Morgunblaðið - 27.05.1990, Síða 19

Morgunblaðið - 27.05.1990, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1S90 C 19 Drukknir blaðamenn heilaþvo alþýðuna Af furðufréttunum í bandarísku fréttatímaritunum eftir Huga Olafsson Hefur þú heyrt um fallhlífarstökkvarann sem leystist upp í loftinu yfir Akranesi? Eðaþjálfara íslenska kvennalandsliðsins í kriatt- spyrnu sem barnaði allar ellefu á sama tíma? „Ég elskaði þær allar og gat ómögulega gert upp á milli þeirra,“ var haft eftir honum. Hvorug þessara frétta birtist í íslenskum fjölmiðlum, heldur í bandarískum „fréttatímaritum" sem eru einkum seld í stórmörkuð- um. Spurningin er hvort þessi tímarit séu naskari á að finna góðar fréttir en aðrir, eða hvort íslenskir blaðamenn séu alveg lausir við fréttanef eða slái þagn- armúr um þvílík stórtíðindi. Það eru þó ekki bara íslensk blöð sem missa af „skúbbum“ eins og „Stytta af Elvis finnst á mars!“ og „Köttur flæmir innbrotsþjóf á brott á hringir á lögguna!“ Eg les New York Times upp á hvern dag mér til ánægju og upplýsingar, en þar á bæ taka menn sig svo alvar- lega að þeir birta ekki einu-sinni myndasögur, hvað þá stjörnuspár og á forsiðunni eru smáletraðar fyrirsagnir eins og „Cheney hafnar tillögum Sovétmanna um niður- skurð á langdrægum flaugum í hafninu" og „Mikil hækkun á sjúkratryggingum aldraðra“. En sama dag og Times taldi þetta helstu viðburði dagsins var hægt að lesa eftirfarandi fyrirsögn í blaðinu National Examiner. „2.500 ára gamalt lík finnst graf- ið með vasadiskó." Blaðið Weekly World News var jafnvel með enn stærri tíðindi úr heimi vísindanna: „Vísindamenn bora gat á helvíti!“ Við skulum grípa aðeins niður í þá frétt — sem er send af fréttarit- ara blaðsins í Helsinki — þó ekki væri til annars en að vara Jarðbor- anir ríkisins við áð færast of mik- ið í fang: „Visindamenn sem bor- uðu níu mílna holu til að rannsaka hreyfingar fleka undir yfirborði jarðar segjast hafa uppgötvað helvíti. Þessar upplýsingar koma frá hinu virta finnska blaði „Amm- enusastia“, sem hefur eftir sov- éska jarðfræðingnum Dmitri Az- zacov að hryllileg vængjuð vera hafi flogið upp úr holunni rétt áður en hljóðnemum var slakað ofan í hana, þar sem þeir tóku upp kvalaöskur hinna fordæmdu: „Sem kommúnisti trúi ég ekki á himnaríki eða Biblíuna, en sem vísindamaður trúi ég nú á helvíti,“ sagði dr. Azzacov.“ Útbreiðsla þessara blaða er töluverð. Upplag National Exam- iner er 1,1 milljón og Weekly World News selst í tæpri einni milljón eintaka. Hverslags fólk les þessi blöð? FURÐUHEIMAR FJÖLMIÐLANNA (Rúnadeild) Þessi stálverkamaður lætur sig ekki muna um að labba á rúnuðu rörinu í rúmlega 200 metra hæð. Myndatexti í DV. Annars vegar gæti það verið fólk sem hefur gaman af fjörugu ímyndunarafli, eins og ýmsir höfðu gaman af sögum vellygna Bjarna i denntíð. Hins vegar gæti það verið fólk sem er venju fremur auðtrúa. Það segir kannski sína sögu að „dulræni iðnaðurinn“ á dtjúgan hluta af auglýsingum í blöðunum, þar sem hann selur jafnsjálfsögð hjálpartæki sálarlífs- ins og stjörnukort og segulkrist- alla. Hvernig vinnubrögð eru viðhöfð á þessum blöðum? Eg fór á stúf- ana og rannsakaði málið og hef. komist að eftirfarandi staðreynd- um. Umsækjendur um blaða- mannastöðu eru tengdir við lyga- mæli og spurðir um hæfni og reynslu. Enginn er ráðinn nema hann eða hún sprengi öryggið í mælinum og helst taki rafmagnið af hverfinu. Kvöldið áður en blað- ið fer í prentun setjast blaðamenn í kringum hringborð þar sem hlað- ið er fimmtíu kippum af bjór. Síðan er segulband látið ganga hringinn þar sem menn stinga upp á hug- myndum og bæta við staðreyndum og heimildarmönnum eftir því sem við á. Morguninn eftir tekur rit- stjórinn segulbandið undan hrúgu af tómum dósum og lætur prenta sögurnar orðrétt. Þetta er hreinasatt. Þetta er að minnsta kosti ekki ótrúlegra en „Bijóstahaldari springur utan af barmmikilli konu — ellefu særðir!" Og gæti nokkur allsgáður maður upphugsað fyrirsögn eins og „Maður fastur í fjórtán daga und- ir líki 300 punda konu sinnar!