Morgunblaðið - 27.05.1990, Page 20

Morgunblaðið - 27.05.1990, Page 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990 Unnendur myndlist ar munu fá nóg til að heillast af á komandi listahátíð. VnYHDUST/Verdurþettagott myndlistarsumar? Voríð erkomið og Listaluítíd í nánd OFT ER talað um að veturinn sé vertíð myndlistarinnar, og að þá séu settar upp bestu sýningamar, fólk komi helst til að skoða myndlist, og listaumræðan nái hámarki í fjölmiðium. Þetta kann að vera rétt að einhveiju leyti, þó að enginn sýningarstaður loki á vorin, svo að vitað sé. En þetta á engan veginn við þau ár, sem Listahátið er haldin í Reykjavík. Þá er alltaf mikið um að vera á sumrin í myndlistinni sem og í öðrum listgreinum, og nú er einmitt slíkt tímabil framundan. Helsti vorboðinn í myndlistinni hefur gjarna verið nemendasýn- ingar listaskólanna, og þar ber auð- vitað hæst vorsýningu Myndlista- og handíðaskólaíslands, sem nú er að ljúka á Kjarvals- stöðum. Þar getur að líta afrakstur útskriftaniema, og um leið er þama fyrsta tækifæri landsmanna til að sjá verk þeirra, sem ef til vill verða framarlega í flokki listamanna eftir áratug — eða langt fram á næstu öld. Hræringamar byija snemma, og um margt er þetta hin skemmtilegasta sýning. En margar aðrar sýningar í þess- um mánuði eiga á hættu að falla í skugga þess sem koma skal, þ.e. þess mikla sýningaíjölda, sem settur verður upp í tengslum við Listahátíð. — Oft hefur því verið haldið fram, að Listahátíð í Reykjavík beri enn merki þess uppruna síns, að vera fyrst og fremst tónlistarhátíð. Auð- vitað skipar tónlist ætíð veglegan sess á listahátíðum og fjöldi erlendra tónlistarmanna sækir okkur heim, en þegar litið er yfír þá myrfdlist sem boðið verður upp á, er varla hægt að segja að áhugafólk á þvi sviði verði útundan og fái ekki nægilegt efni til að beija augum. Því er rétt að benda á það helsta, sem verður á boðstólum þessar listavikur í júní. Listahátíð og Sjómannadagsráð standa fyrir sýningu í gamla hús- næði Listasafnsins (efri hæð Þjóð- minjasafnsins við Suðurgötu), sem hlotið hefur nafnið „Maður og haf‘. Þar verður sýnt hvemig íslenskir listamenn hafa túlkað hafíð og tengsl landsmanna við það í gegnum árin, og verður áhugavert að sjá hvaða tökum listamenn þjóðarinnar hafa tekið þetta viðfangsefni, grunn lífsins í landinu. í Listasafni íslands verður haldin stór sýning á verkum franska lista- mannsins André Masson, sem var eitt stærsta nafnið í myndlistarheim- inum um miðja öldina. Sýningin kem- ur úr safni erfíngja listamannsins. verkin hafa því fæst komið áður fyr- ir almenningssjónir, og hér býðst kærkomið tækifæri til að kynnast þessum þekkta listamanni nánar. Á Kjarvalsstöðum verður sett upp öllu þyngri sýning í kílóum talið, því að þar birtist yfírlit yfír íslenska höggmyndalist frá aldamótum til 1950. Sýningin verður í öllu húsinu og gefur landsmönnum einstakt tækifæri til að sjá saman verk okkar þekktustu myndhöggvara, eins og Einars Jónssonar, Ásmundar Sveins- sonar og Siguijóns Ólafssonar, svo og verk fleiri samtímamanna þeirra, sem hafa frekar fallið í skuggann. Slík sýning verður ekki endurtekin, og næsta skref kemur varla fyrr en á næstu öld, þegar yfirlitssýning yfír tímabilið 1950-2000 verður möguleg. í Hafnarborg í Hafnarfírði verður haldin samsýning á verkum íslenskra „naivista", sem örugglega vekur at- hygli margra. („Naivistar" eru þeir kallaðir, sem í list sinni fara á skjön við flest það, sem einkennir hefð- bundin, lærð listaverk, s.s. mynd- byggingu, fjarlægðarskyn, rétt hlut- föll o.fl., og skapa list sína því af nokkru kunnáttuleysi, en jafnframt af einlægni og innileik, sem gefur verkunum mjög sterkan svip.) Ný- lega kom út bók á ensku eftir Aðal- stein Ingólfsson um þessa listamenn hér á landi, og er hún væntanleg á íslensku innan tíðar. Nýlistasafninu hefur verið forðað frá gröfínni, og hefur nú