Morgunblaðið - 27.05.1990, Side 5

Morgunblaðið - 27.05.1990, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAI 1990 C 5 Donald Maclean, í ljósum íötum lengst til hægri, situr á skrifborði breska sendiherrans í Washington, sir John Balfours, árið 1946. Lengst til vinstri er Nicholas Henderson, síðar sendiherra, og standandi er W.D. Allen, síðar dómsforseti sérstaks dómstóls, sem dæmdi eftir sanngirnissjónarmiðum og fordæmisvenjum (Chancery). Davis, Astbury og Proctor vóru grun- aðir og yfirheyrðir af bresku Örygg- isþjónustunni MI5, þótt sekt þeirra yrði ekki sönnuð. Ekki voru allir þessir menn samkynhneigðir en það er hins vegar eftirtektarvert, að það voru þrír af „fjórmenningunum", sem virðast hafa verið höfuðpaurar Cam- bridge-njósnahringsins, þeir Blunt, Burgess og Donald Maclean. Um samhengið þar á milli skal hins veg- ar ekkert fullyrt þótt vel megi gera sér í hugarlund að hin forboðnu ást- arsambönd hafí bundið menn svo sterkum böndum, að hið ógnvænlega leyndarmál föðurlandssvikanna hafi hvergi verið betur geymt en einmitt í þeirra hópi. Moldvörpur á æðstu stöðum Það hefur löngum verið Bretum mikið feimnismál hversu smogin og lek leyniþjónusta þeirra hefur reynst allt frá millistríðsárunum. Þessar staðreyndir lágu þó lengi í þagnar- gildi og enn í dag hefur ekki fengist botn í hversu margir komu hér við sögu. Ljóst er þó að sumir þessara manna gegndu háum stöðum í breskri stjórnsýslu og enn er á sveimi orðrómur um að í eina tíð hafi svika- myllan náð til æðstu embætta innan bresku leyniþjónustunnar og þar hafí jafnvel komið við sögu ráðherrar og valdamiklir stjórnmálamenn í Verka- mannaflokknum svo og verkalýðs- leiðtogar. Margar bækur hafa verið skrifað- ar um þessa moldvörpustarfsemi KGB í Bretlandi og má þar nefna „The Climate of Treason“ eftir Andrew Boyle, „Spycatcher" eftir Peter Wright, og nú síðast „Mask of Treachery“ eftir John Costello. í þeirri bók er lögð áhersla á að færa sönnur á að Anthony Blunt hafi gegnt lykilhlutverki í Cambridge- njósnahringnum, en ekki verið sú aukapersóna sem hann sjálfur hélt fram við yfirheyrslu eftir að hann var afhjúpaður. Peter Wright, sem eyddi miklum hluta starfsævi sinnar í njósnaveiðar innan bresku leyni- þjónustunnar, virðist hins vegar sannfærður um að Burgess hafi þar gegnt lykilhlutverki og hann gerir því jafnframt skóna, að „fimmti maðurinn", sem aldrei hefur verið afhjúpaður, hafi verið enginn annar en Roger Hollis, yfirmaður bresku öryggisþjónustunnar MI5. Engin leið er að henda reiður á þessum fullyrð- ingum eða öðrum þeim getgátum sem slegið hefur verið fram í þessum efnum og vísast að héðan af muni aldrei fást botn í þessi mál né full- nægjandi skýringar á því, hvers vegna greindarpiltar frá góðum heimilum og vel ættaðir, með glæsta framtíð fyrir sér innan breskrar stjórnsýslu, kusu að gerast föður- landssvikarar. Hugsjónamenn? Það mun hafa verið fljótlega eftir stofnun Sovétríkjanna að. markvisst var farið að byggja upp öflugt starf leyniþjónustanna KGB og GRU, sem meðal annars .byggðist á liðveislu kommúnista í öðrum löndum, hug- sjónamanna sem álitu það aðeins tímaspursmál hvenær alræði öreig- anna yrði komið á í eigin landi. Hér var um langtímaáætlanir að ræða enda krafðist moldvörpustarfsemi af þessu tagi mikillar útsjónarsemi, þolinmæði og nákvæmrar skipulagn- ingar ef einhver von átti að vera til að að hún skilaði árangri. Það var • því að vonum að Sovétmenn beindu sjónum sínum að bresku háskólunum í Oxford og Cambridge, þangað sem breska stjórnsýslan sótti kjarnann í embættismannastétt sína. Þótti eink- um bera vel í veiði í Cambridge, þar sem marxismi og kommúnismi hafði náð fótfestu meðal ungra mennta- manna seint á þriðja áratugnum og í upphafi þess