
en var fyrir 20 árum. Spurningin er
hvernig hún á að breytast. Við höfum
lagt höfuðáherslu á samgöngumálin,
að víkka þjónustusvæðin. Það skiptir
og miklu að sveitarfélögin stækki og
geti tekið að sér fleiri verkefni. Hvort
sem menn vilja eða vilja ekki verður
þróunin yfir í stærri byggðarkjarna.
Með bættum samgöngum vonumst
við til, að þessir kjarnar geti orðið
stærri og veitt þá þjónustu og fjöl-
breytni sem til þarf. Núna stöndum
við hins vegar frammi fyrir flóknum
vanda í sjávarútveginum. Það er
samdráttur, í veiðum og sérstaklega
í vinnslu. Það gefur augaleið, að það
leggjast af fyrirtæki."
Á síðustu tveimur árum hefur
hver sjóðurinn tekið við af öðrum við
að endurreisa fyrirtæki. Er ekki eðli-
legt að fólk spyiji hvort einhver heil
brú sé í öllum þessum lánveitingum
og framlögum úr opinberum sjóðum?
„Út af fyrir sig verður því ekki
neitað, að það hefur verið erfitt fyrir
starfsmenn og mig sem forstjóra að
vinna að þessum málum upp á
síðkastið. Það er alltaf erfiðara að
þjóna'mörgum herrum. Það verður
auðvitað endalaust deilt um, hvort
það hafí ekki verið farið út í allt of
miklar lánveitingar og ríkisábyrgðir.
En eitthvað varð að gera. Um það
eru allir sammála. Þetta er hins veg-
ar ekki búið. Ég tel að enn eigi eftir
að fara fram algjör endurskipulagn-
ing á fiskvinnslunni í landinu. Okkar
fískvinnsla þarf að standa jafnfætis
fiskvinnslunni í Evrópu.“
Ríður á miklu að finna
ný störf
Erum við ekki búin að missa af
glæstu tækifæri til endurskipulagn-
ingar. Hefði ekki þurft að gera það
um leið og skuldbreytingamar voru
gerðar?
„Við erum á vissan hátt byijuð
að stokka upp. Lítum á Suðurnesin.
Þar hefur orðið gerbylting í físk-
vinnslu. Gömlu hefðbundnu frysti-
húsin eru þar varla starfrækt í dag.
Þessi þróun hófst á Suðurnesjum,
er líka hafin í Vestmannaeyjum og
fyrir vestan. Frysting er ekkert ann-
að en geymsluaðferð. Ef hægt er að
flytja fiskinn út beint á disk neytan-
dans, án þess að gera nokkuð við
hann, þá fæst hæst verð. Núna eru
um 16% af aflanum flutt út óunnið,
en var einungis um 3% áður. Það
er heilmikið stökk. Fyrir norðan erum
við t.d. að athuga hvort, til greina
komi að fljúga með eldisfisk og hugs-
anlega nýjan fisk frá Akureyri til
Evrópu. Það kemur að því að þetta
verður hagkvæmt.“
Hvað á fólkið að starfa við ef þró-
unin heldur áfram í þessa átt?
„Það er okkar stóra vandamál.
Því breytingarnar snúa ekki einungis
að sjávarútvegi heldur líka að land-
búnaði. Það eru að verða nýjar
áherslur í kjölfar GATT-samning-
anna. Svíar eru t.d. byijaðir að að-
laga sinn landbúnað. Við verðum líka
að hagræða meira og betur í okkar
landbúnaði, sem þýðir væntanlega
færri störf. Það ríður á miklu að finna
ný störf í nýjum greinum.“
Verður komist hjá miklum sár-
sauka, atvinnuleysi og búferlaflutn-
ingum?
„Ég held að það sé vilji stjórnvalda
að skapa ný atvinnutækifæri. Við
verðum að trúa að það takist,“ segir
Guðmundur Malmquist forstjóri
Byggðastofnunar.