eignast sitt fyrra húsnæði. Framlag safnsins til Listahátíðar að þessu sinni verður viðamikil útisýning í Þingholtunum í Reykjavík, þar sem sýnd verða verk bæði í einkagörðum og á opinberum svæðum, með þátttöku fjölda lista- manna, innlehdra og erlendra. Þama verður væntanlega boðið uppá skemmtilegustu heilsubótargöngu sumarsins! Flestir aðrir sýningarstaðir setja upp einkasýningar í tengslum við Listahátíð, og leitast við að bjóða upp á verk þekktra listamanna, sem standa upp úr. í sumum tilvikum er langt um liðið frá því að haldin var einkasýning á verkum þeirra hér, og því líklegt að áhugafólk geti séð þama ýmislegt áhugavert. Sigurði Sigurðssyni, heiðursfélaga FÍM, hefur verið boðið að sýna í sal félagsins á Listahátíð; er vel að félag- ið heiðri virkan félaga í gegnum árin á þennan hátt, og eflaust margir sem munu líta inn á þá sýningu. Gallerí Borg mun sýna nýleg verk eftir Tove Ólafsson, og er nokkuð um. liðið síðan landsmenn fengu síðast að njóta listar hennar. I sýningarsalnum Nýhöfn verður sýning á skúlptúmm eftir Magnús Tómasson, en hann hefur ætíð boðið landsmönnum upp á fersk sjónarhorn í verkum sínum; væntanlega verður verðlaunaverk Magnúsar sett upp við Flugstöð Leifs Eiríkssonar nú fyrir haustið. Gallerí Einn Einn á Skólavörðustíg hefur boðið Hreini Friðfínnssyni að koma og sýna á Listahátíð, en Hreinn býr og starfar í Amsterdam, og því hafa landsmenn ekki mörg tækifæri til að fylgjast með list hans; hér kemur eitt þeirra. Fleiri sýningar verða í gangi víðsvegar um bórgina, en hér skal staðar numið í bili. Af öllu framan- sögðu er Ijóst, að þetta sumar hefur alla burði til að verða gott myndlist- arsumar. Framboðið af góðri mynd- list verður augljóslega mikið, a.m.k. framan af sumri, og þá er bara að sjá hvort landsmenn muni ekki ör- ugglega grípa tækifærin fegins hendi og fjölmenna á sýningarstaðina. — Því er einnig upplagt að skipuleggja tímann vel, þar eð veislan byijar um næstu helgi! eftir Eirík Þorlóksson SÍGILD TÓNLIST A; stjómendahallœri íAmeríku? Feitur bitifyrír Kurt Masur ERFIÐLEIKAR HAFA verið hjá Fílharmoníuhljómsveitinni í New York en í heilt ár hefiir verið leitað að eftirmanni Zubin Mehta, stjórnanda hljómsveitarinnar. Loks var Kurt Masur frá Leipzig út- nefndur stjórnandi. Fyrir austantjaldsbyltinguna var Masur uppá- haldsstjórnandi Erichs Honeckers en Masur er fyrsti íbúi austan- tjaldsblokkarinnar sem fær svo hátt tilboð frá Ameríku en launin eru vist um 700.000$ fyrir 18 vikna vinnu. Formaður Fílharmoníu- hljómsveitarinnar gaf út ylírlýsingu þess eihis að þau hjá hljómsveit- inni væru spennt og áhugasöm um ráðninguna en tónleikagestum er ljóst að ráðning Masurs var málamiðlun og hann er talinn vera „Kapellmeister"; það hugtak er nú á dögum notað til að lýsa stjórn- endum sem eru öruggir og fagmannlegir frekar en spennandi eða skarpir. Masur, sem er 62 ára gamall, hefur unnið alla sína tíð í Austur-Þýskalandi með hina frá- bæru Gewandhaus-hljómsveit. Hann hefur öðlast alþjóðlega viður- kenningu fyrir hljómsveitarút- gáfu þeirra og auk þess verið gestastjórnandi víða um heim. Masur var ráðinn til að endur- heimta róm- antíska auðlegð í hljóm Fílharmoníusveitarinnar. Mehta er hins vegar talinn hafa verið allt of lengi stjómandi hjá þeim. Seinni helming þeirra 13 ára sem hann stýrði hljómsveitinni var hún ekki eins vinsæl til hljómplötu- útgáfu, það vantaði ákefðina og fjörið sem ríkti þegar Leonard Bernstein og Pierre Boules stjóm- uðu. Þegar Mehta neitaði að skrifa undir nýjan samning voru félagar hljómsveitarinnar beðnir um að eftir Jóhönnu V. Þórhallsdóttur kjósa sér eftirmann. Efstur á list- anum var Sir Colin Davis, sem kurteislega neitaði, næstur var Claudio Abbado sem kaus heldur Berlín. Enginn áhugi virtist vera á því að fá óþekkta stjórnendur og ekki heldur unga ameríska á upp- leið og Ronald Wilford, sem er umboðsmaður