fjórða. Aðferð útsendara sovésku leyni- þjónustunnar var sú, að ná til þess- ara ungu manna og fá þá til sam- starfs, einkum á grundvelli sameigin- legra hugsjóna þar sem framtíð mannkynsins var sögð í veði. Til að skilja hversu vel Sovétmönnum varð ágengt í þessum efnum verða menn að átta sig á því andrúmslofti sem ríkti á þessum árum, einkum á fjórða áratugnum eftir kreppuna miklu, sem margir litu á sem talandi tákn um skipbrot kapítalismans. Þróunin í Þýskalandi létti einnig Sovétmönn- um róðurinn og meðal annars hélt Anthony Blunt því fram eftir að hann var afhjúpaður, að „eina ástæð- an fyrir svikum hans hafi verið sú bjargfasta skoðun, að framgangur marxismans væri eina ráðið til að koma nasistum á kné“. Mörgum hef- ur þótt þessi skýring Blunts heldur lítilfjörleg enda með ólíkindum að ekki hafi þurft meira til að ýta mönn- um út í slíkt óhæfuverk að svíkja sína eigin þjóð. í þessu sambandi hafa sumir bent á að Sovétmenn hafi haft á honum og félögum hans það kverkatak sem afbrigðileg kyn- hvöt þeirra leiddi af sér, en vitað er að Blunt lagði allt í sölurnar til að leyna því fýrir siðavandri móður sinni að hann var bæði hommi og kommi. Af skáldunum okkar, Islandsför- unum, er það hins vegar að segja að ekkert bendir til að þeir hafi ver- ið viðriðnir njósnamál eða föður- landssvik, þrátt fyrir vinskap sinn og ástarsambönd við ýmsar vafasam- ar persónur sem þeim málum tengd- ust, enda voru skáldin tæpast í að- stöðu til að miðla nokkrum upplýs- ingum sem gat komið Sovétmönnum að gagni. Auden dvaldi meðal annars lengi í Bandaríkjunum 1939 þar sem hann bjó um skeið með rithöfundin- um Christopher Isherwood, og mun þá hafa verið í einhveijum tengslum við Burgess, sem þá starfaði þar fyrir breska utanríkisráðuneytið. (Sjá rammagrein: Upp komast svik um síðir.) Auden átti. síðar eftir að koma öðru sinni til íslands, árið 1964. Við það tækifæri átti Matthías Johann- essen við hann viðtal, sem birtist í Morgunblaðinu, og tal þeirra barst meðal annars að stjórnmálaskoðun- um Audens fyrr á árum: Matthías spyr: „Voruð þér ein- hvern tíma kommúnisti, eins og sagt hefur verið?“ „Ég var aldrei í Flokknum.“ „En þér voruð einhvers staðar á línunni?" „Já, og ég er ekkert óánægður eftir á að hafa kynnst ritum Karls Marx. Ég hef lært margt af honum og hin síðari ár hef ég skilið ýmis- legt sem ég hefði ekki getað skilið, ef ég hefði ekki þekkt verk Marx. En nú er ég orðinn kristinn maður og genginn í ensku biskupakirkjuna." „Þér trúið þá á guð.“ „Já, það geri ég. Ég var uppalinn í kristinni trú, en þegar ég var ung- ur, fannst mér allur kristindómur einber vitleysa. Nú er ég kominn á aðra skoðun. Það er ómögulegt að gera neina grein fyrir því, það eru ótal hlutir sem hafa áhrif á líf manns. Og ég vil ekki gerast prédik- ari yfir öðru fólki, það verður sjálft að fínna hvað er því fyrir bestu ...“ Kim Phllby eftir játninguna og skömmu fyrir flóttann til Moskvu 1963. var þegar tekinn til yfirheyrslu hjá FBI og kom þá ýmislegt fróðlegt í ljós um sambönd Burgess og öfga- fullt líferni. Robert J. Lamphere, sem stjórnaði yfirheyrslunum, lét síðar hafa eftir sér að Bandaríkjamönnun- um hefðu blöskrað þær lýsingar sem Isherwood brá upp af líferni samkyn- hneigðra í London á millistríðsárun- um. „Það sem við grófum þarna upp sló okkur gjörsamlega út af laginu," segir Lamphere. „Við trúðum því varla hvernig Bretar höfðu látið slíkt fólk komast til metorða innan stjórn- sýslunnar og leyniþjónustunnar." Meðal þess sem Isherwood sagði FBI var að Inverchapel lávarður, sem var sendiherra Breta í Washington 1947 til 1949, þegar Maclean starf- aði þar, hefði verið í þingum við Burgess árið 1936, um.svipað leyti og hann sjálfur stóð í ástarsambandi við