Morgunblaðið - 27.05.1990, Síða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAI 1990
ALLT TIL ANDSKOTANS
A MORGUN!
eftir Arna Johnsen
Hann tók á móti mér á járnbrautarstöðinni
í Birkerud, einum af útbæjum Kaupmanna-
hafnar, og lífsgleðin frá hans bjarta brosi
stakk í stúf við hrímþokuna sem hafði kögrað
bæinn þennan vetrarmorgun. A greinum
trjánna í skógi bæjarins höfðu sprottið fram
frostblóm, hrímkögur — svo virtist sem trjá-
gróðurinn væri í fúllum skrúða í Nivá þar sem
Böðvar býr ásamt konu sinni, Evu Rode, sem
er ritstjóri Orðabókar Árnastofnunar. Böðvar
Guðmundsson skáld hcilsaði með hinni
stóísku ró sveitamannsins en öruggu fasi
heimsborgarans. Böðvar hefúr um sinn verið
búsettur í Danmörku og sinnir ritstörfúm sem
í flestu tengjast íslandi. Frá jámbrautarstöð-
inni héidum við að heimili hans og tylltum
okkur niður við eldhúsborðið. Eg spurði hann
hvort það væri ekki hætta á því að þjóðin
færi á mis við skáld sitt ef það væri lengi að
skælast i útlöndum.
Eg held ekki,“ svaraði
Böðvar, „ég hef miklu
betri möguleika og
tíma til þess að skrifa
af viti eins og nú háttar
hjá mér, en ég finn þó
að maður fjarlægist það sem er að
gerast heima, tapar tengslum við
rifrildismálin, menningartilþrifin og
pólitíkina og maður tekur því öðruv-
ísi þegar tilefnin koma upp. Þá segir
maður við sjálfan sig: Æ, er nú enn-
þá verið að rífast um þetta. í staðinn
fær maður hins vegar ennþá meira
næði til verka. Það er þó slæmt að
það fer framhjá manni þegar nýjar
bækur eru að koma út heima og
þarf að vera svolítið harður við sjálf-
an sig að lesa bókaskrárnar og pikka
út það sem er fýsilegt. En það er
alltaf jafn gott þegar maður er á
landinu að finna takt íslenska sam-
félagsins."
Það eina sem dugði
á helvítis beinin
Eg vék talinu að skrifum Böðvars
í bókmenntasögu Máls og menning-
ar, þriggja binda verk sem ekki er
lokið við, en margir höfundar skrifa
í það og Böðvar hefur unnið við lær-
dómsöldina eftir siðaskiptin og fram
að 1730.
„Okkar ágæta þjóð gerir allt í hjá-
verkum og ósjaldan ber það við að
menn skila seint verkefnum, en þetta
tímabil sem ég skrifa um er mjög
skemmtilegt og það er mikið fjallað
um sálma og margs konar kveðskap.
Þetta er einmitt tímabilið þegar
fjandinn er nálægur, á næsta bæ,
og galdrar og særingar eru daglegt
brauð í bland við fjandafælur,
Tyrkjafælur og voðalegar bölbænir.
Af þessu er til mikið magn og það
var það eina sem dugði á helvítis
beinin, þá sukku þeir. Það hefur ver-
ið skemmtilegt að lesa það út úr
þessu tímabili að íslendingar eru á
þessum árum með ríka bókmennta-
hneigð miðað við Dani, Normenn og
. Svía. Hnignunin á íslandi kemur
miklu síðar. Það er á 18. öld sem
íslendingar fara að dragast aftur úr
og þá kemur bakslagið. Það mynduð-
ust engar borgir á íslandi, en hér
syðra urðu borgimar miðstöðvar fyr-
ir menntasetur og listir, háskóla og
annað slíkt sem gaf ákveðinn grunn
og möguleika í þessum efnum. Borg-
arleg menning kom ekki upp á Is-
landi fyrr en á 20. öld og svo var
þetta andskotans harðræði á 18. öld,
Morgunblaðið/Ámi Johnsen
Böóvar Guómundsson skáld er sestur aó i Danmörku og
horf ir þaóan á rif rildismálin heimafyrir