fleiri en 100 stjórn- enda, ásakaði „óvirðulega“ tónlist- argagnrýnendur um þetta ófremd- arástand. En Masur er farinn að hlakka til að takast á við sveitina og lofar að vinna heiðarlega og segist alltaf hafa hrifist af tónlistarlífi og áhorf- endum New York-borgar. í Fíladelfíu hefur á sama tíma ítalinn Riccardo Muti sagt upp störfum sem stjórnandi hljómsveit- arinnar þar eftir 10 ára starf. Muti, sem er 46 ára gamall, er einn- ig yfírmaður tónlistar í La Scala- óperunni í Mílanó og orðinn þreytt- ur á ferðalögum. Hann sagði á fréttamannafundi að hann hefði ekki tekið sér frí í 20 ár og ekki Masur — Ráðinn til að endur- heimta rómantíska auðlegð í hljóm Fílharmoníusveitarinnar. einu sinni labbað meðfram strönd- inni heima hjá sér í Marina di Rav- enna síðan 1978. „Kominn er tími til að fara að hugsa um sjálfan sig,“ segir hann. Þótt' Muti hafi reyndar gefíð tveggja ára uppsagn- arfrest þá á Fíladelfía í miklum erfiðleikum með að velja eftirmann. Eina vonin er talin vera ef James Levine myndi ákveða að taka að sér hljómsveitarstjórn eftir mistök- in í höfuðvígi Karajans. 'BIAJS/Hvad geröist á krossgötunum? Myndin afRobert Johnson ENGINN sveitablússöngvari hefúr haft eins mikil áhrif á blúsinn og rokkið og Robert Johnson, sem nánast ekkert var vitað um í Ijölda ára. Nú er verið að svipta hulunni af honum og fyrirhuguð er geisla- disksútgáfa á öllu sem hann tók upp. A Ifjölda ára var það eitt vitað um Robert Johnson að hann fæddist um 1910 og var myrtur um 1938. Hann tók upp 29 lög fyrir Vocalition 1926 og 1927 og þau lög hafa lifað __^í flutningi og tón- list Muddys Wat- ers, Elmores Jam- es, Johnnys Wint- ers, Cream, Erics Claptons, Rolling Stones, George Thorogoods og svo eftir Árno mætti lengi telja. Matlhíasson Allir blúsáhuga- menn kannast við Dust My Broom, Love in Vain, Stop Breaking Down Blues, Standing at the Crossroads, Ramblin' on My Mind, sem Johnson tók öll upp. Ekki á hann einn heiður- inn af öllum laganna, þar koma til lærimeistarar hans eins og Lonnie Johnson, Charlie Patton, Tommy Johnson og Son House, en það var Johnson sem setti svo afgerandi mark sitt á þessi lög að upp frá því hafa þau verið flutt að hans hætti. Annað sem hefur heillað ekki síður en tónlistin er goðsögnin um það hvernig Johnson varð, að því er virt- ist, á tæpu ári einn fremsti tónlistar- maður blússögunnar, en almanna- rómur var að hann hefði selt íjandan- um sál sína fyrir tónlistargáfuna. Það átti að hafa átt sér stað á kross- götum, en Johnson visaði til djöfuls- ins í ýmsum textum, þ. á m. laginu Crossroads, sem margir þekkja. í fjölda ára hafa menn fengist við að grafast fyrir um uppruna Jo- hnsons og orðið svo vel ágengt að Robert Johnson Tónlistin er einstök í sinni röð. fyrir fjórum árum var.birt mynd af honum í bandaríska blaðinu Rolling Stone og síðan er búið að finna fleiri myndir og meira að segja hanna plakat. Vísast finnst mörgum blús- áhugamanninum slíkt hálfgerð goðgá, en þessar myndir hafa endur- vakið áhuga á tónlist Johnsons, sem er einstök í sinni röð. Eins og áður sagði hyggjast frammámenn hjá CBS-útgáfunni bandarísku nú loks láta verða af því að gefa út langþráð safn af upptökum Roberts Johnsons, sem fyrst var farið að ræða um þeg- ar hann hefði orðið sextugur, 1971. Þá risu deilur meðal manna vegna umslags plötunnar og útgáfu var því frestað. Nú loks hafa náðst sættir og í haust kemur út tvöfaldur geisla- diskur sem á verða lögin 29, mörg í fleiri en einni útgáfu, en alls verður 41 lag á disknum. Á umslaginu verð- ur áður óbirt mynd af Johnson og ævisaga hans verður rakin í bækl- ingi sem fylgir. Víst eru þetta góð tíðindi fyrir blúsáhugamenn, og líklega munu margir slíkir íhuga að fá sér geislaspilara í kjölfar þessarar útgáfu, en alla jafna hafa blússafnar- ar lítið dálæti á slíkum apparötum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.