hann. Isherwood sagði FBI enn- fremur að nánasti vinur Burgess hefði verið „persóna kölluð Tony“. Það var ekki fyrr en við 'aðra yfir- heyrslu að Isherwood mundi að- þessi„dularfulli“ Tony hefði heitið Blunt að eftirnafni. Þrátt fyrir þessar vísbendingar og margar fleiri tókst r 1 mönnum ekki að koma púsluspilinu saman fyrr en mörgum árum síðar. Hringurinn lokast Harold „Kim“ Philby var hinn full- komni herramaður á enska vísu, skarpgreindur, fyndinn og bráð- skemmtilegur í viðmóti. Hann átti marga vini innan bresku leyniþjón- ustunnar og var af flestum sem til þekktu talinn hinn fullkomni starfs- maður þjónustunnar. Engan þeirra renndi grun í að hann hafði verið sannfærður kommúnisti frá því á námsárunum í Cambridge og síðan vakinn og sofínn í þágu sovésks málstaðar. Philby var sá eini af „fjór- menningunum", sem ekki var kyn- hverfur heldur þvert á móti þótti hann djarftækur til kvenna, meira en góðu hófi gegndi. Upp úr 1960 tóku að streyma til Vesturlanda flóttamenn frá austan- tjalds-löndunum, sem þekktu vel til rússneskrar leyniþjónustustarfsemi. Þeir fluttu með sér sögur um flugu- menn innan vestrænnar öryggisþjón- ustu, en þessar sögur voru oft á tíðum þversagnakenndar og rugl- ingslegar. Engu að síður sáðu þær frækornum efa og tortryggni og höfðu lamandi áhrif á breska og bandaríska leyniþjónustustarfsemi. Einn þessara flóttamanna var Ana- toli Golitsin, háttsettur KGB-maður, og eftir fyrstu yfirheyrslur hjá bandarísku leyniþjónustunni, CIA, var MI5 deild bresku leyniþjón- ustunnar send skýrsla i tíu liðum sem allir bentu á „óvin“ innan bresku leyniþjónustunnar. Um þetta segir Peter Wright meðal annars í bók sinni „Spycatcher*1: „Þrír þessara tíu þátta komu þeg- ar við kunnuglegan streng. Golitsin sagðist vita af njósnahring „fimm- menninganna", alræmdum, sem orð- ið hefði til í Bretlandi á fjórða ára- tugnum. Þeir þekktust allir og hver um sig vissi að hinir voru njósnarar. En Golitsin gat ekki tilgreint þá nán- ar nema einn þeirra bæri kenniheitið Stanley og hefði nýverið tekið þátt í aðgerðum KGB í Austurlöndum nær. Þessi lýsing hæfði Kim Philby ágætlega, sem starfaði fyrir frétta- blaðið Observer í Beirút um þessar mundir. Golitsin sagði að tveir hinna væru augljóslega Burgess og Macle- an. Ég áleit að sá fjórði gæti verið hr. Anthony Blunt, listfræðingurinn sem haft hafði titilinn „umsjónar- maður með málverkasafni drottning- ar“, starfsmaður MI5 á stríðsárunum sem grunur hafði fallið á eftir flótta Burgess og Macleans 1951. En alger- lega var á huldu hver sá fimmti var. Þeir þættir Golitsins þrír sem fjölluðu um „fimmmenningana" urðu til þess að mál Philbys og Blunts voru graf- in upp og fyrirskipað endurmat á þeim.“ Þegar sannað þótti að Philby hefði leikið tveimur skjöldum síðan á fjórða áratugnum var ákveðið að láta til skarar skríða, en vegna tortryggni og rígs, sem ríkt hafði í áratugi milli MI6 og MI5 deilda bresku leyniþjón- ustunnar, tókst að klúðra hand- tökunni með svipuðum hætti og hjá Burgess og Maclean forðum. MI6 vildi afgreiða málið innan eigin veggja, til að draga sem mest úr þeim skelli sem stofnunin hlaut óhjá- kvæmilega að verða fyrir með hand- töku Philbys. Akveðið var að senda náinn vin Philbys, Nicholas Elliott, til Beirút til að ganga frá málunum og jafnvel semja við hann um mild- ari meðhöndlun gegn uppljóstrunum um moldvörpustarfsemi KGB í Bret- landi. Viku síðar kom Elliott aftur sigri hrósandi. Philby hafði játað. Hann viðurkenndi að hafa stundað njósnir frá árinu 1934 og samþykkti að koma til Bretlands og leysa frá skjóðunni. Játningin var meira að segja skrifleg og menn harla ánægð- ir með málalyktir. Elliott var varla fyrr kominn til Bretlands þegar þær fréttir bárust að Philby væri horflnn. Síðar