“ (Hún fékk aðsvif í stiganum og rúllaði ofan á vesalings manninn, sem var frekar óburðugur til að byija með og var orðinn mjög hætt kominn þegar honum var loksins bjargað.) Nu kynni einhver að spyija hvort það sé fallegt að hafa fá- fræði fólks að féþúfu á þennan hátt, og hvort ekki eigi hrejnlega að banna svona blaðaútgáfu. Það virðist hins vegar ekki hafa gefið góða raun að sjálfskipaðir gáfu- menn hafi vit fyrir alþýðunni. Ég las það í áreiðanlegu tímariti að málgagn austur-þýska kommúni- staflokksins sáluga, Neues Deutschland, hafi í fyrravor slegið eigið met í fyrirsagnagerð með því að slá í sexdálk yfir þvera fors- íðuna: „Hin bróðurlegu tengsl pólskrar og austur-þýskrar æsku undirstrikuð á þingi ungkomm- únista." Má ég þá biðja um: „Langsvelt kona í megrunarkúr reynir að gleypa dverg!“ Ef verið er að skrökva að fólki á annað borð er lágmarkskrafa að það hafi skemmtanagildi. Við hin sem þykjumst kunna fótum okkar forráð í fjölmiðla- heiminum getum haldið áfram að glugga í New York Times og Hagtölur mánaðarins okkur til yndisauka. Cobra AN-8530 símsvarinn gefur- og tekur d móti skilabobum ‘Allar abgeröir eru framkvæmdar meö einum hnappi »Hægt er aö kveikja d símsvaranum meö því aö hringja úr öörum síma *Biö eöa tafir koma ekki inn ó símsvarann •Hraöspólun fram og til baka •Gaumljós sýnir fjölda símsvarana og ýmsir fleiri möguleikar. -j a Áqa ____________________________________________________________«Veröaöeins 11.990,-kr. eöa lU>7yVJ;"stgr. Cobra AN-8532 símsvarinn gefur- og tekur d móti skilaboöum *AHar aögeröir eru framkvæmdar meö einum hnappi ‘Hægt er aö kveikja ó símsvaranum meö því ab hringja úr öbrum síma »Biö eöa tafir koma ekki inn ó símsvarann •Hrabspólun fram og til baka ‘Gaumljós sýnir fjölda símsvarana *Hægt er ab heyra skilabob meö því aö hringja í símsvarann og sld inn leyninúmer og ýmsir fleiri möguleikar i -t aqa ____________________________________________________________*Verö aðeins 12,990,- kr. eóa 11 i//U| ~ stgr. Cobra AN-8531 símsvarinn gefur- og tekur ó móti skilaboöum *Allar aögeröir eru framkvæmdar meö einum hnappi *Hægt er aö kveikja ó símsvaranum meö því að hringja úr öörum síma *Biö eöa tafir koma ekki inn ó símsvarann *Hraöspólun fram og til baka •Gaumljós sýnir fjölda símsvarana ‘Hægt er ab heyra skilaboö meb því aö hringja í símsvarann og sld inn leyninúmer •Tími og dags. kemur sjólfvirkt inn ú viö hver skilaboö og ýmsir fleiri möguleikar 1 /I /1 C A ____________________________________________________________»Verö aöeins 15.560,- kr. eöa ItGTJUj" stgr. Cobra AN-8516Í símsvarinn gefur- og tekur d móti skilaboðum ‘Allar aöqeröir eru framkvæmdar meö einum hnappi *Hægt er ab Trki kveikja ó símsvaranum meöþví aö hrinqja úr öörum síma ‘Bib eba tafir koma ekki inn ó símsvarann •Hraöspólun fram og til baka •Hægt er ab heyra skilaboö eða breyta tilkynningunni meb því aö hringja í símsvarann og sló inn leyninúmer *Tími og dags. kemur sjdlmrkt inn ó viö hver skilaboö ‘Þú talar inn ó örtölvukubb, þannig aö snældan er eingöngu notuö fyrir upptekin skilaboo 'Skjór sem sýnir tíma og fjölda skilaboba *Hægt er ab taka upp samtöl og ymsir fleiri möguleikar j ^ 99Q Það er þœgileg tilfínning flð hflfo einhvern til flð taka á móti skilaboðumi, þurfí maður að skreppa frá! •Verö aöeins 22.280,- kr. eba Við tökum vel á móti þér ! stgr. f E ■unocAno Æ7 V/SA ■■■■■ Samkort greiðslukjör til allt að 12 mán. SKIPHOLT119 SÍMI 29800 Eftirtaldir umbobsabilar selja Cobra-símsvarana: Kf. Borgfirhinga, Boraarn. Nýja flltnuhúsib, Akureyri Verslunin Fell, GrundarF. Radíónuusí, Akureyri Blómsturvellir,. Hellissundi Kf. Þingeyinga, Húsavík Straumur hf., ísafiröi Sel, Mývatssveit Verslunin Hegri, Sauöórkr. Stúdíó Keflavík, Keflavík Bókabúöin Urö, Ruufarhöfn Vöruhús K.Á., Selfossi Rafin.versl. Sv. G., Lgilsst. Mosfell sf., Hellu Stúlbúöin hf., Seyöisfíröi Kf. Skaftfellinga, Vík Tónspil, Neskuupstoö Kjarni sf., Vestm.eyium Versl. Hvammur, Höfn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.