skaut honum upp í Moskvu, þar sem honum var fagnað opinber- lega sem hetju Sovétríkjanna. Talið er fullvíst að hann hafi þar haldið áfram að gegna mikilvægum störfum fyrir KGB og meðal annars verið ráðgjafi Yuri Andropov, þáverandi yflrmanns KGB, sem síðar náði æðstu völdum í Sovétríkjunum. í „Spycatcher" segir svo frá þess- um atburðum: „Flótti Philbys hafði niðurdrepandi áhrif á siðgæðið á efri valdaþrepum MI5. Áður höfðu menn gert sér í pukri kenningar um and- stæðing innan veggja; eftir á hættu menn að draga dul á beyg sinn. Það virtist liggja í augum uppi að eins hefði verið um Philby og Maclean á undan honum 1951, að honum hefði borist njósn af því hvað á döfinni var frá enn öðrum, flmmta manni sem enn væri innan veggja. Og vitaskuld var sú ályktun í fullu samræmi við vitnisburð Golitsins um fimmmenn- ingana, Burgess, Maclean, Philby, næstum áreiðanlega Blunt, og þann fimmta. Einhver sem komst af 1951; sem hélt áfram uppteknum hætti án þess að nokkur yrði þess var og sem jafnvel nú fylgdist með kreppunni dýpka .. Sir Anthony Blunt játaði í apríl 1964 að hafa njósnað fyrir Rússa á stríðsárunum. Upp um hann komst 1963, þegar FBI kom á framfæri við MI5 upplýsingum um að bandarískur ríkisborgari, Michael Whitney Stra- ight, hefði sagt mönnum á þeirra vegum að á fjórða áratugnum hefði Blunt reynt að ráða hann til verka fyrir Sovétmenn meðan báðir voru við nám í Cambridge-háskóla. Þegar hér var komið sögu var Blunt ráð- gjafi hennar hátignar Bretadrottn- ingar um allt er laut að listaverka- eignum krúnunnar og hafði verið aðlaður fyrir vikið. Málið þótti því hin mesta hneisa og þá örfáu menn í æðstu stöðum, sem vissu um málið, hryllti við tilhugsuninni um það hneyksli sem uppljóstrun um svik Blunts hlaut að hafa í för með sér. Því var brugðið á það ráð að semja við hann um sakaruppgjöf, gegn því að hann leysti frá skjóðunni um allt sem hann vissi um svikamyllu KGB í Bretlandi. Gagnvart almenningi var málið þaggað niður þar til Margaret Thatcher greindi frá svikum Blunts í ræðu í breska þinginu 1979, þá nýkjörin forsætisráðherra. Við það tækifæri var Blunt sviptur aðals- nafnbót sinni. Þótt Blunt hafi bent á nokkra samlanda sína, sem störfuðu fyrir KGB, fór því flarri að menn innan MI5 væru ánægðir með árangurinn af samvinnunni við hann. Peter Wright, sem mestum tíma eyddi í að yfirheyra Blunt, kveðst allan tímann hafa haft á tilfinningunni að játningar hans og upplýsingar væru hálfgert yfirklór, til að leyna vitn- eskju sem meira máli skipti. Vonir manna um að afhjúpa „fimmta manninn" urðu fljótlega að engu. í bók sinni „Mask of Treachery“ held- ur John Costello því beinlínis fram að Blunt hafi logið blygðunarlaust við yfirheyrslumar og slegið ryki í augu manna. Costello, sem sjálfur stundaði nám í Cambridge á sínum tíma, leiðir rök að þvi að Blunt hafi gegnt lykilhlutverki í Cambridge- njósnahringnum og að hans hlutverk hafi meðal annars verið að leita nýrra njósnara og benda KGB á álitleg efni á því sviði. Hér er ekki unnt að rekja nánar þessa furðulegu sögu. Mörgum spurningum er ósvarað og líklega fást aldrei svör við sumum þeirra. Til að tengja endi okkar frásagnar upphafinu gætum við til dæmis velt þeirri spurningu fyrir okkur, hvort hugsanlegt sé að ungskáldin tvö, Auden og MacNeice, sem hingað komu sumarið 1936, hafi þá þegar vitað um svikavefínn sem félagar þeirra voru um þær mundir að spinna i Cambridge . . .? ............. ■ •••- —' .........................................................................................................•• Guy Burgess í sólbaði á Svartahafi, sumarið 1956, en það ár birtust þeir Donald Maclean opinberlega í fyrsta sinn í Sovétríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.